Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 33 K O R T E R ...veldu rétt kr. kr. Frábært LJÓÐ og djass hafa átt samleið allt frá dögum „bítnikk“-skáldanna bandarísku og um 1970 las Jóhann Hjálmarsson ljóð við djassundirleik í Svíþjóð. Voru þar með honum þrír fimmtu Útlendingahersveitarinnar nafnkunnu: Þórarinn Ólafsson, Jón Páll Bjarnason og Pétur Östlund. Á Listahátíð 1972 var Jóni Óskari skáldi falið að setja saman dagskrá með ljóð- um og djassi. Jón var gamall píanisti og hafði m.a. föndrað við djass og fyrstur Íslendinga ort ljóð undir áhrifum frá djasshryn. Fékk hann Árna Elfar píanista til að stjórna tón- listinni en sjálfur valdi hann ljóð eftir sex höfunda er allir töldust til atóm- skáldanna, enda taldi hann form þeirra henta djassinum betur en ljóð hinna hefðbundnu skálda. Hvort tveggja var list formbyltingar. Ingi- björg Stephensen og Róbert Arn- finnsson fluttu ljóðin en Árni fékk til liðs við sig Gunnar Ormslev, Helga Kristjánsson og Guðmund R. Einars- son. Léku þeir verk eftir Dave Bru- beck milli þess er þeir spunnu undir lestrinum. Ekkert skáld hefur þó verið djass- sæknara en upphafsmaðurinn, Jó- hann Hjálmarsson. Nöfn tveggja síð- ustu ljóðabóka hans draga nöfn af upphafskvæðunum þeirra og sækja til Eyrbyggju. Marlíðendur (1998) og Hljóðleikar (2000). Ljóðin eru mögn- uð og samdi bandaríska tónskáldið William Harper verk byggt á því fyrr- nefnda og nú hefur Carl Möller samið tónlist við Hljóðleika og þrjú önnur ljóð bókarinnar. Karl Guðmundsson leikari og djasstríó Carls Möllers frumfluttu verkin á Háskólatónleik- um í Norræna húsinu sl. miðvikudag og auk þess flutti Carl fjóra ópusa án ljóða og Karl las tvö ljóð án tóna. Upphafsverkið var Sir Pipp sem lengi hefur fylgt ljóðadjassinum og síðan var komið að kvæðinu Hljóð- leikar er upphefst svo: ,, Hljóðleikar sækja nú að okkur. Við mælum fátt./ Þeir sem leita í hús eru ekki allir með- al okkar.“ Carl lék myrka tóna er minntu á Nornafjall Mússorgskíjs og Karl las. ,,Sá sem leitar í hús/ er lif- andi dauður......Sædrifinn kemur hann inn/ sest við eldana.“ Síðan var sitt lítið af hverju. Polkadans Carls, Cirkus, hefði mátt missa sín í þessari dagskrá en tónaljóðið um Ikarus, hundinn sem megnar „að lýsa upp andlegt skammdegi,“ féll vel að dag- skránni og söngdansspuninn við Ég hef flogið var ljúfur. Besti hluti tón/ ljóðleikanna voru þrjú síðustu ljóðin sem mynduðu magnaða heild ásamt tónlist Carls.Hann upphófst á Ópinu þar sem impressjónískir tónar skreyttu lestur og er tónarnir dóu út hóf Karl að lesa Drukknun Skúla Jónssonar í Hallsbæ undir Ólafsvík- urenni 1852 og hefst ljóðið á tilvitnun í Grím Thomsen: „Sjó- arhljóðs orgelið drundi.“ Er Karl hafði lokið síðustu ljóðlínunum: „Dimm- an og kafaldið/hjöluðu um sjódauðann sæta.“ hljómuðu voldugir tónar frá píanóinu: ,,Víst ertu Jesú kóng- ur klár.“ Fagurt tóna- ljóð fylgdi í kjölfarið og loks voru Hljóð- leikar endurteknir – og voru þrungnir enn meiri krafti en í upp- hafi tónleikanna. „Hljóðleikar sækja að/ Nótt er myrk við nes.