Morgunblaðið - 11.01.2001, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 11.01.2001, Qupperneq 56
SKOÐUN 56 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÍKISSTJÓRN Davíðs Oddssonar ákvað síðastliðinn vet- ur stærsta átak í flýt- ingu vegagerðar um- fram vegaáætlun sem um getur í sögu ís- lenska lýðveldisins. 9 milljarðar króna voru ætlaðir til ýmissa brýnna verkefna um land allt á næstu ár- um. Í málsmeðferð Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, samgöngunefndar Al- þingis og afgreiðslu Alþingis var þetta stórkostlega átak unnið til fram- kvæmdaáætlunar og samþykkt mótatkvæðalaust. Meðal þessara stórverkefna sem átakið byggist á er tvöföldun Reykjanesbrautar og með þessari ákvörðun var tvöföld- uninni flýtt um nálægt 50%, hvorki meira né minna,eða nánast svo mikið sem mögulegt er til þess að hægt sé að framkvæma þessa stór- framkvæmd á skynsamlegan, eðli- legan og öruggan hátt. Mörg brýn verkefni eru inni í þessari áætlun, verkefni sem talin eru mjög brýn eins og til dæmis Vesturlandsveg- ur milli Reykjavíkur og Mosfells- bæjar, sem talinn er hættulegasti vegur landsins í flokki fjölfarnari vega, en um hann fara liðlega 15.000 bílar á dag en til að mynda 6.000 um Reykjanesbraut. Í sam- þykkt Alþingis er forgangurinn þó settur á tvöföldun Reykjanesbrautar miðað við langtíma- áætlun, en þess ber að geta að fjármagn í þetta 9 milljarða átak hefur ekki verið hnýtt upp endanlega. Samkomulag náð- ist um 50% flýt- ingu Reykjanes- brautar Í áliti samgöngu- nefndar Alþingis, sem samþykkt var sam- hljóða á Alþingi s.l. vor, segir: „Meðal stórverkefna er tvöföldun Reykja- nesbrautar milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Miðað við fjár- veitingar getur útboð á fyrsta áfanga verksins farið fram árið 2002 og stefnt er að því að stórum hluta þess, þ.e. tvöföldun milli Straumsvíkur og Reykjanesbæjar, verði lokið 2006.“ Í einróma áliti samgöngunefnd- ar segir einnig: „Þar er um að ræða uppbyggingu Reykjanes- brautar í gegn um Hafnarfjörð, breikkun vegarins milli Reykjavík- ur og Mosfellsbæjar, byggingu Suðurstrandarvegar milli Þorláks- hafnar og Grindavíkur, byggingu orku- og iðjuvega á Austurlandi, byggingu gatnamóta á höfuðborg- arsvæðinu og fleira og m.a. er ákveðin fjárveiting í undirbúning Sundabrautar í Reykjavík.“ Suðurstrandarvegur verður boð- inn út í árslok 2001, en fjármagn í hann kemur frá tveimur kjördæm- um, Suðurlandskjördæmi og Reykjaneskjördæmi. Búið er að tryggja nánast allt fjármagn í verkið Suðurlandsmegin og verður byrjað þar, en nokkuð vantar Reykjanesmegin þótt stærstur hlutinn hafi verið tryggður í röðun stórverkefna með ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. Í flestum vegaframkvæmdunum sem fjallað er um í þessari grein er um að ræða mislæg gatnamót, sem yfirleitt eru allt í senn, flókin, tímafrek og fjárfrek.Til dæmis verða gatnamótin á Víkurvegi norðan Ártúnshöfða boðin út í mars-apríl næstkomandi,en ekki er reiknað með að byrja fram- kvæmdir á kaflanum frá Víkurvegi í Mosfellsbæ fyrr en 2003. Það er einnig gefið mál að þegar kemur að lokahönnum vegtenginga við bæi og byggðir þá aukast kröfur alltaf af ýmsum ástæðum, slóðum, stígum, umhverfi