Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 53 ✝ Ingvi JóhannesVictorsson fædd- ist í Reykjavík 24. mars 1925. Hann lést á heimili sínu mið- vikudaginn 28. febrúar síðastliðinn. Ingvi var sonur hjónanna Eyglóar Gísladóttur, f. 7.6. 1890, d. 23.3. 1965, og Victors Helgason- ar veggfóðrarameist- ara, f. 8.10. 1897, d. 22.2. 1955. Systkini Ingva voru Hulda Victorsdóttir, f. 9.5. 1926, d. 2.1. 1985, Eygló Victors- dóttir, f. 10.10. 1927, d. 6.5. 1990, Helgi Victorsson, f. 3.8. 1931, og Gísli Victorsson, f. 11.10. 1934. Ingvi giftist eftirlifandi eigin- konu sinni Jóhönnu Kristjónsdótt- ur, f. 21. mars 1928. Foreldrar hennar voru Magdalena Guðlaug Guðjónsdóttir, f. 27.7. 1895, d. 8.9. 1980, og Kristjón Ólafsson, f. 20.8. 1893, d. 29.3. 1995. Börn þeirra eru a) Íris Edda Ingvadóttir, f. 20.3. 1949, gift Þor- birni Sigurðssyni, þeirra börn eru Sól- veig, Hjörtur og Ingvi. b) Auður Ingvadóttir, f. 15.10. 1951, gift Guðmundi Hafliðasyni, þeirra börn eru Hafliði og Jóhanna. c) Kjartan Gunnlaugur Ingva- son, f. 16.10. 1953, kvæntur Sigrúnu Guðmundsdóttur, þeirra börn eru Dav- íð og Kári. Ingvi lærði hús- gagnasmíði hjá Tré- smiðjunni hf. í Reykjavík og lauk námi 1948 og varð húsgagna- smíðameistari árið 1951. Ingvi rak eigið fyrirtæki frá 1962 en frá 1973 varð hann forstöðumaður Vífilsstaðaspítala og gegndi því starfi þar til hann lét af störfum vegna aldurs 1995. Ingvi var félagi Oddfellowstúkunni nr. 1 Ingólfi. Útför Ingva J. Victorssonar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. „Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.“ Þessa tilvitnun benti Ingvi mér á þegar kynni okkar hófust fyrir rúmlega þrjátíu árum, ég skildi hana ekki þá, en ég skil hana nú. En allt hefur sinn tíma, æviskeiði hvers og eins er ætlaður tími, og einu slíku lauk við fráfall tengdaföður míns Ingva Victorssonar, skarð sem verður varla fyllt, en tómleiki og söknuður fylla hugann. Söknuður yfir því að geta ekki farið í smiðju og leitað ráða sem voru veitt af umburðarlyndi, gleði og kærleika. Ingvi ólst upp við söng og tónlist. Hann stundaði tónlistarnám sem unglingur og fjölskvalaus gleði yfir góðri tónlist var hans einkenni og verður sterkur þáttur í minningunni um hann. Hann lærði til smiðs, enda var hann völundur á tré og víða sér þess merki að hög hönd hafi að verki komið. Hann var einstakur fjölskyldufaðir, vildi veg okkar sem bestan og hlúði að okkur með öllum þeim ráðum sem hann kunni. Við lítum til baka, ár erf- iðleika, ár framkvæmda, ár gleði og ferðalaga, á öllu þessu tók Ingvi af mikilli festu og dugnaði. Vinnusemi Ingva var einstök, stöðug leit að einhverju sem betur mætti fara, er gæti fegrað og betrumbætt umhverfi hans. Við áttum góðar stundir við smíðar á Eyrarbakka nú síðustu ár, þær stundir eru dýrmætar og verk hans munu standa þar sem og víðar, og minna okkur á hann, þann sem okkur þótti svo vænt um. Kæri vinur, far þú í friði. Það verður einhver bið að við smíðum saman aftur. Þorbjörn Sigurðsson. Elsku tengdapabbi. Þú sagðir gjarnan að þú hefðir aldrei verið góð- ur í stærðfræði, en hvað varstu þá að gera þegar þú sveiflaðir tommu- stokknum og teiknaðir allskonar snið, séð frá ýmsum punktum, og rissaðir síðan upp hinar furðulegustu myndir af viðfangsefninu? Þetta var að sjálf- sögðu ekkert annað en hrein snilld og háþróuð