Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 69

Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 69
 Lhtiremennin? -• réð kómíkin hins vegar ríkjum ein, alls kyns hopp og ærsl, und- arlegar teygjur og sveigjur, án þess að nokkuð væri reynt til að gera manninn geðfelldan. En ugglaust hafði Tsjekhov sjálfur fremur litla samúð með mönnum af þessu tagi. Gunnar Eyjólfsson hefur á undanförnum árum skapað á sviði Þjóðleikhússins langa röð af sérkennilegum körlum, sem hafa allir borið sín einstaklingseinkenni, lifað sínu eigin sjálfstæða lífi. Tsje- bútykín herlæknir er einn hinn besti í þeim hópi. Gunnar brýtur hvergi gegn ýkju- og upphafningarstíl sýningarinnar, öðru nær, gervi hans og persónulýsing- in öll er ein sú broslegasta í verkinu. Þó nær hann að skapa með hárfinum með- ulum blæbrigðaríka mynd af afdönkuðu, brákuðu vesalmenni, sem felur heiguls- háttinn á bak við grímu heimspekilegrar tómhyggju, vaðals um fánýti allra hluta. Takið eftir því, þegar hann gengur síðastur út af sviðinu í brúðarganginum, hvernig hann heldur á kertinu ým- ist uppréttu eða lætur það hanga niður; þetta er maður sem reyn- ir að lafa í forminu, en gerir það einungis með hálfum huga, sér engan tilgang með því. Þannig kunna snjallir leikarar að nýta sér smáatriðin til að varpa ljósi á leynda hluti. Prozorov, hinn bældi og þvingaði bróðir systranna þriggja, sem Baltasar Kormákur leikur, verkar eins og hver önnur skrípamynd, þegar hann er iyrst dreginn inn á sviðið. En fljótt kemur í ljós, að svo er ekki; þetta er maður, sem lifir þrátt íyrir öll einkennilegheitin; vansæl, veiklunduð sál, ósátt við lífið og sjálfa sig. Góður áfangi hjá Baltasar. Guðrún S. Gísladóttir æðir um sviðið eins og friðlaus demón úr öðrum heimi í hlut- verki hinnar eigingjörnu Natösju, konunnar sem rústar líf systr- anna þriggja. Kannski á leikur hennar þó öllu fremur heima í einhveijum absúrdleik en kyrrlátri veröld Tsjekhovs. En sjálf- sagt hefur leikstjórinn viljað hafa þetta svona. Þau Guðrún Þ. Stephensen og Sigurður Sigurjónsson voru góðir fulltrúar þess sérkennilega alþýðufólks, sem Tsjekhov notar iðulega til að bregða blæ hlýlegrar gamansemi yfir leikinn; það fólk er oftast mun sáttara við stað sinn í tilverunni en hin ólukkulega yf- irstétt. Þrjár systur er þríðja leiksýn- ingin, sem Rimas Tuminas vinn- ur í Þjóðleikhúsinu ásamt lönd- um sínum, leikmyndahönnuðin- um Vytautas Narbutas og tónskáldinu Faustas Latenas á íjórum árum. Þessar heimsóknir hafa skilað afar misjöfnum árangri: Máfurinn var falleg sýning og eftirminnileg, en Don Juan Moliéres leystist upp í tækniæfingar leikenda, óviðkomandi verki skáldsins. I leikjum Tjsekhovs eru þessir menn nær heimavelli en í franskri klassík og val verkefnis því heppilegra að þessu sinni. En hvað hafa þessir gestir fært íslensku leikhúsi, þegar upp er staðið? Sýningum þeirra hefur verið fylgt eftir með hástemmdum yfirlýsing- um úr Þjóðleikhúsinu, eins og nú séu menn þar loksins búnir að finna upp púðrið; í leikskránni með Þremur systr- um eru aðalleikkonurnar þijár m.a.s. leiddar fram til að „vitna“ um gagn sitt af vinnubrögðum Litháanna. Skaði að þær skuli ekki sýna þá lærdóma í verki. Ef Rimas Tuminas veitir leikurum Þjóðleikhússins slíkan inn- blástur, sem þeir segja, er sjálfsagt að fá hann hingað til að miðla þeim og jafiivel öðru leikhúsfólki af reynslu sinni með námskeið- um eða fyrirlestrum. Tuminas kann margt fyrir sér; það sýndi hann og sannaði með Máfinum. En það er alger óþarfi og hrein sóun á fé að láta hann leikstýra hverri stórsýningunni á fætur annarri og flytja í ofanálag með sér tónskáld og leikmyndahönn- uð. Við eigum sjálf nóg af fólki, sem getur skilað jafn góðu og mun betra verki en þessari sýningu á Þremur systrum. „The proof of the pudding is the eating," segir Bretinn; „Það verður að borða búðinginn til að vita hvernig hann smakkast." Sá framúr- stefnubúðingur, sem hér var borinn á borð, var annaðhvort ekki tilbúinn til neyslu eða búinn að standa of lengi í ísskápnum - nema hvort tveggja hafi verið. S3 Á sama hátt og Tsjekhov ýtti formkröfum heföbundins drama til hliöar, sparkar Tum- inas natúralisma hans út í hafsauga, stílfær- ir, sprellar og býr til látbragösleikí og mynd- rænar uppstillingar í þaö óendanlega, sjálf- stæöar leiksýningar inni í leiksýningunni. Úr leiktritinu Þremur systr- um í Þjóðleikhúsinu. Stein- unn Olína Þorsteinsdóttir oglngvarE. Sigurðsson í hlutverkum sínum. Mynd: Grímur Bjarnason Þrjár systur í Þjóðleikhúsinu 69

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.