Morgunblaðið - 11.01.2001, Síða 72

Morgunblaðið - 11.01.2001, Síða 72
FÓLK Í FRÉTTUM 72 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mikið úrval af glæsilegum síðkjólum 20-40% afsláttur Nýtt kortatímabil Á R SH Á TÍ Ð A R K JÓ LA R Laugavegi 54, sími 552 5201. Sími 551 5103 H e l g a M o g e n s e n Yoga fyrir byrjendur  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Almenn- ur dansleikur með Geirmundi Val- týssyni föstudagskvöld. Harmon- ikuball kl. 22 laugardagskvöld. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi ásamt gestaspilurum frá Félagi harmon- ikuunnenda Suðurnesjum (FHUS). Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Allir velkomnir.  BROADWAY: Sister Sledge ásamt hljómsveit föstudags- og laugardagskvöld. Þetta eru heims- frægar diskódrottningar og eru að koma til Íslands í fyrsta sinn. Síðan 1979 hafa þær slegið í gegn með lög- um eins og He’s the Greatest danc- er, We are family o.fl. Eftir sýn- inguna verður rifjuð upp gamla Hollywood-stemmningin og koma margir gömlu plötusnúðarnir úr Hollywood fram. Kynnir er Þorgeir Ástvaldsson.  CAFÉ GRÓF: Hljómsveitin Funk All Stars leikur fimmtudagskvöld. Hljómsveitin er samtvinning úr Funkmaster 2000 og Jagúar. Húsið opnað kl. 21. Frítt inn. Dj. Ghozt verður á spilaranum og tekur heita techno/trance keyrslu allt kvöldið föstudagskvöld. Miðaverð 500 kr. eftir kl. 24. Dj. Atli mætir á svæðið en hann er einn sá heitasti í Euro- transi í dag laugardagskvöld. Húsið opnað kl. 21. Miðaverð 500 kr. eftir kl. 24.  CATALINA, Hamraborg: Félag- arnir Svensen & Hallfunkel leika fyrir dansi föstudags- og laugar- dagskvöld.  GAUKUR Á STÖNG: Hljóm- sveitin Á móti sól leikur föstudags- og laugardagskvöld.  GRANDHÓTEL REYKJAVÍK: Gunnar Páll leikur allar helgar kl. 19:15 til 23:00. Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll leikur og syngur öll fimmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöld. Gunnar leikur hugljúfa og rómantíska tónlist. Allir vel- komnir.  GULLÖLDIN: Léttir spretta þeir Geir og Rúnar halda uppi dansstuði til kl. 3 föstudags- og laugardags- kvöld.  H-BARINN AKRANESI: Diskó- rokktekið og plötusnúðurinn Skugga-Baldur sér um tónlistina föstudags- og laugardagskvöld. Reykur, þoka, ljósadýrð og skemmtilegasta tónlist síðustu 50 ára. Miðaverð 500 kr. frá miðnætti.  HITT HÚSIÐ: Föstudagsbræð- ingur á Geysi-Kakóbar föstudags- kvöld. Fram koma rokkhljómsveit- irnar Moðhaus, Coral og Heróglymur. Allar leika þær mel- ódískt rokk. Húsið opnað kl. 20 og byrja tónleikarnir samstundis. Heróglymur byrjar kl. 20, svo taka Coral við kl. 21 og að endingu leikur Moðhaus kl. 22. Ekkert aldurstak- mark og aðgangur er ókeypis.  JÓI RISI, Breiðholti: Dúettinn Blátt áfram leikur laugardags- og sunnudagskvöld.  KAFFI REYKJAVÍK: Hljóm- sveitin síkáta Hálft í hvoru leikur og syngur föstudags- og laugardags- kvöld. Það er nokkuð um liðið síðan hljómsveitin tróð upp á þeim gam- algróna skemmtistað en nýlega skipti staðurinn um eigendur og er stefna nýrra eigenda að bjóða aftur upp á lifandi tónlist allar helgar.  LIONSSALURINN, Kópavogi, Auðbrekku 25: Áhugahópur um línudans verður með dansæfingu frá kl. 20–23. 30 fimmtudagskvöld. Elsa sér um tónlistina. Allir vel- komnir.  NAUSTIÐ: Liz Gammon leikur fyrir matargesti kl. 22: til 3. Naustið er opið alla daga frá kl. 18. Stór og góður sérréttaseðill. Reykjavíkur- stofa – bar og koníaksstofa: Söng- konan og píanóleikarinn Liz Gamm- on frá Englandi leikur. Opið frá kl. 18.  NELLYS CAFÉ: Dj. Le Chef verður í búrinu föstudags- og laug- ardagskvöld. Tilboð á bar til kl. 1.  ORMURINN, Egilsstöðum: Dj. Paul Oscar sér um tónlistina föstu- dagskvöld. Aðgangseyrir 800 kr. Dj. Klobbi í búrinu. Frítt inn laug- ardagskvöld.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Hljómsveitin Hafrót í bana stuði föstudags- og laugardags- kvöld.  SKUGGABARINN: Lokað um helgina vegna breytinga. Hægt er fylgjast með breytingum á www skuggabar com.  SPORTKAFFI: Hljómsveitin Miðnes hitar upp fyrir helgina fimmtudagskvöld. Michael Jack- son-kvöld föstudagskvöld. Kvöldið byrjar kl. 21 með því að bíómynd Jackson Moowalker verður sýnd á risaskjá og 33 sjónvörpum um allt hús. Danshópurinn Smooth Crim- inals verður með sýningu eftir myndina og þá tekur Þór Bæring við og leikur Michael Jackson tón- list fram undir morgun. Þór Bæring í búrinu fram eftir nóttu laugar- dagskvöld. 20 ára aldurstakmark og skilríki skilyrði.  SPOTLIGHT: Dj. Droppy í búrinu föstudagskvöld. Rokk-kvöld laugardagskvöld. Dularfullur drykkur fylgir hverjum miða til kl. 2.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Sælu- sveitin skemmtir um helgina föstu- dags- og laugardagskvöld. Frá A til Ö Hljómsveitina Hálft í hvoru skipa þeir Eyjólfur Kristjánsson, Ingi Gunnar Jóhannsson, Bergsteinn Björgúlfsson og Örvar Að- alsteinsson. Þeir félagar leika á Kaffi Reykjavík um helgina. Sólarhringskonan 24 Hour Woman G a m a n / D r a m a  Leikstjóri Nancy Savoca. Handrit Nancy Savoca og Richard Guay. Aðalhlutverk Rosie Perez, Marianne Jean-Baptiste. (90 mín.) Bandaríkin 1999. Háskólabíó. Öllum leyfð. GRACE Santos stjórnar sjón- varpsmorgunþætti ásamt manni sín- um og bæði eru á hraðri leið upp metorðastigann. Andstætt áformum þeirra hjóna verð- ur hún barnshaf- andi sem þau breyta í hina mestu sápu með því að leyfa áhorfendum að fylgjast með meðgöngunni. Kinnhesturinn kemur þó þegar barnið lítur heiminn því þá þurfa hjónin að gera upp við sig hvort forgang skuli hafa framinn eða fjölskyldan. Hér er augljóslega kona bak við myndavélina sem gefur myndinni visst gildi. Hún er lúmsk og glettin ádeila á nútímakonuna – og jú reyndar líka -karlinn. Ekkert stórvirki en lítil og lúmsk. Svo smell- passar Perez í hlutverk hinnar metn- aðargjörnu sjónvarpskonu. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Frami eða fjölskylda?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.