Morgunblaðið - 11.01.2001, Síða 59
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 59
SMÁAUGLÝSINGAR
KENNSLA
Guðspeki-
samtökin
í Reykjavík
Nýja Avalon
miðstöðin
Dagskrá á nýju ári hefst með
þjónustu sunnud. 14. jan. kl.
10.15. Fjarheilun hefst fimmtud.
25. jan. kl. 20. Við minnum einnig
á námskeiðið „Samhljómur,
sveiflutíðni hljóðs og lita" með
Troi Lenard helgina 2.—4. feb.
Skrifstofa og verslun á Hverfis-
götu 105, 2. hæð, er opin mánud.
og fimmtud. kl. 14.30—17.30,
sími 562 4464. Upplýsingar um
dagskrá eru á símsvara.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 5 1811118 Re.
Landsst. 6001011119 VII
I.O.O.F. 11 1811118½
Í kvöld kl. 20.00:
Lofgjörðasamkoma í umsjón
Katrínar Eyjólfsdóttur.
Allir hjartanlega velkomnir.
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00.
Vitnisburðir. Ræðumaður:
Björg Lárusdóttir.
Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lok-
inni samkomu. Allir velkomnir.
www.samhjalp.is
Aðaldeild KFUM, Holtavegi.
Fundur í kvöld kl. 20.00.
KFUM - Framtíðarsýn.
Efni: Kjartan Jónsson.
Stjórnun: Páll Skaftason.
Upphafsorð: Guðmundur
Jóhannsson.
Hugleiðing: Helgi Gíslason.
Allir karlmenn velkomnir.
www.kfum.is
● SIGURÐUR Páll Pálsson geð-
læknir varði doktorsritgerð 1. nóv-
ember 2000 við Háskólann í Gauta-
borg. Ritgerðin
fjallar um þung-
lyndi hjá öldr-
uðum. Ber hún
heitið „Populat-
ion studies on de-
pression in the
elderly preval-
ence, incidence
and relation to
cognitive function
and dementia“. Andmælandi var
Lars von Knorring, prófessor við
Uppsalaháskóla. Aðalleiðbeinandi
var Ingmar Skoog, dósent við
Gautaborgarháskóla, og aukahand-
leiðandi var Tore Hällström, pró-
fessor við Háskólann í Stokkhólmi.
Meginmarkmið rannsóknarinnar
var að lýsa algengi, nýgengi og lík-
um til að fá einhvern tíma þunglyndi
á ævinni. Rannsakað var einnig hver
áhrif þunglyndis eru á dómgreind,
athygli og minni aldraðra sem og
tengsl þunglyndis við vefrænar
breytingar í heila mælt með sneið-
myndum af höfði. Reynt var einnig
að varpa ljósi á áhættu þunglyndra
að fá síðar elliglöp (dementia).
Efniviður rannsóknarinnar voru
tæplega 900 einstaklingar, sem tekið
höfðu þátt í kvennarannsókninni í
Gautaborg og öldrunarfræðirann-
sókninni í Gautaborg. Niðurstöður
rannsóknarinnar sýndu að þung-
lyndi er algengt meðal aldraðra.
Þunglyndi jókst með aldri, frá 5,6%
við 70 ára aldur til 13,6% við 85 ára
aldur. Eiginlegt þunglyndi (major
depression) greindist hjá 8,6 %,
kvenna, 70 og 74 ára. Nýgengi þung-
lyndis jókst með aldri frá 70–85 ára
aldurs. Algengi þunglyndis á lífsleið-
inni var 45% hjá konum en 23% hjá
körlum. Þunglyndi tengdist vitrænni
hömlun (hugræn tregða). Í ljós kom
að þau tengsl fundust fremur hjá
þeim, sem höfðu minni skólagöngu
að baki. Vitræn hömlun var einnig
helst til staðar hjá þeim, sem höfðu
eiginlegt þunglyndi (major depress-
ion) en ekki þeim, sem höfðu vægari
þunglyndisgreiningar (óyndi, dys-
thymia) eða þeim sem áður höfðu
sögu um þunglyndi en voru frískir
við prófun. Vitræna hömlunin tengd-
ist því þunglyndisástandinu fyrst og
fremst. Einstaklingar með eiginlegt
þunglyndi sýndu verri frammistöðu
en heilbrigðir einstaklingar á próf-
um sem mældu málfarshæfni, rök-
hugsun, hraða og langtímaminni. At-
hygli og áhugi skipti og máli en
útskýrði ekki mismun hópanna.
