Morgunblaðið - 04.01.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.01.2001, Qupperneq 10
ÁTTA ára drengur, Davíð Árni Guðmundsson, sem slasaðist á Pat- reksfirði þegar hann fékk púður úr flugeld í andlitið á nýársnótt, var út- skrifaður af Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut í gær. Meiðsli hans reyndust mun minni en talið var í fyrstu og hann mun ekki bera varanlega áverka eftir óhappið. Hann hlaut þó sár á sjón- himnu vinstra auga. Hár hans sviðnaði og hann hlaut nokkur smá- sár á andliti. Sjúkraflutningamönnum á Pat- reksfirði gekk erfiðlega að útvega sjúkraflug og brugðu loks á það ráð að óska eftir aðstoð Landhelgis- gæslunnar. Læknir óttaðist að önd- unarvegir myndu lokast Neyðarlínan fékk tilkynningu um slysið um kl. 2.40 á nýársnótt. Sam- kvæmt upplýsingum frá neyðarlín- unni var þá kallaður út sjúkrabíll og læknir á Patreksfirði. Starfsmenn neyðarlínunnar höfðu ekki frekari afskipti af málinu fyrr en Landhelg- isgæslan tilkynnir að þyrla sé á leið til Reykjavíkur með slasað barn. Þegar komið var með drenginn á Heilbrigðisstofnunina á Patreksfirði virtist hann talsvert slasaður. Hann hafði fengið logandi púður í andlitið og brennst við það í andliti og í munnholi og var mikið kvalinn. Guð- rún Torfadóttir læknir á Heilbrigð- isstofnun Patreksfjarðar taldi hættu á að öndunarvegir lokuðust vegna bólgu. Því var ákveðið að óska eftir sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ásgeir Einarsson sjúkraflutn- ingamaður hringdi þá í Mýflug og óskaði eftir sjúkraflugi en sam- kvæmt samningi við heilbrigðis- ráðuneytið átti félagið að annast sjúkraflutninga frá Vestfjörðum og var vél frá félaginu staðsett á Ísa- firði. Honum var þá tjáð að félagið gæti ekki sinnt sjúkrafluginu í þessu tilfelli. Ásgeir hringdi þá í önnur flugfélög en tókst ekki að tryggja sjúkraflug eftir þeim leið- um. Jónas Sigurðsson, aðalvarð- stjóri lögreglunnar á Patreksfirði, ákvað þá að hringja í Landhelg- isgæsluna. Klukkustund var þá liðin frá því slysið varð. TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, lenti á Pat- reksfirði um kl. 5.30 en talsverður mótvindur var á leiðinni. Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli með drenginn og móður hans innanborðs kl. 6.48 og þaðan var drengnum ekið á Landspítalann við Hringbraut. Þá voru rúmlega fjórar klukku- stundir liðnar frá því slysið varð. Hefði verið flogið með drenginn í sjúkraflugvél staðsettri á Ísafirði, má búast við að hann hefði verið kominn til Reykjavíkur á helmingi skemmri tíma. Biðin sem heil eilífð Guðmundur Ólafur Guðmunds- son, faðir Davíðs Árna, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að biðin eftir sjúkraflugi hefði verið sem heil eilífð. „Þetta var virkilega langur tími. Maður hélt þetta myndi engan enda taka,“ segir Guðmundur. Drengurinn hafi verið mjög kvalinn auk þess sem svo virtist sem önd- unarvegir gætu lokast. Slysið varð með þeim hætti að drengurinn hafði fundið stóran ósprunginn flugeld utandyra. Guð- mundur segir Davíð hafa laumast út án þess að foreldrar hans eða aðrir yrðu þess varir. Hann hefur sagt að hann hafi sett stjörnuljós að flugeld- inum með þeim afleiðingum að hann sprakk og hann fékk logandi púður í andlitið. Guðmundur segir að það hafi komið sér illilega á óvart að ekki skyldi takast að útvega sjúkra- flug þegar beðið var um það. Óviss- an um hvort það myndi takast hafi verið ákaflega erfið. Leifur Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Mýflugs, sagði að ljóst væri að félagið hefði ekki stað- ið við samninginn við heilbrigðis- ráðuneytið. Samningurinn var fram- lengdur milli jóla og nýárs og Leifur segir félagið ekki hafa gert nægilegar ráðstafanir til að tryggja að það gæti sinnt sjúkraflugi. Þá hafi flugrekstrarleyfi Mýflugs runn- ið út um áramótin en fyrir mistök sótti félagið ekki um endurnýjun þess. Leifur segist harma þetta at- vik en tekur jafnframt fram að slíkt muni ekki endurtaka sig. Fyrir öllu sé að drengnum heilsist vel. Leifur býst við að félagið fái flugrekstr- arleyfi innan tíðar. Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn rann flugrekstrar- leyfi Mýflugs út á miðnætti 31. des- ember en ekki hafði borist umsókn um endurnýjun. Þegar um neyðar- tilfelli er að ræða hefði félagið þó mátt fljúga sjúkraflug. Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað skriflegra skýringa Samkvæmt upplýsingum frá heil- brigðisráðuneytingu var samningur ráðuneytisins við Mýflug um sjúkraflug frá Vestfjörðum fram- lengdur um áramótin þar til nýr samningur um sjúkraflug á Vest- fjörðum tekur gildi á grundvelli út- boðs. Unnið er að gerð nýs samn- ings við Leiguflug Ísleifs Ottesen ehf. um sjúkraflug til Vestfjarða, Vestur- og Suðurlands. Dagný Brynjólfsdóttir, deildar- stjóri fjármálaskrifstofu heilbrigðis- ráðuneytisins, segir að ráðuneytinu hafi ekki verið kunnugt um að flug- rekstrarleyfi Mýflugs myndi falla úr gildi 31. desember og ráðuneytið taldi sig því hafa tryggt sjúkraflug frá Vestfjörðum. Hún segir ráðu- neytið hafa óskað skriflegra skýr- inga á atburðarásinni á nýársnótt. Þá segir hún ljóst að tryggi Mýflug ekki sjúkraflugið með öruggum hætti verði samningum rift og ann- ara leiða leitað til að tryggja sjúkra- flug. Unnið er að samningum við Flug- félag Vestmannaeyja um sjúkraflug frá eyjunum og Flugfélag Íslands hefur annast sjúkraflug frá Norður- og Austurlandi og Dagný býst við því að gengið verði til samninga við félögin alveg á næstunni. Þangað til annast flugfélögin sjúkraflugið sem fyrr. Miklar tafir urðu við að útvega sjúkraflug til Patreksfjarðar á nýársnótt Mýflug stóð ekki við samning við ráðuneytið FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Lokað í dag Útsalan hefst á morgun KRINGLUNNI sand@sand.is HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt rúmlega tvítugan karlmann í 10 mánaða fangelsi fyrir þjófnað, brot gegn ávana- og fíkni- efnalöggjöf, umferðarlögum og nytj- astuld og til greiðslu alls sakarkostn- aðar. Brotin framdi maðurinn í desember 1999 og í mars á síðasta ári. Með brotum sínum rauf maðurinn skilorð dóma frá árunum 1998 og 1999 og kváðu á um samtals 7 mánaða skil- orðsrefsingu. Fyrir dómi viðurkenndi maðurinn að hafa brotist inn í veitinga- og skemmtistaðinn Setrið í Sunnuhlíð á Akureyri í desember fyrir rúmu ári og stolið þaðan tæplega 140 þúsund krónum en hann var þá starfsmaður þar. Maðurinn viðurkenndi einnig að hafa notað hluta af því fjámagni sem hann komst yfir í innbrotinu til að fjármagna kaup á 10 grömmum af kókaíni og að hafa afhent pilti 1 gramm af efninu. Maðurinn, sem hafði verið sviptur ökuleyfi, viðurkenndi að hafa um nótt í mars í fyrra tekið bifreið í heimild- arleysi í Glæsibæjarhreppi og ekið henni suður í Kópavog. Jafnframt að hafa fyrr um nóttina ekið annarri bif- reið frá Akureyri í Glæsibæjarhrepp. Þá kemur fram samkvæmt gögnum málsins að maðurinn hafði umrædda nótt brotist út úr fangelsinu á Akur- eyri, þar sem hann var að afplána vararefsingu vegna ógreiddra sekta. Dæmdur í 10 mánaða fangelsi DAVÍÐ Árni Guðmundsson, 8 ára piltur frá Patreks- firði, var útskrifaður af Barnaspítala Hringsins í gær og urðu fagnaðarfundir er frændfólk hans í Reykjavík tók á móti honum. Hér er Davíð Árni, til hægri, ásamt frænda sínum, Degi Benedikt Reynissyni, 7 ára, á heim- ili hins síðarnefnda í gærkvöldi. Morgunblaðið/Kristinn Útskrifaður í gær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.