Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 36
LISTIR
36 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KRINGLAN
sími 568 6062
ATH N
ýtt ko
rtatím
abil
Útsalan
í fullum
gangi
20-60%
afsláttur
HÉRAÐSRIT eru nokkuð mörg.
Býst ég varla við að ég hafi séð þau
öll. En þessi eru mér kunn: Árnes-
ingur (V. árg.1998), Dynskógar (7.
árg. 1999), Árbók Þingeyinga (XLII.
árg. 1999), Skagfirðingabók (26. árg.
1999), Húnavaka (40. árg. 2000), Árs-
rit Sögufélags Ísfirðinga (40. árg.
2000), Landnám Ingólfs (5. árg.
1996, Múlaþing, Strandapósturinn,
Súlur, Húnvetningur, Húni, Eyja-
skinna og Skaftfellingur.
Vitaskuld eru rit þessi með ýms-
um hætti, en í stærstu dráttum virð-
ist mér mega skipta þeim í tvo meg-
inflokka. Annars vegar eru rit sem
fjalla eingöngu eða svo til eingöngu
um sögulegt efni og eru að því leyti
eins konar „safn til sögu“ héraðsins.
Hins vegar eru rit sem auk sögu-
legra ritgerða og frásagna taka
margvíslegt efni úr nútíðinni og
birta jafnvel „annál“ um helstu við-
burði liðins árs, tilgreina hverjir hafa
látist á árinu og birta um þá minn-
ingarorð. Oftast annast prestarnir
þetta síðastnefnda. Í langflestum til-
vikum hafa héraðsrit þessi orðið
býsna langlíf, eins og sjá má af fram-
anskráðu, þó að fyrir hafi komið að
þau hafi gefið upp öndina eftir
skamma dvöl í þessum heimi, svo
sem hin efnilega Siglfirðingabók,
sem aðeins varð tvævetur, mörgum
til hryggðar. Ekki varð heldur lengri
ómagahálsinn á Eyfirðingariti, ef ég
fer rétt með.
Menn geta að sjálfsögðu haft
skiptar skoðanir á því hvor tegund
ritanna sé betri. Þeir sem aðhyllast
sögulega sjónarmiðið líta vafalaust
svo á að mestu varði að draga þau
sprek að landi, sem annars myndu
grafast í sand eða flæða út aftur. Þá
er áherslan lögð á að setja saman
sögulegar ritgerðir, fá gamalt fólk til
að segja frá, prenta gamalt efni
o.s.frv.
Þeir telja vafalaust að nútíðin sjái
um sig. En þá er það hinum flokkn-
um til málsbóta, að fyrr en varir er
nútíðin orðin fortíð og margt gleym-
ist í önn stundarinnar ef það er ekki
skráð á blað. Þó að Þingeyingar hafi í
ársriti sínu alltaf að öðrum þræði
verið með hugann við nútíðina er sú
nútíð komin á fimmtugsaldur og þar
með saga. Sama má segja um fer-
tuga Húnavöku. Ekki skyldi gleym-
ast hversu dýrmætar heimildir eru
hér fyrir þá sem rita sögu héraðsins.
Þá er það til, þó að fátítt sé, að rit
hafi skipt um ham, ef svo má segja.
Þannig háttar einmitt til um ritið
sem hér á að fjalla um. Tímaritið
Goðasteinn kom út í aldarfjórðung
(1962–1986) í 34 litlum heftum, gefið
út og ritstýrt af Jóni R. Hjálmars-
syni og Þórði Tómassyni. Það var að
mestu leyti „sögulegt“ tímarit, vin-
sælt og velmetið. Þegar þeir félag-
arnir hættu útgáfu sinni fengu ráða-
menn í Rangárþingi nafnið
Goðasteinn handa héraðsriti, sem þá
var að hefja göngu sína.
Hinn nýi Goðasteinn er nú nýkom-
inn út í ellefta sinn. Hann er vissu-
lega ólíkur forvera sínum. Kemur út
einu sinni á ári, í stærra broti en hinn
fyrri og hvert hefti raunar heil bók.
Síðasti árgangurinn er t.a.m. 370 bls.
Héraðsnefnd Rangæinga gefur ritið
út og í ritnefnd þessa síðasta ár-
gangs eru Jón Þórðarson, Fosshól-
um, Guðmundur Sæmundsson,
Skógum og Magnús Finnbogason,
Lágafelli, auk þriggja varamanna.
