Morgunblaðið - 11.01.2001, Síða 40

Morgunblaðið - 11.01.2001, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TILLÖGUR STARFSHÓPSINS STARFSHÓPUR, sem ríkis-stjórnin skipaði til að fara yfirdóm Hæstaréttar um tengingu bóta öryrkja við tekjur maka, skilaði í gær af sér skýrslu, sem beðið hefur verið eftir. Þar er lagt til að sett verði ný lög og byrjað að greiða bætur samkvæmt þeim 1. febrúar miðað við 1. janúar, en leiðrétting vegna skerð- ingar bóta út af tekjum maka verði greidd fjögur ár aftur í tímann og ljúki þeim greiðslum fyrir 1. apríl. Athygli vekur að þótt lágmarksbæt- ur hækki um 25 þúsund krónur á mánuði er engu að síður áfram gert ráð fyrir skerðingu, þótt á öðrum for- sendum sé. Það er óheppilegt, að forsendur dóms Hæstaréttar skuli vera svo óskýrar að skipa þurfi nefnd til að túlka niðurstöður hans. En það fer ekki á milli mála að skilja má for- sendur dómsins á ýmsan veg eins og glögglega kemur fram í skýrslu nefndar ríkisstjórnarinnar. Starfs- hópurinn túlkar dóminn hins vegar þröngt eins og raunar kemur fram í skýrslunni. Þótt um sé að ræða svo- nefndan viðurkenningardóm er rök fyrir þeirri þröngu túlkun ekki að finna í dómsorðinu sjálfu þar sem Hæstiréttur fellst án fyrirvara á kröfugerð Öryrkjabandalagsins. Hins vegar getur starfshópur ríkis- stjórnarinnar rökstutt afstöðu sína með tilvísun til ýmissa atriða í for- sendum dómsins og gerir það. Starfshópurinn kemst að þeirri niðurstöðu að af forsendum dómsins verði ekki ráðið að tenging bóta við tekjur maka þurfi í sjálfu sér að fara gegn stjórnarskrá. Það eitt verði les- ið úr dómnum að ekki standist að skerða tekjutryggingu örorkulífeyr- isþega í hjúskap með þeim hætti, sem gert sé í lögunum frá 1998. Því felist ekki í dómnum „að með öllu sé óheim- ilt að láta tekjur maka hafa áhrif á tekjutryggingu örorkulífeyrisþega“. Bent er á að í dómi Hæstaréttar sé vísað annars vegar í 76. grein stjórn- arskrárinnar þar sem kveðið er á um að hverjum einstaklingi séu tryggð ákveðin lágmarksréttindi og hins vegar 65. greinar stjórnarskrárinnar þar sem mælt er fyrir um að menn skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til stöðu sinn- ar. „Hugsunin virðist vera sú, að vegna 65. gr. stjórnarskrár felist í 76. gr. hennar réttur til handa örorkulíf- eyrisþega í hjúskap til lágmarkslíf- eyris, sem óheimilt sé að skerða vegna tekna maka hans,“ segir í skýrslunni. „Í þessu verður ekki talið felast að óheimilt sé að láta tekjur makans hafa áhrif á lífeyrinn eftir að þessu lágmarki hefur verið náð.“ Því verður ekki á móti mælt að starfshópurinn færir rök fyrir þeirri niðurstöðu að skerðing sé heimil að ákveðnu lágmarki með tilvísun í for- sendur dómsins, þar sem segir: „Get- ur það því átt við málefnaleg rök að styðjast að gera nokkurn mun á greiðslum til einstaklinga úr opin- berum sjóðum eftir því, hvort við- komandi er í sambúð eða ekki.“ Með vísan til þessara sjónarmiða leggur starfshópurinn til að í lög verði sett sérregla, „sem tryggi ákveðinn lágmarksrétt til handa líf- eyrisþega, sem er í hjúskap og mak- inn er ekki örorkulífeyrisþegi.