Meginályktanir rannsóknarinnar
eru að þunglyndi er algengari sjúk-
dómur hjá öldruðum en áður var tal-
ið. Eiginlegt þunglyndi veldur vit-
rænni hömlun, sem er aðallega
bundin við þunglyndisástandið. Ekki
eru tengsl milli þunglyndis og vef-
rænna heilabreytinga mælt með
sneiðmyndum. Þunglyndi virðist
ekki auka líkur á elliglöpum síðar á
ævinni. Þunglyndi getur greinst í
fyrsta sinn á efri árum og er það
mun algengara en áður var talið.
Þetta er mikilvægt að hafa í huga
þegar aldraðir einstaklingar eru
rannsakaðir því að meðferð þung-
lyndis aldraðra skilar jafngóðum ár-
angri og meðferð yngri einstaklinga.
Sigurður Páll er fæddur 15. nóv-
ember 1960, sonur Guðrúnar Jóns-
dóttur geðlæknis og Páls Sigurðs-
sonar, bæklunarlæknis og fyrrv.
ráðuneytistjóra. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MH 1979 og prófi í
læknisfræði við Háskóla Íslands
1985. Hann starfaði sem geðlæknir
við Sahlgrenska-sjúkrahúsið frá
1989–1996 en hefur síðan verið geð-
læknir við geðdeild Landspítalans
við Hringbraut. Eiginkona Sigurðar
Páls er Ásthildur Sólborg Þor-
steinsdóttir leikskólakennari. Þau
eiga fjögur börn.
FÓLK
Varði
doktorsrit-
gerð í geð-
lækningum
ÞEGAR fréttaritari Morgunblaðs-
ins var á ferðinni í blíðunni á dög-
unum hitti hann þessa hressu
krakka. Þau heita Natan, Salka og
Arnfinnur Kolbeinsbörn. Þau létu
líða úr sér í heita vatninu, í faðmi
fjallanna, sem klæddust gullbrydd-
ingum af bjarma hækkandi sólar.
Morgunblaðið/Finnur
Hvíld í vetrarblíðunni
Tálknafirði. Morgunblaðið.
SÍÐAN í haust hefur verið unnið að
uppbyggingu vegar frá bænum
Heiði að vegamótum Múla í Biskups-
tungum. Hluti af vegarstæðinu er
nýtt, til að stytta vegalengdina, en
annars staðar er gamli vegurinn
byggður upp. Hér er um að ræða 7,2
km vegarkafla.
Vélgrafan hf. á Selfossi annast
framkvæmdir, sem hafa gengið vel,
ekki hvað síst fyrir hið hagstæða tíð-
arfar sem verið hefur í vetur. Áætlað
er að um 100 þús. rúmmetra af efni
þurfi í uppbyggingu vegarins. Verk-
lok eru 15. júlí og á þá að vera búið að
leggja bundið slitlag á veginn. Borg-
arverk hf. í Borgarnesi annast þá
framkvæmd. Tilboð Vélgröfunar hf. í
verkið var kr. 57 milljónir.
Hér er um mikla samgöngubót að
ræða. Um hina fögru sveit Biskups-
tungur er meiri straumur ferða-
manna en víðast annars staðar á
landinu. Auk þess er vaxandi byggð
á þessu svæði og meiri fólksfjölgun á
síðasta ári en í nokkru öðru sveit-
arfélagi á landinu.