Samkvæmt efnisyfirliti skiptist
ritið í fimm efnishluta, auk fjölda
auglýsinga. Fyrsti hlutinn kallast Al-
mennur hluti. Þar er meðal efnis rit-
gerðin Stíflun Djúpóss eftir Guðjón
Ármannsson. Þar segir frá merkri
framkvæmd, sem forðaði Þykkvabæ
frá eyðingu. Listamaður Goðasteins
er María Jónsdóttir frá Kirkjulæk í
Fljótshlíð, afkomandi Bólu-Hjálm-
ars, listfeng kona mjög og hefur unn-
ið mikið með grjót. Eru hér myndir
af nokkrum verka hennar og frá
henni sagt. Annar listamaður, Jón
Kristinsson, á hér margar teikning-
ar af Austur-Eyfellingum. Þá eru og
Konuvísur úr Fljótshlíð frá 1915 eft-
ir Helgu Pálsdóttur. Er það mikill
bálkur. Óskar Sigurjónsson segir frá
Uppbyggingu Austurleiðar í Þórs-
mörk, en það fyrirtæki hefur um
langan aldur haft áætlunarferðir í
Þórsmörk og komið sér upp aðstöðu
þar fyrir ferðamenn. Nýtt kaup-
félagssafn á Hvolsvelli fær hér um-
fjöllun.
Guðmundur Jónsson segir frá ferð
um Sprengisand árið 1924 (dagbók
hans).
Ljóð eru eftir hinn merka fræði-
mann Valgeir Sigurðsson og vísur
eru birtar úr fórum hans eftir aðra.
Magnús Finnbogason birtir gamlar
sögur úr Landeyjum og Sveinbjörn
Benediktsson aðrar nýrri. Bænda-
vísur úr Austur-Landeyjum frá 19.
öld er hér og að finna. Ritgerð frá
árinu 1909 eftir Halldór Her-
mannsson er hér endurprentuð. Hún
segir frá hinum franska Íslandsvini
og rithöfundi Xavier Marmier.
Ragnar Böðvarsson lýsir Mann-
skaðaveðri 1940. Ræða á degi aldr-
aðra 1999 er eftir Matthías Péturs-
son.
Og enn koma Bændavísur, nú úr
Fljótshlíð frá 1848. Ýmislegt fleira
er í þessum hluta, minningargreinar,
ljóð, bókadómar og frásagnir.
Annar hluti er um Kristnihátíð í
héraði. Þar er auk yfirlits um hátíða-
höldin ræður, erindi og ritgerðir.
Í þriðja hluta segir frá Oddastefnu
1999, eru í þeim flokki fjórar fræði-
legar ritgerðir.
Þá koma í fjórða hluta annálar
ársins 1999 og er þar farið eftir sveit-
arfélögum, átta talsins, svo og
prestaköllum og sóknum og ýmsum
félögum. Loks er í fimmta og síðasta
kafla sagt frá látnum í Rangárþingi
1999 og eru alllangar minningar-
greinar um þá alla.
Af þessari upptalningu sést að
Goðasteinn er mikið rit. Að sjálf-
sögðu mun þetta mikla efni höfða
misjafnlega til lesenda. Sjálfur fann
ég þar margt, sem vakti áhuga minn.
Helst finn ég að hversu miklu og
sundurleitu efni er hér safnað sam-
an. Þá kann ég því ekki vel þegar
auglýsingar eru á víð og dreif innan
um texta. Að öðru leyti tel ég að vel
sé frá ritinu gengið.
Goðasteinn
hinn nýi
BÆKUR
H é r a ð s r i t
Héraðsrit Rangæinga, 2000 36. ár-
gangur, 2000, 11. árg. nýs flokks.
Ábyrgðarmaður og form. ritnefnd-
ar: Jón Þórðarson. Útg.: Héraðs-
nefnd Rangæinga, 2000, 370 bls.
GOÐASTEINN
Sigurjón Björnsson
FREKAR lítið en nett pró-
gramm var á boðstólum á tónleik-
um Evu Mjallar Ingólfsdóttur og
Svetlönu Gorokhovich í Salnum á
þriðjudagskvöld. E.t.v. hefði
smærra húsnæði hentað betur, því
tónleikagestir hefðu vel komizt fyr-
ir í t.a.m. Norræna húsinu, auk
þess sem bæði efnisval og spila-
mennska voru að mestu á lág-
stemmdum og „intímum“ nótum.
Hversu lágstemmdum sást m.a. af
því að píanólokið var niðri allan
tímann, sem var viturleg ráðstöfun,
enda fiðlutónn Evu Mjallar af klið-
mýkri sortinni.
Viðamesta verkið kom fyrst,
Sónata Sergeis Prokofievs fyrir
fiðlu og píanó í d-moll. Sónatan var
raunar frumsamin fyrir flautu og
píanó og telst sem slík meðal merk-
ustu kammerverka þeirrar áhafnar
á 20. öld, en fyrir áeggjan Davíðs
Oistrakh lét Prokofiev til leiðast að
umrita verkið fyrir fiðlu tveim ár-
um síðar, eða 1944. Einhvers stað-
ar kvað haft eftir tónskáldinu, að
fyrirmyndin væri fiðlusónata eftir
Händel í sömu tóntegund, en burt-
séð frá ytra fjórþættu kirkjusón-
ötuformi beggja verka (hægt-hratt-
hægt-hratt) er vitanlega fátt annað
sameiginlegt að finna með tveggja
alda tímahaf á milli.