“ Þessari sérreglu er síðan lýst á þennan veg: „Hljóðar reglan um að samanlögð eigin tekjuöflun þess hjóna, sem örorkulífeyris nýtur og tekjutrygging hans geti aldrei, þrátt fyrir skerðingarregluna samkvæmt 2. málslið numið lægri fjárhæð en kr. 300.000,– á ári eða m.ö.o. kr. 25.000,– á mánuði. Þetta þýðir að enginn líf- eyrisþegi færi vegna makatekna nið- ur úr kr. 43.424,–, þegar þetta sér- staka lágmark tekjutryggingar hefði verið lagt við grunnlífeyri samkvæmt 12. gr. laganna. Kæmi þessi fjárhæð í stað lágmarksins, sem greinir í for- sendum hæstaréttardómsins og nam þá kr. 17.715,– (nú kr. 18.424,–). Við ákvörðun á viðmiðunarfjárhæð þess- arar sérreglu er rétt að taka tillit til þess, sem fram kemur í dómsfor- sendum Hæstaréttar, að það geti átt við málefnaleg rök að styðjast að gera nokkurn greinarmun á greiðslum til einstaklinga úr opin- berum sjóðum eftir því hvort viðkom- andi er í sambúð eða ekki. Verður því fjárhæð sérreglunnar eðlilega nokkru lægri en fjárhæð óskertrar tekjutryggingar einhleypings. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sams konar breytingar verði gerðar á 6. og 7. mgr. 17. gr., sem einnig fjalla um tekjutryggingu til örorku- lífeyrisþega í hjúskap. Starfshópurinn telur, að með þeim fjárhæðum, sem að framan greinir, sé fullnægt þeim kröfum, sem í dómi Hæstaréttar felast.“ Nú vaknar sú spurning, hvernig starfshópurinn nálgast þessa tölu. Hver eru rökin fyrir henni? Í skýrslu, sem að öðru leyti byggist á röksemdafærslu með tilvísun í dóms- forsendur Hæstaréttar er ekki að finna efnislegar röksemdir fyrir því hvers vegna þessi upphæð er lögð til en ekki einhver önnur. Í skýrslu starfshópsins segir einn- ig að greiðslur aftur í tímann skuli greiðast með 5,5% ársvöxtum frá þeim degi, sem bótaþegi öðlaðist rétt á greiðslum, og segir að viss sann- girnisrök mæli með því. Miðað er við fjögurra ára fyrning- arreglu frá því að dómurinn var upp- kveðinn þannig að sækja má um bæt- ur aftur til ársins 1997. Rökin fyrir þeirri niðurstöðu virðast augljós. Jákvætt hlýtur að teljast að starfs- hópurinn tekur með í reikninginn réttarstöðu þeirra örorkulífeyris- þega, sem ekki sóttu um bætur vegna þess að ljóst var að því yrði hafnað vegna tekna maka og segir að í ljósi jafnræðissjónarmiða sé ekki hægt að gera rétt þessa hóps til leiðréttingar lakari en hinna. Þetta mál er afar flókið og það er erfitt að ræða það vegna þess að það hefur svo sterk tilfinningaleg áhrif á fólk. Engu að síður verða þær um- ræður að fara fram. Ríkisstjórnin hefur komizt að ákveðinni niðurstöðu á grundvelli tillagna starfshópsins og mun leggja þá niðurstöðu fyrir Al- þingi. Eins og málið er vaxið er ekki ólík- legt að það komi til kasta Hæstarétt- ar á ný. D avíð Oddsson forsætis- ráðherra greindi frá því í upphafi frétta- mannafundar í gær, þar sem kynnt var skýrsla starfshóps um tekjutrygg- ingu öryrkja vegna dóms Hæsta- réttar og lagafrumvarp um breyt- ingar á lögum um almanna- tryggingar, að ákveðið hefði verið að kalla Alþingi saman eftir næstu helgi. Sagði hann að þingið þyrfti að samþykkja frumvarpið til þess að nýfallinn dómur Hæstaréttar næði fram að ganga og er gert ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. febrúar nk. