Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 2
SÍÐAN samið var við Scandia- transplant-líffærabankann, fyrir rúmum fjórum árum, hafa tveir einstaklingar, sem voru á bið- lista eftir líffæri til ígræðslu, lát- ist hér á landi. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Sigurð Thorlacius tryggingayfirlækni, en haldinn var fundur í svokall- aðri líffæraflutninganefnd þar sem m.a. var farið yfir stöðu mála hérlendis í kjölfar frétta um að 82 Danir hefðu látist á síð- asta ári á meðan þeir biðu eftir hentugu líffæri. Líffæraígræðslur í Danmörku Allar stærri líffæraígræðslur Íslendinga fara fram í Dan- mörku. Sigurður sagði að menn hefðu nokkrar áhyggjur af þró- uninni í Danmörku, en að staðan hérlendis væri mun betri. Ís- lendingar hefðu, í gegnum tíð- ina, verið mun fúsari til þess að gefa líffæri en Danir og því væri ekki í bígerð að fara út í sérstak- ar aðgerðir hér. Að sögn Sigurðar er nær ein- göngu biðlisti hérlendis eftir nýrum en hann sagði að sá bið- listi hefði lengst undanfarin ár. Hann sagði að margvíslegar ástæður væru fyrir því en oftast væri reynt að fá nýra hjá ætt- ingja en stundum hefði ekki fundist ættingi sem passaði eða væri tilbúinn að gefa og þá færi viðkomandi sjúklingur á biðlista. Biðlisti eftir nýrum lengist FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Njarðvíkingar urðu deildarmeistarar /B3 Tillögur um breytingar í handknattleik karla /B3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag  Á FÖSTUDÖGUM NÝR dagskrárvefur, midill.is, hefur verið opnaður á Netinu. Um er að ræða dagskrárvef og sjónvarpshandbók þar sem fá má upplýsingar um dagskrá helstu sjónvarpsstöðva sem nást á Íslandi og útvarpsstöðva sem útvarpa hverju sinni. Í tilkynningu frá Veraldar- vefnum, sem rekur miðilinn ásamt fleiri aðilum á netmark- aðnum, segir að hægt sé að sjá dagskrá allra stöðvanna á for- síðu vefjarins og dagskrárlið- irnir birtast þá í tímaröð. Einn- ig er hægt að velja sjónvarps- stöð, vikudag eða tegund efnis sem viðkomandi vill sjá og loks þann tíma dags sem á að horfa og þá birtist aðeins valið sjón- varpsefni. Fram kemur að til þess að fullnýta þjónustu vefjarins þarf viðkomandi að vera skráður notandi. Þróun vefjarins var í höndum Hugvits hf. Nýr dag- skrárvefur á Netinu HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Landssíma Íslands hf. af kröfum um að fellt yrði út gildi eignarnám á spildu úr landi jarðarinnar Vatns- enda í Kópavogi, sem fram fór árið 1947. Erfingjar þáverandi jarðareig- anda töldu að fullnægjandi laga- heimild hefði skort fyrir eignarnám- inu, en jafnvel þótt hún hefði verið fyrir hendi bæri að ógilda eignar- námið þar sem fyrirhuguð nýting á jörðinni hefði ekki gengið eftir. Ríkissjóður keypti land af bónd- anum á Vatnsenda, fyrst árið 1929 og síðar stærri hlut, og var þar reist langbylgjustöð útvarpsins. Árið 1947 var stærri spilda úr jörðinni tekin eignarnámi og á sama tíma voru einnig teknar eignarnámi spildur úr Fífuhvammslandi og landi Vífils- staða, sem báðar lágu að Rjúpna- hæð. Alls var land Landssímans inn- an lögsagnarumdæmis Kópavogs þá tæpir 160 hektarar. Árið 1997 falaðist Kópavogskaup- staður eftir samningum við Lands- símann um kaup á landi hans á Rjúpnahæð og Vatnsendahæð. Landssíminn hafnaði kauptilboði í landareignina, en í framhaldi af því voru teknar upp viðræður, að frum- kvæði Kópavogskaupstaðar, um að hluti landsins yrði tekinn undir skipulagt íbúðarsvæði og voru til- nefndir þrír matsmenn til að gefa álit á verðmæti landsins, ef til skipu- lagðrar byggðar kæmi. Tók matið til um það bil 100 hektara lands, en ein- göngu að hluta til þess lands úr jörð Vatnsenda sem tekið var eignarnámi árið 1947. Samkvæmt matsgerðinni frá 1998 var verðmæti landsvæðisins alls metið 315 milljónir króna miðað við staðgreiðslu. Núverandi eigandi Vatnsenda hélt því fram að ef yrði af sölu á spildunni til Kópavogsbæjar undir íbúðar- byggð væru brostnar forsendur fyrir eignarnáminu, því það hefði verið framkvæmt á þeirri forsendu og með þeim skilyrðum að nota skyldi landið eingöngu í sambandi við lagningu og rekstur fjarskiptavirkja ríkisins. Sala landsins með margföldum hagnaði miðað við eignarnámsbætur fæli í sér grófa misnotkun á eign- arnámsheimildinni. Fyrir héraðsdómi