Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Qupperneq 41

Frjáls verslun - 01.09.1997, Qupperneq 41
María Júlía Alfreðsdóttir og Símon Ólafsson hafa búið í Albufeira í rúmt ár. Þau reka fyrirtækið S. Ólafsson Lda. en það hefur, eins og gengur, farið hægt af stað. Þau hjón hafa einbeitt sér að sölu tækja til hótel- og veitingareksturs en auk þess flytja þau inn Eurospice-krydd til Portúgals. FV-mynd: Þórdís leiðinni á skrifstofu yfirmannsins eru margir stuðpúðar. I fámenninu heima eigum við alltaf greiða leið að borði toppanna,“ segir Símon. En hvað með tungumálið? Er portú- galskan engin þröskuldur? „Flestir yfirmenn í fyrirtækjum hér tala ágæta ensku og hún nýtist manni til að byrja með. Eg er hins vegar á því að til að ná hámarks árangri í vinnu í út- löndum sé nauðsynlegt að tala mál heimamanna,“ segir Símon og María tekur undir. Hún er þegar byijuð að taka námið í portúgölsku föstum tökum og Símon reynir að fylgja með. Þau taka það skýrt fram að það taki tíma að komast í samband við rétta aðila og koma vöru á framfæri. Þau flytja inn tæki frá Italíu, Englandi, Hollandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Þess utan eru þau með innflutning á Eurospice- kryddi sem er velþekkt hjá matreiðslu- mönnum á Islandi en í Portúgal er óplægður akur fyrir þessa vöru. Símon sýnir blaðamanni Frjálsrar verslunar tilboð sem hann var að gera í eldunarhellur hjá hótelkeðju. Hann seg- ir að stærri hótel og keðjur hafi útboð og mikilvægt sé að komast að með til- boð. „Það er alltaf byrjunin þótt ekki sé öruggt að tilboði okkar verði tekið. Heppnist manni með tilboð er yfirleitt um að ræða mikinn fjölda af tiltekinni vöru.“ Þau segja að mikilvægt sé að fara sér hægt og vera hóflega bjartsýnn á árang- ur. Skýjaborgir eigi ekki við í svona rek- stri. „Það eru miklar breytingar í vænd- um í Portúgal vegna þess að reglur Evr- ópusambandsins eru að taka völdin. Sem dæmi má nefna að ein reglugerðin segir að allir matsölustaðir, stórir sem smáir, verði að hafa uppþvottavél með sótthreinsibúnaði. Eins og staðan er í dag þvo flestir upp í höndum. Hér er um gífurlega stóran markað að ræða og okkur nægði bara brot af honum - mol- ar eru líka brauð.“ Fyrirtæki Símonar og Maríu er enn að slíta barnsskónum og umsvifin í lág- marki. Eitt hornið í stofunni í lítilli leigu- íbúð er látið nægja til að bytja með. Ein tölva, GSM- sími og faxtæki er allur skrifstofubúnaðurinn í bili. Símon segist hafa lifað hálfgerðu flökkulífi framan af aldri. „Ég var í sveit í mörg sumur frá sex ára aldri. Seinna var ég vélstjóri á togurum í sjö ár, þar af fjögur ár á Jóni Baldvinssyni. Ég er lík- lega flakkari í eðli mínu,“ segir hann brosandi. „Við erum enn á besta aldri og það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Við rákum stóra og þunga fasteign; ein- býlishús, sem var allt of stórt fyrir okk- ur. Viðhald og rekstur er dijúgur á svona húsi og svo bætist garðurinn við. Og við sem höfum meira gaman af því að spila golf,“ segir hann og lítur sposk- ur á Maríu. Hún tekur fram að þau hafi lítið spilað í þessari golfparadís sem Al- garve er því fyrirtækisreksturinn taki sinn tíma. Aðspurð segjast þau mjög sátt við ákvörðun sína. Nú hafi þau ákveðið að vera áfram og freista gæfunnar. Húsið heima er á söluskrá og yngri sonurinn ætlar að eyða vetrinum með þeim í Portúgal. Heimurinn fer minnkandi, segja þau og benda á að í tölvunni séu þau í sambandi heim í gegnum tölvu- póst, textavarpið flytji þeim fréttir að heiman og ijármálunum á Islandi stýra þau í gegnum Heimabanka Islands- banka. „Þegar ár var liðið frá því við komurn hingað stóðum við frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Áttum við að fara heim í sömu vinnuna og sama húsið eins og ekkert hefði í skorist? Eða vera áfram og láta slag standa? Við völdum að vera áfram hér og erum sannfærð um að sú ákvörðun var rétt,“ segja hjónin Símon og María. S3 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.