Frjáls verslun - 01.09.1997, Qupperneq 28
Mál Steingríms hefur valdið uppnámi í Seðlabanka íslands við Arnarhól. Það
hefur varpað Ijósi á að bankaráðið hefur ekki fullt vald yfir bankastjórunum
heldur sækja þeir vald sitt til bankamálaráðherra - og sitja í skjóli hans.
„Ég tel að við íslendingar séum stutt á
veg komnir í umhverfisvernd.
Það ríkir enn of mikill steinaldarhugsun-
arháttur í þessum málum, bæði hjá ai-
menningi og stjórnendum í fyrirtækjum.
Það vantar mikið á að hinn dæmigerði
stjórnandi sjái markaðsmöguleika
umhverfisverndar.”
Guðjón Jónsson, deildarstjóri hjá
Iðntæknistofnun,
f 3. tbl. Frjáisrar verslunar 1995.
STEINALDARHUGSUNAR-
HÁTTUR
skoðuð í hnotskurn kemur enn betur
í ljós að allar aðgerðir bankaráðs
Seðlabankans eiga sér eitt markmið.
Að koma böndum á ferðalög Stein-
gríms Hermannssonar, að ná stjórn á
starfsmanni sem er stjórnlaus.
HVAÐA REGLUR ERU ÞETTA?
Þessar starfsreglur, sem Seðla-
bankinn hefur nú samþykkt og tóku
gildi 1. október, eru í sjálfu sér eins-
dæmi í bankakerfinu. Engar slíkar
reglur eru til í hinum ríkisbönkunum
og hafa ekki verið til. Þessar reglur
eru tilraun bankaráðsins til þess að
stjórna þannig að ekki leiki vafi á.
I reglunum segir orðrétt:
„Ferðalög innanlands
Kostnaður vegna ferðalaga innan-
lands greiðist eftir reikningi, enda
fylgi fullnægjandi ffumgögn, svo sem
farmiðar, gistihúsareikningar og kvitt-
anir frá hlutaðeigandi greiðasölum.
Utanferðir
l.Fargjöld á ferðalögum erlendis
skulu greiðast eftir reikningi. Far með
flugvélum miðast við betra farrými
flugvéla. Far með skipum, lestum eða
langferðabifreiðum miðast við 1. far-
rými ef við á.
2. Bankastjórar fá greiddan kostn-
að við gistingu (með morgunmat),
risnukostnað og símtöl eftir framlögð-
um reikningum og dagpeninga sem
skulu vera 80% af dagpeningum
bankastarfsmanna. Tvisvar á ári er
bankastjóra heimilt að fá greitt far-
gjald og gistingu fyrir maka. Ef sér-
staklega stendur á er bankastjóra þó
leyfilegt að fá oftar greitt fargjald og
gistingu fyrir maka.
3. Af dagpeningum ber að greiða
allan venjulegan ferðakostnað, annan
en fargjöld og þann kostnað sem
greinir í lið 2.
4. A þriggja mánaða fresti skal
bankastjórn gera formanni bankaráðs
grein fyrir utanlandsferðum banka-
stjóra á vegum bankans á liðnum árs-
fjórðungi, tilefni ferða og öðru sem
máli kann að skipta. Ef um er að ræða
sérstakar eða óvenjulegar ferðir skulu
bankastjórar hafa samráð við formann
bankaráðs áður en ákvörðun um ferð
er tekin.“
TRAUSTIÐ ROFIÐ
Af reglunum má ljóst vera að hafi
ríkt fúllkomið traust milli bankaráðs
Seðlabankans og bankastjóranna er
það traust rofið með þessum reglum.
Starfsmenn, sem áður höfðu í fram-
kvæmd sjálfdæmi um ferðalög sín, inn-
an vissra marka, verða nú að sæta eftir-
liti. Slíkt lítur út eins og ráðið treysti
ekki lengur starfsmönnum sínum.
HVERT ER VALD BANKARÁÐS?
Bankaráð Seðlabankans er skipað
ALVEG HARRETT: UMHVERFISMAL ERU EFNAHAGSMAL!
íslandsbanki hefur til dæmis sérstaka umhverfisstefnu - en ekki Seblabankinn.
HVERS VEGNA UMHVERFISVERND?
1. Mengun og ágangur af mannavöldum eru aö stefna öllu lífríki jaröar í hættu.
2. Eyðing ósonlagsins er lífi hættuleg.
3. Eiturefni, sem úrgangur iönaöarframleiöslu, finnast víða í náttúrunni og þúsundir
deyja vegna neyslu á ódrykkjarhæfu vatni eöa vegna vatnsskorts.
4. Sex milljónir hektara veröa aö eyðimörk á ári hverju (rúmlega hálft island) og eru
helstu orsakirnar skógarhögg (30%) og ofbeit (35%).
5. Regnskógar jaröar, sem eru mikilvægir vegna framleiöslu súrefnis, eru aö eyðast.
6. Víöa er rányrkja; of mikil veiöi, akuryrkja eöa hráefnisöflun sem leiðir til mikils
vanda.
7. Enn er endurnýting hráefnis og úrgangs aöeins lítiö brot af framleiðslu í heiminum.
(Úr bæklingi íslandsbanka).
28