Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN, ÞJÁLFUN, AGI ÞÚSUND ÁRA GRUNNUR Á VIT NÝRRAR ALDAR Davíð Oddsson forsætisráð-herra minntist aldamótannaí áramótaávarpi sínu til þjóð- arinnar. Hann leit yfir líf hennar á 20. öldinni og sagði þá. m.a.: „Tvö atriði standa upp úr, þegar horft er um öxl til aldarinnar, og getur þó hvorugt flokkast undir frétt og ekki heldur atburð. Hið fyrra er sú staðreynd, að allt þar til tuttugasta öldin gekk í garð hafði íbúafjöldi í landinu aldrei orðið meiri en hann var orðinn þá er eig- inlegu landnámi lauk eða því sem næst 70 þúsund manns. Þar virtust endamörk þess sem landið bar... En síðan kom tuttugasta öldin og Ís- lendingum fjölgaði úr 70 þúsund manns í 283 þúsund og býr þó drjúgur hluti landans nú erlendis um lengri eða skemmri tíma og er ekki talinn með að sinni. Hitt atriðið er, að í byrjun ald- arinnar voru Íslendingar í hópi fá- tækustu þjóða, svo sem verið hafði flestar aldir þar á undan, en nú við aldarlok eru þeir óumdeilanlega meðal þeirra, sem mest bera úr být- um í veraldlegum efnum.“ Síðar í ræðu sinni sagði forsætis- ráðherra: „Og 21. öldin er auðvitað aufúsu- gestur. Móti henni tekur þjóðin sem þroskað, velmenntað og kappsamt ungviði ráðið í því að nýta þau tæki- færi sem gefast og skapa þau tæki- færi sem vantar. Ekki dettur okkur í hug að halda að búið sé að fjar- lægja alla farartálma af farsældar- vegi þessarar þjóðar. Síður en svo. Náttúran hefur engan eilífðarsamn- ing gert við landsmenn um óupp- segjanlegan vinnufrið. Þar mun auð- vitað á ýmsu ganga og flest ófyrirséð. En skilyrðin til að bregð- ast rétt og skynsamlega við áföllum eru öll önnur og betri en áður var. Þekking okkar mannanna á eðli hlutanna er og verður brotakennd, en viljanum og getunni til að afla nýrrar þekkingar og bregðast hratt við vandamálum hefur fleygt fram.“ Undir þessi orð Davíðs Oddssonar munu flestir geta tekið. Umskiptin í lífi þjóðarinnar á síðustu 100 árum eru ótrúleg. Um leið og við fögnum því skulum við hafa hugfast að hyggilegt er að ganga hægt um gleðinnar dyr. Reynslan hefur kennt okkur, að skjótt geta skipast veður í lofti. Það á við í lífi þjóðar ekki síð- ur en einstaklinga. Við þurfum að vakna til vitundar umþá fjölþættu ábyrgð, sem við ber- um öll, bæði sem einstaklingar og þjóð, gagnvart óbornum kynslóðum og umheimi öllum; um ábyrgðina gagn- vart uppeldi æskunnar, menntun hennar, þjálfun og aga.“ Svo mæltist forseta Íslands í nýársávarpi til þjóð- arinnar á nýársdag. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti áhyggjum sínum m.a. af uppeldishlutverki kynslóðanna, sem kannski hefðu varpað um of ábyrgð sinni á herðar kennara þjóðfélagsins. „Þátttaka foreldra í skólastarfi hefur verið minni hér en í mörgum löndum, skorturinn á samvinnu og skilningi á margan hátt bitnað á menntun og þroska. Það er alvarleg brotalöm, þegar skólastarf lamast vegna ágreinings um launakjör, skipulag náms eða vinnu- tíma; og vissulega eru deilur af þess- um toga mikill vandi, raska námi unga fólksins og tefla í tvísýnu framtíð þess og lífssýn. Brýnt er að varanlegur frið- ur verði um skólastarfið, svo að kenn- arar, foreldrar og nemendur geti ein- beitt sér að því sem öllu skiptir; að búa æsku Íslands svo ríkulega að þekkingu og hæfni að þjóðin haldi sjó og miði áleiðis í umhleypingunum sem ein- kenna munu öldina sem nú er hafin.“ Forseti Íslands minnti á að fyrir um það bil 10 árum hefði Íslendingum tek- ist að ná þjóðarsátt um árangur í glím- unni við verðbólguna, sem lengi hafði „lamað framfarir og farsæld alla og þá urðu margir að ganga til samstarfs um leiðir sem áður voru taldar ófæra ein. Á svipaðan hátt þarf þjóðin nú að slá skjaldborg um skólastarfið og þróa friðargjörð, sem tryggir nemendum öryggi, samfellu við námið sjálft og gerir kennurum kleift að helga sig óskipta merku starfi, sem þeir gegna í þjóðarþágu“. Það getur verið álitamál, hvort þessi samlíking forsetans á verðbólgubar- áttu og deilum um kjaramál kennara á við. Hitt fer ekki á milli mála, að það skiptir miklu máli að tryggja vinnufrið í skólum. