Morgunblaðið - 11.01.2001, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 11.01.2001, Qupperneq 65
BRÉF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 65 EITT AF því sem kemur mér jafnan úr jafnvægi er hræsni og svo sann- arlega er nóg af henni. Gott dæmi um yfirgengilega hræsni er kristið fólk, eða flest þeirra a.m.k. Ég vil reyndar taka það fram að sjálf- ur er ég ekki kristinn heldur er ég það sem kristnir kalla heiðingja en ég kýs að kalla trúarbragðalaus. Gott dæmi því til sönnunar að kristið fólk er í sumum tilvikum hræsnarar er samkynhneigð. Í Bibl- íunni stendur mjög skýrt að guð vill meina að samkynhneigð sé lítt æski- legt lífsmynstur. Um þetta verður ekki deilt, þetta stendur í Biblíunni: „Eigi skalt þú leggjast með karl- manni sem kona væri. Það er við- urstyggð“ (3M 18:22). Einnig er samkynhneigð talin upp meðal synda svo sem í 1. Kor 6:9-10. Og það fer ekki beinlínis á milli mála að guð er mjög harður á því að allt sem í Biblíunni stendur séu hans orð og sé það eina rétta: „Sannlega segi yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða staf- krókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessu minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki“ (Mt 5:18-19). En sama fólkið og segist telja guð óskeikulan og almáttugan telur að það viti betur: Guð sé ekkert á móti samkynhneigð; kannski að guð hafi ekki kynnt sér málið nægjanlega vel eða að hann hafi jafnvel skipt um skoðun – sem væri stórmerkilegt í ljósi þess að hann vill meina að hon- um skjátlist aldrei. En þrátt fyrir þessi skýru tilmæli guðs um að fólk láti sitt eigið kyn í friði og einblíni svona meira á hitt kynið, þá virðist jafnvel kirkjan ekki kaupa þetta og ekki einu sinni biskupinn sjálfur, Karl Sigurbjörnsson. Honum finnst að kirkjan ætti að skoða möguleika á því að blessa sambúð samkyn- hneigðra. Þarna segir biskup að hann viti betur en drottinn sjálfur og fólk eigi frekar að treysta mennskum biskupi heldur en guði. Karl gerist þarna sekur um að beina trúnni frá guði og til sín sjálfs og stofnunarinnar sem kirkjan er, í von um auknar vinsældir. Þetta myndu sumir kalla skurðgoðadýrkun. En fólk á ekki blanda vinsældum saman við trú og guð. Fólk á ekki að taka trúarbrögðum af léttúð; það á ekki að endurskrifa það sem því þyk- ir slæmt og horfa bara á það sem því líkar. Annaðhvort er fólk kristið og trúir á Biblíuna eða ekki: það er ekk- ert hálfkák í þessu sambandi. Ef fólk trúir því að guð sé til, þá trúir það því að Biblían sé hans orð. Ef guð er al- máttugur ætti það ekki að vefjast fyrir honum að koma sínum boðskap á framfæri, þótt hann geri það í gegnum menn. Og þar sem guð hlýt- ur að vera máttugri en nokkur manneskja hlýtur hann að geta kom- ið sínum boðskap ómenguðum til skila, þrátt fyrir að breyskur maður sé tengiliður. Því hlýtur allt sem í Biblíunni stendur að vera beint frá guði. Ef fólki finnst samkynhneigð ekki slæm eða sé það jafnvel sam- kynhneigt trúir það ekki á guð hinn- ar kristnu Biblíu þar sem það er ekki sammála honum og er því að afneita honum. Þannig að ég mæli með því að Karl Sigurbjörnsson, samkyn- hneigðir og allir hinir sem trúa í raun og veru ekki á guð sætti sig við það, segi sig úr þjóðkirkjunni og skilji eft- ir þá örfáu sem raunverulega trúa á guð almáttugan, en þeir eru senni- lega örfáir. GÚSTAF ÓLAFSSON, nemi í Tækniskóla Íslands. Nokkur orð um hræsni Frá Gústafi Ólafssyni: Gústaf Ólafsson Teg. 58520 Stærðir 41-46 Litur: Svartur Verð 5.900 Tilboð 3.990 Tilboð Herrakuldaskór Tilboðið gildir fimmtudag til laugardags Aðrir herrakuldaskór kr. 3.990. ECCO kuldaskór 20% afsláttur. Teg. 0201 Stærðir 41-46 Litur: Svartur Verð 5.900 Tilboð 3.990 SKÓVERSLUN KÓPAVOGS HAMRABORG 3  SÍMI 554 1754 Þjónusta í 35 ár Kringlunni — sími 568 1822 Útsalan er byrjuð t l r rj Nýtt kortatímabil BÆNDAFERÐIR kynna Spennandi vorferðir Nánari upplýsingar hjá Bændaferðum í Byggðarenda 2, símar 533 1335 og 553 7677 Vor 1 Vor 2 Vor 3 Flogið verður til Frankfurt 20. mars og tilbaka 31. mars. Gist verður eina nótt í Ulm, sjö nætur í Riva á Ítalíu og þrjár nætur í Oberkirch í Svartaskógi. Farnar verða skoðunarferð- ir flesta daga m.a. til Feneyja - Verona og um dali Dolómita fjalla. Frá Oberkirh verður farið til Strassborgar og um Svartaskóg. Verð 77.600 Innifalið: Flug og skattar, gisting á góðum hótelum, morg- un- og kvöldverður alla daga, skoðunarferðir og fararstjórn. Fararstjóri: Hólmfríður (Hófý) Bjarnadóttir Flogið til Frankfurt 5. apríl og til baka 12. apríl. Gist verður á sama hóteli í bænum Cochem við Mosel í sjö nætur. Farnar verða stuttar skoðunarferðir alla daga, m.a til Rüdesheim, Trier, Bonn, Kölnar og Koblenz. Verð kr. 62.600 Innifalið: Flug og skattar, gisting í sjö nætur, morgun- og kvöldverður alla daga, allar skoðunarferðir og fararstjórn. Fararstjóri: Agnar Guðnason Harmónikuleikari: Jón Árni Sigfússon Flogið til Frankfurt 17. apríl og til baka 28. apríl. Sama ferðatilhögun og í Vor 1, sami fararstjóri, sömu hótel og sama verð. Harmónikuleikari: Jón Árni Sigfússon. Sendum í póstkröfuNóatúni 17, sími 562 4217 Útsala - Útsala 20-70% afsláttur Gullbrá Tískuverslun • Kringlunni 8-12 • Sími 553 3300 Útsala 50% afsláttur Nýtt kortatímabil Hamraborg 7, 200 Kópavogur sími/fax 564 4131 Verslunin hættir 28. jan. Bútasaumsefni og hannyrðavörur á verði sem sést ekki aftur. Opið virka daga kl. 10-18, laugard. 11-16, sun. 13-15. Rýmingarsala á stálborðbúnaði 30—50% afsláttur Kringlunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.