Morgunblaðið - 11.01.2001, Side 28

Morgunblaðið - 11.01.2001, Side 28
ÚR VERINU 28 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skrifstofutækni 250 stundir! Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj- andi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru:  Handfært bókhald  Tölvugrunnur  Ritvinnsla  Töflureiknir  Verslunarreikningur  Glærugerð  Mannleg samskipti  Tölvubókhald  Internet STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word- ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er vel skipulagt og kennsla frábær. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó!. Steinunn Rósq, þjónustu- fulltrúi, Íslenska Útvarpsfélaginu Öll námsgögn innifalin Tölvuskóli Íslands B í l d s h ö f ð a 1 8 , s í m i 5 6 7 1 4 6 6 Opið til kl. 22.00 Borgartún 37 · 105 Reykjavík Sími 569 7700 · Fax 569 7799 Við rýmum fyrir nýrri vöru Nú er lag ! Við rýmum fyrir nýrri vöru og seljum nokkra skjávarpa úr sýningasvæðum svo og uppítökuvarpa á fínu verði. td: Upplausn 1024x768 Tegund Birta Verð m.vsk. ASK A6+ 650 Ansi lumen 250.000 .- ASK C5 800 Ansi lumen 285.000 .- InFocus LP 730 600 Ansi lumen 265.000 .- InFocus LP 755 1000 Ansi lumen 380.000 .- InFocus LP 1000 1000 Ansi lumen 330.000 .- InFocus LP 330 650 Ansi lumen 330.000 .- 3M 8730 650 Ansi lumen 250.000 .- 3M 7760 1100 Ansi lumen 395.000 .- Upplausn 800x600 Tegund Birta Verð m.vsk. ASK A4+ 650 Ansi lumen 170.000 InFocus LP 400 700 Ansi lumen 190.000 3M 8610 500 Ansi lumen 120.000 3M 8625 800 Ansi lumen 220.000 3M 8620 500 Ansi lumen 90.000 Varan er til sýnis og sölu í verslun okkar að Borgartúni 37. Tilboðið gildir meðan birgðir endast. Tækin eru öll með eins árs ábyrgð. Vinsamlegast hafið samband við Sveinn Þ. Jónsson, sveinn@nyherji.is eða 569 7606, eða Ágúst Gylfason, agustthor@nyherji.is eða 569 7681. LOÐNUVEIÐIN gengur vel en bezt veiðist í trollið. Flottrolls- skipin hafa verið að fylla sig á skömmum tíma en nótaskipin eru lengur að. Mikið tunglskin hefur gert nótaskipunum erfitt fyrir, því í birtunni dýpkar loðnan á sér svo nótin nær ekki niður til hennar. Tunglmyrkvinn í fyrrakvöld kom sér því vel, því í myrkrinu sem þá varð fengu nótaskipin góðan afla. Börkur og Beitir lönduðu báðir fullfermi í Neskaupstað á þriðju- dag en þeir eru báðir á flottrolli. Börkur var með 1.560 tonn af loðnu og 90 tonn af síld. Beitir var með 1.020 tonn af loðnu og 60 tonn af síld. Í gær landaði svo Birtingur 620 tonnum, sem hann fékk í nót, mest meðan á tungl- myrkvanum stóð. Síldin fór öll í flökun hjá Síldar- vinnslunni en allt of mikil áta er í loðnunni til þess að hægt sé að frysta hana fyrir markaðinn í Rússlandi, tvöfalt til fjórfalt meira en leyfilegt er. Hún fer því í bræðslu. Loðnan veiðist nú 50 til 60 mílur austur af Norðfirði og sígur hún hægt suður eftir. Nú spáir suðvestan hvassvirðri og brælu á föstudag og gæti það sett strik í reikninginn. Verði skipin að hverfa frá veiðum einhvern tíma, gæti það tekið tíma að finna hana á ný. