Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 23 HAGNAÐUR af rekstri Lands- banka Íslands hf. á síðasta ári nam 955 milljónum króna, sem er 13% minni hagnaður en árið á undan. Að meðaltali spáðu fjármálafyrir- tæki bankanum 1.041 milljón króna í hagnað, þannig að niðurstaðan er nokkuð undir spám. „Miðað við þróun á hlutabréfa- mörkuðum og skuldabréfamörkuð- um á síðasta ári er ég sáttur við af- komuna,“ segir Halldór J. Krist- jánsson, bankastjóri Landsbank- ans. „Þrátt fyrir erfið skilyrði á árinu 2000 erum við með svipaða afkomu og árið áður. Þetta skýrist af því að grunnafkomuþættirnir eru að batna og við höfum náð ár- angri í hagræðingu. Við höfum samt sem áður sett okkur enn metnaðarfyllri markmið fyrir árið 2001 og okkur sýnist að horfur á árinu séu almennt góðar í öllum rekstrarþáttum bankans. Það á við um almennu viðskiptabankastarf- semina, starfsemi Heritable Bank í London og Landsbréfa. Þá hefur komið fram að stjórnendur Vá- tryggingafélags Íslands og Líf- tryggingafélags Íslands telja horf- ur í tryggingarekstri betri á þessu ári en í fyrra. Þar sem töluverður hluti afkomu Landsbankans er bundinn við tryggingarekstur vegna eignarhlutar í þessum tveimur tryggingafélögum er það jákvætt fyrir bankann.“ 452 milljóna króna gengistap Vaxtamunur bankans lækkaði úr 3,0% í 2,9% á milli áranna 1999 og 2000 og hreinar vaxtatekjur hækk- uðu um 9% milli ára í 6.026 millj- ónir króna. 56 milljóna króna gengishagnað- ur varð af hlutabréfaeign bankans í fyrra og segir í fréttatilkynningu frá bankanum að jákvæð niður- staða byggist á varfærinni stöðu- töku en hlutabréfaeign Lands- bankasamstæðunnar utan eign- arhluta í tengdum félögum og hlut- deildarfélögum hafi aðeins numið 2,7% af heildareignum í árslok 2000. Af markaðsverðbréfum í heild varð gengistap á árinu upp á 452 milljónir króna, en árið 1999 hafði gengishagnaður verið 405 milljónir króna. Neikvæð sveifla vegna þessa nemur 857 milljónum króna. Það sem veldur gengistapi mark- aðsverðbréfanna er gengistap af markaðsskuldabréfum að upphæð 508 milljónir króna, en sú upphæð var öll komin fram á fyrri árshelm- ingi þegar ávöxtunarkrafa bréf- anna hækkaði mikið. Markaðsskuldabréfaeign bank- ans nam 25,7 milljörðum króna um síðustu áramót og hækkaði sú eign um 3% á árinu. 10,2 milljarðar króna voru í veltuskuldabréfum en 15,8 milljarðar króna í fjárfesting- arskuldabréfum. Munurinn á þess- um tveimur bréfum er sá að fjár- festingarbréf eru þau bréf sem tekin hefur verið ákvörðun um að eiga lengur en í eitt ár en engin formleg ákvörðun liggur fyrir um hin bréfin. Í bókhaldi er munurinn sá að veltubréfin eru færð á mark- aðsvirði en fjárfestingarbréfin er heimilt að færa á framreiknuðu kaupverði. Þetta veldur því að munur getur verið á markaðsverði og bókfærðu verði fjárfestingar- bréfanna. Fjárfestingarskuldabréf Landsbankans voru bókfærð á 884 milljónum króna yfir markaðsvirði. Fækkun stöðugilda Launakostnaður var 3.620 millj- ónir króna og hækkaði um 5,5%. Stöðugildum fækkaði um 1% á árinu hjá samstæðunni í heild, en nokkur fjölgun varð hjá dóttur- félögum, meðal annars vegna þess að Landsbankinn keypti 70% í Heritable Bank á árinu, en hann er nú dótturfélag Landsbankans. Afskriftir bankans hækkuðu um 114 milljónir króna frá árinu 1999 og námu 584 milljónum króna í fyrra. Í hækkuninni munar mest um 82 milljóna króna afskrift viðskiptavildar vegna kaupa á Heritable Bank. Útlán hækkuðu um 29% milli ára og námu 169 milljörðum króna í fyrra. Framlög í afskriftareikning jukust í krónum talið með auknum umsvifum bankans í útlánum. Hlutfallslega var framlagið þó óbreytt milli ára eða 0,9%. Af- skriftarreikningur nam 2% af heildarútlánum og veittum ábyrgð- um. Heildareignir bankans hækkuðu um 24% milli ára og heildareignir að baki hverju stöðugildi fóru úr 203 milljónum króna árið 