Á næsta ári og þarnæsta eru fyr-
irhugaðar endurbætur á veginum á
milli Gullfoss og Geysis en það er
mjög brýn framkvæmd og hefur
fengist fjárveiting til hennar.
Vegaframkvæmdir
í Biskupstungum
Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Unnið við uppbyggingu vegarins, Bjarnarfell í baksýn.
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Faxeyri
ehf. færði Félagi aldraðra á
Hornafirði snókerborð að gjöf nú í
upphafi nýrrar aldar.
Félagsstarfsemi eldri borgara á
Hornafirði er mjög öflug og fjöl-
breytt. Síðastliðið haust var haldin
tveggja daga íþráttahátíð á vegum
Félags aldraðra, sem varð til þess
að mikill áhugi kviknaði meðal
félagsmanna á ýmsum greinum
íþrótta. Í vetur hafa eldri borgarar
verið með vikulegar íþróttaæfing-
ar í íþróttahúsinu á Höfn og einnig
hafa unglingar veitt þeim aðgang
að félagsmiðstöð sinni í Sindrabæ,
þar sem alls konar leiktæki eru.
Í Sindrabæ hafa nokkrir heið-
ursmenn í þessum hópi verið að
leika sér í billjard, og hefur þá
stundum borið á góma, að gaman
væri að geta lært og spilað snóker.
Þetta barst til eyrna forsvars-
manna Faxeyrar ehf. Þeir brugð-
ust skjótt við og færðu Félagi
aldraðra þessa höfðinglegu gjöf,
sem nú hefur verið komið fyrir í
hálfkláruðum sal í Félagsmiðstöð
aldraðra, Ekru. Þar var borðið
vígt síðastliðinn föstudag við hátíð-
lega athöfn.
Formaður Félags aldraðra á
Hornafirði er Sigurður Hjaltason,
fyrrverandi sveitarstjóri.
Morgunblaðið/Sigurður Hannesson
Sigurður Lárusson, fyrrverandi útgerðarmaður, vígir snókerborðið en
hann er sagður snjallastur þeirra félaga í þessari íþrótt. Við hlið hans
standa Sigurður Hjaltason, Hörður Júlíusson, Axel Jónsson, fulltrúi gef-
enda, Árni Stefánsson, Haukur Runólfsson og Guðjón Þorbjörnsson,
fulltrúi gefenda.
Félag aldraðra á Höfn
fær snókerborð að gjöf
Höfn. Morgunblaðið.
Í TILEFNI þess að Reykjavík var
menningarborg Evrópu árið 2000
hefur Klúbbur matreiðslumanna í
samvinnu við Reykjavík – menning-
arborg Evrópu árið 2000 og Visa Ís-
land staðið fyrir vali á veitingahúsi
hvers mánaðar út árið 2000. Veit-
ingahúsagestir um land allt hafa
getað verið með og valið sitt veit-
ingahús. Flest atkvæði í desember
hlaut Sommelier og er því valið veit-
ingahús desembermánaðar.
Dregið hefur verið úr nöfnum
þeirra sem völdu veitingahús des-
embermánaðar og hljóta eftirfar-
andi þátttakendur málsverð fyrir
tvo á Sommelier: Birna Jónsdóttir,
Flúðaseli 91, Reykjavík, Friðrik
Magnússon, London, og Kári Valur
Sigurðsson, Sléttahrauni 25, Hafn-
arfirði.
Nú er árið 2000 liðið og aðeins
eftir að velja veitingahús ársins, það
veitingahús sem fengið hefur flest
atkvæði alls yfir árið. Verður það
kynnt síðar í mánuðinum.
Morgunblaðið/Kristinn
Fulltrúar Sommelier, Visa Íslands, Klúbbs matreiðslumanna og Reykja-
víkur menningarborgar Evrópu 2000 við afhendingu viðurkenningar
um veitingahús desembermánaðar.
Sommelier veitingahús
desembermánaðar