Morgunblaðið - 12.01.2001, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 12.01.2001, Qupperneq 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. FRAMKVÆMDASTJÓRN Ör- yrkjabandalags Íslands fundaði í gær með talsmönnum aldraðra og fulltrúum nokkurra af helstu laun- þegasamtökum í landinu um við- brögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar og boðað frumvarp hennar í málefnum öryrkja. Í sam- tali við Garðar Sverrisson, formann Öryrkjabandalagsins, að fundinum loknum kom fram að bandalagið og einstakir öryrkjar munu ekki aðhaf- ast frekar fyrr en málið hefur verið tekið til umræðu á Alþingi á mánu- dag. Sömu sögu er að segja um af- stöðu talsmanna launþega og aldr- aðra. Hópurinn ætlar að hittast að nýju næstkomandi þriðjudag. Á fundinum var stuðningi lýst við baráttu öryrkja. Talsmenn samtak- anna gagnrýndu ríkisstjórnina, er Morgunblaðið ræddi við þá að fundi loknum. Benedikt Davíðsson, for- maður Landssambands eldri borg- ara, segist ekki skilja íslenskt mál ef dómur Hæstaréttar hafi ekki verið að segja að hið sama eigi við um alla, öryrkja sem aldraða, að ekki megi tengja trygginga- greiðslur til þeirra við tekjur ann- ars einstaklings. „Við munum láta á það reyna hvort þetta eigi ekki jafnt við um okkar fólk og öryrkjana, og þá í fullum mæli eins og Hæstiréttur mælti fyrir um en ekki eins og þessi starfshópur ríkisstjórnarinnar lagði til og ríkisstjórnin gerði að sinni tillögu,“ segir Benedikt. Aðspurður um aðgerðir segir Halldór Björnsson, starfandi forseti ASÍ, að á fundinum í gær hafi kom- ið fram að nauðsynlegt sé að rifja upp til hvers almannatryggingar séu. „Eru þessar tryggingar ekki fyrst og fremst fyrir þá sem standa höllum fæti í lífinu og lenda í ein- hverjum áföllum? Til þess voru þær upphaflega stofnaðar og í raun ætti enginn að hafa leyfi til að fikta við þann grundvöll, jafnvel þótt breyt- ingar verði gerðar í tímanna rás. Fólk á nógu bágt fyrir þótt ekki sé verið að gera því þetta,“ segir Hall- dór. Forsvarsmenn aldraðra og launþegasamtaka funduðu með ÖBÍ Beðið eftir um- ræðum á Alþingi  Stuðningi lýst/ 11 TVÆR íslenskar bíómyndir, 101 Reykjavík og Englar alheimsins, verða sýndar á Sundance-hátíðinni í Bandaríkjunum síðar í mánuðinum, en á hátíðinni verða aðeins sýndar þrjár norrænar myndir. Sundance er helsta hátíð óháðrar bandarískrar kvikmyndagerðar, þar sem jafnframt er sýnt úrval erlendra mynda. Að þessu sinni taka alls 26 erlendar myndir þátt í hátíðinni. Að sögn Þorfinns Ómarssonar, fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs, staðfestir þessi árangur enn að „okk- ar myndir eru að ná í gegn“. Íslenskar myndir á Sundance  Tvær íslenskar/C1 VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir að undanförnu milli sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu um hugsanlegt samstarf eða jafnvel sameiningu al- menningssamgangna. Það myndi m.a. felast í sameiningu Strætis- vagna Reykjavíkur (SVR) og Al- menningsvagna BS (AV). Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri staðfesti þetta við Morgun- blaðið í gær, en sagði málin aðeins á viðræðustigi enn sem komið er. „Það er alveg ljóst að almenningssam- göngur á höfuðborgarsvæðinu hafa átt mjög undir högg að sækja und- anfarin ár. Samkeppnin við einkabíl- inn hefur verið mjög hörð,“ sagði hún. Að sögn Ingibjargar hefur ein- ing og gott samstarf í kringum sam- einingu Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins hvatt sveitarfélögin áfram í þessum efnum, enda bendi margt til þess að hagræðing geti falist í samvinnu á þessum sviðum. „Það verður þó að vera á hreinu að fyrir Reykvíkinga má þetta ekki þýða aukinn kostnað við þennan málaflokk. Í borginni er þéttleiki byggðarinnar mestur og mestur far- þegafjöldi. Innan borgarmarkanna er því hagstæðara að reka strætis- vagnakerfi en annars staðar og líta verður til þess,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er litið til þess að sameig- inlegt fyrirtæki sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um slíkar sam- göngur yrði með samvinnufélags- formi, en ekki byggðasamlag eins og er nú í tilviki Almenningsvagna. Hvað hagræði varðar er einkum litið til möguleika á samræmingu gjaldskrár og leiðakerfis auk fleiri þátta. Gert er ráð fyrir að niðurstaða úr viðræðum sveitarfélaganna í þessum efnum liggi fyrir á næstu dögum eða vikum. Viðræður um sameiningu SVR og Almenningsvagna HAGRÆÐING vegna nýrrar stefnu í tryggingamálum Reykjavíkurborg- ar og útboð á vátryggingum borg- arinnar í kjölfarið hefur leitt til þess að gert er ráð fyrir að 411 milljónum kr. minna verði greitt vegna iðgalda trygginga á árunum 1999–2003 en næstu fimm ár þar á undan. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður vegna vátrygginga borgarinnar, stofnana hennar og undirfyrirtækja, verði alls um 555 milljónir á sama tímabili, en samsvarandi upphæð fyrir árin 1993–1997 eru 930 milljónir kr. Á fimm ára tímabili urðu um 2.000 stór og smá tjón hjá Reykjavíkur- borg, eða um 400 á ári hverju. Af þeim voru um 35% vegna sk. frjálsr- ar ábyrgðartryggingar, t.d. vegna lausafjármuna. Í flestum tilfellum gilti flöt sjálfsábyrgð og voru iðgjöld af þessum tryggingum fremur há þótt tjónsupphæðir hafi ekki verið það, eða um 60 af hundraði undir 100 þúsund kr. Iðgjöld stórlækka  Greiðslur iðgjalda/36–37 Reykjavíkurborg GENGI hlutabréfa í deCODE, móð- urfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 1,3125 dollara á hlut, eða 16,9%, á Nasdaq-markaðinum í New York í gær. Gengi bréfanna er nú 9,0625 doll- arar á hlut en í gær var lokagengi bréfanna 7,75 dollarar. deCODE hækk- aði um 16,9% HVERT sæti var skipað og margir stóðu meðfram veggjum á borg- arafundi sem haldinn var í félags- heimilinu Stapa í gærkvöldi. Fund- urinn samþykkti ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að taka tvöföldun Reykjanesbrautar fyrir við endurskoðun vegaáætlunar. Framkvæmdum verði flýtt og lok- ið við tvöföldun brautarinnar árið 2004. Fundurinn lagði áherslu á að leitað yrði leiða til að fjármagna verkið utan vegaáætlunar. Á fund- inum kom fram vilji þingmanna til að flýta framkvæmdum við tvö- földun Reykjanesbrautar, eftir því sem kostur væri. Jafnframt því var lögð áhersla á bætta umferð- armenningu. Fjöldafundur vill flýta tvö- földun Reykja- nesbrautar  Skorað á/6 Morgunblaðið/Þorkell Mikill fjöldi fólks sótti borgarafund um tvöföldun Reykjanesbrautar í Stapa í Reykjanesbæ í gærkvöldi. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.