Morgunblaðið - 11.01.2001, Page 23
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 23
Rafdrifin göngu- og hlaupabraut
Hraði 0-16 km/klst.
Fjaðrandi bretti sem minnkar álag á liðamót.
Rafstýrður hæðarstillir (3-10%), vandaður
tölvumælir, statíf fyrir vatnsbrúsa og handklæði.
2ja hestafla mótor.
Hægt að leggja saman og því hentug fyrir heimili
og vinnustaði.
Stgr. 158.075.
Kr. 166.394.
Stærð: L. 161 x br. 80 x h. 135 cm
- ÞREKTÆKJADEILD -
Skeifan 11, sími 588 9890
Mikið úrval göngu- og hlaupabrauta ásamt mesta úrvali landsins
af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki.
HLAUPABRAUTIRHægt aðleggja saman
525EX
Ólafsvík - Karlinn í tunglinu glotti
glaðhlakkalega í nótt, búinn að takast
á við almyrkva og hafa betur. Frétta-
ritari var á ferð um svokallaða Breið.
Þar gnæfir Snæfellsjökull í suðvestri
en nær er Bárfell sem sjófarendur
mega ekki kalla annað en Matarfell.
Ingjaldshóll er í norður þegar komið
er innst á Breiðina. Það var synd að
vera á bíl því næstum var hægt að
þreifa á kyrrðinni.
Skyndilega kom snjóhvít tófa inn í
bjarma bílljósanna. Hún fór rólega
yfir vegslóðann og lagðist niður milli
þúfna til þess að láta bílinn fara hjá
og virtist mjög róleg. Það var ekki
hægt annað en að stoppa, skrúfa nið-
ur rúðuna og dást að þessu fallega
dýri.
Þetta hlaut að vera dama í svona
undurfögrum pelsi, líklega ungfrú
Ennisdalur á leið í fjöru. Sú þarf ekki
að kvíða einlífinu. Eftir nokkrar vik-
ur leggur hún blíðutón í gaggið og
getur þá valið úr biðlunum. Til dæmis
er Tághálsajarlinn ekkill síðan í vor.
Þegar næturþulur útvarpsins hóf
að lesa fréttir var þeirri hvítklæddu
nóg boðið og hún hljóp kippkorn frá.
Ekki þó langt, fjaran beið með allar
sínar nægtir.
Dama í hvít-
um pelsi
♦ ♦ ♦
LIONSKLÚBBUR Akraness og
Lionsklúbburinn Eðna á Akranesi
afhentu nú í byrjun desember gjöf að
upphæð rúmlega ein milljón króna
til Dvalarheimilisins Höfða á Akra-
nesi. Fjárhæðinni verður varið til
uppbyggingar á fullkominni baðað-
stöðu við dvalarheimilið.
Hluti af fjárhæðinni eða 500 þús-
und komu úr Rauðufjaðrarsöfnun-
inni sem fram fór á landsvísu á sl.
ári. Klúbbarnir lögðu síðan til mót-
framlag að upphæð rúmlega 500
þúsund sem fengið var úr líknarsjóð-
um klúbbanna.
Lionsklúbbarnir hafa undanfarin
ár haft perusölu sem aðalfjáröflun en
einnig hafa verið ýmsar aðrar
smærri fjáraflanir í gangi. Klúbb-
arnir vilja færa Akurnesingum og
nærsveitamönnum bestu þakkir fyr-
ir góðar móttökur við fjáraflanir á
liðnum árum.
Gáfu Höfða
eina milljón
króna
Afhendingin í Höfða: Halldór
Stefánsson, Ásmundur Ólafsson
og Rósa Mýrdal.