og fleiru og verkefnin taka lengri tíma og kosta meira. Þetta er segin saga. Unnið af fullum krafti hjá Vegagerðinni að hönnun og framkvæmdum Síðan samþykkt þessa átaks lá fyrir hefur Vegagerðin undirbúið tvöföldun Reykjanesbrautar af fullum krafti og m.a. sótt starfs- krafta til fjölmargra verkfræði- stofa. Í rauninni hafa allir lagst á eitt að undirbúa verkið þannig að verkhraði geti verið eins mikill og mögulegt er með tilliti til skyn- semi, kostnaðar, annarra brýnna verkefna, verktakamarkaðar á Ís- landi og fleiri atriða sem ekki er hægt að loka augunum fyrir. Nú í ársbyrjun 2001 reiknar Vegagerð- in með að geta boðið fyrsta áfanga tvöföldunarinnar út veturinn 2002. Umhverfismati á að vera lokið í árslok 2001 og hönnun og und- irbúningi útboðs skömmu síðar og þá framkvæmdum strax í kjölfarið, vonandi á fyrstu vikum næsta árs. Mikilvægt er að ljúka hönnun allr- ar brautarinnar áður en til útboðs kemur, því þá er betra að átta sig á möguleikum í mesta fram- kvæmdahraða. Til að mynda verða menn að átta sig á því að ef Vega- gerðin myndi bjóða verkið á mun styttri framkvæmdatíma en eðli- legt er talið miðað við reynslu og aðstæður þá yrði framkvæmda- kostnaður væntanlega miklu meiri, tilboðin mun hærri. Áætlað að tvöföldunin kosti 3,2 milljarða króna Áætlað að tvöföldunin kosti nú 3,2 milljarða króna í stað 2,5 við fyrstu áætlun. Það þarf tíma til að vinna fyrir þetta fjármagn hversu bjartsýnir sem menn eru. Áætlun Vegagerðarinnar miðar við að byrjað verði á tvöföldun í Kúa- gerði, þar sem flest alvarleg slys hafa orðið, og tvöfaldað verði til norðurs að bæjarmörkun Hafnar- fjarðar, eða um 6 km leið. Fjár- veiting er tryggð í þennan kafla þótt reiknað sé með samfellu í öllu verkinu áfram á miklum fram- kvæmdahraða. Það hlýtur til að mynda að vera spennandi að bjóða út í fyrstu lotu jafnframt segjum aðra sex kílómetra til vara og til verðkönnunar. Niðurstaða fyrsta útboðsins verður spennandi. Þá koma fyrstu alvöru spilin á borðið varðandi kostnað. Allur kaflinn milli Fitja í Reykjanesbæ og að Straumsvík er 24 kílómetrar. Það er hins vegar alveg ljóst að þegar allri hönnuninni er lokið og fyrsta verkútboð komið fram þá er mest- ur sveigjanleiki að meta hvað menn treysta sér í stóran áfanga. Aðalþáttur verksins er tvöföldun- in, en stór þáttur er einnig fjögur mislæg gatnamót, við Vatnsleys- ustrandarveg, Voga, Grindavík og við Seylubraut í Reykjanesbæ. Möl flutt með hundrað þús- und flutningavögnum Tvöföldun Reykjanesbrautar er verk sem ætti að koma vel út fyrir verktaka, það er hægt að vinna á þessari leið allt árið, umferð ætti að trufla verktaka lítið því stærst- ur hluti tvöföldunarinnar verður væntanlega austan við núverandi veg, samsíða og samliggjandi að mestu. En verkið er gríðarlega umfangsmikið og það er reiknað með flutningi á 800 þúsund rúm- metrum af jarðefnum, um hálf milljón rúmmetra úr námum og um 300 þúsund rúmmetrar úr sneiðingum, eða alls um 100 þús- und flutningavagnar með efni í veginn. Tvöföldun frá Kúagerði til bæj- armarka Hafnarfjarðar ætti að vera vel á veg komin á fyrri hluta árs 2003, en þess ber að geta að hluti af þessu stóra verkefni eru vegaframkvæmdir í gegn um Hafnarfjörð og Breiðholt