Morgunblaðið - 11.01.2001, Page 15
ÖRYRKJADEILAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 15
óheimilt sé að láta tekjur maka hafa áhrif á
námslán. Þessi sjónarmið eru væntanlega á því
byggð, að 2. mgr. 76. gr. stjórnarskrár kveði á
um, að öllum skuli í lögum tryggður réttur til
almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
Að mati starfshópsins fá þessi sjónarmið ekki
staðist. Þetta leiðir þegar af þeirri ástæðu, að
2. mgr. 76. gr stjórnarskrárinnar getur ekki
talist leggja þá skyldu á löggjafann að bjóða
námsmönnum námslán af opinberu fé.
VI.
Starfshópurinn hefur til fróðleiks og hlið-
sjónar aflað upplýsinga um fyrirkomulag á
Norðurlöndum um hliðstæð efni þeim sem hér
er fjallað um. Er stutta frásögn af þessum upp-
lýsingum að finna á fylgiskjali nr. 2 með
skýrslu þessari. Kemur þar fram, að þar gildir
sú meginregla sem gilt hefur hér á landi, að ör-
orkulífeyrir sætir skerðingum vegna tekna
maka lífeyrisþegans.
VI.
Með vísan til þeirra sjónarmiða sem fram
koma að framan, sýnir starfshópurinn með
drögum að frumvarpi á fylgiskjali nr. 3, hvaða
breytingar megi gera á lögunum um almanna-
tryggingar til að fullnægja þeim kröfum sem
felast í dómi Hæstaréttar. Í frumvarpinu er
gert ráð fyrir, að við ákvæði 5. mgr. 17. bætist
málsliður með sérreglu sem tryggi ákveðinn
lágmarksrétt til handa lífeyrisþega sem er í
hjúskap og makinn er ekki örorkulífeyrisþegi.
Hljóðar reglan um, að samanlögð eigin tekju-
öflun þess hjóna, sem örorkulífeyris nýtur og
tekjutrygging hans geti aldrei, þrátt fyrir
skerðingarregluna samkvæmt 2. málslið, num-
ið lægri fjárhæð en kr. 300.000,- á ári, eða
m.ö.o. kr. 25.000,- á mánuði. Þetta þýðir að
enginn lífeyrisþegi færi vegna makatekna nið-
ur úr kr. 43.424,-, þegar þetta sérstaka lág-
mark tekjutryggingar hefði verið lagt við
grunnlífeyri samkvæmt 12. gr. laganna. Kæmi
þessi fjárhæð í stað lágmarksins sem greinir í
forsendum hæstaréttardómsins og nam þá kr.
17.715,- (nú kr.18.424,-). Við ákvörðun á við-
miðunarfjárhæð þessarar sérreglu er rétt að
taka tillit til þess, sem fram kemur í dóms-
forsendum Hæstaréttar, að það geti átt við
málefnaleg rök að styðjast að gera nokkurn
greinarmun á greiðslum til einstaklinga úr op-
inberum sjóðum eftir því hvort viðkomandi er í
sambúð eða ekki. Verður því fjárhæð sérregl-
unnar eðlilega nokkru lægri en fjárhæð
óskertrar tekjutryggingar einhleypings. Í
frumvarpinu er gert ráð fyrir að sams konar
breytingar verði gerðar á 6. og 7. mgr. 17. gr.,
sem einnig fjalla um tekjutryggingu til örorku-
lífeyrisþega í hjúskap.
Starfshópurinn telur, að með þeim fjárhæð-
um sem að framan greinir sé fullnægt þeim
kröfum sem í dómi Hæstaréttar felast. Það er
síðan pólitísk ákvörðun, sem ekki á undir
starfshópinn að taka, hvort rétt sé að tryggja
lífeyrisþegunum hærri tekjutryggingu með
sérreglunni en frumvarpsdrögin gera ráð fyrir,
sem og hvort einungis eigi að láta ákveðið hlut-
fall eigin tekna lífeyrisþegans hafa áhrif á
tekjutrygginguna samkvæmt sérreglunni.
