Morgunblaðið - 11.01.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 11.01.2001, Síða 20
AKUREYRI 20 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Innköllun hlutabréfa í Samherja hf. vegna rafrænnar skráningar Mánudaginn 12. febrúar 2001 verða öll hlutabréf í Samherja hf. skráð rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. Þann dag verða viðskipti með hlutabréf í Samherja hf. stöðvuð á Verðbréfaþingi Íslands. Hlutabréfin hafa verið innkölluð með birt- ingu auglýsingar í Lögbirtingablaðinu í sam- ræmi við lög um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Þeir, sem eiga takmörkuð réttindi í hluta- bréfum Samherja hf., svo sem veðréttindi, skulu koma rétti sínum á framfæri við við- skiptabanka sinn, sparisjóð eða verðbréfa- fyrirtæki, sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. Hluthöfum er bent á að koma að athuga- semdum, ef þeir telja að eignarhald þeirra sé ekki réttilega skráð. Athugasemdir berist hlutaskrá Samherja hf., Glerárgötu 30, 600 Akureyri, eða í síma 460 9000. SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan samning um verkefnið Staðardagskrá 21 í skíða- skálanum Strýtu í Hlíðarfjalli í gær. Staðardagskrá 21 er áætlun ein- stakra sveitarfélaga um það hvernig þau hyggist nálgast markmið um sjálfbæra þróun á 21. öldinni, en sam- kvæmt samþykkt Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó árið 1992 ber sveitar- stjórnum um allan heim skylda til að gera slíka áætlun. Siv sagði að verk- efnið hefði hafist hér á landi síðari hluta árs 1998 og var fyrsti samning- ur milli ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga gerður í kjöl- farið, en hann var til 18 mánaða og rann út um síðustu áramót. Ákveðið var að halda samstarfinu áfram og samningurinn sem undirritaður var í gær nær til 5 ára eða til loka árs 2005. Umhverfisráðherra sagði samning- inn um Staðardagskrá 21 hafa skilað meiri árangri en margir gerðu sér grein fyrir. Upphaflega hefði 31 sveit- arfélag tekið þátt í henni, en þau eru nú um 40 talsins og ná til um 250 þús- unda manns. Siv sagði Íslendinga æ meðvitaðri um umhverfismál, áhugi á þessum málefnum væri mikill og al- mennur sem væri gleðilegt. Hún nefndi einnig að á umhverfisþingi í lok þessa mánaðar yrðu kynnt drög að áætlun um sjálfbæra þróun. Þau yrðu sett á Netið og almenningi gæfist kostur á að skila þar inn tillögum, en endanlega yrði gengið frá áætluninni, sem nær til 20 ára, næsta haust. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði um tímamótasamning að ræða. Verk- efnið væri mikilvægt í sveitarfélögun- um og það næði til nær allra mála- flokka sem þau væru að sinna. Hann sagði kostnað sveitarfélaganna vegna þessa verkefnis mismikinn, en hann kvaðst sannfærður um að verkefnið skilaði árangri í betra umhverfi. Vil- hjálmur sagðist vonast til að fleiri sveitarfélög í landinum myndu senn bætast í hóp þeirra 40 sem þegar taka þátt í verkefninu. Íslendingar væru nú í forystuhlutverki hvað þessi mál varðar á norðurheimskautssvæðinu, þ.e. hér á landi, í Grænlandi og á Sval- barða og nytu til þess stuðnings Nor- rænu ráðherranefndarinnar en að auki hefði Færeyingum og íbúum Litháen verið veitt aðstoð. Verkefni á sviði Staðardagskrár 21 eru fjölmörg, en Stefán Gíslason verkefnisstjóri gerði grein fyrir helstu viðfangsefnum. Þar má nefna ráðgjöf fyrir sveitarfélög, ráðstefnur, gerð vefsíðu, kynnisferðir, norrænt samstarf og kynningarfundi um hreinni framleiðslutækni. Góð reynsla Guðmundur Sigvaldason fram- kvæmdastjóri Staðardagskrár 21 á Akureyri fjallaði um verkefnið og sagði reynslu bæjarins af þátttöku góða. Pétur Bolli Jóhannesson, sveit- arstjóri í Hrísey, sagði frá reynslu eyjarskeggja af verkefninu en Hrís- eyinga sagði hann umhverfissinna að eðlisfari. Hann nefndi að þar væri griðland fugla, m.a. rjúpunnar, þar færi fram verkefni sem miðaði að framleiðslu á rafmagni með heitu vatni og þá hefði framleiðsla á vist- vænum fiskafurðum lengi verið í eynni. Hann sagði mengun í eynni litla, en þar væru fáir bílar. Fráveitu- mál væru í góðum farvegi og allt sorp hefði í áraraðir verið flokkað og sent í land. Umhverfisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga endurnýja samning um Staðardagskrá 21 Morgunblaðið/Kristján Stefán Gíslason verkefnisstjóri kynnti verkefni Staðardagskrár 21. Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra undirrituðu samning um framhald verkefnisins Staðardagskrá 21 í Strýtu í Hlíðarfjalli. Það var farið að hvessa nokkuð í Hlíðarfjalli í lok blaðamannafundarins í Strýtu. Hér berjast þau gegn vindinum, Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður Skíðastaða, Hugi Ólafsson í umhverfisráðuneytinu og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. Um 40 sveitarfélög með um 250 þúsund íbúa taka þátt FÍKNIEFNABROTUM á Akureyri fækkaði mikið á síðasta ári miðað við árið á undan, samkvæmt málaskrá lögreglunnar fyrir árið 2000. Í fyrra komu upp 52 fíkniefnabrot í bænum, eða 43 færri en árið 1999 en það ár komu voru fíkniefnabrotin 95 eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Árin tvö þar á undan voru fíkniefnabrotin rúmlega 40 hvort ár. Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn á Akureyri, sagð að helsta ástæða fækkunar fíkniefnabrota milli ára tengdist hátíðinni Halló Akureyri um verlsunarmannahelgina. Árið 1999 komu upp fjölmörg mál í tengslum við hátíðina en á síðasta ári var staðan allt önnur og betri. Ólafur sagði að auk þess hafi orðið almenn vakning meðal bæjarbúa, sem létu í mun meiri mæli heyra í sér varðandi fíkniefnamál. Einng hafi almenn um- ræða um þessi mál í bænum í fyrravor og borgarfundur í kjölfarið haft áhrif. Þá sagði Ólafur að þrjú fyrirtæki á Akureyri, Íslensk verðbréf, Kaup- félag Eyfirðinga og Samherji, hefðu lagt baráttunni gegn fíkniefnum lið með fjárstuðningi. Sá stuðningur hefði þýtt að hægt var að bæta við aukamanni í fíkniefnamálin sl. sumar og það hefði skipt miklu máli í þeirri baráttu. Alls komu 6.383 mál til kasta lög- reglunnar á Akureyri á síðasta ári eða um 300 fleiri en árið áður og rúmlega 1.100 málum fleiri en árið 1998. Um- ferðarlagabrot voru nokkuð fyrirferð- armikil að vanda, þar sem flest mál tengdust of þungum bensínfótum ökumanna. Á síðasta ári komu upp 1.638 mál vegna hraðaksturs og þar af voru um 750 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Akureyrar. Árið 1999 komu upp 1.783 mál vegna hraðaksturs en fjöldinn árið 1998 var svipaður og í fyrra. Ólafur sagði að meðalsekt vegna hraðaksturs væri um 10 þúsund krón- ur. Í fyrra hafi ökumenn því greitt rúmar 16 milljónir króna í sektar- greiðslur vegna hraðaksturs, sem samsvarar rúmum 1.000 krónum á hvert mannsbarn á Akureyri. Færri teknir fyrir ölvun við akstur Mun færri ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur á síðasta ári en árið á undan, eða 81 á móti 136 árið 1999. Ólafur sagði að stöðugt væri fylgst með ölvunarakstri og því væri ekki önnur haldbær skýring á þessari fækkun milli ára en að eftirlitið skilaði árangri. Heldur fleiri voru sektaðir fyrir að nota ekki öryggisbelti í fyrra en árin tvö þar á undan, eða 462. Ólafur sagði að lögreglumenn sýndu enga mis- kunn gagnvart öryggisbeltunum. „Við erum hættir að veita mönnum tiltal og það eru allir kærðir sem ekki nota öryggisbelti og það gerum við í þágu þeirra sem í hlut eiga.“ Færri kynferðisbrot Alls komu upp rúmlega 1.300 mál í fyrra þar sem ökumenn höfðu ekki fært bíla sína til aðalskoðunar, árið áður komu upp 790 mál en aðeins 74 árið 1998. Hegningarlagabrotum vegna lík- amsárása, innbrota, þjófnaða og eign- arspjalla fjölgaði nokkuð á milli ára. Alls komu upp 62 mál sem tengdust líkamsárásum en 48 árið áður, mál vegna innbrota voru 66 í fyrra, eða 10 færri en árið áður, þjófnaðarmál voru 404 en 357 árið áður. Ólafur sagði mörg þjófnaðarmál tengdust stuldi á farsímum. Þá komu upp 262 mál vegna eignarspjalla í fyrra og var um minniháttar skemmdarverk að ræða í 257 málum. Mál vegna kynferðisbrota voru 13 á síðasta ári eða þremur færri en árið 1999. Ólafur sagði að yfirleitt hafi lög- gæsla gengið vel í bænum. Hann sagði að allir lögreglumenn í liðinu væru menntaðir sem slíkir og að eft- irspurn eftir starfi í lögreglunni væri mikil. „Ég tel að lögreglumenn hér hafi staðið sig frábærlega vel á síð- ustu árum og ástundað öguð og góð vinnubrögð.“ Málaskrá lögreglunnar á Akureyri fyrir síðasta ár Fíkniefnabrotum fækkaði um rúmlega 40 á milli ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.