Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ERWIN Koeppen fluttist hingað ásamt fleiri þýskum hljómlistarmönnum 1950 og starfaði hér sem bassaleikari með Sinfóníu- hljómsveit Íslands til ársins 1976 auk þess sem hann stundaði hér háskólanám. Hann barst hingað á þeim tíma sem land hans var í rúst eftir stríðið. Hann segir að sér og löndum sín- um hafi verið tekið hér ótrúlega vel og getur þess til að herseta bandamanna hafi að nokkru leyti valdið. Eitthvað kann að vera til í því. Ná- in tengsl Íslendinga og Þjóðverja draga þó mun lengri slóða. Allt frá miðri 19. öld sýndu Þjóðverjar Íslandi og Íslendingum sérstakan áhuga og lyftu mjög undir sjálfstraust Íslend- inga á erfiðum tímum. Það var síður en svo til- viljun að fyrsta stórútgáfa Þjóðsagna Jóns Árnasonar var prentuð í Þýskalandi með stuðningi Þjóðverja 1862–64. Og þar sem tón- listarlíf var hér harla fátæklegt framan af en óvíða rótgrónara en í Þýskalandi var eðlilegt að Íslendingar leituðu þangað þegar þeir réð- ust í það stórvirki að stofna sinfóníuhljómsveit en vantaði hljóðfæraleikara. Það sannast í þessum stuttu endurminning- um Koeppens að glöggt er gests augað. Þótt íbúar höfuðborgarsvæðisins væru varla þriðj- ungur þess sem nú er fundu Íslendingar þá mun minna fyrir smæð sinni. Meirihluti lands- manna hafði aldrei komið út fyrir landsteinana og var því óbugaður af vanmetakennd vegna samanburðar við glæsileik annarra landa. Frásögn Koeppens er fróðlegust fyrir þá sök að hann lýsir hljómsveitarlífinu innan frá, skýrir frá þeim margvíslegu innanhússvanda- málum sem Sinfóníuhljómsveitin átti við að glíma á frumbýlingsárunum, lýsir mannlegu hliðinni og mistökunum sem gengu hljóðfæra- leikaranum hjarta nær þó svo að hlustandinn í salnum hvorki sæi né heyrði neinar misfellur. Hljómsveitarstjórarnir – flestir erlendir – komu og fóru. Sumir voru lítt reyndir. Reykja- vík var ekki staður sem frægðarpersónur heimslistarinnar mændu til. Eigi að síður tókst að toga hingað ýmsa frábæra listamenn sem hæst bar í heimslistinni um þessar mundir. Koeppen nefnir sérstaklega Isaac Stern, Yeh- udi Menuhin og Wilhelm Kempff. Síst að furða þótt þeir hafi haft »sérstakt aðdráttarafl fyrir áheyrendur«. Koeppen er enginn grínisti. En hann er ágætur húmoristi og horfir í laumi á broslegu hliðarnar. Hitt verður að reikna honum til rangsnúinnar varúðar að hann nefnir sjaldnast nöfn þeirra sem hann segir frá. Aðeins sá sem grannt fylgdist með tónlistarmálunum á hér- vistarárum hans skilur hvað hann á við og um hvern hann er að tala hverju sinni. Hann lætur menn yfirhöfuð njóta sannmælis. Þó finnst mér hann gera allt of lítið úr Guðlaugi Rósinkranz. Muna má að Guðlaugur var á sínum tíma eft- irlætisskotspónn listamanna sem létu hann aldrei í friði en sendu honum skeyti úr öllum áttum. Neytendur leiklistarinnar botnuðu sjaldnast í látunum þeim. Þeir sáu ekki betur en Guðlaugur ræki Þjóðleikhúsið með mynd- arbrag. En hann var ekki listamaður heldur fjármála og framkvæmdamaður. Sú hefur vafalaust verið orsök þess að margur listamað- urinn gerðist honum andsnúinn. »Trúnaðar- brestur« væri það kallað nú á dögum. Koeppen lýsir því vel hvernig hljóðfæraleik- arinn vinnur einatt undir álagi og streitu sem hann verður þó að bæla með sér. Hann verður umfram allt að samhæfa sig hópnum. Hversu sem hann leggur sig fram vekur leikur hans sjálfs enga eftirtekt. Hljómsveitarstjórinn dregur að sér alla athyglina. Hljómsveitinni er kennt um ef illa fer. Hljómsveitarstjóranum er þakkað ef vel tekst. Því er síst að furða að hljóðfæraleikarar verða yfirhöfuð skammlífir. Hljómsveitarstjórar verða þar á móti allra karla elstir! Hljóðfæraleikarinn – eins og Ko- eppen orðar það, »tekur aðeins við fyrirmæl- um, útfærir þau og er því eins konar verkfæri.