Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 36

Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 36
í VIÐSKIPTUM í PORTÚGAL / / A annan tug Islendinga býr í hinu þekkta héraði Algarve í Portúgal og er þar í atvinnurekstri - ekki sístí feröamannabœnum Albufeira. Á hverju sumri sœkja þúsundir Islend- inga suöur í sólina til Portúgals og fyrr en varirfá þeir ab vita um Is- lendingana sem þar búa og starfa. Þeir eru því orðnir mörgum ferða- manninum að góðu kunnir. Frjáls verslun fékk fararstjórana Jóhönnu Á. FL Jóhannsdóttur hjá Urval-Utsýn og Þórdísi Agústsdóttur hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn til að hitta nokkra þeirra að máli. Þær stöllur leiddu landann um lendur Portúgals síðast- liðið sumar sem þar naut sólar og sanda - og svalandi vinda. PORTÚGAL ærinn Vilamoura í Algarve í Portúgal stækkar stöðugt. Rúmir tveir áratugir eru síðan athafna- menn keyptu þar land og hófu uppbyggingu. Bærinn er nýtískulegur, með dýrum og glæsilegum hót- elum og skútuhöfnin þar er ein hin glæsilegasta í Evr- ópu. A hafnarsvæðinu rekur Jóhanna Pálsdóttir Lund tískuvöruverslun og aðra i nágrannabænum Quarteira. Jóhanna, sem er fædd og uppalin í Hafnarfírði, fluttí ung til Kaupmannahafnar og hefur búið erlendis siðan. Hún rekur verslanirnar með dönskum manni sínum, Axel Lund. Það var erfitt að finna tíma með Jóhönnu. Hún var ýmist í London eða París í innkaupum fyrir haustið. Loksins kom næði eitt síðdegi á kaffihúsi í Vilamoura. „Sumarið í ár er besta sumarið í sölu til þessa,“ segir Jóhanna, „sérstaklega í versluninni í Vilamoura. Salan er aðallega í stuttbuxum á bæði kynin, bolum á börn og fullorðna og öðrum sumarvarningi. Svo vel hefur okk- ur gengið að ég pantaði aukalega fimm hundruð pör af karlmannastuttbuxum og þær seldust allar.“ MEÐ KAUPMENNSKU í BLÓÐINU Fatnaður í versluninni í Vilamoura er í stærðum sem henta Norður-Evrópubúum. Jóhanna segir að hinn venjulegi Norðurlandabúi getí ekki keypt fatnað í versl- unum sem ætlaðar séu Portúgölum. í Quarteira er dæminu snúið við; þar eru fáir ferðamenn og hennar að- alviðskiptavinir eru heimamenn. „Það er gott að eiga viðskiptí við Portúgala. Þeir eru tryggir og gefi maður afslátt eða litla gjöf er auðvelt að eignast fasta viðskiptavini. Hér í Vilamoura hittír maður nær eingöngu ferðamenn frá öðrum löndum eða vel stæða Portúgala sem búa í Lissabon en eiga sumarvill- ur hér.“ Jóhanna er alin upp í verslun föður síns, Pallabúð í Hafnarfirði. „Ég er líklegast með þessa áráttu í blóðinu," segir hún hlæjandi. Móðursystír hennar er Bára Siguijónsdóttír, eigandi JÓHANNAí VI verslunarinnar Hjá Báru. Þar steig Jóhanna sín fyrstu skref sem starfsmaður í kvenfataverslun. „Ég lærði mikið af Báru í verslunarrekstri og ekki síst hvað varðar þjónustu við viðskiptavininn," segir hún. Þegar Jóhanna var 26 ára fluttí hún, ásamt dönskum eiginmanni sínum og þremur sonum, tíl Kaupmanna- hafnar. Þau skildu síðar og Jóhanna giftíst Axel og á með honum einn son. BÚÐ í AFMÆLISGJÖF Jóhanna starfaði í ýmsum verslunum í nokkur ár eða þar til Axel gaf henni eina verslun í afmælisgjöf. 36

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.