kom fram, að Landssíminn hefði ekki áhuga á að selja landið til Kópavogsbæjar. Hins vegar gerði fyrirtækið sér grein fyr- ir að heimildir skipulagslaga geti leitt til þess að landið kunni að verða tekið eignarnámi án samþykkis fyr- irtækisins, enda óhjákvæmilegt um síðir að þrengt verði að starfsemi þess á Rjúpnahæð og Vatnsendahæð með einhvers konar íbúðarbyggð. Skilyrðislaus eignayfirfærsla Hæstiréttur bendir á í dómi sínum að í afsalinu frá 1947 komi fram að umræddri landspildu sé afsalað eignarnema, að eignarnámsbætur hafi verið greiddar og að eignarnemi sé þar með lýstur fullkominn eigandi spildunnar. „Með eignarnáminu, eft- irfarandi afsali og greiðslu eignar- námsbóta fór fram skilyrðislaus eignayfirfærsla á því landi sem hér um ræðir. Telja verður að sýnt hafi verið nægilega fram á að landið hafi eftir það verið tekið til notkunar í eðlilegu samræmi við tilgang eign- arnámsins undir fjarskiptamann- virki eða sem verndar- og öryggis- svæði þeim tengt. Verður því ekki fallist á með áfrýjanda að landið hafi ekki verið nýtt til þeirra þarfa, sem ákvörðun um eignarnám var réttlætt með. Eignarnámsþola verður ekki veittur réttur til að endurheimta eignarnumið land nema á grundvelli lagaheimildar eða vegna sérstakra aðstæðna,“ segir Hæstiréttur og bætir við að þar sem hvorugs njóti við í þessu máli séu ekki efni til að verða við kröfu um að Landssím- anum verði gert að afhenda og afsala landeigendanum spildunni. Hæstiréttur hafnar kröfu um að eignarnám gangi til baka Nýting var í samræmi við eignarnámsheimild nauðgunarkærum í Evrópu, sem byggist á rannsókn Liz Kelly og Lindu Regan, prófessora við North London University, og kynnt var í Englandi í síðasta mánuði, koma fram tillögur um hverju þurfi að breyta til að nauðgunarkærur fái eðlilegan framgang í réttarfars- og dómskerf- inu. Í skýrslunni er kallað á upplýsingar og rannsóknir á þessu sviði, óskað eft- ir skilgreiningu laganna á nauðgun, RANNSÓKNIR benda til þess að 1 til 12% nauðgana séu kærð til lög- reglu í löndum Evrópu. Á ráðstefnu WAVE (Woman Against Violence, Europe) í Svíþjóð 1998 kom fram að ýmsir sameiginlegir þættir hindra að kærum í nauðgunarmálum ljúki með dómum. „Þetta þarf að rannsaka hér- lendis og eftir því erum við að kalla,“ segir Halldóra Halldórsdóttir hjá Stígamótum. Í skýrslu um niðurfellingar á viðbrögð við nauðgunarkærum, stuðningsþjónustu og vitundarvakn- ingu og tengslamyndun. Upplýsingar frá 27 löndum Rannsóknin var gerð í kjölfar þess að samtökin CER (Campaign to End Rape) tóku eftir því að á tímabilinu 1977 til 1997 hafði nauðgunarkærum fjölgað um 500% í Englandi og Wales á meðan fjöldi dóma í nauðgunarmál- um hafði nánast staðið í stað. Við gerð rannsóknarinnar var m.a. óskað eftir upplýsingum frá 27 dómsmálaráðu- neytum í Evrópu. Ítarlegur spurningalisti var sendur hverju ráðuneyti til að afla gagna um brottfall nauðgunarkæra í réttar- kerfinu. Í skýrslunni eru engar op- inberar upplýsingar um stöðu mála á Íslandi þar sem dómsmálaráðuneytið svaraði ekki spurningalista rannsókn- arinnar þrátt fyrir fjórar ítrekanir. Ráðuneytið var í hópi 14 ráðuneyta sem svöruðu ekki spurningalistanum Spurður um málið sagði Björn Frið- finnsson, ráðuneytisstjóri í dóms- málaráðuneytinu, að ástæða þessa hefði verið sú, að málið hefði verið flókið og því lengi í vinnslu. Mikla handavinnu hefði þurft að vinna hjá sumum lögregluembættum. Mikla grunnvinnu hefði þurft að vinna. Ráðuneytið hefði hins vegar lagt sig eftir því að safna upplýsingunum og hafa síðustu gögnin nú borist ráðu- neytinu. Mjög lágt hlutfall nauðgana kærtÞEIR sem ekki komast á kjörstaðeða vilja ekki kjósa á tölvu þegarkosið verður um framtíð flugvall- arins í Vatnsmýrinni í Reykjavík hinn 17. mars nk. geta nú greitt at- kvæði utan kjörfundar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hófst þar í gær. Kjörskrá vegna kosninganna liggur frammi í Ráðhúsi Reykjavík- ur og eins er hægt að nálgast hana á heimasíðu borgarinnar. Meginskilyrði kosningaréttar eru að vera íslenskur ríkisborgari, hafa átt lögheimili í Reykjavík 24. febrúar 2001 og hafa náð 18 ára aldri á kjördag. Utankjörstaða- atkvæðagreiðsla um flugvöll Morgunblaðið/Halldór Kolbeins  Konum/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.