Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 28
STJÓRNMÁL en þar kom raunar Flugfélag Norðurlands á Akureyri einnig við sögu. Mér hefði fundist æskilegra að samgönguráðherra reyndi að vinna úr þessari gagnrýni Samkeppnisstofn- unar á jákvæðan hátt í stað þess að bregðast hart við og ásaka stofnunina. Hún hefur það lögbundna hlutverk að veita ákveðna neytendavernd. Eg hefði búist við því af ráðherra Sjálfstæðisflokksins að hann ýtti frekar undir samkeppni og væri jákvæðari gagnvart samkeppni. Ein- kunn: Eg gef Halldóri tvær og hálfa stjörnu. Hann er skemmtilegur persónuleiki en staðnaður sem stjórn- málamaður.” INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR ★★ Guðlaugur Þór um Ingibjörgu Pálmadóttur, heil- brigðis- og tryggingaráðherra: „Ingibjörg er viðkunnanlegri kona en margur kynni að halda sem aðeins hefur séð hana í fjölmiðlum. Hún er bæði hress og opin og getur verið mjög skemmtileg á mannamótum. Hún er stjórnmálamað- ur sem auðvelt er að nálgast, hún hleypir fólki að sér - og það er auðvelt fyrir fólk að spjalla við hana, bæði um stjórnmál og daginn og veginn. Hún er dugleg og vinnu- Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- söm. Það eru henn- is- og tryggingaráðherra. „Dugleg ar helstu kostir sem en henni líður ekki vel í ráðuneyt- stjórnmálamanns inu.” , . og manneskju. Helsti galli hennar liggur í því að hún er ekki stjórn- málamaður mikilla hugmynda. En mér fínnst forsenda þess að fólk sé í stjórnmálum vera sú að það hafi ákveðnar skoðanir og hugmyndir. Það er hins vegar mjög erfitt að átta sig á hverjar hugmyndir Ingibjargar eru. Sem ráðherra tel ég að henni líði ekki vel, að minnsta kosti ekki í hei 1 brigðisráðuneytinu - svo stórt, erfitt og viðamikið sem það ráðuneyti er. Mistök henn- ar eru meðal annars þau að hún hefur talað of fjálglega um hve auðvelt sé að kippa málum í liðinn, laga erfið mál. En það hefur ekki gengið eftir hjá henni. Enda virð- ist það því miður vera þannig að einu fréttirnar, sem ber- ast úr heilbrigðisráðuneytinu, séu slæmar fréttir - og að engar fréttir séu þar af leiðandi góðar fréttir. Það er þó Ingibjörgu til vorkunnar að heilbrigðisráðu- neytið er mjög erfitt ráðuneyti, það er með um 60% af rekstrarútgjöldum ríkissjóðs. Það hlutfall mun frekar hækka en lækka á næstu árum. Satt að segja vantar okk- ur ráðherra í þetta erfiða ráðuneyti - en við höfum ekki haft hann þarna til þessa - einhvern sem kemur með 0F ERFITT Ég held að Ingibjörg hefði staðið sig mun betur í öðru og auðveldara ráðu- neyti. Raunar undraðist ég að Fram- sóknarflokkurinn skyldi láta hana taka við svo erfiðu ráðuneyti - svo óreynd sem hún var. - Guðlaugur Þór Þórðarson ákveðna stefnumótun og lausnir. Hann þarf að vera ein- staklingur til að fylgja eftir erfiðum málum - þótt það kosti tímabundnar óvinsældir. Eg held að Ingibjörg hefði staðið sig mun betur væri hún í öðru og auðveldara ráðuneyti. Raunar undraðist ég að Framsóknarflokkurinn skyldi láta hana taka við svo viðamiklu og erfiðu ráðuneyti - svo óreynd sem hún var. Það hefði örugglega hentað bæði Finni og Páli Pét- urssyni betur að stýra heilbrigðisráðuneytinu. Einkunn: Eg gef henni eina og hálfa til tvær stjörnur. Segjum tvær, hún er í erfiðu ráðuneyti.” ÞORSTEINN PÁLSSON ★★* Árni um Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra: „Þorsteinn er fremur hægur stjórnmálamaður, hann ruggar ekki bátnum. Kostir hans eru að hann er yfir- vegaður, vinnusamur og setur sig inn í mál. Hann er EMBÆTTISMAÐUR Þorsteinn virkar orðið á mig sem farsæll embættismaður fremur en áhugasamur pólitíkus. í raun skil ég hann, það hlýtur að vera erfitt fyrir hann að taka þátt í leiknum sem fyrrverandi leiðtogi Sjálf- stæðisflokksins. - Árni Gunnarsson hlýr maður og hefur þægilega nærveru. Gallar hans eru þeir að hann er of litlaus stjórnmálamaður, hann gárar ekki vatnið í kringum sig. Hann virkar svolítið stifur og stundum jafnvel þvingaður. Þorsteinn hefur greinilega kynnt sér framkomu í fjöl- 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.