Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 31
ÞETTA brosandi andlit sem börnin á myndinni leika sér í kringum tilheyrir ísskúlptúr af móður Teresu. Skúlptúrinn var á dögunum að finna í bænum Zdar nad Sa- zavou í Tékklandi og var hann verk tveggja tékkneskra lista- manna sem studdust við ljós- myndir af móður Teresu við listsköpun sína. Móðir Teresa í Tékklandi LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 31 Laugavegi 91, s. 511 1717 Nýjar vörur bolir frá 500 buxur - 1.900 peysur - 1.900 jakkar - 1.900 skór - 990 DÖMUR - SKÓR HERRAR KJALLARI Ný sending frá... French Connection Diesel Kookai Imitz Tark Billi Bi Done Shoes Vagabond DKNY Mao Dico 4 you Café 17 HEIMILDARKVIKMYNDIN Zhúkov marskálkur – blöð úr ævi- sögu verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 11. mars kl. 15. Í myndinni segir frá frægasta hershöfðingja Sovétríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni Georgí Zhúkov, en hann átti m.a. hlut að sigri sovéska hersins í orrustunni um Moskvu og stjórnaði síðan hersveitum sem ráku flótta Þjóðverja vestur á bóginn, allt til Berlínar. Kvikmyndin skiptist í 7 kafla og lýsir atburðum allt frá átök- um sem urðu við ána Khalhun-gol í Asíu á árinu 1939 og til uppgjafar Þjóðverja í Berlín 1945 og sigurhá- tíðar sovéska hersins á Rauða torg- inu í Moskvu nokkrum vikum síðar, þegar marskálkurinn reið hvítum hesti við liðskönnun á torginu. Heimildarkvikmynd þessi er gerð undir stjórn Marínu Babak sem samdi handritið ásamt Igor Itskov. Hinn kunni fréttamaður og rithöf- undur Konstantin Simonov kemur fram í myndinni í viðtali við hers- höfðingjann. Skýringar eru á ensku. Mynd um Zhúkov marskálk í MÍR SÝNINGAR á Vitleysingunum eftir Ólaf Hauk Símonarson í Hafnar- fjarðarleikhúsinu falla niður helgina 9. og 10. mars vegna veikinda. Er þetta önnur helgin í röð sem sýningar liggja niðri vegna veikinda Gunnars Helgasonar sem þó eru óð- um að ná sér. Næstu sýningar á Vitleysingunum verða helgina 16. og 17. mars. „Mikil aðsókn hefur verið í Hafn- arfjarðarleikhúsið í vetur og er hér þegar um að ræða næst vinsælustu sýningu leikhússins til þessa á eftir Himnaríki Árna Ibsen,“ segir í frétt Hafnarfjarðarleikhússins, Hermóðs & Háðvarar. Hafnarfjarðarleikhúsið Sýningar falla niður Listasafn ASÍ Sýningu Sigrúnar Eldjárn í Lista- safni ASÍ í Ásmundarsal við Freyju- götu lýkur sunnudaginn 11. mars. Þar má bæði sjá málverk og bók- verk. Í salnum uppi eru olíumálverk en bókverkin eru niðri, í Gryfjunni svokallaðri. Sýningum lýkur Gallerí Fold Málverkasýningu Kjartans Guð- jónssonar í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, lýkur sunnudaginn 11. mars. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10 til 18, laugardaga frá 10 til 17 og sunnudaga frá kl. 14 til 17. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Í GALLERÍI Innsýni, Skólavörðu- stíg 22c, verður opnuð í dag kl. 20 sýning Hannesar Lárussonar myndlistarmanns. Innsýni er vett- vangur fyrir orð og setningar og er þetta önnur sýningin í galleríinu. Verk Hannesar fyrir sýningar- gluggann fjallar um sértækt tungu- tak listaheimsins eins og það birt- ist í nokkrum handhægum lykilorðum og orðasamböndum. Málpípa hans í verkinu er samþætt fígúra sem dregur jafnt dám af hana, manni og páfagauki – gamall kunningi úr ýmsum fyrri verkum listamannsins. Sýninguna er hægt að skoða á öllum tímum sólarhringsins og stendur hún yfir í einn mánuð. Tungutak í Innsýni Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.