Morgunblaðið - 11.01.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 11.01.2001, Síða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT samningnum,sem kynntur var á blaða-mannafundi í gær, leggurLandspítalinn – háskóla- sjúkrahús til stofnun krabbameins- miðstöðvar þar sem þekking, að- staða til að vinna verkefnið og aðgangur að gögnum og lífsýnum verður til staðar. Urður, Verðandi Skuld leggur 300 milljónir fram á næstu átta árum til krabbamein- smiðstöðvarinnar og greiðir allan kostnað af verkefninu. Að auki skuldbindur UVS sig til að leggja hluta af tekjum sem aflast til verk- efnisins í styrktarsjóð sem er ætlað að styrkja krabbameinsmiðstöðina, stuðla að krabbameinsrannsóknum og bæta þjónustu við krabbameins- sjúklinga á Íslandi. Einnig leggur fyrirtækið fram fé til vísindarann- sókna samstarfslækna Íslenska krabbameinsverkefnisins. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, framkvæmdastjóri UVS, sagði hugmyndina að Íslenska krabba- meinsverkefninu hafa verið mótaða snemma árs 1999 og mikil undirbún- ingsvinna þegar farið í gang. „Með undirritun samningsins nú um ára- mótin var ákveðnum lokaáfanga undirbúnings náð og unnt verður innan tíðar að hefja átakið sem er víðtækt samstarf á sviði krabba- meinslækninga og -rannsókna. Ég held það megi fullyrða að þetta sé einstakt tækifæri fyrir íslenska krabbameinslækna til að komast nær rannsóknarstiginu og taka bein- an þátt í rannsóknum,“ sagði Gunn- laugur en benti jafnframt á að gríð- arlegt starf hefði þegar verið unnið um áraskeið af læknum og Krabba- meinsfélaginu. Fyrir undirritun þessa samnings hafði UVS gert sam- komulag um rannsóknarstarf við hóp lækna innan Landspítalans og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þessir aðilar hafa ásamt UVS, Land- spítalanum og Krabbameinsfélagi Íslands bundist samtökum um að efla vísindarannsóknir á krabba- meini á Íslandi og gert með sér sam- komulag um samvinnu og fram- kvæmd Íslenska krabbameins- verkefnisins. Ávinningur fyrir sjúkrahúsið að koma þekkingu á framfæri Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, sagði samninginn brjóta blað í sam- skiptum sjúkrahússins við fyrirtæki þar sem spítalinn hefði nú með form- legum hætti gerst aðili að svo víð- tæku rannsóknarsamstarfi. Magnús sagði krabbameinsmiðstöðina verða vettvang þar sem unnið væri að verkefninu. Meginefni og tilgangur stöðvarinnar verður tvíþættur. „Annars vegar gerir hún rannsókn- irnar mögulegar, og greiðir götu þeirra, og hins vegar njóta spítalinn og skjólstæðingar hans ávaxtanna þannig að krabbameinsmeðferð sjúklinga verði bætt eins og frekast er kostur.Við teljum að það sé ávinn- ingur fyrir spítalann að koma þannig á framfæri þekkingu sinni sem og að fá nýja þekkingu sem tengist verk- efninu á móti.“ Sjúkrahúsið ber engan beinan kostnað af verkefninu og þarf því ekki að nota fé úr eigin sjóðum. Spurður um heildarkostnað verkefn- isins svaraði Gunnlaugur að sú tala væri enn sem komið er óljós en með öllum kostnaði sem til fellur væri um „umtalsverða fjármuni“ að ræða sem UVS sjái að fullu um að greiða. Fleiri krabbameinstilfelli þrátt fyrir bætta meðferð Markmið verkefnisins eru að finna ný krabbameinsgen, leita nýrra greiningaraðferða og meðferðar- möguleika og vonast aðstandendur þess til að í framhaldi rannsóknanna verði ný lyf gegn krabbameinum þróuð. Öllum einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein og nánustu aðstandendum þeirra verð- ur boðin þátttaka í verkefninu sem og þeim sem greinast á næstu árum og aðstandendum þeirra. Samanlagt telja þessir einstaklingar um 30.000 manns og segir Gunnlaugur félagið