Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 58
HESTAR 58 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ VÍSINDAMENN við ónæmisdeild Dýralæknaháskólans í Hannover, undir stjórn prófessors Wolfgangs Leibolds, hafa með rannsóknum á blóði úr íslenskum hestum sannað að hægt er að búa til nákvæmt blóð- próf til að finna út hvaða hross eru líkleg til að fá sumarexem og hvaða hross ekki. Sumarexem hefur verið mikið vandamál hjá hestum sem fæddir eru á Íslandi og fluttir til út- landa. Ýmsir erlendir ræktendur ís- lenskra hrossa í Evrópu hafa notað þessa staðreynd til að markaðssetja hross sín. Að sögn dr. Björns Stein- björnssonar dýralæknis er ólíkleg- legt að hross sem alist hefur upp á sama stað í Þýskalandi og ekki hef- ur fengið sumarexem þegar það er orðið 5–6 vetra fái það í nánustu framtíð. Því hafa sumir ræktendur þar í landi getað auglýst hrossin sín sem „sumarexemfrí“. Björn telur að þetta hafi gefið erlendum ræktend- um íslenskra hesta mikið forskot í markaðssetningu. „Þegar farið var af stað með þessar rannsóknir á sumarexemi við ónæmisdeild Dýralæknaháskólans í Hannover fyrir nokkrum árum var markmiðið að reyna að finna út hvort hægt væri að þróa blóðpróf til að nota við að rannsaka á einfaldan hátt hvaða hross höfðu tilhneigingu til að fá sumarexem og hver ekki. Við töldum að ef íslenskir hrossa- ræktendur hefðu aðgang að slíku blóðprófi væri hægt að koma í veg fyrir að þau hross sem séð væri að fengju sjúkdóminn yrðu ekki flutt út, en sjúkdómurinn veldur miklum þjáningum hjá þeim hrossum sem hann fá,“ sagði Björn. Niðurstöður fyrr en búist var við „Búið var að vinna heilmikla und- irbúningsvinnu og var fyrirhugað að fara í samstarf við Íslendinga um rannsóknir á sumarexemi. Sótt var um styrk sem fékkst en var síðan dreginn til baka. Þegar þetta var höfðu fengist til verkefnisins um fimm milljónir króna í Þýskalandi og eins og áður sagði unnið mikið undirbúningsstarf. Þá hafði verið sett saman fimm manna teymi sem ætlaði að vinna að rannsóknunum. En þegar styrkurinn var afturkall- aður var fyrirséð að ekki yrði hægt að sinna þessum rannsóknum eins og áætlað var. Hins vegar þótti ófært að sú þekking sem þegar lá fyrir vegna undirbúningsvinnunnar færi forgörðum og því ákveðið að halda rannsóknunum áfram eins og hægt var.“ Björn sagði að þær niðurstöður sem nú hefðu fengist væru mjög ánægjulegar, sérstaklega þar sem ekki var búist við að þær mundu liggja fyrir svo snemma. „Í fyrrasumar var tekið blóð úr tólf íslenskum hrossum sem öll voru frá sama bænum á Suðurlandi. Þau hafa alist upp við sömu aðstæður og búa við sama umhverfi. Má segja að sami skyldleikinn sé með þeim öll- um. Þetta blóð var komið í vinnslu úti í Hannover um það bil 16 tímum síðar og hefur verið unnið að ýms- um rannsóknum á þessu blóði síðan þótt ekki sé búið að gera allar þær rannsóknir sem áætlaðar eru. Þó má segja að þær niðurstöður sem komnar eru sanni það að þetta við- kvæmnispróf, eins og við vorum ákveðnir í að gera, virkar.“ Helmingur hrossanna fengi sumarexem „Í blóðið úr þessum tólf hrossum, hverju fyrir sig, var blandað mót- efnavökum úr hrossum sem fengið hafa sjúkdóminn. Í því var mótefni úr einum 9 tegundum af flugum sem koma til greina sem orsaka- valdar að sjúkdómnum og er vitað að valda ofnæmi, þar af var ein þeirra af culicuidis-tegund sem vit- að er með vissu að veldur sumarex- emi. Það undarlega var að þótt ekk- ert af þessum hrossum hefði komist í tæri við þá flugu vegna þess að hún er ekki til á landinu, svöruðu tvö hross. Það þykja mér merkar niðurstöður sem benda til þess að hér á landi séu til flugnategundir sem eru skyldar henni. Hrossin mynda viðkvæmi við sjúkdómnum en þótt þessi tvö hafi svarað prófinu hafa þau ekki fengið sumarexem. En ljóst er að þau mundu fá það ef þau yrðu flutt út á svæði þar sem flugan er. Af þessum tólf hrossum sem við prófuðum kom einhver svörun fram hjá sex þeirra, eða 50%. Björn sagði að frá upphafi hefði verið ákveðið að vinna skipulega að því að geta greint sjúkdóminn. Með þeirri þekkingu sem við það skap- aðist yrði reynt að finna upp aðferð til að varast hann. Í þriðja lagi yrði fyrirliggjandi þekking notuð til að finna aðferð til að lækna hann og