Morgunblaðið - 11.01.2001, Síða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
VEÐURSTOFAN spáir hlýnandi
veðri næstu daga og vaxandi vindi
um allt land. Í gærkvöld gaf Veð-
urstofan út viðvörun um storm, þ.e.
meira en 20 m/s, á Suðurlandi, Faxa-
flóa, Breiðafirði og Vestfjörðum.
Búist er við vaxandi sunnanátt
fram eftir degi og í kvöld verður
skollinn á stormur og rigning. Þá
verður allhvass vindur eða hvass-
viðri annars staðar. Hiti á sunnan-
og vestanverðu landinu verður yfir-
leitt á bilinu 2-7°C og jafnvel meiri.
Stormvið-
vörun í kvöld
FÉLAGAR í björgunarsveitinni
Súlum á Akureyri, þeir Sigurður
Hólm Sæmundsson, Vagn Krist-
jánsson og Gunnlaugur Búi Ólafs-
son, fóru upp á Öxnadalsheiði í vik-
unni til þess að hreinsa snjó og ís af
endurvarpsmastri Landssímans í
NMT-kerfinu. Töluvert snjómagn
hafði hlaðist á mastrið og vegna
ástandsins datt NMT-kerfi Símans
út um tíma á afmörkuðu svæði.
Greiðlega gekk að hreinsa mastrið
og um leið að koma kerfinu í lag.
Hreinsa snjó
af mastrinu
Morgunblaðið/Gunnlaugur Búi
Björgunarsveitarmenn frá Akureyri hreinsa snjó og ís af mastri Lands-
símans á Öxnadalsheiði.
FJÖGUR fyrirtæki sem starfað hafa
á sviði afþreyingar og útivistar hafa
sameinast í einu fyrirtæki sem hlotið
hefur nafnið Íslenskar ævintýraferð-
ir. Fastir starfsmenn eru um 30 tals-
ins en mun fleiri starfa hjá fyrirtæk-
inu á sumrin.
Fyrirtækin sem sameinast eru
Addís, Vélsleðaleigan Geysir, Lang-
jökull og Bátafólkið. Öll fyrirtækin
hafa starfað á sviði útivistar og af-
þreyingar á undanförnum misserum.
Arngrímur Hermannsson, hjá Ís-
lenskum ævintýraferðum, sagði að
undirbúningur sameiningarinnar
hefði hafist í september í haust og
væri nú endanlega frágenginn. Velta
fyrirtækjanna sameiginlega væri
eitthvað á þriðja hundrað milljónir
króna og miklir vaxtarmöguleikar
væru fyrir hendi í þessari grein.
Mikil hagræðing fylgdi sameining-
unni bæði hvað varðaði framkvæmd
ferða og eins hvað varðaði markaðs-
og sölumál.
Arngrímur sagði að um 28 þúsund
ferðamenn hefðu verið viðskipta-
menn fyrirtækjanna á síðasta ári
samanlagt, en fyrirtækin byðu meðal
annars upp á bátaferðir, vélsleða-
ferðir, jöklaferðir, jeppaferðir,
þyrluferðir, köfun og fleira. Ætlunin
væri að útvíkka starfsemina enn
frekar. Starfssvæði fyrirtækisins
væri fyrst og fremst á suðvestur-
horni landsins, en þeir hefðu fullan
hug á að vinna með öðrum landshlut-
um að viðfangsefnum á þessu sviði.
Þetta væri ung atvinnugrein hér á
landi og vaxtarmöguleikarnir miklir.
Yfir 50 vélsleðar
Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar að
Tangarhöfða 7. Fyrirtækið á yfir 50
vélsleða, 6 átta hjóla trukka, sjö
snjóbíla og fjóra fjallaskála nálægt
jöklum svo eitthvað sé nefnt.
Arngrímur sagði að til að byrja
með hefðu útlendingar fyrst og
fremst verið viðskiptamenn fyrir-
tækjanna, en Íslendingar væru sí-
fellt að verða hærra hlutfall af heild-
inni, sem væri mjög ánægjuleg
þróun.
Fjögur útivistar-
fyrirtæki sameinast
LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Urður,
Verðandi, Skuld og Landspítalinn –
háskólasjúkrahús hafa undirritað
samstarfssamning um krabba-
meinsrannsóknir. Markmiðið er að
finna ný krabbameinsgen, leita nýrra
greiningaraðferða og meðferðar-
möguleika og er vonast til að rann-
sóknirnar verði til þess að ný lyf verði
þróuð gegn krabbameini.
Í samningum leggur Landspítali
–háskólasjúkrahús til að stofnuð verði
krabbameinsmiðstöð þar sem þekk-
ing og aðstaða verði til að vinna verk-
efnið og jafnframt að aðgangur að
gögnum og lífssýnum verði tryggður.
UVS mun leggja fram 300 milljónir
til miðstöðvarinnar á næstu átta árum
og mun greiða allan kostnað af verk-
efninu. Þá skuldbindur UVS sig til að
leggja hluta af þeim tekjum sem
aflast í styrktarsjóð sem ætlað er að
styrkja krabbameinsmiðstöðina,
stuðla að krabbameinsrannsóknum
og bæta þjónustu við krabba-
meinssjúklinga á Íslandi.
Magnús Pétursson, forstjóri Land-
spítala – háskólasjúkrahúss, sagði á
blaðamannafundi í gær þar sem verk-
efnið var kynnt, að samningurinn
bryti blað í samskiptum sjúkrahúss-
ins við fyrirtæki. Sagði hann krabba-
meinsmiðstöðina gera rannsóknirnar
mögulegar og greiða götu þeirra en
spítalinn og skjólstæðingar hans
myndu njóta ávaxtanna. Meðferð við
krabbameini yrði bætt sem frekast
yrði kostur.
