Frjáls verslun - 01.09.1997, Side 64
Bg er dæmigerður
sunnudagsmálari.
Eg eyði ekki mikl-
um tíma í þetta
tómstundagaman mitt en
geri miklar kröfur til
sjálfs mín. Þess vegna hef
ég ekki afkastað miklu í
þessu efni,“ segir Bragi
Hannesson, forstjóri Iðn-
lánasjóðs sem hefur í
bráðum 30 ár málað í frí-
stundum sínum.
„Eg get verið fljótur
að mála eina mynd en
það getur svo liðið langur
tími þangað til ég lýk
henni endanlega og
sleppi af henni hendinni.
Það eru smáatriði sem
skipta miklu máli.“
Bragi hefur fengist við
málaralist allt frá árinu
1969 þó að hann hafi ekki
fengið neina hefðbundna
menntun á því sviði.
„Eg var lélegur í leikfimi og teikningu í gamla daga í skólan-
um. Eg leysti málið að hálfu með því að fá vottorð í leikfimi en það
var ekki hægt í sambandi við teikninguna."
Bragi er lögfræðingur að mennt og hefur áratugum saman
starfað sem forstjóri í lánastofnunum, fyrst hjá Iðnaðarbankanum
og síðan hjá Iðnlánasjóði.
„Þetta getur verið mjög krefjandi starf og erfitt, sérstaklega
hér áður þegar ásókn í lánsfé var mikil og það þurfti að neita
mörgum um lán. Að mála er sérstakur heimur og maður hugsar
ekki um neitt annað á meðan.
Þetta tvennt, starfið og listsköpunin, hafa alltaf verið tveir
óskyldir heimar sem ekki koma hvor öðrum við. í vinnunni
hugsa ég ekki um listina og ekki um vinnuna við listina."
Málaralist er ekki eina listgreinin sem Bragi dáir því hann
hlustar mikið á sígilda tónlist, einnig meðan hann er að mála.
Hann segist sækja sér innblástur á ferðalögum um íslenska nátt-
úru á sumrin, með heimsóknum á söfn og einnig á hann stórt
safii listaverkabóka.
„Þegar ég ferðast um Iandið, hvort sem er til að veiða eða gera
eitthvað annað mér til skemmtunar, þá hef ég alltaf auga með
landslaginu og leita að formum og myndum. Myndlist er litir og
form og hvorugt er nokkurs virði án hins. Liturinn lifnar við í
samfélagi við aðra liti.“
Bragi málar nokkuð óhlutbundnar myndir, eða abstrakt, en ís-
lensktlandslag er einnig mjög rikur þáttur í myndum hans. Bragi
segist vera íhaldssamur listamaður í leit að formum og einfald-
leika.
„íslenskt landslag er einstætt hvað varðar liti og form og það
er, að mínu mati, með ólíkindum hve marga mjög góða málara ís-
land hefur alið.“
Hann segist halda meira upp á fortíðina en nútímann í listum.
Þegar rætt er um uppá-
haldsmálara nefiiir hann
Asgrím Jónsson sem
sinn áhrifavald og það
hafi verið myndir Ás-
gríms sem urðu honum
innblástur til þess að hefj-
ast handa. Eflaust mætti
nefna Louisu Matthías-
dóttur og Ragnheiði
Jónsdóttur Ream sem
áhrifavalda en báðar eru
þær í miklu dálæti hjá
Braga. Hann segist ekki
safna myndum sjálfur.
„Það er ef til vill með
það eins og mína eigin
listsköpun. Eg á fáar
myndir en vil að þær séu
góðar. Meðal þeirra, sem
ég á myndir eftir, eru
Hringur Jóhannesson,
Louisa Matthíasdóttir,
Gunnlaugur Scheving,
Ásgrimur Jónsson, Þor-
valdur Skúlason og
Ragnheiður Ream.“
Hringur heitinn Jóhannesson skipar sérstakan sess í huga
Braga. Hringur lést síðastliðið sumar fyrir aldur fram.
„Þegar ég segist vera ómenntaður í myndlist er það rétt að því
leyti að ég hef ekki setið á skólabekk en allt frá 1970 var Hringur
minn kennari og leiðbeinandi og mikill vinur auk þess að vera
mikilhæfur listamaður.
Kennslan fór lengst af þannig fram að hann kom í heimsókn
til mín einu sinni til tvisvar eða oftar á hveijum vetri og gagnrýndi
það sem ég var að gera. Þegar ég tók þátt í sýningum með öðr-
um eða hélt eigin sýningar þá aðstoðaði hann mig við að velja og
hengja upp myndir. Þannig má segja að ég hafi allan minn feril
verið undir handleiðslu hans og var þar mjög heppinn.
Eg vissi ekkert um veikindi hans en það var sérkennilegt að
þegar ég var á leið norður i land síðastliðið sumar í veiði þá datt
mér í hug að koma við í Haga og heimsækja Hring þar sem hann
dvaldi á sumrin. Þangað hafði ég ekki komið áður og hringdi tvis-
var á leiðinni en enginn svaraði svo ég lét kyrrt liggja en þennan
sama dag dó Hringur. Ég sakna hans mikið.“
Bragi hefur þrisvar sinnum haldið einkasýningar á verkum
sínum í Gallerí Borg og auk þess tekið þátt í nokkrum samsýn-
ingum frá árinu 1975 til þessa dags. Hann er fæddur árið 1932 og
segist munu láta af störfum um næstu áramóL Iðnlánasjóður
verður um líkt leyti hluti af hinum nýja Fjárfestingabanka at-
vinnulífsins. En munu þessi umskipti þýða að Bragi fari að mála
meira en áður?
„Ég er ekki svo viss um það. Ég hef mörg fleiri áhugamál sem
ég mun væntanlega hafa meiri tíma til að sinna en áður. Það að
mála verður eflaust áfram eitt mitt helsta áhugamál en óvist að
það fái meiri tíma en hingað til. Ég hætti hins vegar aldrei að
mála.“ S5
Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlánasjóðs, hefur í bráðum 30 ár málað
ífrístundum sínum. „Þetta tvennt, starfið og listsköpunin
eru tveir óskyldir heimar. I vinnunni hugsa ég ekki um listina og
ekki um vinnuna við listina. ”
FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
Við trönurnar á runnudöpr
64
Tómstundir stjórnandans. Viðtal: Páll Asgeir Ásgeirsson.