Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 45
ætlar að nýta sér gistiskála á fjöll-
um.
Því miður virðist umgengni á fjöll-
um hafa versnað á nýjan leik und-
anfarin ár. Um þetta eru flestir sam-
mála og að undanförnu hefur verið
mikil umræða á vef Ferðaklúbbsins
4x4 um þessi mál. Í nýjasta frétta-
bréfi klúbbsins er ágæt grein eftir
Þórarin Guðmundsson formann
hans. Með leyfi Þórarins vil ég gera
hans orð að mínum:
„En nú hin síðari ár hefur hins-
vegar borið á því að þessi umgengni
hafi versnað aftur, menn skilja eftir
rusl, fólk gerir þarfir sínar í salerni,
sem eingöngu eru hugsuð til sumar-
nota, migið er utan í skála þannig að
næst er hlýnar í veðri verður svo
megn hlandlykt við húsin að þar er
ekki verandi, skálarnir eru ekki
þrifnir eftir notkun, skilinn er eftir
óhreinn borðbúnaður í vöskum, það
er ekki sópað né skúrað og ofaná allt
þetta eru ekki einu sinni borguð gisti-
eða viðkomugjöld sem eru svo lág að
skömm er að því að borga þau ekki.“
Og síðar í þessari sömu grein segir
Þórarinn að ofan á allt þetta bætist að
stolið sé úr skálum og ölvunarakstur
sé að aukast. „Er ekki í lagi með
menn?“ spyr Þórarinn með réttu og
setur í þessari sömu grein fram eft-
irfarandi reglur:
Göngum frá skálum eins og við vilj-
um sjálf koma að þeim
Tökum allt rusl með til byggða
Borgum skálagjöld (sem eru
hlægilega lág)
Sýnum öðrum tillitssemi, verum
ekki á fylliríi langt fram á nætur
(virðum skálareglur)
Hjálpumst að við tiltekt í skálum
(þú ert minni maður ef þú skorast
undan)
Komum fram undir nafni (skrif-
um í gestabækur)
Ökum ekki undir áhrifum áfengis
eða annarra efna
Ökum ekki utan vega
Ökum ekki á viðkvæmu landi að
vetri til ef snjór er ekki nægur
Tökum ekki eldsneyti frá öðrum án
þeirra samþykkis.
Öllum hinum (og þeir eru í meiri-
hluta), sem ganga vel um, sýna tillits-
semi og veita eigendum skála aðstoð
við aðdrætti, flutning skálavarða svo
nokkuð sé nefnt, eru fluttar bestu
þakkir. Það er ómetanlegt að eiga
hauka í horni meðal vetrarferða-
manna, sem oftar en ekki eru tilbúnir
að leggja eigendum það lið sem þeir
mega, ganga vel um og ganga á und-
an með góðu fordæmi. Vonandi
stækkar sá hópur enn meira.
Kurteisi kostar ekkert og ekki
heldur að fylgja ofangreindum
reglum. Góða ferð og góða skemmt-
un.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Ferðafélags Íslands.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 45
MARGAR fyrir-
spurnir um val og
kaup á heimilistækj-
um koma inn á borð
hjá Leiðbeiningastöð
heimilanna. Oftast er
spurt um þvottavélar.
Hvað þarf að hafa í
huga við kaupin? Það
sem er efst á baugi
hjá neytandanum eru
gæði og ending tækj-
anna. Að sjálfsögðu
vilja allir eiga ending-
argóða þvottavél og fá
þvottinn sinn skjanna-
hvítan. Svör okkar til
neytandans eru meðal
annars byggð á nið-
urstöðum gæðakannana en þar er
stuðst við upplýsingar úr neyt-
endablöðum frá Norðurlöndunum,
Bretlandi og Þýskalandi. Í gæða-
könnun eru margar þvottavélar
teknar og prófaðar, vélarnar eru
líkar að samsetningu en merkin
eru ólík. Þetta gerir raunhæfan
samanburð mögulegan í einni og
sömu könnuninni. Algeng spurning
er snúningshraði vélarinnar en það
kemur alltaf fram í könnunum.