« Þótt þessar endurminningar Koeppens tengist mest tónlistarlífinu og Sinfóníuhljóm- sveitinni man hann fleira frá aldarfjórðungs- vist sinni á ísagrund. Sumarið var þá notað til tónleikahalds vítt og breitt um landið og þann- ig kynntist höfundur vegakerfinu íslenska, rútuferðum á fjallvegum í öllum veðrum og gestrisni fyrirmanna á smástöðum hringinn um landið sem jafnan fögnuðu listafólkinu með stórveislum og löngum ræðuhöldum sem far- arstjórinn varð að svara hverju sinni með engu minni hátíðleik. Koeppen var boðið inn á mörg íslensk heimili. Þannig komst hann inn á gafl hjá þjóðinni, bókstaflega talað. Og þar með lærði hann á margfræga stundvísi landans. »Ég minnist sérstaklega,« segir hann, »heim- boðs hjá ágætri samstarfskonu okkar klukkan níu að kvöldi. Þar sem mér var þá kunnugt um almenna óstundvísi landsmanna, kom ég 15 mínútum of seint, sem sagt klukkan 21.15, en ég var samt langfyrstur.« Koeppen lék einnig í danshljómsveitum til að drýgja tekjurnar. Eitt sinn var hljómsveit hans fengin til að leika fyrir dansi á árshátíð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þar var Ólaf- ur Thors, formaður flokksins. Þótt hann væri ekki vanur að ragast í smámunum lét hann ekki hjá líða að heilsa upp á strákana í hljóm- sveitinni. Sá hann svo um að þeir gætu tekið sér smáhlé til að kasta mæðinni. Og meir en svo því hann bauð þeim upp á drykk sem þeir gátu ekki annað en þegið. Ekki var hann af lak- ari endanum, drykkurinn sá, whiský blandað með kampavíni! Koeppen lýsir því vel hvernig flokksforinginn kom útlendingi fyrir sjónir. En Ólafur Thors var sannarlega ógleymanlegur öllum sem sáu hann og heyrðu. Oft þurfti danshljómsveitin að leika á sveita- böllum sem voru ekki aðeins fjölsótt af heima- mönnum heldur líka af unglingum úr þéttbýl- inu. Sveitaböllin höfðu þá yfir sér alveg sérstakan brag. Að sögn Koeppens fóru þau friðsamlega fram. Öðru máli gegndi um böllin við sjávarsíðuna þar sem samkoman gat endað með allsherjar slagsmálum. Fátítt mun þó hafa verið að nokkur bæri varanlegan skaða frá þess háttar átökum. Endurminningar Koeppens fela ekki í sér neina allsherjar úttekt á íslensku þjóðlífi né á þróun mála á aldarfjórðungi þeim sem hann dvaldist hér og starfaði. En frásögn hans er greinargóð og lýsandi svo langt sem hún nær. Koeppen fer ekki með ýkjur. En honum er gjarnt að alhæfa út frá einstökum dæmum. Ekki getur hann að heldur stillt sig um að færa dálítið í stílinn til að skemmta sjálfum sér og lesandanum. Ljóst er að hann hefur dvalist hér nógu lengi til að kynnast landinu og þjóðinni með kostum sínum og göllum. Eða með öðrum orðum því sem við köllum svo gáfulega – ís- lenska sérstöðu! Glöggt er gests augað BÆKUR E n d u r m i n n i n g a r Endurminningar þýsks hljómlistarmanns eft- ir Erwin Koeppen. Þýð. Dagmar Koeppen. 90 bls. Útg. Tónlistarmannatal FÍH. Prentun: Prenttækni hf. MEÐ ÍSLENDINGUM Erlendur Jónsson GOSPELTÓNLEIKAR verða haldn- ir í kvöld kl. 20.30 á vegum KFUM og KFUK í húsi félagsins við Holta- veg. Þar koma fram Gospelkór Reykjavíkur, Gospelkompaníið, Kangakvartettinn, Yðar einlægir og Neverlone. Um er að ræða ný- lundu í starfi félagsins og að sögn Kjartans Jónssonar framkvæmda- stjóra KFUM og KFUK, hyggur félagið á áframhaldandi tónleika- hald. „Þessi viðburður getur von- andi orðið upphaf að áframhaldandi hefð, þar sem stefnt er á að halda tvenna tónleika á ári. Því vonumst við til að fylla húsnæðið við Holta- veg í kvöld enda verður dagskráin