Frumvarpsdrögin eru samin með það í huga
að ekki sé dregið úr réttindum þeirra örorku-
lífeyrisþega sem hafa notið hærri örorkulífeyr-
is vegna hjúskapar síns, en vera myndi utan
hjúskapar.
Í frumvarpsdrögunum er einnig að finna
bráðabirgðaákvæði, sem fjalla um, hvernig
fara skuli með kröfur einstakra öryrkulífeyr-
isþega um leiðréttingu á lífeyri aftur í tímann,
en um sjónarmið sem ráða þeirri tillögugerð er
vísað til 7. kafla hér á eftir.
Ennfremur er þar að finna ákvæði um
skattalega meðferð þeirra greiðslna aftur í
tímann, sem frumvarpið mælir fyrir um.
Þær tillögur sem felast í frumvarpsdrögun-
um eru eingöngu miðaðar við nauðsynleg við-
brögð nú þegar við hæstaréttardóminum 19.
desember 2000, sbr. erindisbréf starfshópsins.
Við þá heildarendurskoðun sem nú fer fram á
lögunum um almannatryggingar verður því
hins vegar ráðið til lykta, hvernig þeim ákvæð-
um, sem frumvarpið tekur til, verði fyrir komið
til frambúðar.
VII.
Svo sem fram kom í upphafi þessarar
skýrslu, er starfshópnum ætlað að kanna,
hvort leiðrétta þurfi bætur til bótaþega aftur í
tímann og þá hversu langt. Verður nú að þessu
vikið.
Í VI. kafla dóms Hæstaréttar er rætt um
réttarstöðu einstakra lífeyrisþega eftir dóm-
inn. Eftir að þar hefur verið tekið fram, að
gagnáfrýjandi (Öryrkjabandalag Íslands) hafi
lögvarða hagsmuni af því að fá viðurkenning-
ardóm um réttmæti skerðingar tekjutrygging-
ar segir svo:
„Hins vegar er tekjutrygging háð umsókn-
um, sem rökstyðja á til dæmis með skattfram-
tölum og skýrum upplýsingum um hagi bóta-
þega, sbr. 18. gr. almannatryggingalaga. Í 48.
gr. sömu laga eru jafnframt ákvæði sem huga
verður að við ákvörðun lífeyris til hvers ör-
orkulífeyrisþega um sig. Af ákvæðum þessum
leiðir að af niðurstöðu máls þessa verður ekki
dregin ályktun um rétt hvers einstaks lífeyr-
isþega, enda er hér samkvæmt kröfugerð
gagnáfrýjanda einungis því ráðið til lykta
hvort skerðingarákvæði 5. mgr. 17. gr. al-
mannatryggingalaga samrýmist ákvæðum
stjórnarskrár.“
Með þessum orðum gerir dómurinn skýran
greinarmun á viðurkenningardómi sínum og
rétti hvers einstaks lífeyrisþega. Í dóminum
segir jafnframt, að ekki verði dregin ályktun
um rétt hvers einstaks lífeyrisþega af niður-
stöðu málsins. Starfshópurinn telur ekki unnt
að taka þessi orð bókstaflega. Dómurinn felur
vissulega í sér viðurkenningu á því, að ekki hafi
mátt skerða tekjutryggingu örorkulífeyris-
þega í hjúskap á þann hátt sem gert hefur ver-
ið undanfarin ár. Í þeirri niðurstöðu hlýtur að
felast sú afstaða, að þeir lífeyrisþegar, sem við-
urkenningin nær til, teljist hafa fengið lægri
lífeyri greiddan frá Tryggingastofnun ríkisins
en þeir hafi átt rétt á. Verður að ætla, að stofn-
uninni sé skylt að leiðrétta greiðslur sínar aft-
ur í tímann eftir þeim kröfuréttarlegu reglum
sem um þetta verða taldar gilda og nánari
grein verður gerð fyrir hér á eftir.
