Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 68
Lútir^ mennin? Tsjekhov „úr fókuf Þrjár systur eftir Anton Tsjekhov í Þjóðleikhúsinu Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir Leikstjóri: Rimas Tuminas Leikmynd og búningar: Vytautas Narbutas Tónlist: Faustas Latenas Lýsing: Páll Ragnarsson vers vegna er verið að leika Tsjekhov á Islandi undir lok tuttugustu aldar? Hvað kemur okkur við þessi lífsleiða, taugaþreytta rússneska yfirstétt sem leikrit hans snúast um, fólk fullt af sjálfsvorkunn, ófært um að henda reiður á eigin lífi, ofurselt þjóðfélagsbreytingum sem það hvorki skilur né ræður við? Er það e.t.v. dæmigerð endurspeglun hins vest- ræna nútímamanns, sem misst hefur fótanna í heimi án fastra gilda, eins og sumir halda fram? Eða sá Tsjekhov einfaldlega lengra inn í mannssálina en flestir aðrir og lýsti þvi, sem þar blasti við honum, af skarpskyggni og hlífðarleysi sem hefúr stað- ið af sér breytingar tímanna? Sem leikskáld var hann þó um margt barn sinnar tíðar og svo mikill natúralisti, að hann gaf hefðbundnum kröfum um dramatíska byggingu langt nef; verk hans skyldu vera eins og „sneiðar af lífinu“, svo að vitnað sé í fræg orð Zola. En fyrir bragðið eiga þau til að verða heldur þyngslaleg í flutningi, hið fræga rússneska þunglyndi holdi klætt á sviðinu. Hvaða mat sem við viljum leggja á gildi leikja Tsjekhovs verð- ur ekki af honum skafið, að hann gat skrifað góð hlutverk. Ætli það sé ekki það sem verkin lifa helst á. Leikendum eru þessir sorglegu gleðileikir hans - eða gleðilegu sorgarleikir - eins og dans á línu, sem er strengd á milli andstæðra skauta mannlegs lífs, og yfir þá línu komast þeir sannarlega ekki allir klakklaust. I sýningu Þjóðleikhússins á Þremur systrum tókst engum það betur en Gunnari Eyjólfssyni í hlutverki hins fordrukkna her- læknis Tsjebútykín. Þó stóðu fáeinir aðrir sig ágætlega, einkum Baltasar Kormákur, sem lék hér betur en ég hef séð hann gera áður, og Guðrún S. Gísladóttir, sem virðist aldrei bregð- ast bogalistin, hveiju sem hún gengur að. Iskalt glottið á Hilmi Snæ í hlutverki kaldhæðins rustamennis í herbúningi greyptist einnig í sjónhimnuna. Hjá flestum öðrum leikendum vant- aði hins vegar mikið upp á, að hinn tsjekhovski tónn hljómaði hreinn og skær. Litháíski leikstjórinn Rimas Tuminas gefúr sér mikið frelsi gagnvart texta Tsjekhovs. Eg efast í sjálfu sér ekki um, að hann þykist vera trúr þeim kjarna sem hann telur sig finna í verkum hans, en af leikstjórn- araðferð hans leiðir óhjákvæmilega, að áhorfandinn hættir fljótlega að horfa inn í persónurnar, eins og Tsjekhov ætlast til, og tekur í staðinn að velta vöngum yfir hugkvæmni leikstjórans og uppá- finningasemi. A sama hátt og Tsjekhov ýtti formkröfum hefðbundins drama til hliðar, sparkarTuminas natúralisma hans út í hafsauga, stílfærir, sprell- ar og býr til látbragðsleiki og myndrænar uppstillingar í það óendanlega, sjálfstæðar leiksýningar inni í leiksýningunni. Sum- ar þeirra eru vissulega fagrar á að líta, eins og brúðargangurinn í lok 1. þáttar, en æði oft er því líkast sem Tuminas missi einung- is taumhald á sér og prjóni við hlutum, sem orka eins og ofskýr- ingar, jafrivel aulafyndni. Heldur hann t.d. virkilega, að áhorf- andinn muni ekki átta sig á karlmannsþörf Mösju nema með því að láta hana hoppa upp í fangið á einum dátanum og brölta þar um stund með kynferðislegum tilburðum? Hvað er sniðugt við að láta bréf, sem fóstran gamla á að afhenda einum samkvæmis- gesta, koma svífandi ofan úr sviðsijáfrinu, algerlega að tilefnis- lausu? En oft- kannski oftast - klórar maður sér aðeins í höfðinu og skilur ekki neitt Hvað átti t.d. litla járnbrautarlestin, sem brunaði oftar en einu sinni inn á sviðið, að merkja eða stóri stein- hausinn sem var eitt sinn halaður yfir baksviðið undir háværri tónlist? Eða hin klassíska, steingerða leikmynd, ef út í það er far- ið? Sé það aðalsmerki góðrar leikstjórnar að laða fram hið besta í leikendum, er leikstjórn Tuminasar langt frá því að vera góð. Til þess er frammistaða fólks hér of ójöfn. Systurnar þrjár urðu þannig undarlega stífar og líflitlar í höndum þeirra Eddu Arn- ljótsdóttur, Halldóru Björnsdóttur og Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. Þó gerðu þær allar sitthvað vel: Edda náði stöku sinnum að miðla hlýjum styrk Olgu, Halldóra var fyrir- mannleg Masja og Steinunn Ólína hefur liprar hreyfingar sem leikstjórinn notfærði sér með því að láta hana dansa ballett í upp- hafi sýningar. Algengara var þó, að leikstjórnin keyrði þær í ein- hvers konar spennitreyju kyrrstöðu og upphafinna ræðuhalda, sem kom í veg fýrir að þær næðu eðlilegu sambandi við aðra leikendur. Aðrir burðarleikarar nutu sín einnig miður. Þó að Arnar Jónsson skilaði vel kaldlyndi og lífsleiða glæsimennisins Versjíníns undirofursta, sem kemur mestu róti á líf systranna þriggja, virtist hann ekki hafa fundið sig til fullnustu í hlutverk- inu. Sennilega var túlkun Arnars á þessum eigingjarna glerja- skelli, sem setur á langar ræður um dýrð ljarlægrar framtíðar, en sinnir ekkert um þá sem standa honum næstir, of hlý, of mild; undir lokin jaðraði jafnvel við, að hann væri lentur út í tilfinningasemi. Ingvar E. Sigurðsson var afar ósann- ferðugur sem Túzenbach barón; þessi „mjúki“ maður, sem Ingvar reyndi að sýna, varð aðeins yfirborðsleg skopmynd, en hugsanlega er manngerðin of fjarlæg leikaranum sjálfum. Þegar Túzenbach kveður í lokaþætti konuna, sem hann elskar og hefúr játast honum án þess að bera til hans ástarhug, og geng- ur út til að deyja fær leikarinn gott tækifæri tíl áhrifamikils leiks, sem fór hér alveg forgörðum. Sigurður Skúlason naut sín aftur á mótí vel í gervi hins forpokaða smáborgara, Kúlygíns; þar 68 Þrjár systur í Þjóðleikhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.