Tvö angurvær
verk fylgdu á eftir.
Fyrst Nigun, 2.
þáttur úr stærra
verki eftir Ernst
Toch (Baal Shem),
og síðan Sérénade
Mélancolique eftir
Pjotr Tjækovskíj,
áður en klykkt var
út án hlés með
Souvenir d’un lieu
cher eftir sama höf-
und. Hinn „kæri
staður“ minning-
anna var sveitasetur
Nadesjdu von Meck
í Brailov, velgjörðar-
konu tónskáldsins, sem áskildi sér
að þau hittust aldrei augliti til aug-
litis. (Staðhæfing tónleikadagskrár
um að Tsjækovskíj hafi notið fjár-
stuðnings hennar meðan hann lifði
er ekki alveg rétt, því hún sleit
skyndilega sambandinu nokkrum
árum áður en hann lézt.)
Sónatan var snoturlega flutt og
af góðri yfirvegun, en náði í heild
ekki miklu flugi þrátt fyrir nokkra
fallega staði. Til þess voru hröðu
þættirnir of varfærnislega leiknir
og áferð hinna hægu of einsleit. Þó
að Nigun Blochs kalli tæplega á
mikla flugeldafimi hefði samt mátt
gæða það meira krafti og blóðhita
en gert var, en fíngert niðurlagið
tókst engu að síður vel. Inntónun
fiðlunnar var hins vegar víða óör-
ugg, og þótt mig skorti viðmiðun af
fyrri leik Evu Mjallar bar spila-
mennskan að þessu sinni a.m.k.
sjaldan með sér að fiðluleikarinn
væri í sínu bezta formi. Mest bar á
því í knúsuðum kóda sónötunnar og
í Serenöðunni, þar sem moll-þrí-
undir voru margar í
skarpara lagi og sam-
stígar áttundir sömu-
leiðis oft óhreinar, þó að
hvíslkenndur „quasi con
sordino“ tónblærinn
væri í sjálfu sér
heillandi á lágværum
stöðum. 1. þáttur Souv-
enir (Meditation) var
fallega mótaður í fiðl-
unni, en píanóleikurinn
var á hinn bóginn ýmist
fullýtinn í tempói eða
jafnvel ósamtaka.
Scherzóið var í það fág-
aðasta og hefði þurft á
töluvert meiri snerpu,
hraða og spennu að
halda, og hinn alþekkti syngjandi
lokaþáttur (Melodie) náði ekki
heldur öllum þeim glansi sem í
honum bjó, kannski ekki sízt fyrir
fremur rislága og andstæðusnauða
mótun.
Píanóleikur Svetlönu Gorokho-
vich var þokkafullur og í góðu
styrkjafnvægi við fiðluna, en ein-
kenndist að mínum smekk fullmik-
ið af síkviku rúbatói, sem hentar
ekki alltaf í samleik og gat á köfl-
um jaðrað við að verka tilgerð-
arlegt.
Snoturt og yfirvegað
TÓNLIST
S a l u r i n n
Prokofiev: Sónata í d Op. 94a.
Bloch: Nigun. Tsjækovskíj: Sér-
énade mélancolique; Souvenir d’un
lieu cher. Eva Mjöll Ingólfsdóttir,
fiðla; Svetlana Gorokhovich, píanó.
Þriðjudaginn 9. janúar kl. 20.
KAMMERTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Eva Mjöll
Ingólfsdóttir
Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU eru hafnar
æfingar á leikritinu Laufin í
Toskana eftir sænska leikskáldið
Lars Norén í þýðingu Hlínar Agn-
arsdóttur.
Í verkinu segir frá stór-
fjölskyldu sem kemur saman á
hverju sumri til að treysta böndin,
þótt það kosti átök og árekstra.
Meinfyndið verk um ráðvillt nú-
tímafólk eftir einn þekktasta leik-
ritahöfund Norðurlanda en hann
hlaut Norrænu leikskáldaverð-
launin 1999 fyrir leikritið Per-
sonkris 3:1.
Leikendur eru Atli Rafn Sigurð-
arson, Erlingur Gíslason, Guðrún
S. Gísladóttir, Hjalti Rögnvalds-
son, Nanna Kristín Magnúsdóttir,
Ragnheiður Steindórsdóttir, Sig-
urður Skúlason, Stefán Jónsson
og Valdimar Örn Flygenring.
Lýsing: Björn Bergsteinn Guð-
mundsson. Hljóðmynd: Sigurður
Bjóla. Leikmynd: Snorri Freyr
Hilmarsson. Búningar: Filippía I.
Elísdóttir. Dramatúrg: Bjarni
Jónsson og leikstjóri er Viðar
Eggertsson. Frumsýning er fyr-
irhuguð í mars.
Morgunblaðið/Ásdís
Leikhópur Þjóðleikhússins æfir Laufin í Toskana.
Laufin í Toskana
www.leir.is