vonast til að 80% þeirra samþykki þátttöku í verkefninu. Til viðbótar verður leitað eftir þátttöku einstak- linga til samanburðarrannsókna. Með þessu er hægt að rannsaka ætt- lægni krabbameins og kortleggja gen sem tengjast myndun krabba- meins. Stökkbreytingar og tjáning gena í æxlisvef verða rannsakaðar sem og litningabreytingar í æxlisvef. Um sjö þúsund Íslendingar sem einhvern tímann hafa greinst með krabbamein eru á lífi en um 1000 ein- staklingar greinast á ári hverju með sjúkdóminn. Þótt sífellt betri árang- ur náist í að lækna krabbameins- sjúklinga er sjúkdómurinn enn ein algengasta dánarorsök Íslendinga. Á næstu árum er áætlað að þrátt fyr- ir bætta meðferð muni sjúkdómur- inn enn aukast meðal þjóðarinnar og árið 2010 er búist við að um 1500 ný krabbamein hafi greinst og að 10 þúsund Íslendingar verði þá á lífi sem greinst hafa með krabbamein. Snorri Ingimarsson, framkvæmda- stjóri lækningasviðs UVS, sagði spá- tölur sýna að eftir tíu ár muni 400 fleiri einstaklingar greinast með krabbamein á ári en þeir eru eins og áður sagði um þúsund nú. Ástæðu þessa sagði Snorri vera stóra fæð- ingarárganga þjóðarinnar upp úr 1950 sem nú séu að komast á þann aldur sem flest krabbameinstilfelli greinist og krabbamein verður al- gengara. Krabbameinstilfellum hef- ur fjölgað á öllum Norðurlöndunum en að sögn Snorra er aukningin mest á Íslandi. Brjóstakrabbamein, krabbamein í blöðruhálskirtli og lungnakrabbamein eru algengustu krabbameinin og eru þau í stöðugri sókn. Siðfræði mikilvægur þáttur Leitað verður eftir skriflegu sam- þykki allra þeirra sem leggja af mörkum upplýsingar og efnivið til verkefnisins og verða öll gögn varð- veitt leyndarmerkt og unnin án per- sónuauðkenna í samræmi við lands- lög. Rannsóknin tekur einnig mið af alþjóðlegum samþykktum eins og Helsinki-sáttmálanum og tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um siðfræði og mannhelgi í rann- sóknum. Gunnlaugur sagði Persónu- vernd hafa fjallað um Íslenska krabbameinsverkefnið og Vísinda- siðanefnd hefði það til umfjöllunar og yrði verkefnið unnið samkvæmt skilmálum þeirra þar sem siðfræði væri mikilvægur þáttur í framfylgni rannsóknarinnar. Þátttakendur gefa upplýst samþykki fyrir þátttöku sinni og geta hætt þátttöku hvenær sem þeir kjósa. Gunnlaugur sagði velvilja þátttakenda, og í raun þjóð- arinnar allrar, vera forsendu þess að góður árangur náist í því umfangs- mikla verkefni sem nú hefur verið ýtt úr vör. Íslenska krabbameinsverkefninu ýtt úr vör 300 milljónir til krabbameins- rannsókna á næstu 8 árum Morgunblaðið/Ásdís Frá kynningarfundi um Íslenska krabbameinsverkefnið sem formlega var sett á laggirnar í gær. Landspítali – há- skólasjúkrahús og líftæknifyrirtækið Urður, Verðandi, Skuld hafa und- irritað samstarfs- samning um krabba- meinsrannsóknir. Verkefninu er ætlað að opna nýjar leiðir til forvarna, grein- ingar og meðferðar á krabbameini. GRUNNSKÓLAR á Suðurnesjum eru með slökustu meðaleinkunn á landinu. Vilhjálmur Ketilsson, skóla- stjóri Myllubakkaskóla í Reykja- nesbæ, segir þetta áhyggjuefni sem kalli á viðbrögð skólamanna. Hann segir að lengst af hafi skólar á Suð- urnesjum, Suðurlandi og Vestfjörð- um verið með verstu útkomuna. Að undanförnu hafi skólar á Suðurlandi og Vestfjörðum náð að bæta meðal- einkunn, en af einhverjum orsökum virðist skólar á Suðurnesjum sitja eftir. Sé litið á meðaleinkunn í ein- stökum landshlutum á samræmdum prófum í stærðfræði og íslensku í 4. og 7. bekk árið 2000 koma skólar á Suðurnesjum einna verst út. Af 40 meðaleinkunnum sem nefndar eru í yfirliti frá Rannsóknarstofnun upp- eldis- og menntamála eru aðeins fjór- ar yfir 5. Meðaleinkunnir í Myllubakka- skóla eru 4,5, 4,3, 4,3 og 4,3. Vilhjálmur sagði að talsverðar breytingar hefðu verið gerðar á skipulagi grunnskólanna í Reykja- nesbæ. Í Myllubakkaskóla hefðu ein- vörðungu verið 1.