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Hákon ÞH var fyrsta skipið til að landa loðnu á þessari öld. Veiðarnar ganga vel, einkum í flottroll, og í fyrra- dag lönduðu Beitir og Börkur fullfermi í Neskaupstað. Tunglmyrkvinn nýttur NETAGERÐ Friðriks Vilhjálms- sonar hf. í Neskaupstað fyrir skömmu öll hlutabréf í Gúmmíbáta- þjónustu Austurlands ehf. Starf- semin verður áfram rekin undir nafni Gúmmíbátaþjónustunnar og Viggó Sigfinnsson mun áfram starfa hjá fyrirtækinu hjá nýjum eiganda. Gúmmíbátaþjónusta Austurlands ehf. er rótgróið fyrirtæki sem sér um skoðun og eftirlit á gúmmíbjörg- unarbátum, flotgöllum og öðrum tengdum búnaði. Starfsemin mun fljótlega flytjast í húsnæði Neta- gerðarinnar á Strandgötu 1 í Nes- kaupstað þar sem verið er að inn- rétta aðstöðu fyrir starfsemina. Ástæðan fyrir því að Netagerðin kaupir Gúmmíbátaþjónustuna er sú að bæði fyrirtækin þjónusta sömu aðilana og starfsemi þessara fyrir- tækja passar því vel saman. Einnig verður nokkurt hagræði af því að færa starfsemina í húsnæði neta- gerðarinnar þar sem m.a. er hægt að samnýta starfsmenn milli Neta- gerðarinnar og Gúmmíbátaþjónust- unnar. Stefnt er að því að ráða starfsmann til Netagerðarinnar sem einnig færi í þjálfun og réttindaöfl- un vegna skoðunar á Gúmmíbjörg- unarbátum. Netagerð Friðriks Vilhjálmsson- ar hf. sinnir alhliða veiðarfæraþjón- ustu og rekur netaverkstæði á þremur stöðum; í Neskaupstað, á Akureyri og Dalvík. Alls vinna 22 hjá fyrirtækinu. Í desmber 1999 sameinaðist Netagerðin Nótastöð- inni Odda á Akureyri undir nafni Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar hf. og í september síðastliðnum keypti fyrirtækið Netagerð Dalvík- ur ehf. á Dalvík. Netagerð FV kaupir allt hlutafé Gúmmíbátaþjónusta Austurlands GRÆNLENDINGAR og Norð- menn hafa endurnýjað samning sinn um gagnkvæmar veiðiheim- ildir. Engar breytingar verða á veiðiheimildum Grænlendinga í Barentshafi, en þorskkvóti Norð- manna við Grænland minnkar en á móti kemur aukin veiði í öðrum tegundum. Þorskkvóti Norðmanna minnkar úr 950 tonnum í 750, en leyfilegur afli af öðrum tegundum eykst um 229 tonn. Þannig mega Norðmenn veiða 900 tonn af grá- lúðu við Grænland, 200 tonn af karfa og 393 tonn af lúðu. Nú verður aflétt banni við grálúðu- veiðum í troll, en áður mátti aðeins veiða hana á línu. Grænlendingar mega veiða 1.700 tonn af þorski, 280 af ýsu og 700 tonn af ufsa í Barentshafinu. Auk þess mega þeir veiða 1.000 tonn af botnfiski í Norðursjó, 100 tonn af þorski og 900 af ufsa. Norðmenn semja við Grænlendinga KÚFISKSKIPIÐ Fossá ÞH er væntanlegt til heimahafnar á Þórs- höfn um mánaðamótin en það hélt frá Kína 15. desember sl. og tekur siglingin heim um sex vikur. Fossá var á vesturleið á Indlands- hafi suður af Sri Lanka um áramót- in en var á miðju Rauða hafinu í gær og er gert ráð fyrir að það fari um Súez-skurð á næstu dögum. Það er sérhannað kúfiskskip fyrir Ís- lenskan kúfisk hf., sem er dótturfyr- irtæki Hraðfrystistöðvar Þórshafn- ar hf. og jafnframt í eigu bandarískra aðila, smíðað hjá Hu- angpu-skipasmíðastöðinni í Gung Zhou-borg í Kína. HÞ gerir út nóta- skipin Júpíter og Neptúnus auk frystiskipsins Stakfells. Stakfell hefur verið á söluskrá og að sögn Jóhanns A. Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, getur vel komið til greina að selja Neptúnus. Ekki hefur verið unnið í bolfiski hjá HÞ undanfarna mánuði en Jó- hann segir að ekki sé þar með sagt að vinnslunni sé hætt. Hins vegar sé stefnt að því að vinna kúfisk ásamt loðnu, síld og hrognum en bolfisk- vinnsla komi til greina henti hún fyrirtækinu. Hann segir að ekki hafi komið til sérstakra uppsagna vegna þessa þótt alltaf sé einhver hreyfing á fólki, en væntanlega fari fólk sem var í bolfiskvinnslu í aðra vinnslu. Fossá heim fljótlega

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.