Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 43
verið hefur hverfur að öllum lík- indum. Þar með er það deiluefni úr sögunni. Tekjurnar af leigu veiðiheimildanna renna til hins op- inbera og segja má því að fyrning- arleiðin uppfylli samþykkt síðasta flokksþings framsóknarmanna. Ég tel að fara eigi svonefnda fyrningarleið þannig breytta að veiðiheimildir verði eingöngu leigðar á markaði til ákveðins ára- fjölda í senn en ekki seldar og að sveitarfélögin hafi forræði á fjórð- ungi til þriðjungs heimildanna sem leigðar verða, hafi tekjur af þeim og geti sett skilmála um útgerð og vinnslu sem tryggja atvinnustarf- semi í sveitarfélaginu. Þannig verði uppfyllt það markmið í 1. grein laga um stjórn fiskveiða að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu. Í þeirri grein er engin byggð undanskilin. Kvótinn Fyrningarleiðin er mun róttækari, segir Krist- inn H. Gunnarsson, ákveðinn hundraðshluti veiðiheimildanna er fyrndur hvert ár þar til allar heimildir eru innkallaðar. Höfundur er alþingismaður og formaður þingflokks framsóknarmanna. afar mikilvægt sem bakland fyrir miðborg Reykjavíkur og skiptir miklu fyrir þróun háskólasvæðis- ins þannig að hægt verði að byggja þar upp þekkingariðnað í bland við íbúarbyggð sem án efa myndi styrkja þetta svæði mikið. Í skipulagsmálum þarf að horfa til framtíðar og ákvarðanir sem teknar eru í dag koma ekki endi- lega til framkvæmda strax á morg- un. 16 ár eru stuttur tími í lífi borgar og árið 1985 voru t.d. tekn- ar ákvarðanir um skipulag Skúla- götublokkanna og Húsahverfis í Grafarvogi sem flestir Reykvíking- ar þekkja sem hluta af Reykjavík dagsins í dag. Tökum þátt í að móta borgarsamfélag morgun- dagsins og kjósum um flugvöll hinn 17. mars. Höfundur er borgarfulltrúi. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 43 Iðnbúð 1, 210 Garðabæ sími 565 8060 Nýtt Nýtt Afskorin blóm 20% afsláttur í mars 2001 Í TILEFNI af reglugerð um inn- heimtu höfundaréttar- gjalda af óáteknum geisladiskum og tækj- um til stafrænnar upp- töku verka var meðal annars safnað tæplega 16.000 undirskriftum undir texta, þar sem segir, að ég hafi sam- þykkt reglugerð „um að leggja skuli skatt á öll tæki sem notuð eru til afritunar, t.d. tölv- ur, geislaskrifara og skrifanlega geisla- diska.“ Voru nöfn þeirra, sem rituðu undir þessi mótmæli, afhent mér miðvikudaginn 7. mars. Texti mótmælaskjalsins gefur ekki rétta mynd af því sem hér er um að ræða. Alþingi samþykkti einum rómi hinn 8. maí árið 2000 breytingar á höfundalögunum. Flutti ég frum- varpið hinn 15. febrúar árið 2000. Á þeim mánuðum, sem frumvarpið var í meðferð Alþingis, tók það meðal annars þeirri breytingu, að rétthafar samkvæmt lögunum skyldu eiga rétt á sérstöku endur- gjaldi vegna upptöku til einkanota með stafrænum hætti. Er gerð grein fyrir þessari breytingu í samróma áliti menntamálanefndar Alþingis. Ber menntamálaráðherra að framfylgja ákvæðum laganna með reglugerð og í samræmi við þau er í henni gert ráð fyrir gjaldtöku af stafrænum búnaði og geisladisk- um. Þegar reglugerðin var samin, var sú stefna tekin að setja í hana sömu fjárhæðir og nefndar eru í lögunum, það er 35 kr. gjald af geisladiskum með minna en 2 Gb geymslurými og 100 kr. gjald á geisladiska með meira en 2 Gb geymslurými. Þá voru ákvæði um gjald á tæki skilgreind meðal ann- ars 1% gjald af tölv- um með innbyggðum geislabrennurum/ geisladiskaskrifurum. Eftir að reglugerð- in hafði verið birt, hófust mótmæli og söfnun