þótt þær kostnaðartölur séu ekki inni í 3,2 milljörðunum sem fyrr getur um. Framkvæmdir við mislægu gatna- mótin á Reykjanesbraut við Breið- holt kosta á annan milljarð króna, en það verk er að hefjast um þess- ar mundir. Framkvæmdir á tvö- földun Reykjanesbrautar í gegn um Hafnarfjörð kosta á annan milljarð króna, en áætlað er að það verk verði boðið út eftir eitt ár, í ársbyrjun 2002. Mikil skipulags- vinna er óunnin í Hafnarfirði bæði við tvenn mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg og álverið og sér- staklega þó kaflann frá Sólborg að Lækjargötu. Vinnan við Reykja- nesbraut á mótum Breiðholts er ætluð eitt ár auk lokafrágangs, verklok í Hafnarfirði eru ætluð 2003. Sumir hafa verið með vænt- ingar um að hægt sé að rusla tvö- földun Reykjanesbrautarinnar af á einu ári eða svo en sannleikurinn er sagna bestur og það raunhæf- asta sem hægt er að áætla um verklok Reykjanesbrautarinnar milli Reykjanesbæjar og Hafnar- fjarðar er árið 2005 eins og álit og markmið Alþingis gerir ráð fyrir eftir samkomulag s.l. vor um 50% flýtingu tvöföldunar Reykjanes- brautar miðað við langtímaáætlun. Ef allt gengur að ýtrustu óskum, verkhraði, fjármögnun og annað getur munað einhverjum mánuð- um til styttingar, en það gæti líka dregist um einhverja mánuði. Það er alltaf hyggilegast að horfast í augu við staðreyndir, því á þeim árum sem óhjákvæmilega líða þar til þessu stórverkefni er lokið, hvort sem það eru 4 ár eða 5 ár, þá þurfa allir, sem um Reykjanes- braut fara, að taka höndum saman um markvissari og hættuminni umferð. Það þarf reyndar víða um vegi landsins, en við skulum hafa í huga að þrátt fyrir það að Reykja- nesbraut er einn best búni vegur Íslands þá eru þar jafn mörg slys og raun ber vitni. Það er ekki ásættanlegt og því brennur að sjálfsögðu á fólki að flýta sem kostur er framkvæmdum og fyr- irkomulagi til bóta. Það er mjög jákvætt þegar almennir borgarar taka höndum saman við stjórnvöld um framgang góðra mála. Slíkt er þó eins og allir vita sérstaklega vandmeðfarið þegar alvarleg slys blandast inn í, en slysunum þarf að fækka, ef-unum þarf að fækka og óvissuspurningum og það kem- ur vonandi með samstarfi og sam- ráði. Raunhæfar kröfur eru far- sælastar og þær eru líka mest spennandi þegar um er að ræða ögrandi verkefni af ýmsum ástæð- um. Við skulum þó ekki gleyma að það er ekki vegurinn sem fyrst og síðast ræður úrslitum um velferð- ina á veginum, heldur ökumaður- inn sjálfur. STAÐREYNDIR UM TVÖFÖLD- UN REYKJANESBRAUTAR Árni Johnsen Þrátt fyrir að Reykja- nesbraut sé einn best búni vegur Íslands eru þar jafnmörg slys og raun ber vitni, segir Árni Johnsen. Það er ekki viðunandi og því brennur að sjálfsögðu á fólki að flýta sem kostur er framkvæmdum og fyrirkomulagi til bóta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, 1. þingmaður Suður- lands og formaður samgöngu- nefndar Alþingis.                                                   !"# $%&'(# %)*  $%&'(# %)*   ! $     +       "#$     ! %&'%   % (  )* $        !  #   % "# $#        #   %(  #   !    "# $#        %    %  "# $#    &  %     ' $ #()    #*  !  #   % ,  $% %+ ' $ #(+ "# $#      !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.