Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 9
W.\mWWWXt?W\WM
Gústaf Adolf Hjaltason skoðar eim-
ketil. Eimkatla er að finna í allt frá
efnalaugum til loðnubræðslna og
þarf að skoða þá einu sinni á ári.
Hveragerði, Vestmannaeyjum og Keflavík, auk
aðalskrifstofunnar að Bíldshöfða 16 í Reykjavík.
Úti á landi eru 19 stöður en alls eru 55 störf hjá
Vinnueftirlitinu og starfsmenn rúmlega 60. Auk
eftirlitsstarfanna sinnir Vinnueftirlitið umfangs-
miklum fræðslu- og leiðbeiningarstörfum í
formi námskeiða og útgáfu. Námskeið __
eru haldin fyrir allt frá stjórnendum
vinnuvéla til öryggistrúnaðarmanna og
öryggisvarða sem og stjórnenda fyrir-
tækjanna sjálfra. Á stjórnendanámskeið-
unum er fjallað um hvernig skipuleggja
eigi vinnuverndarstarfið inni í fyrirtækj-
unum og gera mönnum kleift að leysa
málin sjálfir á vinnustöðunum að eigin
frumkvæði með því að fella eftirlitið inn í
stjórnun í samráði við starfsmenn á
hverjum stað.
Önnur verkefni Vinnueftirlitsins eru:
Úttektir og mælingar á hávaða og meng-
un, prófanir og umsagnir um vélar og
tækjabúnað, rannsókn á tilkynntum
vinnuslysum, atvinnusjúkdómavarnir, eft-
irlit með innflutningi og meðferð eitur-
efna, viðurkenning véla og tækja, um-
sögn um teikningar nýs vinnuhúsnæðis
og úthlutun starfsleyfa.
Jónína Valsdóttir við að firamkvæma mælingar á loftræstikerfi.
Fjöldi vinnuslysa 1991 til 1996
Fiskiðnaður; hraðfrystihús;
fiskv.stöövar
Bygging og viðgerð
mannvirkja (atvinnur.'
Málmsmíði, vélav.,
skipasmíði og skipav.
Opinber stjórnsýsla
Rekstur Pósts og síma
Ál- og járnblendiiðnaöur
Opinber þjónusta o.fl.
Flutningastarfsemi o.fl.
Heildverslun
Matvælaiðnaður; vinnsla
landbúnaðarafurða
Rafmagns-, hita- og
vatnsveitur
Annað
358
328
584
466
! 291
277
258
188
153
138
120
HAAR FJARHÆÐIR TAPAST
„Árið 1993 mótaði stjóm Vinnueftirlitsins
þá stefnu að eftirlitið skyldi vera sem allra
mest innbyggt í starfsemi fyrirtækjanna
sjálfra fremur en að um utanaðkomandi eftir-
Heildarfjöldi vinnuslysa á árunum 1991 til
1996 var 4.372.
VINNUEFTIRLIT RIKISINS
BÍLDSHÖFÐA 16
SÍMI: 567 2500 • FAX: 567 4086
lit væri að ræða. Er nú unnið kappsam-
lega að því að svo megi verða. Fyrirtæki
gæti byggt upp kerfi sem væri sérstök
stoð í stjórnkerfi þess, hliðstætt gæða-
stjórnun og umhverfisstjórnun sem er að
ryðja sér til rúms hér á landi. í minni fyr-
irtækjum gæti eftirlitið verið sérstakur
þáttur í gæðakerfinu eða tengst því,"
segir Eyjólfur og bætir við: „Vinnuvernd
er mjög mikilvægt, þjóðfélagslegt mál-
efni, enda sýna nýlegar rannsóknir að
víða glatast 4-6% af vergri þjóðarfram-
leiðslu vegna vinnuslysa, atvinnu-
tengdra sjúkdóma, slits á fólki og eigna-
tjóns sem tengist aðstæðum á vinnu-
stað. Niðurstöður norskrar rannsóknar
benda til að tapið geti verið yfir 10 pró-
sent. Ég tel að miklu meira sé um það að
fólk slitni líkamlega og hljóti álagssjúk-
dóma af vinnustriti sínu en viðurkennt
hefur verið fram að þessu. Fólk einfald-
lega hverfur af vinnumarkaði, verður
atvinnulaust og öryrkjar án þess að mik-
ið sé eftir því tekið. í Evrópu er lögð töluverð
áhersla á vinnuvernd og að hún sé að sjálf-
sögðu innbyggð I alþjóðasamninga um mann-
réttindi."
ISTJ0RNUN FYRIRTÆKJA
Q