geometria. Þú lést mig gjarnan finna til ábyrgðar aðstoðarsmiðsins þegar þú leyfðir mér að herða eina og eina skrúfu, sem þú hafðir þegar tyllt í út- borað og snarað gat á bakhlið stykk- isins. Eftir nokkra stund stóð svo tré- verkið þarna fullskapað og ég með skrúfjárnið í höndum jafn gjör- sneyddur allri smíðakunnáttu og þeg- ar verkið hófst. – Þú hafðir nefnilega mjög gott lag á því að gera allt sjálfur. Nú þurfti aðstoðarsmiðurinn ekki að gera neitt annað en að raða verk- færunum aftur upp á vegg á fyrir- fram ákveðna staði. En tengdapabbi hvað verður nú um gólflistann, hilluna og allt hitt? Ég held að ég leggi bara tréskurðinn á hilluna um sinn. Elsku tengdapabbi, ég skal reyna að líta eftir tengdó og Auði meðan mér endist skynsemi og þrek til. Ég kveð þig nú að sinni með orðum Páls J. Árdal um sögu lífsins. – Þau orð segja líklega allt sem segja þarf. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Guðmundur Hafliðason. Elsku afi. Nokkrum dögum áður en ég fór settist þú við hliðina á mér í lang- afasófa, klappaðir Rúfusi, andvarpað- ir, hóstaðir og sagðir svo að ábyggi- lega það eina sem væri að þér væri aðgerðarleysi. Þig langaði svo mikið út í skúr. Daginn eftir fórstu á spít- alann. Og þú sem ætlaðir að vegg- fóðra um næstu helgi. Þú varst aldrei aðgerðarlaus. Þú gast alltaf fundið þér eitthvað að gera. Seinasta sumar fannst þér stéttin fyrir utan vera eitt- hvað ójöfn þannig að þú lagðist á jörð- ina hálfáttræður og reifst allar hell- urnar upp og lagðir þær aftur. Þú varst ekki nærri því tilbúinn að hætta. Það var svo margt sem þú gast sagt mér áður en ég fór. Meðan aðrir sögðu mér að passa mig á vatninu og flugunum þá hafðir þú þetta einfalt og gott (en samt svo flókið). Þú sagðir mér að rækta guðinn í sjálfum mér og allt færi vel. Ég skildi ekkert alltaf þegar þú talaðir um trúarbrögð við mig en þetta skildi ég. Þú vissir að þú yrðir ekki hérna þegar ég kæmi til baka en þú ætlaðir að reyna. Þú varst alltaf tilbúinn að berjast og hafðir allt- af verið svo sterkur. Þú hvíslaðir því að mér þegar ég kvaddi þig að hvernig sem færi lof- aðirðu að fylgjast með mér. Ég veit þú stendur við það. Takk fyrir allt. Ingvi. Elsku besti afi. Það var ekki hægt að eiga betri afa en þig, þú sem vildir allt fyrir alla gera og máttir ekki sjá neitt aumt. Þær yndislegu og frábæru sam- verustundir sem við áttum með þér og ömmu eru ótal margar og munum við varðveita þær minningar alla okk- ar ævi. Í mínum Guði’ eg huggun hef, hverju sem öðru sætir, mig á hans vald og vilja gef, veit ég það, hann mín gætir, þó synda, eymda’ og sorgar bönd sárt vilji hjartað meiða, almáttug Drottins hægri hönd, hún mun þau af mér greiða. (Hallgrímur Pétursson.) Ég trúi’ á Guð. Ég trúði alla stund, og tár mín hafa drukkið Herrans ljós og vökvað aftur hjartans liljulund, svo lifa skyldi þó hin bezta rós. Já, þó mér sífellt svíði dreyrug und, skal sál mín óma fram að dauðans ós: „Ég trúi“. Þó mig nísti tár og tregi, ég trúi’ á Guð og lifi, þó ég deyi. ( M. Joch.) Elsku afi, það er sárt að þú sért farinn frá okkur en að vita að þú sért kominn á betri stað þar sem þér líður betur er mikil huggun og þú munt alltaf eiga þinn stað í okkar hjörtum. Þín barnabörn, Hanna og Hafliði. Kveðja frá samstarfsfólki á Vífilsstöðum Þegar við kveðjum Ingva