Morgunblaðið - 12.01.2001, Page 21

Morgunblaðið - 12.01.2001, Page 21
VIÐSKIPTI Seigla ehf. kynnir nýjan, öflugan hraðfiskibát. Í reynslusiglingu fór þessi öflugi bátur 24 sjómílur með 800 l af olíu og 4 tonn í lest. Aðalvélin: Yanmar 420 hö. Gír: ZF IRM 302V Sá öflugasti Gerð: Seigur 1000 Lengd: 10m - Breidd: 3m - 14 kör í lest. Einnig fáanlegur sem 935, fyrir þorskaflahámark. Símar: 698 3487 • 852 3580 Sýnum og kynnum Föstud. 12. jan. kl. 16-19 v/ Miðbakka í Rvk. Laugard.13. jan. kl. 10-12 Akranes Laugard.13. jan. kl. 18-21 Ólafsvík Sunnud. 14. jan. kl. 15-17 Patreksfjörður Sunnud. 14. jan. kl 18-21 Tálknafjörður Mánud. 15. jan. kl. 13-15 Suðureyri Mánud. 15. jan. kl. 16-19 Bolungarvík í sínum flokki! Seig 1000 SAMSTARFSSAMNINGUR milli Auðkennis hf. og GlobalSign vegna útgáfu rafrænna skilríkja fyrir ein- staklinga og fyrirtæki hér á landi var undirritaður í gær. Auðkenni hefur gert samkomulag við viðskiptabank- ana og sparisjóðina um að fyrirtækið gefi út rafræn skírteini sem nýtast með tölvubúnaði þessara fjármála- stofnana og verða skírteinin boðin einstaklingum endurgjaldslaust fyr- ir lok mánaðarins. Í fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu segir að skírteinin muni stuðla að öruggum samskiptum milli banka, sparisjóða og viðskiptamanna þeirra og að heimabankar muni treysta raf- rænum skilríkjum frá Auðkenni. Þá segir að Landssími Íslands hyggi á notkun þessara rafrænu skilríkja til útvíkkunar þjónustu sinnar. Skírteini á stærð við greiðslukort Skírteinin sem um ræðir eru á stærð við greiðslukort. Þeim er stungið í þar til gerða rauf á litlu tæki, sem annaðhvort er innbyggt í tölvu eða tengt henni. Þennan búnað geta menn haft í eða við heimilis- eða fartölvu og að sögn forsvarsmanna Auðkennis mun hann verða ódýr og líklega ekki kosta meira en eitt til tvö þúsund krónur. Eigendur geta notað skírteini sín með því að slá inn leyni- númer (pin-númer). Á skírteinunum verða svo geymdir tvenns konar lyklar sem báðir tengjast eiganda skírteinisins. Annar er opinber, þ.e. allir hafa aðgang að honum, en hinn er einkalykill og verður á korti eig- andans. Með notkun þessara tveggja lykla á að sögn forráðamanna Auð- kennis til dæmis að vera hægt að tryggja að greiðsla á Netinu berist aðeins þeim sem hún er ætluð. Þetta er gert með því að greiðandinn send- ir opinberan lykil viðtakanda greiðslunnar með greiðslunni og einkalykill viðtakandans gerir við- takanda greiðslunnar kleift að taka við henni. Þar sem hann einn hefur þennan einkalykil á enginn að geta tekið við henni nema hann. Tekur mið af frumvarpi um rafrænar undirskriftir Stærstu hluthafar Auðkennis eru viðskiptabankarnir, sparisjóðirnir, Landssími Íslands og Kögun. Guðlaugur Sigurgeirsson, fram- kvæmdastóri Auðkennis, segir að ein af ástæðum þess að samið var við GlobalSign sé að það sé evrópskt fyr- irtæki og að þess vegna taki samn- ingurinn mið af tilskipun Evrópu- sambandsins um rafrænar undirskriftir. Þá hafi einnig verið tekið tillit til frumvarps um rafrænar undirskriftir sem viðskiptaráðherra hyggist leggja fyrir Alþingi nú í vor. GlobalSign var stofnað árið 1996 og er með aðsetur í Brussel. Það starfar við vottun um allan heim og býður þjónustu við útgáfu og um- sýslu stafrænna skilríkja, að því er fram kemur í fyrrgreindri fréttatil- kynningu. Skilríkin geta bæði nýst til að undirrita og innsigla tölvupóst og til að auka traust í rafrænum og þráðlausum viðskiptum. Morgunblaðið/Ásdís Birgir Már Ragnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Auðkennis, með raf- rænt skírteini og móttakara þess. Rafræn skilríki boðin hér á landi SKIPUÐ hefur verið ný stjórn Frjálsrar fjölmiðlunar hf. og var stjórnarmönnum fjölgað um tvo, úr þremur í fimm. Eftir sem áður sitja Sveinn R. Eyjólfsson sem formaður, Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamið- stöðvarinnar, sem varaformaður og Eyjólfur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðl- unar. Nýir inn í stjórnina komu nú Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og varaformaður bankaráðs Landsbankans, og Einar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri fjár- festingarfélagsins Saxhóls. Vara- menn eru Ólafur Nilson endur- skoðandi og Sveinn Fr. Sveinsson viðskiptafræðingur. Telur félagið hafa styrkst enn frekar Eyjólfur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, segist telja að með fjölgun stjórnar- manna hafi félagið styrkst enn frekar. „Skipan stjórnar félagsins er nú, eins og áður, sameiginleg niður- staða allra hluthafa þess, þ.e. ein- stakir stjórnarmenn eru ekki eyrnamerktir ákveðnum hluthöf- um heldur stendur hluthafahópur- inn í heild að stjórninni. Við fengum þarna inn valin- kunna menn og erum mjög ánægð- ir með þá lendingu sem varð“, seg- ir Eyjólfur. Ný stjórn Frjálsrar fjölmiðlunar Stjórnar- mönnum fjölgar um tvo SLIM-LINE dömubuxur frá tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.