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær, skv. tillögum starfshópsins, að öryrkjar, sem fengu skertar bæt- ur vegna tekna maka, fengju leið- réttingu bóta fjögur ár aftur í tím- ann og jafnframt að byrjað yrði að greiða út bætur 1. febrúar sam- kvæmt nýjum lögum, sem væntan- lega verða samþykkt á Alþingi. Skv. tillögum starfshópsins er miðað við að upphæð lágmarksbót- anna verði framvegis 43.424 krónur á mánuði óháð tekjum í stað um 18 þúsunda þegar um hámarksskerð- ingu tekjutryggingar vegna tekna maka hefur verið að ræða. Þá lagði starfshópurinn til að greiddir verði 5,5% ársvextir á bótagreiðslurnar vegna uppgjörsins fjögur ár aftur í tímann. Hefur einnig verið ákveðið að uppgjör við öryrkja sem dómur- inn tekur til vegna leiðréttinga á bótum aftur í tímann fari fram í síð- asta lagi 1. apríl. Kynntu Öryrkjabandalaginu niðurstöðuna Skýrsla starfshópsins og frum- varp heilbrigðisráðherra var af- greitt á ríkisstjórnarfundi fyrir há- degi og var málið í kjölfar fundarins lagt fyrir þingflokka stjórnarflokk- anna. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra áttu svo fund kl. 13 með fulltrúum Öryrkja- bandalagsins og kynntu þeim við- brögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar. Kl. 14 var niðurstaðan svo kynnt á blaðamannafundi. Auk Davíðs kynntu Halldór Ásgrímsson, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir niður- stöðu starfshópsins og ákvarðanir ríkisstjórnarinnar. Davíð sagði að ekki hefði hvarflað að neinum að fara ekki eftir dómi Hæstaréttar, hvort sem mönnum líkaði dómurinn eða ekki. „Það kom fljótlega upp tal um að þessi dómur væri þess eðlis að Tryggingastofnun ríkisins gæti bara opnað strax dag- inn eftir og „borgað“ samkvæmt þessum dómi. Ég tel að enginn sem hefur haldið því fram, hafi lesið þennan dóm, vegna þess að þessi dómur er ekki um að krafa væri gerð. Þessi dómur var viðurkenn- ingardómur, og var sérstaklega tek- ið fram í dómnum sjálfum að ein- stakir öryrkjar gætu ekki byggt kröfur sínar beint á honum,“ sagði hann. Davíð sagði að lagasetning væri nauðsynleg. Hæstaréttardómurinn hefði eingöngu verið viðurkenning á því að tilteknar lagagreinar stæðust ekki gagnvart tveimur ákvæðum í stjórnarskrá. Í umræddum stjórn- arskrárákvæðum segði að bætur af þessu tagi yrðu ekki greiddar nema samkvæmt lögum. „Hæstiréttur hafði sem sagt bægt til hliðar til- teknum lögum og þar með voru ekki lög fyrir hendi og þar með hafði Tryggingastofnun ríkisins og raun- ar enginn heimild til að greiða eitt eða neitt,“ sagði hann. Forsætisráðherra sagði einnig að þegar dómurinn féll hefðu menn dregið þá ályktun í hasti að með öllu væri óheimilt að tengja bætur ör- yrkja við tekjur maka. „Það er reyndar tekið sérstaklega fram í dómnum að málefnaleg rök séu fyrir því að tengja bætur öryrkja við tekjur maka. Dómurinn segir hins vegar að ekki megi gera það með þeim hætti sem gert var og að sú upphæð, rúmlega 17 þúsund krónur, sem dómurinn nefnir til, verði að teljast fremur lág. Þetta voru því verkefnin, að tryggja með sem hröð- ustum hætti grundvöll þess að það mætti greiða úr þeim flækjum sem þarna voru komnar upp og efna að þessi dómur snýr bara öryrkjum sem búa við hæs ilistekjur. Það eru bara þei ar þar sem heimilistekju bilinu 200-300 þúsund kr. á sem