Það vekur athygli, að Hæstiréttur skuli í
textanum, sem tekinn var upp að framan, vísa
um rétt einstakra lífeyrisþega til 48. gr. lag-
anna um almannatryggingar. Þar er fjallað um
umsóknir bótaþega um bætur og meðal annars
sagt, að aldrei skuli úrskurða bætur lengra aft-
ur í tímann en tvö ár. Mætti ætla, að í orðum
Hæstaréttar felist ráðagerð um, að þeir bóta-
þegar, sem óski nú leiðréttingar fyrir liðinn
tíma, skuli sækja um slíka leiðréttingu og megi
þá veita hana tvö ár aftur í tímann. Þetta getur
þó að mati starfshópsins varla verið svo einfalt,
því allir örorkulífeyrisþegar, sem notið hafa
tekjutryggingar samkvæmt 17. gr. laganna,
hafa auðvitað sótt um hana á sínum tíma eftir
þeim reglum sem um slíkar umsóknir hafa gilt
hjá Tryggingastofnun ríkisins. Á því tímabili,
sem þeim hefur verið greiddur of lágur lífeyrir
samkvæmt dómi Hæstaréttar, hefur því legið
fyrir umsókn frá þeim hjá Tryggingastofnun
ríkisins. Það fær varla staðist almennar reglur
kröfuréttar að miða það tímabil, sem þeir eigi
að fá leiðrétt, við nýja umsókn nú samkvæmt
reglu 48. gr.
Úrlausnarefnið um leiðréttingu aftur í tím-
ann snertir ekki aðeins þá sem sótt hafa um og
fengið tekjutryggingu til viðbótar lífeyri á liðn-
um tíma. Hér þarf líka að huga að réttarstöðu
þeirra örorkulífeyrisþega, sem alls ekki hafa
sótt um tekjutryggingu vegna þess að þeim var
ljóst að umsókn yrði synjað vegna tekna maka
þeirra. Jafnræðissjónarmið valda því að mati
starfshópsins að ekki er unnt að gera rétt
þessa hóps til leiðréttingar lakari en hinna.
Raunar kemur hér líka til athugunar einn hóp-
ur enn, þ.e.a.s. þeir sem í sjálfu sér hefðu getað
fengið greidda tekjutryggingu en hafa ekki af
einhverjum ástæðum sótt um. Út af fyrir sig
væri réttlætanlegt að beita 48. gr. um þennan
hóp. Á hitt er þó að líta, að forsendur þeirra
fyrir ákvörðun um umsókn hafa nú breyst aft-
ur í tímann við dóminn. Fyrir þá sök og til ein-
földunar verður því að miða við að þessi hópur
eigi sama rétt til leiðréttingar og hinir.
Af því sem að framan hefur verið rakið leiðir,
að lífeyrisþegar eigi rétt á leiðréttingu svo
langt aftur í tímann, sem kröfur þeirra eru
ófyrndar samkvæmt íslenskum lögum. Al-
mennar lagareglur um fyrningu er að finna í
lögum nr. 14/1905 um fyrning skulda og ann-
arra kröfuréttinda. Þar er í 2. tl. 3. gr. m.a.
kveðið svo á, að kröfur um gjaldkræfan lífeyri
fyrnist á 4 árum. Sýnist þessi regla eiga hér
beint við. Má einnig til hliðsjónar um þennan
fyrningartíma nefna 4. gr. laga nr. 29/1995 um
endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda, þar
sem mælt er fyrir um 4 ára fyrningartíma fyrir
kröfur samkvæmt lögunum og svo einnig í
dæmaskyni dóm Hæstaréttar 30. nóvember
2000 í málinu nr. 160/2000, þar sem endurkrafa
á hendur íslenska ríkinu um oftekið lyfjaeft-
irlitsgjald var talin fyrnast á 4 árum frá