fjölbreytileg og ætti að höfða til breiðs aldurshóps,“ segir Kjartan. „Við höfum ekki haldið tónleika af þessu tagi áður þó svo að sungið hafi verið á samkomum hér. Tón- listarstarf hefur verið misblómlegt hjá okkur í gegnum tíðina, en þess má geta að Karlakórinn Fóst- bræður byrjaði hérna hjá okkur. Auk þess höldum við reglulega listakvöld með margvíslegum atrið- um, og eru tónleikarnir í kvöld því skef í átt að öflugra tónlistarstarfi,“ segir Kjartan. Gospel, afríkutónlist og rokk Á tónleikunum verður flutt gosp- eltónlist, og eru þar á ferðinni ann- ars vegar Gospelkórinn sem margir þekkja, en honum stjórnar Óskar Einarsson og er hann skipaður úr- valssöngvurum sem koma úr ýms- um söfnuðum og félögum. Hins veg- ar kemur fram níu manna úrvalshópur úr Gospelkórnum sem kallar sig Gospelkompaníið. „Þá ber að nefna Kangakvartettinn, en hann skipa stúlkur sem sérhæfa sig í afrískri tónlist, en þær hafa ýmist búið í Afríku, heimsótt álfuna eða starfað þar,“ segir Kjartan. Kanga- kvartettinn hefur getið sér góðan orðstír fyrir fágaðan söng en tón- listin sem kvartettinn flytur er að miklu leyti kristileg tónlist frá Ken- ýa og Eþíópíu. Auk þess kemur fram hljómsveitin Yðar einlægir sem er að sögn Kjartans eins konar uppsuða úr hljómsveitinni Góðu fréttirnar. Meðal meðlima eru m.a. séra Guðmundur Karl Brynjarsson og Bjarni Gunnarsson menntaskóla- kennari. „Hljómsveitin er eins kon- ar leynigestur á tónleiknum, enda veit ég ekki einu sinni sjálfur hverj- ir meðlimirnir eru en þeir munu koma gestum á óvart.“ Hjómsveitin Neverlone er sveit sautján ára pilta sem er að hasla sér völl. „Þeir eru meira í rokkinu og munu höfða til yngri kynslóðarinnar.“ Við von- umst til að tónleikarnir verið hinir glæsilegustu og sem flestir komi,“ segir Kjartan að lokum. Tónleik- arnir hefjast sem fyrr segir kl. 20.30 í kvöld. Aðgangseyrir er 1000 krón- ur og mun allur ágóði af tónleik- unum renna til tækjakaupa fyrir hús KFUM og KFUK við Holtaveg. Tónleikar á vegum KFUM og KFUK Kangakvartettinn verður meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum. Upphaf að áframhald- andi tónleikahaldi LITBRIGÐI sem burðarþáttur í tónsmíðum fengu sinn ef ekki fyrsta, þá a.m.k. þekktasta, frumkvöðul í Claude Debussy, sem snerist önd- verður gegn áhrifum stórþýzkrar rómantíkur með Wagner sem erki- ímynd. Hversu mikið sé leggjandi upp úr beinum tengslum tónlistar- innar við þá stefnu í málaralist sem upp hófst með Monet-myndinni Im- pression, soleil levant (1874), er aftur á móti eilíft matsatriði, enda fangar myndlist ekki framvindu tímans á sama hátt og tónlist. Engu að síður hefur stílheitið „impressjónismi“ nettilega látið yfirfærast til fram- búðar á milli listgreinanna sem meg- ineinkenni tónlistar er byggir á blæ- brigðum augnabliksstemmningar frekar en hefðbundinni stefrænni úr- vinnslu. Þessi nálgunarmáti hefur oft reynzt áhrifamikill á smærra tímaplani, en kyrrstöðuyfirbragð hans að sama skapi síður kallað á stærri verk. Að mörgu leyti mætti kalla dæmigerðustu tónsmíðar im- pressjónismans franskar hliðstæðu við hið rómantíska þýzka „skapgerð- arstykki“, og þá fyrst og fremst inn- an píanóbókmennta. Prelúdíur Debussys sem komu út í tveim 12 stykkja heftum skömmu fyrir 1. heimsstyrjöld, bera flest fangamörk impressjónismans, þar sem litur er línu yfir- sterkari og hljómræn sætahlutverk upphefj- ast með samstiga radd- færslu og framandleg- um tónstigum. Það gefur augaleið, að „tónn“ flytjandans og fjölbreytileiki í áslætti skiptir meiru í slíkum stíl en í hefðbundnara og lagrænna umhverfi, en að því leyti fannst undirrituðum nokkuð upp á skorta hjá