“ Seinni hluti tónleikanna var heil- stætt verk og enn betri en ég hafði bú- ist við. Þó þarf að tónsetja drukknun Skúla og lagfæra ýmis minni háttar atriði til að verkið nái áhrifamætti sín- um til fulls. Þó má einfaldleikinn sem einkennir tríóið ekki hverfa. Frábær burstaleikur Guðmundar og léttur spilamáti Birgis rímuðu vel við tilfinn- ingaríkan norrænan píanóhljóm Carls Möllers. Eilítið spillti fyrir ágætum lestri Karls Guðmundssonar hversu hörmulegt hljóðkerfi Nor- ræna hússins er. Það þarf greinilega samnorrænt átak til að kippa því í lið- inn. Hljóðleikar sækja að DJASS N o r r æ n a h ú s i ð Karl Guðmundsson rödd, Carl Möller píanó, Birgir Bragason bassa og Guðmundur Stein- grímsson trommur. Miðvikudaginn 7.3.2001. KARL GUÐMUNDSSON OG TRÍÓ CARLS MÖLLERS Jóhann Hjálmarsson Carl Möller Vernharður Linnet Á FERÐ nefnir Hrönn Eggerts- dóttir myndmenntakennari á Akra- nesi, sýningu á 32 málverkum í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. Öll virð- ast þau ný af nálinni í ljósi hinnar fersku áferðar, og sýndust mér flest bera ártalið 2000, en upplýsingar um ártöl hafa orðið eftir við vinnslu sýn- ingarskrár. Og miðað við stærð myndanna virðast þau mikið til hafa verið gerð með þetta sérstaka rými í huga, án þess að um beina innsetn- ingu í nútímaskilningi sé að ræða. Hrönn getur ekki talist nýgræð- ingur á sýningavettvangi í ljósi þess að um áttundu einkasýninguna er að ræða, jafnframt því að hún hefur tekið þátt í viðlíka fjölda samsýn- inga, í báðum tilvikum nær alltaf á heimaslóðum. Hins vegar er þetta fyrsta sýning Hrannar í höfuðborg- inni og má því öðrum þræði skoðast sem frumraun. Í ljósi þessa var rýn- irinn mættur á staðinn klukkan rétt rúmlega tvö daginn eftir opnunina, en kom að lokuðum dyrum enda op- ununartíma verið hnikað um klukku- stund, færður á nón. En fyrir vikið náði ég ekki að nálgast sýninguna fyrr en viku seinna, sennilega far- sælla að fækka sýningardögum og rýmka um leið sýningartímann, sam- ræma hann meira listasöfnunum. Yfirbragð sýningarinnar, þoku- kennt og mistrað, kom nokkuð á óvart, ekki svo að þessir þættir séu öðrum óæðri sem myndefni, heldur meðhöndlun Hrannar á því. Litir í bland íburðarmiklir, með rautt og blátt sem leiðarstef í flestum tilvik- um og minnir samsetning þeirra óneitanlega á sitthvað í málverkum Sjafnar Haraldsdóttur, stöllu henn- ar og skólasystur. Er svo sem sök sér, en hér saknar maður mark- vissra og blóðríkra átaka við lit, efni og form, ásamt því að burðargrindin mætti að ósekju vera sterkari. Margt bendir til þess, að Hrönn hafi gefið sér fullskamman tíma til myndrænna rannsókna, og undir- búnings, þannig ekki gott að ákvarða af þessum málverkum hvar hún í raun og veru er á vegi stödd, einkum vegna þess að maður hefur á tilfinn- ingunni að hennar eigið sjálf nái ekki að þrengja sér fram. Er von að mistrinu og þokunni létti þannig að móti fyrir skýrari og eðlisbundnari einkennum málarans Hrannar Egg- ertsdóttur. Morgunblaðið/Jim Smart Eitt af málverkum Hrannar Eggertsdóttur. Á ferð MYNDLIST S t ö ð l a k o t Opið alla daga frá 15–18. Lokað mánudaga. Til 11. mars. Aðgangur ókeypis. MÁLVERK – HRÖNN EGGERTSDÓTTIR Bragi Ásgeirsson FYRIRLESTUR verður í Listahá- skóla Íslands á Laugarnesvegi 91 mánudaginn 12. mars kl. 12.30 í stofu 024. Inga Svala Þórsdóttir fjallar um eigin verk. Inga Svala útskrifaðist 1991 úr málaradeild MHÍ. Það ár fór hún í framhaldsnám við Listaakademíuna