undirskrifta. Mánudaginn 5. mars ræddi ég við fulltrúa innflytjenda, netverja og höfundaréttarhafa og ákvað síðan dag- inn eftir að lækka gjöldin á diskana úr 35 kr. í 17 kr. og úr 100 kr. í 50 kr. auk þess sem ákvæðið um tölvurnar var tekið út úr reglugerðinni. Til þessa hef ég heimild samkvæmt lögunum. Hverjir fá gjaldið? Í mótmælaskjalinu er talað um skatt og er ekki unnt að draga aðra ályktun af því orði en um sé að ræða tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Svo er ekki, því að gjaldinu er ætl- að að vera sanngjörn þóknun til höfunda vegna afritunar verka þeirra til einkanota eingöngu. Hef- ur þessi leið verið farin víða um heim til að tryggja í senn frelsi notenda geisladiska og lögvarinn rétt höfunda. Í umræðum hefur verið gefið til kynna, að gjaldtakan sé í þágu tón- listar eingöngu. Þetta er ekki rétt, því að hún er vegna allra hugverka sem heimilt er að afrita til einka- nota. Innheimtumiðstöð gjalda tek- ur við þessum fjármunum en aðild að henni eiga tónlistarmenn, blaða- menn, rithöfundar, kvikmynda- framleiðendur og leikstjórar, fræðimenn og myndlistarmenn. Gildi höfundaréttar Engum ætti að vera betur ljóst en tölvumönnum, hve mikils virði höfundarétturinn er. Framleiðend- ur hugbúnaðar standa fastar vörð um þennan rétt sinn en aðrir og hafa fengið því framgengt að í höf- undalögum er til dæmis bannað að afrita af eign sinni til einkanota, afritun tölvuforrita er aðeins leyfð í öryggisskyni. Þessi mikla varð- staða um höfundaréttinn er meðal höfuðeinkenna tölvu- og hugbún- aðariðnaðarins og ein af meginfor- sendum fyrir arðsömum vexti hans. Ég hef kynnst því í viðræðum við fulltrúa Microsoft, hve annt því mikla fyrirtæki er um þennan rétt. Þegar rætt var við fulltrúa þess um íslenskun á hugbúnaði fyrir- tækisins beindist athyglin að því, hve mikið af ólögmætum hugbún- aði væri í notkun hér á landi. Virt- ist virðingin fyrir höfundarétti minni hér við tölvunotkun en í ná- grannalöndunum. Microsoft féllst á að íslenska Windows 98 enda yrði gert átak gegn stuldi á forritum þess hér. Gengið of langt Vegna þessa máls hef ég fengið fjölda tölvubréfa sem ég svara ekki hverju og einu. Undrar mig, hve hátt margir reiða til höggs vegna þessa máls, þótt augljóst sé, að þeir hafi ekki kynnt sér það til neinnar hlítar, og er sömu sögu að segja um þá sem hafa birt greinar gegn reglugerðinni hér í Morg- unblaðinu. Þessi skipan við inn- heimtu höfundagjalda hefur verið við lýði hér í 15 ár og nú er hún löguð að nýrri tækni samkvæmt einróma ákvörðun Alþingis. Eins og áður sagði samþykkti Alþingi einum rómi hinn 8. maí 2000, að sá háttur yrði á innheimtu höfundagjalda af stafrænum upp- tökum til einkanota, sem hér er lýst. Með þetta í huga er dapurlegt að sjá þingmenn, sem samþykktu lögin, lýsa andstöðu sinni við reglugerðina, eftir að hún hefur valdið deilum. Þetta gerir Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, til dæmis í Viðskipta- blaðinu 7. mars. Ég var og er fylgjandi þeirri skipan sem er að finna í höfunda- lögunum. Sem ráðherra er mér skylt að framfylgja lögunum með reglugerð. Ég hef gert það á þann veg, að nýta heimild til minni gjaldtöku en lögin nefna. Frelsi notenda og réttur höfunda Björn Bjarnason Gjaldtaka Menntamálaráðherra ber að framfylgja ákvæðum laganna með reglugerð, segir Björn Bjarnason. Því er gert ráð fyrir gjaldtöku af stafrænum búnaði og geisladiskum. Höfundur er menntamálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.