Val- gerði, einkum á miklum styrk, hvort heldur sem hlustað væri uppi á svölum eða niðri á gólfi. Fortissímóin verkuðu í hans eyrum frekar hamrandi en syngjandi og spilltu þannig óhjákvæmilega fyrir ýmsu sem vel var gert. Bezt tókust einföldustu, lág- værustu og hlutfallslega lagrænustu prelúdíurnar eins og Des pas sur la neige og La fille aux cheveux de lin, sem leikin voru af innlifaðri nærgætni. Kraftmeiri staðir liðu hins vegar fyrir áðurgetinn tónbrest, auk þess sem mótun og uppbygging náði einhverra hluta vegna ekki að heilla mann sem skyldi, m.a.s. ekki í frægu stykki eins og La cathédrale engloutie. Hraðavöl píanistans voru flest yfirveguð og kannski um of þar sem áferðin bauð upp á snaggaralegt tempóflökt eins og í Le vent dans la plaine, Ce qu’a vu le vent d’Ouest og La danse de Puck. Þær hefðu sömu- leiðis gjarna mátt státa af meiri hrynskerpu – og e.t.v. heldur minni forteped- al. Þó að flest væri leik- ið af tæknilegu öryggi, virtist áferð og sér- kenni þessara tólf litlu meistaraverka samt undarlega einsleit þeg- ar upp var staðið. Und- irtektir hins fremur fá- menna áheyrendahóps voru þó prýðisgóðar. Hinni sjaldheyrðu Húmoresku Roberts Schumanns frá 1839, sem þrátt fyrir nafnið er af allt annarri stærð- argráðu en húmoresk- ur Griegs og Dvoráks, hefur af sumum verið álasað fyrir skort á samhengi. Hvort sem sann- girni sé í því eða ekki, þá gáfu ólíkir tilfinningaheimar hinna sex þátta, sem þar að auki skiptust margir nið- ur í ólíka undirþætti, ærin tilefni til að ruglast í ríminu, ekki sízt hjá höf- undi sem þekktur er fyrir hljóm- og hrynræna tvíræðni og stundum all- hjúpað formskyn. Það var því ekki hlaupið að því að koma heildarmynd á umrætt verk, sem við fyrstu heyrn virtist ekkert nema rapsódísk risa- svíta lauslega samantengdra hug- mynda, þar sem depurð og kæti skiptast á í sífellu eins og ljós og skuggar. Því miður naut undirritaður ekki náinna kynna við þessa sérkennilegu tónsmíð og hafði þar af leiðandi fátt til viðmiðunar, svo það hvernig tókst að skila heildarsamhengi, hafi slíku verið til að dreifa, verður því ekki svarað um sinn. Í smærra samhengi var aftur á móti margt fallega leikið hjá Valgerði, sem náði ágætri syngj- andi á köflum, þó að hröðustu satzar virtust stundum svolítið óskýrir í hrynjandi, enda sumir kaflar bæði tæknilega og úthaldslega krefjandi. Spilamennskan bar víða vott um gustmikið skap, en einnig fágun, ekki sízt í aukalaginu Warum (úr Phantasiestücke, Op. 12,3). En líkt og í prelúdíunum hefði meiri hryn- skerpa, fjölbreyttari áferð og mark- vissari uppbygging í stærri tímaein- ingum sennilega gert gæfumuninn. TÓNLIST S a l u r i n n Debussy: Les Préludes, bók I. Schu- mann: Humoreske Op. 20. Val- gerður Andrésdóttir, píanó. Þriðju- daginn 3. marz kl. 17. PÍANÓTÓNLEIKAR Valgerður Andrésdóttir Ríkarður Ö. Pálsson Ljós og skuggar GENGIÐ hefur verið frá sölu á út- gáfurétti á bókinni 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason til forlags- ins Scribner í Bandaríkjunum. Scribner forlagið á sér meira en 150 ára sögu og fjölda viðurkenn- inga. Meðal höfunda sem Scribner hefur gefið út eru Ernest Hem- ingway, E. Annie Proulx og Frank McCourt. Bókin mun koma út á svipuðum tíma í Bretlandi, hjá Fab- er & Faber, og Bandaríkjunum. Nú hefur útgáfurétturinn að 101 Reykjavík verði seldur til 12 landa, Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Þýskalands, Hollands, Póllands, þar sem bókin mun einnig koma út sem rafbók, Rúmeníu, Frakklands, Spánar, Ítalíu, Englands og Bandaríkjanna. 101 Reykjavík til Bandaríkjanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.