1999 í 252 milljónir króna í fyrra. Reikna með 1,1 til 1,5 ma.kr. hagnaði á þessu ári Hlutabréf í eigu bankans, fyrir utan bréf í dótturfélögum, voru 12,3 milljarðar króna í lok ársins 2000 en 8,3 milljarðar króna ári fyrr. 3,6 milljarðar króna flokkast undir veltuhlutabréf og færast á markaðsverði. Um 8,7 milljarðar króna eru í fjárfestingarhlutabréf- um og hlutdeildarfélögum, og þar af eru óskráð félög með 8,1 milljarð króna. Þessi bréf eru færð á fram- reiknuðu kostnaðarverði eða sam- kvæmt hlutdeildaraðferð. Í frétta- tilkynningu frá bankanum segir að ætla megi að veruleg dulin verð- mæti kæmu fram væru einhver þessara óskráðu félaga sett á hlutabréfamarkað. Má í þessu sambandi sérstaklega benda á að Landsbankinn á stóra hluti í Vá- tryggingafélagi Íslands og Líf- tryggingafélagi Íslands. Bókfært verð húseigna og lóða lækkaði um 7% á árinu og var í árs- lok tæpir þrír milljarðar króna. Verðmæti fasteigna og lóða í bank- arekstri hefur frá árinu 1998 lækk- að úr 2,8% af heildareignum í 1,2%. Áfram er unnið að bættri nýtingu húsnæðis, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Áætlun bankans fyrir yfirstand- andi ár gerir ráð fyrir 8–11% arð- semi eigin fjár eftir skatta. Miðað við þessar tölur gerir bankinn ráð fyrir 1,1 til 1,5 milljarða króna hagnaði eftir skatta á árinu. Stefnt er að því að kostnaðarhlutfall fari undir 67% og eiginfjárhlutfall á CAD-mælikvarða verði á bilinu 9,5–10%. Gert er ráð fyrir mun minni aukningu heildareigna en í fyrra, eða 3–5%. Aðalfundur Landsbankans verð- ur haldinn 15. mars næstkomandi. Lagðar verða til 6,5% arðgreiðslur, en það svarar til 47% af hagnaði ársins 2000. Stærstu hluthafar bankans eru ríkissjóður með 68,3%, Philadelphia Int. Invest- ment Corporation með 4,2% og Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands með 2,5%. Hluthafar voru alls 15.300 um áramót. #    !        6   $%            4     7           4   8                             9: ;<        1     =   3  $!  !!  !!  # !   "# !  !&% !%' $$ !!  #%& #%& %& ! )**)" )%%%)   &")+   #+*# ))%#   '*"* %    )!)#*( ))+&#  (,#- )),*- #(,(- (++                       !  " #  " #      !  !$ !$%%     Hagnaður Landsbank- ans 955 millj- ónir króna UNDANFARIÐ ár hefur átt sér stað umtalsverð bylting í tæknilausnum fyrir símkerfi og símaþjónustu. Samruni tölvu- og símtækni hefur breytt landslaginu á þessum markaði til frambúðar svo skil milli þessara áður að- greindu þátta eru að hverfa. Eftir áralanga þróun er IP (Internet Protocol)-símtækn- in, eða IP-tallausnir, loksins orðin að alvöru valkosti, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Grunni. Grunnur, sem er í eigu Landssímans og Opinna kerfa, hóf á síðasta ári upp- byggingu á þekkingu og lausnum í IP-símatækni. „Vegna stöðu Grunns á mark- aðnum þurfti fyrirtækið að bregðast fljótt við til að fylgja eftir hraðri tækniþróun hjá stærstu birgjunum, Alcatel og Nortel Networks, en báðir þessir aðilar eru leiðandi í heiminum í IP-símtækni,“ að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Margir af stærstu við- skiptavinum Grunns hafa tek- ið í notkun nýjar net-tallausn- ir eða eru að undirbúa slíkar uppsetningar. Má þar nefna sem dæmi Kaupþing með IP-milliteng- ingar útibúa yfir ATM-net Landssímans, SPRON með IP-síma tengda yfir víðnet sitt og Búnaðarbankann sem stefnir á IP-væðingu símkerf- is síns. Tilgangur og markmið fyr- irtækja með IP-væðingu í símalausnum er tenging við önnur upplýsingakerfi, sam- nýting á tengingum og gagnaflutningsleiðum núver- andi tölvukerfa og lækkun kostnaðar við fjarskipti al- mennt. „IP-tæknin eykur einnig möguleika á lækkun kostnaðar við fjarvinnslu og vinnu starfsmanna heima ef aðstæður krefjast,“ segir enn fremur í fréttatilkynningu Grunns. Tenging síma og Nets æ algengari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.