Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 74

Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 74
Elísabet Sveinsdóttir, starfsmannastjóri Vífilfells. Elísabet lærði markaðsfræði í Bandaríkjunum en síðar bjó hún í fjögur ár í Þýskalandi. Hún þekkir hvern einasta starfsmann Vífilfells með nafni. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. unin að fylgjast með lang- tímaáhrifum þessara að- gerða á þætti eins og veik- indaforföll til að meta hverju það skilar fyrir fyrirtækið. En það er ekki bara líkam- inn sem er ræktaður því Víf- ilfell býður þeim starfs- mönnum sem vilja á tölvu- námskeið af ýmsu tagi og nýlokið er stuttu námskeiði um Ijármál sem góð þátttaka var í. Elísabet varð stúdent frá Kvennaskólanum í Reykja- vík 1983 og lærði síðan markaðsfræði og fleira við Rockford College í Banda- ríkjunum. Hún starfaði síðan í Iðnaðarbankanum en það- an lá leiðin til Þýskalands ELÍSABET SVEINSDÓTTIR, VÍFILFELLI ið hjá Vífilfelli viljum reka mannvæna starfsmannastefnu. Við viljum að starfsfólki okk- ar liði vel og gerum okkur grein fyrir að fjölmargir þættir aðrir en laun geta haft áhrif á það,“ sagði Elísabet Sveinsdóttir, starfsmanna- stjóri Vífilfells. Elisabet hefur gegnt þessu starfi í rúmt ár en áður hafði ekki verið starfandi sérstakur starfsmannastjóri í yfir 2 ár. Það var því spenn- andi hlutverk sem hún fékk í hendurnar, þ.e. að móta starfið upp á nýtt og koma því í það horf sem samræm- ist stefnu fyrírtækisins. Hjá Vífilfelli vinna að jafnaði um 150 manns í fjölmörgum deildum svo það er í mörg horn að líta. „Einn þátturinn er að taka á móti öllum umsóknum sem berast, fara í gegnum þær og leggja gróft mat á umsækjendur. Hingað koma um 20 umsóknir á viku án TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON 74 þess að sérstaklega sé verið að auglýsa eftir starfsfólki og þær eru auðvitað miklu fleiri þegar við auglýsum. Hér vinnur iðnverkafólk, skrif- stofufólk, sölumenn, alls konar tæknimenn svo við erum alltaf á höttunum eftir fólki með víðtæka menntun, þekkingu og reynslu." í Vífilfelli er reynt að meta frammistöðu hvers og eins og þjálfa hann og hvetja til dáða. Dæmi eru um fólk sem hefur hafið sinn feril á verksmiðjugólfinu og unnið sig upp í t.d. stöðu innkaupa- stjóra. Elísabet segist líta svo á að hennar starf sé þjónustu- starf, gagnvart deildarstjór- um að útvega rétta fólkið og gagnvart starfsfólki almennt að sjá til þess að það sé ánægt í starfi. Hún segist reyna að vera nálægt fólkinu og forðast að loka sig inni á skrifstofu. „Eg tel að ég þekki alla starfsmenn Vífilfells með nafni og það sé gagn- kvæmt.“ Elísabet var formaður starfsmannafélags Vífilfells í tvö ár áður en hún tók við núverandi starfi og þekkir því ýmsar hliðar starfs- mannamála. Það er Ijölmargt gert til þess að gera Vífilfell að betri vinnustað. Nýlega er afstað- ið sérstakt heilsuátak sem stóð í heila viku og á hveij- um degi voru kynningar á heilsufæði, sérstakt fæði var í mötuneytinu, farið í sund síðdegis og gönguferðir og þannig reynt að kynna heil- brigt liferni og aðgerðir til bættrar heilsu með sem flestum ráðum. „Við teljum að með því að styrkja starfsmenn til heil- brigðara lífs stuðlum við að betri líðan og færri veikinda- dögum. Við greiðum niður fyrir starfsfólkið árskort í lík- amsræktarstöðvar og sund- laugar.“ Að sögn Elísabetar er ætl- þar sem Elísabet var búsett í rúmlega ijögur ár. Þar stund- aði hún nám og ýmis störf en kom heim til Islands fyrir um fjórum árum og fór að starfa hjá Vífilfelli. Elísabet situr ekki auðum höndum utan vinnutímans því hún leggur stund á hag- nýta fjölmiðlun við Háskóla Islands. Hún fær nokkra æf- ingu í starfinu þar sem hún sér um útgáfu innanhúss- fréttabréfs Vífilfells, sem heitir Fólk í fókus og kemur út mánaðarlega. Elísabet er gift Aðalsteini Jónssyni, íþróttakennara og handboltaþjálfara. Þau eiga tvo syni og Elísabet segist reyna að nýta tómstundir sínar til samvista við fjöl- skylduna. „Eg fer í sund og leikfimi og held mér þannig í þjálfun. Synir okkar eru mikið í íþróttumog ef svo ber undir set ég upp markmanns- hanskana og spila fótbolta með strákunum." 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.