Snúningshraði vélarinnar er vind-
an, eftir því sem snúningshraðinn
eykst þá verður þvotturinn þurrari
en slitnar þar af leiðandi meira.
1.000 snúninga vél hentar vel fyrir
almennan heimilisþvott, sérstak-
lega ef fólk er með
góða þurrkaðstöðu.
Ef þurrkari er á
heimilinu þá þarf
þvottavélin að vera
1.200 snúninga eða
meira því annars er
þurrkarinn orðinn svo
dýr í rekstri. Þurrk-
arinn er mikill raf-
magnsgleypir. Því má
ekki heldur gleyma að
þurrkari hentar alls
ekki fyrir allan þvott.
Virkni vélarinnar
skipar stærstan þátt í
hverri könnun (40%).
Vélarnar eru látnar
þvo óhreinan þvott við
mismunandi hitastig, hversu vel
skola þær og vinda, einnig er skoð-
að hversu langan tíma það tekur
fyrir vélina að þvo. Ending vél-
arinnar er athuguð (20%), tekið er
mið af ákveðnum viðmiðunarmörk-
um, ef vélin er langt fyrir neðan
þau þá er eitthvað að. Samkvæmt
nýjustu niðurstöðum þýska neyt-
endablaðsins „Test“ á þvottavél að
geta þvegið í 2.079 skipti. Á venju-
legu heimili ætti endingartíminn
því að vera um 11 ár. Aðgengi vél-
arinnar er einnig prófað (15 %),
hvernig er að setja þvott í og taka
úr, eru stillingakerfi þægileg í
notkun og er auðvelt að þrífa vél-
ina. Tæknileg prófun felst meðal
annars í því hversu mikið vélin
hreyfist þegar hún er að þvo
(10%). Rafmagns- og vatnsnotkun
vélarinnar er einnig athuguð
ásamt hávaðamörkum (15%).
Í nágrannalöndum okkar er ver-
ið að leggja aukna áherslu á að
þvottavélarnar eyði minna raf-
magni og vatni en á móti kemur að
þær eru lengur að þvo. Íslend-
ingar eru ekki komnir eins langt í
þessari hugsun en það kemur í
kjölfar umhverfisvænnar hugsun-
ar.
Það þarf að huga að fleiru þegar
kaupa á þvottavél fyrir heimilið.
Neytandinn þarf að spyrja sjálfan
sig, hvernig vélin uppfylli hans
kröfur? Hversu oft er þvegið,
hversu stórt er heimilið? Hvar á
vélin að vera og hversu stór má
hún vera? Passar hún inn í inn-
réttinguna? Hvort á að kaupa vél
sem er topphlaðin eða vél sem
opnast að framan? Topphlaðnar
vélar eru alltaf mjórri og henta vel
þar sem plássið er lítið. Það er
þægilegra að vinna við topphlaðna
vél, fólk þarf ekki að beygja sig
eins mikið. Hver er ábyrgðin?
Sumar vélar hafa eins árs ábyrgð
á meðan aðrar hafa tveggja eða
jafnvel þriggja ára. Hvernig er
þjónustan hjá seljandanum? Er
vélin send heim neytandanum að
kostnaðarlausu? Er vélin tengd
fyrir neytandann, er það inni í
heildarverðinu eða þarf að fá ann-
an aðila til þess? Er gamla vélin
fjarlægð eða þarf viðkomandi að
sjá um það sjálfur? Allt þetta
skiptir máli, það borgar sig að
vera vel vakandi, spyrja spurn-
inga, vita sinn rétt og þekkja þá
þjónustu sem í boði er. Þetta getur
verið mismunandi á milli söluaðila.