hafa hagsbót af þessu aðrir ekki. Það var hvorki kveðinn upp dómur í þeim að hækka þá sem minna hö ur eru það eingöngu þeir sem hafa hæstar heimi sem fá bætur skv. þessum d Ég vil einnig nefna það lega vegna þess að það h hafðar uppi fullyrðing stórum stöfum og miklum ingum um að átök hafi ve isstjórninni um fyrning Enginn slíkur ágreiningur verið uppi, ekki nokkur þannig að allar fréttir um hreinn tilbúningur,“ sagði D 1.200-1.400 öryrkjar njóta góðs af breyting Fram kom í máli Ingibj öryrkjar væru alls um 8.90 inu en 1.200-1.400 öryrkja fá auknar tekjutrygginga með þessum breytingum. kostnaður ríkissjóðs væri um einn milljarður kr. Ingibjörg lagði áherslu teldi mikilvægt að ná mætt þetta mál og í góðri samv m.a. Öryrkjabandalagið. hún jafnframt frá því að s hefði verið á ríkisstjórna gærmorgun, að hennar ti þeirri endurskoðun sem h almannatryggingalöggjöfin stakri nefnd verði hraðað ljúki störfum á næstu þrem uðum. Sagði hún mikilvægt ið yrði til móts við þá sem tekjur hafa og sagðist dóminn eftir efni hans,“ sagði hann. Davíð sagði einnig að hefði dóm- urinn verið tekinn algerlega bók- staflega og eftir því sem fram kæmi í forsendum hans, þá hefði það væntanlega leitt til þess að aðeins hefðu verið greiddar bætur tvö ár aftur í tímann. „Dómurinn vísar til tiltekins ákvæðis í almannatrygg- ingalögum, sem bendir til að miða eigi við tveggja ára tíma. Lögfræð- ingar ríkisstjórnarinnar töldu að það fengi ekki staðist og því yrði að ganga lengra hvað þetta varðaði heldur en virtist mega lesa úr dómi Hæstaréttar. Því er það niðurstaða þeirra að lög um fyrningu miði við að þessar bætur skuli greiddar fjög- ur ár aftur í tímann. Þeir vitna ekki einungis til laganna, sem virðast nokkuð ótvíræð heldur vitna þeir líka til dóms Hæstaréttar frá því í nóvember 2000, þar sem hann kveð- ur upp úr með fyrningu af því tagi og ákveður í samræmi við lögin að þessi fjögurra ára regla skuli gilda. Ríkisstjórnin getur ekki annað en farið eftir þeim lögum sem þar er um að ræða og gerir það. Í annan stað leggja lögfræðing- arnir til að ofan á þessar greiðslur verði greiddir vextir, sem séu í sam- ræmi við vexti sem greiddir eru af ofgreiddum sköttum, eða 5,5%,“ sagði Davíð. Hann tók hins vegar fram að það væri með öllu fráleitt að greiða bæri dráttarvexti af þessum bótum. „Við höfum haft vissar áhyggjur af því hvernig um þetta hefur verið rætt í fjölmiðlum og ekki alltaf mjög nákvæmlega, heldur satt best að segja dálítið glannalega. Því er ljóst að það er búið að kynda upp miklar væntingar hjá öryrkjum. Þó hljóta menn sem hafa lesið dóminn að vita, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir heil herra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kynntu niðu tryggingar örorkubóta á fréttamannafundi í 1.200–1 öryrkjar f réttingu á Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinna kynntu í gær ákvarðanir sem teknar verið og greinargerð starfshóps veg dóms Hæstaréttar í máli Öryrkjaban lagsins. Davíð Oddsson forsætisráðh sagði dóminn eingöngu varða þá öryr sem byggju við hæstar heimilistekj Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir vegna dóms Hæstaré

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.