Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 49
að skipta út eldra gleri að nota K glerið þótt
skiptin komi smátt og smátt og eftir hendinni.
FJÖLBREYTT FRAMLEIÐSLA
Glerborg býður upp á fjölbreytt úrval af
gleri. Auk venjulegs einfalds glers má nefna
einangrunargler, öryggisgler, eldvarnargler
og byggingarhluta úr gleri á borð við gler-
hurðir og glerklæðningar. Þá framleiðir fyrir-
tækið tvöfalt gler, sem er límt saman með
plasti í ýmsum litum, svo hægt er að velja
litinn í stíl við umhverfið en plastið myndar
óregluleg form milli glerjanna og hefur mik-
ið skreytigildi. Dótturfyrirtækið Gler og
speglar framleiðir spegla, borðplötur og
hillur og býður upp á hvers konar slípun og sandblástur.
Hægt er að sandblása í glerið alls konar mynstur og skreyting-
ar en sandblásna glerið hefur mikið verið notað í hurðir, hillur og
handrið.
En glerið frá Glerborg hefur ekki einungis hitaeinangrandi gildi
heldur framleiðir fyrirtækið gler, sem hefur reynst notadrjúgt sem
hljóðeinangrun. Hér er um að ræða sérstaka gerð af tvöföldu gleri
þar sem límt er saman venjulegt gler og samlímt öryggisgler. Á
milli er sett þykkt plastefni sem dregur mjög úr hávaða. Þegar er
komin góð reynsla á glerið og hljóðeingngrunargildi þess, meðal
annars þar sem það hefur verið sett í íbúðir við Miklubraut. Víðar
er þó þörf á hljóðeinangrun og þar myndi þessi tegund glers nýt-
ast fráþærlega vel.
Stofndagur Glerborgar er 23. júní árið 1972. Aðalhvatamað-
ur að stofnun fyrirtækisins og fyrsti forstjóri var Jón Bjarni Krist-
'a sjávarafurða
er frá Glerborg.
Glerið er vandlega fægt áður en það er sett saman.
HITUNARKOSTNAÐ
insson, en hann lést árið 1975. Þá tók sonur hans, Anton Bjarna-
son, við stjórn fyrirtækisins og hefur gegnt því starfi síðan. Gler-
borg hf. er að Dalshrauni 5 í Hafnarfirði og hefur verið þar frá
upphafi. Húsrýmið hefur þó stækkað mikið á þessum 25 árum
eða úr 220 í 1800 fermetra. Starfsmenn eru 17 talsins en fjöldi
umboðsmanna er um allt land og tryggja þeir góða þjónustu við
viðskiptavini.
BESTA AFMÆLISGJÖFIN
Anton Bjarnason segir að eins og allir viti hafi erfiðleikar ver-
ið i byggingariðnaði undanfarin ár en nú sé hann að rísa úr
öskustónni. „Besta afmælisgjöfin, sem Glerborg getur fengið á
aldarfjórungs afmælinu, er að bjart er fram undan í þessari iðn-
grein, jafnt hvað snertir byggingu atvinnuhúsnæðis sem og íbúð-
arhúsnæðis." Unnið við samlímingu glersins.
49