Fyrrnefndar kannanir eru viða-
miklar, mörg atriði eru skoðuð og
gefur það neytandanum góða inn-
sýn í það sem skiptir máli. Sum at-
riði skipta okkur meira máli en
önnur. Við hvetjum fólk til þess að
hringja eða koma til okkar á Leið-
beiningastöðina og fá upplýsingar.
Viðkomandi getur þá um leið feng-
ið afrit af ákveðnum könnunum og
skoðað þetta betur þegar heim er
komið. Við leiðbeinum fólki en tök-
um ekki afstöðu. Það er ekki í okk-
ar valdi að segja eina ákveðna vél
þá bestu, við útskýrum kannanir
og niðurstöður þeirra en neytand-
inn verður sjálfur að eiga síðasta
orðið. Eins og þegar hefur komið
fram skiptir ekki minna máli að
skoða eigin þarfir sem og þjón-
ustuna sem veitt er. Val neytand-
ans er mikið, veldu af vandvirkni
og skynsemi.
Veldu af vand-
virkni og skynsemi
Hjördís Edda
Broddadóttir
Þvottavélar
Við leiðbeinum
fólki, segir Hjördís
Edda Broddadóttir,
en tökum ekki
afstöðu.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Leiðbeiningastöðvar heimilanna.
isins, tengingar innanhús og þjón-
ustu á sviði tölvutækni, hugbúnað-
argerðar og fjarvinnslu eins og
hagkvæmt þykir. Eignarhaldsfélag-
ið Urðir mun einnig fjárfesta í efni-
legum fyrirtækjum á svið hátækni
og hugbúnaðargerðar sem þá verða
rekin í húsnæðinu á Dalvík. Þannig
verður reynt með samræmdum
hætti að skapa örvandi umhverfi
fyrir fyrirtæki á þessu sviði, ekki
síst þau sem komast á legg í frum-
kvöðlasetrinu.
Háskólinn á Akureyri hefur
gengið til liðs við Fjárfestingar-
félagið Urðir og mun hann veita
ráðgjöf og tilnefnir einn stjórnar-
mann í stjórn félagsins.
Þær stofnanir sem standa saman
að fjárfestingafélaginu Urðum ehf.
eru sem næst jafnaldra; Sparisjóð-
ur Svarfdæla var stofnaður 1884 en
Kaupfélag Eyfirðinga 1886. Þessar
stofnanir voru börn sína tíma.
Stofnendur Sparisjóðs Svarfdæla
voru kallaðir vormenn dalsins og
Samvinnuhreyfingin átti einnig sína
vormenn. Nú hafa þessir tveir jafn-
aldrar, sem hafa verið að skilgreina
stöðu sína að nýju, komnir á þriðju
öldina, tekið höndum saman um að
stuðla að nýsköpun við utanverðan
Eyjafjörð og munu takast þannig á
við nýja tíma og aðstæður sem fyrr.
Höfundur er stjórnarmaður í
Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík.
UMRÆÐAN um framtíð Reykja-
víkurflugvallar hefur vakið spurn-
ingar um hlutverk höfuðborga. Því
er haldið fram að sveitarfélagið
Reykjavík sé að bregðast skyldum
sínum sem höfuðborg landsins með
því að efna til atkvæðagreiðslu um
framtíðarnýtingu flugvallarsvæðis-
ins. Greiðar samgöngur við staði
innan lands og utan eru vissulega
mikilvægar fyrir hverja höfuðborg
og innanlandsflugið hefur mikla
þýðingu fyrir dreifðari byggðir
landsins.
Nauðsynlegt er þó að huga að
fleiri þáttum.
Höfuðborg er sú borg sem er að-
setursstaður ríkisstjórnar og helstu
stjórnarstofnana í hverju landi. Hún
gegnir mikilvægu táknrænu hlut-
verki sem andlit landsins gagnvart
umheiminum. Ásýnd hennar, skipu-
lag og byggingarstíll eru mikilvæg-
ar vísbendingar um menningu þjóð-
arinnar.