í Hamborg, útskrifaðist þaðan 1995 og kennir í sama skóla frá 1999. Inga Svala býr og starfar í Þýskalandi. Hún er gestakennari við LHÍ. John Tree heldur fyrirlestur í LHÍ , Skipholti 1, miðvikudaginn 14. mars kl. 12.30 í stofu 113. Tree er breskur iðnhönnuður sem útskrifaðist frá hönnunardeild Kingston University árið 1989. Síðan þá hefur hann unnið á hönnunarsvið- inu bæði sem hönnuður og leiðbein- andi. Námskeið Námskeið verður um umbrot prentgripa. Kennd verða undir- stöðuatriði umbrots í QuarkXPress umbrotsforritinu. Námskeiðið er grunnnámskeið, ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á tölvum. Kenn- ari er Margrét Rósa Sigurðardóttir, prentsmiður og kennari í grafískri hönnun í LHÍ. Kennt verður í tölvu- veri Listaháskóla Íslands, stofu 301, Skipholti 1. Inngangur A. Kennslu- tími er mánudag til fimmtudags 19.– 22. mars, kl. 18–22, alls 20 stundir. Þátttökugjald 16.000 krónur. Myndgerð – efni – áhöld – litir nefnist annað námskeið. Það er kynning á ýmsum efnum og áhöldum í myndgerð. Fjallað um litameðferð, pappírsnotkun og einfaldar grafík- aðferðir. Unnið verður með blek, vatnsliti, akrýl- og pastelliti, lakk, vax o.fl. Kennari Sigurborg Stefánsdóttir myndlistarmaður. Kennt verður í húsnæði Listaháskóla Íslands í Skip- holti 1, stofu 308, inngangur B. Kennslutími mánudaga 19. og 26. mars og miðvikudaga 21. og 28. mars, kl. 18–22, alls 20 stundir. Þátt- tökugjald 16.000 krónur. Þá verður haldið námskeið undir yfirskriftinni rýmishönnun. Kynntir verða helstu frumþættir hönnunar og hvernig þeir koma fram í allri hönnun. Umfjöllunin verður tengd ýmsum dæmum úr hönnunarsög- unni og tilraunum þátttakenda. Kennari Elísabet V. Ingvarsdóttir innanhússarkitekt FHI. Kennt verð- ur í Listaháskóla Íslands, stofu 113, Skipholti 1. Inngangur B. Kennslu- tími miðvikudagana 21. og 28. mars, kl. 18–22, laugardagana 24. og 31. mars, kl. 10–14.30, alls 20 stundir. Þátttökugjald 15.000 krónur. Fyrirlestrar í opna Listaháskólanum TÓNLISTARSKÓLI Hafn- arfjarðar stendur fyrir píanónámskeiði með ítalska píanóleikaranum Domenico Codispoti á morgun, laug- ardag. Námskeiðið verður hald- ið í Hásölum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og stendur yfir frá kl. 10:00–12:00 og 13:00–16:00. Virkir þátt- takendur á námskeiðinu verða 9 nemendur frá 6 tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu og eru þeir á efri stigum námsins og við fram- haldsnám í Tónlistarskóla Reykja- víkur. Leiðbeinandi námskeiðsins, Domenico Codispoti, er fæddur ár- ið 1975 á Suður-Ítalíu. Hann nam píanóleik hjá Ítalanum Bruno Mezzena, sem var nemandi m.a. hjá Arturo Benedetti Michelangeli og Marguerite Long. Cod- ispoti lauk námi með hæstu einkunn og er margverðlaunaður fyrir leik sinn. Fyrir ári lék hann við góðar undirtektir á Tíbrártónleikum í Salnum í Kópa- vogi og á vegum Tónlistarfélags Ísafjarðar en í þetta sinn er hann hingað kominn til að leika 1. píanó- konsert Fr. Chopins með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Námskeiðið á vegum Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar er öllum opið og er gjald fyrir áheyrn 1.000 kr. Codispoti með námskeið Domenico Codispoti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.