Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 38
□ að hafa margir reynt að út- skýra persónuleika, lifsskoð- anir og eðli Warren Buffetts en það er ekki nokkur leið að lýsa þessum einstaka persónuleika með orðum, nema þá e.Lv. með hans eigin orðum,” segir höfundur nýútkominn- ar bókar, „Warren Buffett talar,” sem hefur að geyma allskyns spakmæli, gamansemi og fróðleik sem sóttur er í gagnabanka þessa fræga bandaríska fjárfestis. Buffett, sem nú er á sjötugsaldri, tókst að auðgast svo á fjárfestingum sínum að hann er orðinn heimsfrægur í dag og veit ekki aura sinna tal. Ofáir hafa leitað ráða hjá honum um það hvernig eigi að fara að því að gerast ríkur en hann hefur þó ekki síður margt til málanna að leggja varðandi lífið, ástina og leitina að hamingjunni. I bókinni er að finna hnyttin tilmæli um lífið, vináttuna, Jjölskylduna, vinn- una, fyrirtækjaTekstur, fjárfestingar og hvað við getum lagt til þjóðfélags- ins haft eftir Buffett. Um lífið segir hann td.: „Eg reyni ekki að stökkva yfir tveggja metra háa hindrun. Eg leita að eins metra hárri hindrun sem ég get klofað yfir.” Úm hamingjuna segir hann: „Þegar ég fer á skrifstofuna mína á morgnana líður mér eins og ég sé að fara í einka- kapellu páfans til að mála.” Höfundur bókarinnar, Janet C. Lowe, stiklar á stóru varðandi upp- vaxtarár Buffetts í Omaha Nebraska og segir frá þvi hvernig hann stikaði upp lista Forbes yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina og endaði í núver- andi starfi sínu sem stjórnarformaður Berkshire Hathaway. Hún lætur hann þó að mestu sjálfan um að tala en af og til fylgja umsagnir samstarfsmanna, gagnrýnenda, vina og ættingja Buff- etts með textanum sem gefa lesand- anum þannig betri innsýn í líf hans og þankagang. „Það sem gerir pabba ánægðan er að slæpast um húsið, lesa, spila bridds og tala við okkur. Hann er eins venjulegur og pabbar gerash” er m.a. haft eftir dóttur Buff- etts. Bókin er meira um það hvernig eigi að gerast ríkur en um þá ríku, leiðir til að hagnast fremur en hagnað- inn sjálfan og jafnvægi fremur en sjálft takmarkið. „Að vissu marki gera pen- TEXTI: INGIBJÖRG ÓÐINSDÓTTIR MYND: GEIR ÓLAFSSON ' Nýútkomin bók um fjármálasnillinginn Warren Buffett: BUFFETT TALAR Fróóleikur, gamansemi og sþakmœli kaþþans. ingar þér stundum kleift að hrærast í áhugaverðara umhverfi en þeir breyta engu um það hversu mörgum þykir vænt um þig eða hversu heilsuhraust- ur þú ert,” er m.a. haft eftir Buffett. UM LÍFH) „Hugmyndir mínar um mat og mataræði voru fullmótaðar mjög snemma í kjölfar vel heppnaðrar af- mælisveislu þegar ég varð 5 ára. Þá fengum við pylsur, hamborgara, gos- drykki, poppkorn og ís.” „Eg drekk úr fimm kókflöskum á dag. Það gera 750 kaloríur. Eg myndi missa 35 kíló á ári ef ég hefði ekki drukkið allt þetta kók. Hugsið ykkur, það hefur bjargað lífi mínu.” „Ef synda á 100 metrana eins hratt og hægt er er betra að fylgja sjávarföll- unum en að einbeita sér að réttum hreyfingum.” „Það tekur 20 ár að byggja upp orðstír og fimm mínútur að eyðileggja hann. Ef þú hugsar um það gerir þú hlutina öðruvísi.” „Ekki ljúga undir neinum kringum- stæðum. Þú kemur ekki til með að flækjast í neitt ef þú hreinlega útskýr- ir hlutina eins og þú sérð þá.” „Vaninn er of léttvægur til þess að við verðum hans vör, allt þar til of þungbært verður að láta af honum.” „Ég vissi alltaf að ég ætti eftir að verða ríkur. Ég minnist þess ekki að hafa efast um það eina mínútu.” „Fyrirætlanir um að setjast í helgan stein? U.þ.b. 5 -10 árum eftir að ég dey.” „Einhver situr í skugganum í dag af því að einhver gróðursetti þar tré fyrir langalöngu.” UM VINNUNA „Mér hefur oft fundist að hægt væri að læra meira af mistökum ann- arra en sigrum. Það tíðkast í við- skiptaskólum að Jjalla um viðskipta- sigra. Félagi minn, Charles Munger, segist einungis vilja vita hvar hann muni deyja - þá ætlar hann aldrei að fara þangað.” „Ég sækist ekki eftir peningum. Ég sækist eftir skemmtuninni við að afla þeirra og horfa á þá margfaldast.” „Ég hef miklu meira gaman af að- ferðinni en árangrinum þótt ég hafi lært að lifa við árangurinn líka.” „Það, sem ekki er þess virði að gera, er ekki þess virði að gera vel.” „Ef þér tekst það sem þú ætlar þér í fyrstu tilraun hættu þá að reyna.” 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.