Sérstaða Reykjavíkur sem höfuð-
borgar felst í því að meirihluti þjóð-
arinnar býr ýmist í borginni sjálfri
eða í nágrannabyggðum hennar.
Hún er miðstöð landsins á sviði við-
skipta og þjónustu enda er engin
önnur borg til staðar sem keppir við
hana um það hlutverk. Reykjavík
var í upphafi ekki skipulögð sem
höfuðborg. Að stofni til er hún lítill
timburhúsabær sem árið 1904 varð
aðsetur heimastjórnar landsins. Á
nýliðinni öld hefur Reykjavík vaxið
og breyst örar en dæmi eru um. Sú
þróun fór vel af stað meðan byggðin
einskorðaðist að mestu við svæðið
innan Hringbautar. Byggðin var
heilsteypt og í góðu jafnvægi með
lítinn kjarna í miðju milli tjarnar og
hafnar. Eftir stríð hætti byggðin að
vaxa sem samfelld heild. Aðgreind
smáhverfi risu vítt og breitt um
borgarlandið þar sem byggingar-
land var ódýrast hverju sinni. Til
stóð að þétta hina nýju byggð eft-
irstríðsáranna í eina heild en ný
hugmyndafræði í skipulagi á 7. ára-
tugnum varð til þess að enn lengra
var gengið í þá átt að sundra byggð-
inni.
Helsti skipulagsvandi Reykjavík-
ur felst í því að út-
hverfi hennar hafa vax-
ið stöðugt síðustu
fimmtíu árin á sama
tíma og miðborgin hef-
ur staðið í stað. Borgin
er að verða risi með
dvergshöfuð. Misvöxt-
ur Reykjavíkur hefur
með árunum dregið úr
getu hennar til að rísa
undir nafni sem höfuð-
borg. Þrengslin í mið-
bænum hafa leitt til sí-
endurtekinna deilna
um staðarval opin-
berra bygginga. Æ of-
an í æ hefur mikilvæg-
um stórbyggingum
verið skipað niður á tilfallandi lóðir,
þar sem áhrif þeirra á ásýnd borg-
arinnar urðu minni en efni stóðu til.
Eitt dæmi er Þjóðleikhúsið, sem
teiknað var til að standa við enda
torgs eða á opnu svæði en endaði á
aðþrengdri lóð við Hverfisgötu. Nýj-
asta dæmið er Listaháskóli Íslands,
sem illa gengur að finna stað í mið-
bænum þótt öllum sé ljóst að til-
koma hans þar yrði mikil lyftistöng
fyrir borgarlífið.
Skipulag borga felst í því að skapa
samhengi í víðasta skilningi.
Drifkraftur borgarlífs er þau
samlegðaráhrif sem verða þegar ná-
lægð skyldra og óskyldra þátta
skapar færi á samskiptum og félags-
legum tengslum sem ella væru ekki
fyrir hendi. Með markvissu skipu-
lagi er unnt að skapa vaxtarskilyrði
fyrir verslun og athafnalíf þar sem
allir njóta góðs af nærveru hinna. Á
seinustu árum hefur hjarta við-
skiptalífs í Reykjavík flust úr mið-
bænum í verksmiðjuhverfi austar í
borginni. Kringlan hefur tekið við af
Laugavegi sem miðstöð smásölu-
verslunar. Tilkoma Smáralindar
mun enn ýta undir hnignun versl-
unar í miðbænum. Þegar mikilvægir
þættir sundrast eins og gerst hefur í
Reykjavík dregur úr slagkrafti
borgarlífsins, líkt og þegar röskun
verður í náttúrulegu vistkerfi. Allt
dregur þetta úr þeim jákvæðu áhrif-
um sem ein, öflug og samstæð mið-
borg gæti haft fyrir
þjóðlífið í heild.
