Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 26

Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 26
Steingrímur Hermannsson er ekki bara bankastjóri hann er Iíka græningi; virkur umhverfissinni. Hann hefur verið forseti stjórnarráðs umhverfissam- takanna Milleninum Institute frá því í janúar á þessu árí - en ráðið fundar að jaíhaði einu sinni í mánuði. STJÓRNLAUS STEINGRÍMUR ER f*fT| ál Steingríms Hermannsson- 11 'J I ar seðlabankastjóra um að L ...rí; hann hafi misnotað heimildir bankastjóra til ferðalaga í eigin þágu og látið bankann borga brúsann er angi af miklu stærra máli. Heila málið er að Steingrímur - og hinir banka- stjórarnir tveir - eru stjórnlausir. Bankaráðið hefur ekki agavald yfir bankastjórunum og getur hvorki rek- ið þá né gefið þeim áminningu. Eng- inn maður veit þetta betur en Stein- grímur sjálfur. I raun er mál hans stjórnunarvandamál. Bankaráðið stjórnar ekki bankanum fyrst það hef- ur enga stjórn á bankastjórunum - hef- ur ekki fullt vald yfir þeim. A meðan geta þeir farið sínar eigin leiðir - hvort sem þær leiðir liggja til allra átta eða ekki. Bankaráð Seðlaþanka íslands hef- ur verið fremur fámált um málið í heild sinni en þó hefur komið fram að innri endurskoðun bankans hefur tvisvar sinnum gert athugasemdir við ferðir Steingríms og einnig opinber endurskoðandi hans. Bankaráðið hef- ur í framhaldinu tvisvar sinnum á rúmu ári hert reglur um ferðatilhög- un bankastjóra. Fjölmiðlar hafa sótt fast að banka- ráði og krafist upplýsinga um einstök ferðalög einstakra bankastjóra og vilj- að fá sundurliðaðan kostnað við ein- stakar ferðir til ýmissa heimshluta. Hafa Jjölmiðlar í því efni beitt íyrir sig nýjum lögum um upplýsingaskyldu stjórnvalda en komið að lokuðum dyr- um. Bankaráðið hefur þannig aðeins gef- ið upp heildartölur um ferðakostnað bankastjóra á ársgrundvelli en neitað sundurliðun. Neitunin er þannig rök- studd í bréfi bankaráðs til Stöðvar 2: „Bankinn telur sér ekki fært og ekki rétt að veita upplýsingar um ferð- ir einstakra bankastjóra og enn síður einstakar ferðir bankastjóra og tilefni þeirra... Utanferðir Steingríms eru aðeins angi afstærra máli. Heila málið er að bankaráðið nær engum tök- um á Steingrími. Það hefur ekki agavald yfir banka- stjórunum oggetur hvorki rekið þá né gefið þeim áminningu! Þetta veit Steingrímur manna best! I mörgum tilfellum væri það einnig í óþökk erlendra viðskiptavina Seðla- bankans ef slíkar upplýsingar birtust TEXTI Páll Ásgeir Ásgeirsson 26

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.