J. Vict- orsson, húsgagnasmíðameistara og fyrrverandi forstöðumann á Vífils- staðaspítala, er margs að minnast. Ingvi var forstöðumaður á Vífils- staðaspítala um rúmlega 20 ára skeið og lét af störfum fyrir aldurs sakir ár- ið l995. Það er ekki létt verk að sjá um allt viðhald og standa fyrir miklum breytingum til að mæta kröfum tím- ans á sjúkradeildum í gamalli bygg- ingu þar sem samræma þurfti marg- ar ólíkar skoðanir starfsfólks. Við það var Ingvi einkar laginn. Það var því mikið lán fyrir staðinn að Ingvi skyldi vera ráðinn forstöðumaður á þessum tíma. Dugnaður, nákvæmni og útsjónar- semi var hans aðal, jafnframt því að hafa ríka tilfinningu fyrir sögu stað- arins og gera hana eins sýnilega og hægt var. Við hinar ýmsu breytingar á spítalanum var hann vakandi yfir varðveislu gamalla verðmæta. Eitt af mörgu sem nefna má var hornsteinn byggingarinnar sem hann fann. Hornsteinninn, sem lagður var 1909, hafði verið glataður árum saman en prýðir nú útvegg bókasafnsins. Bóka- safnið var gjöf „Sjálfsvarnar“, félags berklasjúklinga á Vífilsstöðum, til spítalans. Ingvi lagði sinn metnað í að veita því sem bestan aðbúnað. Skömmu áður en hann hætti störfum safnaði hann saman gömlum mynd- um af ýmsum byggingarstigum spít- alans. Hann lét stækka þær og inn- ramma og eru þær nú til sýnis á veggjum 1. hæðar, þannig að auðvelt er að lesa byggingarsöguna með því að skoða myndirnar. Ingvi var dagfarsprúður maður, snyrtimenni mikið, og þótt hann væri fastur fyrir tókst honum að leysa flest vandamál og það oft við erfiðar aðstæður; honum var fátt ómögulegt. Hann kom oft í heimsókn til okkar eftir að hann hætti störfum og síðast á 90 ára afmæli Vífilsstaða, þá glaður í bragði þótt við vissum að hann gengi ekki heill til skógar. Nú er Ingvi allur en verkin hans á Vífilsstöðum munu lifa um ókomin ár. Við söknum vinar í stað en sárastur er söknuður eiginkonu, barna, tengda- barna og barnabarna. Við sendum þeim innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ingva J. Victorsson- ar. INGVI JÓHANNES VICTORSSON ✝ Jón Stefánsson var fæddur áBrunngili í Bitrufirði í Strandasýslu hinn 11. ágúst 1932. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga aðfaranótt 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðný Gísladóttir, f. 8. maí 1906 á Brunngili, d. 4. apríl 1993, og Stefán Ólafur Davíðsson, f. 6. júní 1902 á Fossi í Vesturhópi, d. 29. mars 1997. Þau bjuggu á Haugi í Miðfirði. Systkini Jóns eru Ragnhildur, f. 18. apríl 1931, Davíð, f. 24. des- ember 1933, Gunnar Hermann, f. 9. desember 1934, Elsa, f. 9. mars 1936, Jensína, f. 21. febr- úar 1937, Arndís Jenny, f. 3. júní 1938, Bryndís, f. 7. febrúar 1940, Haukur, f. 17. september 1941, Gísli Björgvin, f. 28. september 1942, Fanney Svana, f. 17. sept- ember 1949. Eftirlifandi sambýliskona Jóns er Guðmunda Alda Eggertsdótt- ir, f. 16. maí 1942 á Súluvöllum. Foreldrar hennar voru Jónína Helga Pétursdóttir, f. 27. júní 1904 í Katadal, d. 19. janúar 2000, og Eggert Eggertsson, f. 5. júní 1905 á Ísafirði, d. 15. sept- ember 1983. Þau bjuggu á Súlu- völlum. Börn Jóns og Guðmundu Öldu eru: 1) Eva Björg, f. 6. október 1962, maður hennar er Sighvatur Rúnar Árnason, f. 6. júlí 1961, þau eiga þrjú börn og búa á Laugum í Þingeyjarsýslu. 2) Pétur, f. 25. janúar 1964, hann býr á Reykjaskóla í Hrútafirði. 