Um langt skeið hef-
ur uppbygging nýrra
íbúa að mestu ein-
skorðast við úthverfin,
þar sem rekstur
tveggja einkabíla er
nánast forsenda fyrir
daglegri tilvist venju-
legrar fjölskyldu. Fyr-
ir þá sem vilja búa nær
miðbæ og eyða minni
tíma í akstur hafa fáir
kostir verið í boði. Ef
Reykjavík á að vera
samkeppnishæf um
sérhæft vinnuafl í
framtíðinni þarf að
fjölga þeim kostum sem í boði eru í
húsnæðismálum.
Tilvist öflugs borgarsamfélags
hér á landi er lífsspursmál ef þjóðin
á að standast kröfur alþjóðlegar
samkeppni. Þetta er ekki einkamál
höfuðborgarbúa, heldur brýnir
hagsmunir allra landsmanna. Styrk
staða Reykjavíkur á alþjóðlega vísu
mun sjálfkrafa leiða til hagsbóta í
dreifðari byggðum landsins. Höfuð-
borgin er yfirþyrmandi stór í ís-
lensku samhengi en smábær á al-
þjóðlegan mælikvarða. Hnattræn
staða hennar mitt á milli heimsálfa
býður upp á einstök sóknarfæri en
til að nýta þau þarf borgarsamfélag
sem rís undir nafni.
Í forsendum svæðisskipulags höf-
uðborgarsvæðisins er gengið út frá
því að þekkingartengdur iðnaður
verði helsti vaxtarbroddur atvinnu-
lífs á næstu árum og áratugum. Sú
grein byggir tilvist sína á nánum
tengslum við kennslu- og rannsókn-
arstofnanir og greiðu aðgengi að
sérmenntuðu starfsliði. Fjölmenn-
ustu vinnustaðir landsins á þessu
sviði, Háskóli Íslands og Landspít-
alinn, eiga lóðir sem liggja að flug-
vallarsvæðinu. Þar eru kjörskilyrði
til vaxtar fyrir hinn nýja iðnað. Ekki
er tilviljun að Íslensk erfðagreining
kaus að reisa höfuðstöðvar sínar á
næstu lóð við háskólann þó mun
ódýrari lóðir hafi staðið til boða í út-
jaðri borgarinnar.
Með því er fyrirtækið á festa fé í
samlegðaráhrifum sem skila munu
því og háskólasamfélaginu miklum
ávinningi.
Ef takast á að laga þann misvöxt
sem er á heildarmynd og innri gerð
höfuðborgarinnar verður að ætla
miðkjarna hennar aukið rými til
vaxtar.
Erlendar borgir í sömu stöðu hafa
losað land með því að flytja til starf-
semi sem ekki er lífsnauðsyn að hafa
í hjarta miðborgar, svo sem van-
nýtta hafnarbakka, járnbrautasvæði
og flugvelli. Hér á Reykjavík ein-
stakt tækifæri til framtíðarvaxtar á
flugvallarstæðinu við Öskjuhlíð.
Svæðið býður upp á möguleika
sem enginn annar blettur á landinu
hefur.
Aðeins þar er færi á verulegri
stækkun miðborgarinnar í fram-
haldi af þeim kjarna sem fyrir er.
Því er eðlilegt og sjálfsagt að nýting
svæðisins undir byggð sé könnuð við
endurskoðun aðalskipulags Reykja-
víkur, einkum þegar fyrir liggur að
annarra kosta er völ í staðsetningu
flugvallar sem tryggt geta ásættan-
leg tengsl borgarinnar við aðra
landshluta.
Skyldur höfuðborgar
Pétur H.
Ármannsson
Skipulagsmál
Ef takast á að laga
þann misvöxt sem er
á heildarmynd og
innri gerð höfuðborg-
arinnar verður, að mati
Péturs H. Ármanns-
sonar, að ætla mið-
kjarna hennar aukið
rými til vaxtar.
Höfundur er arkitekt og einn af
stofnendum Samtaka um betri
byggð.