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, sem hér skal enn ítrekuð, að miðstýring kjarasamninga eins og í tilviki framhaldsskólakenn- ara sé óskynsamleg. Lausn kjaradeil- unnar í Verzlunarskóla Íslands er enn ein sönnun þess. Biskup Íslands flutti nýárspredik-un í Dómkirkjunni á nýársdag. Karl Sigurbjörnsson minntist tíma- mótanna á síðastliðnu ári er minnst var 1000 ára afmælis kristninnar á Ís- landi og hann sagði að Kristnihátíðin hefði vakið ýmar nærgöngular spurn- ingar um stöðu kirkjunnar í íslensku þjóðlífi og framtíð hennar. Karl Sigurbjörnsson sagði: „Við höfum byggt á grundvelli kristins sið- ar í þúsund ár. Það sem mestu varðar um framtíð íslensku þjóðarinnar er siðgæðisþroski fólksins, hvort hið kristna siðgæði nær að móta hugsun, vilja og verk einstaklinga og sam- félags. Menning er ekki aðeins listir og ljóð, menning er siðgæði, virðing fyrir dýpri og æðri gildum, og menn- ing er þjóðernisleg sjálfsmynd. Þjóð sem gleymir sögu sinni og uppruna og hefðum verður aldrei menningarþjóð til lengdar. Það er staðreynd samtím- ans að í iðuköstum hnattvæðingar og fjölþjóðamenningar eiga smáar þjóð- ir í vök að verjast, fámenn málsam- félög standa afar höllum fæti. Þar á meðal eru Íslendingar. Við verðum að halda vöku okkar að tunga okkar og menningararfur glatist ekki. Við þurfum að taka höndum saman um varðveislu og þroska hins dýrmæt- asta sem þjóðararfur okkar geymir jafnframt því sem við tileinkum okk- ur hið besta sem alþjóðlegt samfélag hefur upp á að bjóða.“ Þessi orð biskupsins eru orð í tíma töluð. LOÐNUVEIÐAR og verð-mæti útfluttra loðnuaf-urða hafa dregist samansíðustu tvö árin, eftir mik- inn uppgang í veiðum og hátt verð loðnuafurða á árunum 1996 til 1998. Óhætt er að segja að menn renni nokkuð blint í sjóinn hvað varðar loðnuveiðar og sölu á loðnuafurðum á komandi vertíð. Nýjar reglur Evr- ópusambandsins um innflutning á fiskimjöli og lýsi setja sölu á loðnu- mjöli í mikla óvissu og segir forstjóri SR-mjöls að horfur séu frekar dapr- ar í útflutningi og sölu á lýsi og fiski- mjöli á þessari stundu. Þá gerir mik- ið framboð á frystri loðnu erfitt um vik að ná hagstæðu verði á frystri loðnu á Japansmarkaði. Fiskifræðingum Hafrannsókna- stofnunar hefur ekki ennþá tekist að gera mælingar á stofnstærð loðn- unnar, sökum þess að lítið fannst af fullorðinni loðnu í mælingaleiðangri fyrrihluta vetrar. Slíkt hið sama hef- ur reyndar átt sér stað undanfarin tvö ár og því ekki loku fyrir það skotið að loðnan láti sjá sig á mið- unum á þessari vertíð, en í janúar í fyrra var loðnuveiðin með besta móti. Loðnuveiðar hafa verið nokkuð stöðugar undanfarin tíu ár, ef undan er skilið árið 1991 þegar aðeins veiddust tæplega 260 þúsund tonn af loðnu. Árið 1992 veiddust hins vegar um 800 þúsund tonn og ríflega 940 þúsund tonn árið 1993. Næstu tvö árin var veiðin rúmlega 800 þús- und tonn, en árið 1996 fór loðnuafl- inn upp í 1.179 þúsund tonn og 1.139 þúsund tonn árið 1997. Áætluð veiði ársins í fyrra er um 950 þúsund tonn, en tvö árin þar á undan veidd- ust rúmlega 800 þúsund tonn. Verðmæti útfluttra loðnuafurða hefur hins vegar sveiflast mun meira. Sökum lélegra veiða nam verðmæti útflutnings árið 1991 að- eins um 2,3 milljörðum króna, en mikil uppsveifla varð á árunum 1996 til 1998, þegar verðmæti útfluttra loðnuafurða nam frá rúmlega 15,5 milljörðum upp í tæpa 16 milljarða árið 1998. Síðustu tvö árin hefur verðmæti aflans aftur dregist sam- an og er áætlað verðmæti útfluttra loðnuafurða 9,8 milljarðar króna á síðasta ári. Jón Reynir Magnússon, forstjóri SR-mjöls hf., segir að ástand og horfur varðandi útflutning og sölu lýsis og fiskimjöls séu frekar dap- urleg á þessari stundu, enda ríki þar veruleg og talsvert meiri óvissa en oft áður. Efnahagsbandalagið lauk nýverið Veiðar og útflutningur á loðnu hafa dregist sam Daprar horfu flutningi fiski Mikil og góð loðnuveiði var á síðustu vetrarvertíð, m.a. hjá Bjarna                                                 ! " !   # $                                       !         Loðnuvertíð fór mjög vel af stað í upp síðasta árs og náðist þá besti árangu loðnuveiðum í heilan áratug. Sveiflu loðnuveiðum og verði loðnuafurða ha gegnum tíðina verið miklar og nú vir sem blikur séu á lofti. Eiríkur P. Jöru son kynnti sér málið og komst að því nýjar reglur ESB varðandi innflutnin lýsi og mjöli setja útflutning í mikla óv Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.