í síðasta lagi yrði reynt að finna upp aðferð til að bólusetja hross gegn honum. Værum komin með fullþróað blóðpróf „Á þessu viljum við byggja vinn- una,“ sagði hann. „Nú höfum við náð fyrsta stiginu, það er við getum greint sjúkdóminn og sagt fyrir um hvort hross fá hann eða ekki. Eftir á að hyggja og á grundvelli þess að okkur tókst að fá þessar niðurstöð- ur mun fyrr en við bjuggumst við mætti ætla að hefðum við fengið styrkinn, sem við sóttum um hér á landi og getað haldið rannsóknun- um áfram á þeim hraða sem upp- haflega var ætlunin, værum við lík- lega komnir með fullþróað blóðpróf nú þegar. Íslenskir hrossaræktend- ur stæðu þá jafnfætis ræktendum í Evrópu sem geta boðið upp á hross sem eru „sumarexemfrí“. En því miður er ekki skilningur hér á landi á mikilvægi þessara rannsókna.“ Spurður um næstu skref sagði Björn að erfitt að segja til um hver þau yrðu. Niðurstaðan segði að ekk- ert væri í veginum að hanna þetta blóðpróf en erfitt væri að fá fjár- magn til áframhaldandi rannsókna. „Ef til vill verður hér staðar num- ið, en vonandi heldur vinnan áfram alla vega til þess að hægt verði að lækna þýskfædd hross sem fá sjúk- dóminn. Í byrjun var hugmyndin sú að þróa þetta til að geta séð fyrir hvaða hross væru viðkvæm gagn- vart sumarexemi og koma í veg fyr- ir að þau færu úr landi. Einnig var hugmyndin að þróa seinna meir bóluefni sem hægt væri að nota til að koma í veg fyrir að þau hross, sem svara prófinu veikt, fái sjúk- dóminn þegar út er komið. Þau hross, sem svara prófinu sterkt, ætti hins vegar alls ekki að senda út, en hrossin eru greinilega mjög misjafnlega viðkvæm. En bóluefni tekur langan tíma að þróa og eftir að því er lokið tekur allt upp í ára- tug að fá það viðurkennt svo fram- leiðsla geti hafist,“ sagði dr. Björn Steinbjörnsson. Jákvæðar niðurstöður úr sumarexemrannsóknum lækna við Dýralæknaháskólann í Hannover Hægt að segja fyrir um hvort hross veikjast Merkilegar niðurstöður hafa komið út úr rannsókn á sumarexemi í íslenskum hestum í Þýskalandi, mun fyrr en vonað var. Ásdís Haraldsdóttir fékk upplýsingar um málið hjá dr. Birni Steinbjörnssyni dýralækni sem tekur þátt í rannsóknunum. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Íslenskir hestar í Þýskalandi. Vísindamenn hafa sannað að hægt er að þróa einfalt blóðpróf til að kanna hvort hestar eru viðkvæmir fyrir sumarexemi. KVENNADEILD Gusts og Eiðfaxi brydda upp á þeirri nýjung að halda opið töltmót í reiðhöll Gusts í Kópa- vogi laugardaginn 7. apríl nk., en mótið er bara fyrir konur! Boðið verður upp á keppni í opnum flokki og áhugamannaflokki, en riðið verð- ur hefðbundið töltprógram sem þrír dómarar dæma. Að sögn aðstandenda mótsins er markmiðið með mótinu að hvetja konur til þátttöku í keppni og jafn- framt að skapa skemmtilega stemmningu þar sem vonandi allar helstu hestakonur landsins munu mæta til keppni með gæðinga sína. Skráning á mótið fer fram á skrif- stofu Eiðfaxa, Dugguvogi 10 í Reykjavík. Síminn er 588 2525, fax: 588 2528 og netfangið eidfaxi@eid- faxi.is. Töltmót fyrir konur ÆSKULÝÐSNEFNDIR hesta- mannafélaganna Andvara, Fáks, Gusts, Harðar, Mána og Sörla halda sinn árlega æskulýðsdag, Æskan og hesturinn, í Reiðhöllinni í Víðidal næstkomandi sunnudag, 11. mars. Hátíðin hefst kl. 14.00 en húsið verður opnað kl. 13.00. Margt verður til gamans gert því dagskráin er fjölbreytt. Æskan og hesturinn hefur fest sig í sessi sem fjölskylduhátíð hestamanna og að þessu sinni er þema dagsins vímulaus æska. Í frétt frá aðstand- endum æskulýðsdagsins segir að tilgangurinn með honum sé að sýna það sem er að gerast í félög- unum, en þar er unnið mikið æskulýðs- og forvarnarstarf. Af dagskráratriðum má nefna að von er á „Spænska reiðskól- anum í Vín“ og hin vinsæla unga söngkona, Jóhanna Guðrún, kem- ur og syngur. Einnig koma fram ungmenni úr hestamannafélögunum, fimleika- flokkur úr Gerplu sýnir listir sínar og íþróttaálfurinn kemur í heim- sókn. Öll börn fá gefins bol merkt- an æskulýðsdeginum í boði Bún- aðarbankans, emmess-ís býður upp á ís og yngstu börnin geta fengið andlitsmálun. Aðgangur er ókeypis. Jóhanna Guðrún og íþróttaálfurinn skemmta hestakrökkum alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.