3) Lilja Kristín, f. 20. júní 1967, hún býr í Kópavogi. 4) Jónína Helga, f. 13. desember 1968, sambýlismaður hennar er Hall- dór Jón Pálsson, f. 15. maí 1969, þau eiga þrjú börn og búa á Súluvöllum á Vatnsnesi. 5) Hauk- ur Örn, f. 27. maí 1972, sambýlis- kona hans er Helga Sif Svein- bjarnardóttir, f. 7. mars 1972, þau eiga þrjú börn og búa á Borgareyrum undir Eyjafjöllum. Auk barnaskólagöngu var Jón einn vetur við nám í Reykjaskóla áður en hann fór til náms í Iðn- skólanum í Reykjavík. Þar lauk hann sveinsprófi í húsgagna- smíði árið 1957. Og síðar fékk hann meistararéttindi í iðngrein sinni. Á yngri árum vann hann víða til lands og sjós. Hann vann við iðngrein sína á verkstæðum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar- firði. Þá vann hann við virkj- unarframkvæmdir á Suðurlandi og var á sjó við síldveiðar. Jón og eftirlifandi sambýliskona hans, Guðmunda Alda, hófu bú- skap sinn í Reykjavík árið 1961. Vorið 1965 fluttu þau að Ytri- Súluvöllum á Vatnsnesi þar sem þau bjuggu með blandaðan bú- skap. Útför Jóns fer fram frá Tjarn- arkirkju á Vatnsnesi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar til þess að minnast Jóns Stefánssonar, Súluvöllum, nokkrum orðum. Jón flytur hingað á árunum eftir 1960 og tók við búi á Ytri-Súluvöllum ásamt Guð- mundu sambýliskonu sinni. Hann bætti jörðina verulega með bygg- ingum og ræktun. Gætti í verkum hans einstakrar snyrtimennsku og vandvirkni, á öllum sviðum. Hann hafði gott smiðsauga, eins og sagt er, enda lærður húsgagnasmiður og hafði starfað við þá grein í Reykjavík, áður en hann hóf bú- skap. Lék hverskonar smíði í höndum hans, þó einkum trésmíði. Var oft leitað til Jóns, ef slíkan vanda bar að höndum hjá nágrönn- um hans, sem og öðrum. Hugsaði hann þá ekki um það hve langan tíma það tæki, heldur að það yrði sem best. Fyrir búskaparár sín ferðaðist hann hér um sveitir á sumrum, ásamt félaga sínum, með flekamót og steypti upp votheysturna, sem sjá má víða. Vakti eftirtekt hvað þeir voru fljótir og vandvirkir við þá smíði. Fljótlega eftir að Jón flyst hingað, þá er hann kjörinn til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir Þver- árhrepp. Ekki var svo, að Jón væri að trana sér fram, heldur var sóst eftir því að fá hann til þeirra starfa. Lét hann tilleiðast og sinnti því af alúð og samviskusemi. Hann var átta ár í hreppsnefnd 1970-74 og 1986-90 og fyrsti varamaður 1978-86. Endurskoðandi hrepps- reikninga var hann 1974-78, og varaendurskoðandi 1990-94. Hann sat í skólanefnd Vesturhópsskóla 1966-86, í byggingarnefnd 1966-98 og í barnaverndarnefnd 1982-86, auk þess hann var lengi bruna- matsmaður og virðingarmaður fasteigna hér. Hann var í bygg- inganefnd skólans á sínum tíma og einn af traustustu stuðningsmönn- um þeirra framkvæmda. Á þessum árum eins og ávallt átti ég mjög gott samstarf við Jón. Hann var sérstaklega nákvæmur og réttsýnn í öllum sínum störfum. Þakka ég honum af alhug fyrir öll samskipti, bæði á vegum hreppsins og í einkalífi. Heilsteyptari og vandaðri maður en Jón Stefánsson er vandfundinn. Ég votta aðstandendum öllum dýpstu samúð okkar hjóna og fjöl- skyldu við fráfall hans. Agnar J. Levy. JÓN STEFÁNSSON Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Símar 567 9110 og 893 8638 www.utfarir.is runar@utfarir.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.