–6. bekkur. Nú væri skólinn orðinn heildstæður, en jafnframt hefði honum verið skipt niður í skólahverfi. Hann sagði að þessari breytingu hefði fylgt talsvert rót, en það ætti þó ekki að skýra hinn mikla mun sem væri á námsárangri á þessu skólaári og síðustu árum. Hann sagði að meðaleinkunnir í 4. bekk í skólanum á síðustu árum hefðu verið yfir landsmeðaltali eða 5,2 á árunum 1998–2000. Þetta væri ágæt útkoma og þess vegna sagðist hann hafa orðið fyrir vonbrigðum með útkomuna á árinu 2000. Vilhjálmur sagði að Myllubakka- skóli og Njarðvíkurskóli hefðu í gegnum árin komið einna best út af einstökum skólum á Suðurnesjum. Sérstakt átak hefði verið í nokkrum skólum á Suðurnesjum í þeim til- gangi að bæta námsárangur. Þetta hefði skilað einhverjum árangri t.d. í Grindavík. „Við stöndum frammi fyrir því að þrátt fyrir að við höfum verið með átak í gangi í þeim tilgangi að bæta okkur í stærðfræði þá hefur það ekki skilað sér nægilega vel. Við þurfum að skoða þetta betur hjá okkur og er- um að gera það þessa dagana. Við verðum bara að taka okkur á,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur sagði að allir kennarar sem hefðu umsjón með bekk væru með full kennararéttindi. Menntun kennaranna skýrði því ekki einkunn- irnar. Málið rætt í sveitar- stjórn Sandgerðis Meðaleinkunnir í grunnskólanum í Sandgerði eru lægstar sé eingöngu litið á skóla á Suðurnesjum. Í 4. bekk voru einkunnirnar 4,3 og 3,2, en í 7. bekk 3,1 og 2,6. Guðjón Kristjánsson, skólastjóri grunnskólans í Sandgerði, sagðist ekki vera sáttur við útkomu skólans í samræmdum prófum. Námsárangur í skólanum hefði verið til skoðunar hjá stjórnendum og kennurum skól- ans síðustu ár. Allar námsskrár hefðu t.d. verið endurskoðaðar. Hann sagði að þetta hefði skilað þeim ár- angri að árið 1999 hefði skólinn verið í hópi sex skóla sem voru með hæstu einkunn í stærðfræði í 4. bekk. Út- koman í stærðfræði núna væri ekki eins góð. Árangurinn í íslensku væri hins vegar slakur. Guðjón sagði að unnið hefði verið að því að staðla skólastarfið og bæta það á allan hátt. Þess væri hins vegar ekki að vænta að sú vinna skilaði sér á einu ári. Guðjón sagði að Sandgerðisskóli hefði fengið viðbótarupplýsingar frá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála um námsárangur í skól- anum. Þetta væru mjög gagnlegar upplýsingar sem hann kvaðst vona að hjálpuðu til við að bæta starfið í skól- anum. Guðjón sagði að það hefði verið vandamál í Sandgerði í mörg ár að skólann hefði vantað réttindakenn- ara til starfa. Það ætti einhvern þátt í því að nemendur skólans hefðu ekki skilað þeim árangri sem að hefði ver- ið stefnt. Guðjón tók fram að við skól- ann hefðu starfað leiðbeinendur sem hefðu skilað góðu starfi. Guðjón sagði að kennarar skólans væru mjög ósáttir við niðurstöðuna. Hann sagði að sveitarstjórn Sand- gerðis ætlaði að ræða þessi mál á fundi. Málið hefði verið rætt áður á þeim vettvangi og útkoman nú gæfi fullt tilefni til að ræða frekar leiðir til að bæta skólastarfið. Skólastjóri Myllubakkaskóla segir útkomu í samræmdum prófum umhugsunarverða Skólar á Suðurnesj- um hafa setið eftir                                                      !!  "! # !  !! # $! # $!  %! # &! # $!  !!  '! # "! # (! # $!  !!  "!  !! # $!  '!  %! # $! # $! # &! # )!  !! # )! # $!  "!  %! # #! # )! # $! # $!  '! # (! # $!           

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.