Samstarf
um krabba-
meinsrann-
sóknir
300 milljónir/10
1.200 til 1.400 öryrkjar
fá auknar greiðslur
Alls munu 1.200 til 1.400 öryrkjar,
sem fengið hafa skerta tekjutrygg-
ingu örorkubóta vegna tekna maka,
fá greiddar fjárhæðir vegna leiðrétt-
ingar á bótum fjögur ár aftur í tím-
ann, með 5,5% vöxtum, skv. tillögum
starfshópsins. Þá leggur starfshóp-
urinn til að bætt verði inn í lög um al-
mannatryggingar sérreglu sem ætl-
að er að tryggja að öryrki hafi sjálfur
a.m.k. ákveðnar lágmarkstekjur án
tillits til tekna marka. Leggur starfs-
hópurinn til að sú tekjutrygging
verði 300 þús. kr. á ári, eða 25.000 kr.
á mánuði, sem á að tryggja að við-
komandi öryrkjar hafi að lágmarki
43.424 kr. á mánuði, að grunnlífeyri
meðtöldum, í stað 18.424 kr. sam-
kvæmt gildandi reglum. Tekið er
fram í skýrslu starfshópsins að hann
telji það ekki vera verkefni sitt að
gera tillögur um aðrar og meiri
breytingar á lögum en nauðsyn kref-
ur vegna dóms Hæstaréttar.
Bætur greiddar skv. breyttu
fyrirkomulagi 1. febrúar
Áætlað er að kostnaður ríkissjóðs
vegna uppgjörs við öryrkja fjögur ár
aftur í tímann geti numið 650-700
milljónum króna, að viðbættum vöxt-
um. Þá er talið að árlegur kostnaðar-
auki ríkisins vegna breytinga sem
gerðar verða á lögum um almanna-
tryggingar verði um 100 milljónir og
að um 19% öryrkja fái auknar tekju-
tryggingargreiðslur með þessari
breytingu. Er stefnt að því að byrjað
verði að greiða út bætur skv. breyttu
fyrirkomulagi 1. febrúar en uppgjöri
vegna fyrri ára verði lokið 1. apríl.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í gær að ákveðið hefði verið að
kveðja Alþingi saman næstkomandi
mánudag svo afgreiða mætti frum-
vapið sem lög og efna þar með dóms-
niðurstöðu Hæstaréttar. Davíð sagði
einnig að ef dómurinn hefði verið
tekinn bókstaflega skv. forsendum
hans þá hefði það leitt til þess að að-
eins yrðu greiddar bætur tvö ár aft-
ur í tímann. „Lögfræðingar ríkis-
stjórnarinnar töldu að það fengi ekki
staðist og því yrði að ganga heldur
lengra hvað þetta varðaði heldur en
virtist mega lesa úr dómi Hæstarétt-
ar. Því er það niðurstaða þeirra að
lög um fyrningu miði við að þessar
bætur skuli greiddar fjögur ár aftur í
tímann,“ sagði hann.
Í skýrslu starfshópsins segir að í
forsendum hæstaréttardómsins sé
að finna beina vísbendingu um að
ekki megi heimfæra niðurstöðu hans
beint á ellilífeyrisþega. Það verði því
að teljast pólitísk ákvörðun, sem
ekki eigi undir starfshópinn að fjalla
um, hvort gera beri breytingar á
reglum laganna um ellilífeyri til sam-
ræmis við breytingar sem gerðar
verða á reglum um örorkulífeyri.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra segir að samþykkt hafi ver-
ið í ríkisstjórn í gær að hraða endur-
skoðun á almannatrygginga-
löggjöfinni þannig að niðurstaða
nefndar sem um það fjallar liggi fyr-
ir innan þriggja mánaða. Lagði hún
áherslu á að fulltrúar Öryrkjabanda-
lagsins, aldraðra og vinnumarkaðar-
ins kæmu að þeirri vinnu.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagði í gær að dómur Hæsta-
réttar og viðbrögðin við honum væri
flóknasta mál sem hann hefði komið
að á sínum pólitíska ferli.
Stjórnarandstaðan boðar harða
mótspyrnu á þingi
Forsvarsmenn Öryrkjabandalags-
ins héldu fund með þingmönnum
stjórnarandstöðunnar í gær, sem
lýstu því yfir að frumvarpið myndi
mæta harðri mótspyrnu á komandi
þingi.
Samkomulag í ríkisstjórn um greiðslu bóta vegna öryrkjadóms Hæstaréttar
Bótagreiðslur leiðréttar
fjögur ár aftur í tímann
Öryrkjadeilan/12, 14-16, 40-41
RÍKISSTJÓRNIN kynnti í gær ákvarðanir sem samkomulag hefur náðst um
varðandi breytingar á lögum um almannatryggingar í kjölfar dóms Hæsta-
réttar í máli Öryrkjabandalagsins gegn Tryggingastofnun. Er niðurstaða rík-
isstjórnarinnar byggð á skýrslu og frumvarpstillögum starfshóps fjögurra
lögfræðinga, sem forsætisráðherra skipaði vegna málsins. Forsvarsmenn Ör-
yrkjabandalagsins gagnrýna harðlega ákvarðanir og frumvarp ríkisstjórn-
arinnar og segja að niðurstaða Hæstaréttar sé virt að vettugi.
♦ ♦ ♦