Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐBRÖGÐ breskra fjölmiðla við fjárlögum stjórnar Verkamanna- flokksins, sem Gordon Brown fjár- málaráðherra lagði fram í fyrradag, voru mestmegnis jákvæð. Mest hljóta þó viðbrögð síðdegisblaðsins Sun að hafa glatt Tony Blair for- sætisráðherra og stjórn hans, en blaðið lýsti því yfir á forsíðu að það styddi viðleitni Blairs til að hljóta endurkosningu. Í kosningunum 1997 álitu margir að mjög hefði munað um stuðning Sun þá við flokkinn. Stjórnarandstæðingar sátu heldur þungir á brún í þingsalnum meðan Brown þuldi fagnaðarboðskapinn og skoraði á Íhaldsflokkinn að reyna nú að bæta um betur. Stjórnarandstæðingar bentu hins vegar á síhækkandi skatta í tíð nú- verandi stjórnar. William Hague, leiðtogi Íhaldsflokksins, líkti fjár- málaráðherranum við þjóf, „sem stel- ur bílnum þínum, en kemur síðan daginn eftir og skilar hjólkoppun- um“. Engum dettur annað í hug en að fjárlögin, sem einkum eru gjöful við fjölskyldufólk með lágar tekjur og bíleigendur, séu leið til að vinna hylli kjósenda í kosningum, sem allir búast við að séu á næsta leiti. Ýmsir hika því ekki við að tala um fjárlögin sem mútur til kjósenda. Þar sem ýmsar bætur beinast að börnum, birti Guardian skopmynd á forsíðunni af krakka, sem segir við mömmu sína: „Fyrst ég er nógu gamall til að þiggja mútur, hlýt ég að vera nógu gamall til að kjósa.“ „Við höfum valið,“ sagði Brown í lok ræðu sinnar, er hann kynnti fjárlögin í þinginu og 46 liði þeirra. „Meiri fjárfestingar, ekki minni. Stöðugleiki er und- irstaðan. Skólar og spítalar í fyrsta sæti.“ Þrettán sinnum notaði Brown orðið „stöðugleiki“ og hnykkti á afrekum stjórnarinnar. Verðbólga hefði ekki verið lægri í þrjá- tíu ár, vextir ekki lægri í 35 ár og ekki jafn lítið atvinnu- leysi síðan 1975. Meira greitt af ríkisskuldum en samanlagt í 50 ár Á næsta ári hyggst stjórnin greiða ríkisskuldirnar niður um 34 milljónir punda, sem væri meira hjá einni stjórn á einu ári en samanlagt af fyrri breskum ríkisstjórnum undanfarin fimmtíu ár. Aðgerðirnar, sem boðað- ar eru í fjárlagafrumvarpinu, eru bæði stórar og smáar. Af þeim fyrr- nefndu má nefna 125 milljarða ísl. kr. í skóla og annað eins í sjúkrahús. Auk þess fara meira en 40 millj- arðar kr. í baráttu gegn glæpum en þessi þrjú svið eru í brennidepli kjós- enda. Af smáu aðgerðunum má nefna lækkun á virðisaukaskatti af bílsæt- um fyrir börn niður í fimm prósent og afnám söluskatts af fötum á stálpaða krakka. Af öðru má nefna lækkun skatta á bensín- og bifreiðar og vekur það reiði umhverfissinna en á að friða öfl- uga þrýstihópa er lömuðu landið í sumar með skæruaðgerðum gegn bensíndreifingu. Bætur og skattaaf- sláttur til fjölskyldna nema um 150 milljörðum kr. 2002–2003. Ríkisút- gjöldin hækka um 3,7 prósent á ári næstu þrjú árin, sem er meira en 3,4 prósenta útgjaldaaukningin í fyrra. Það eru þó ekki allir þrýstihópar jafn glaðir. Forráðamönnum lítilla fyrirtækja þykir enn vera of mörg höft og of háir skattar á sér. Tals- menn þeirra ellefu milljóna Breta, sem eru á eftirlaunum, létu sér í gær fátt um aðgerðir í þeirra þágu finn- ast. Allt þetta næst með 39 prósenta hlutfalli ríkisútgjalda af þjóðar- tekjum, sem er lægra hlutfall en í undanförnum fimm ríkisstjórnum, þar á meðal í ríkisstjórnum Íhalds- flokksins. Frá 28 milljarða punda halla á fjárlögum 1997 er dæminu nú snúið í áætlaðan hagnað upp á 23 milljarða á þessu ári. Viðbrögð og áhrif Dyggur stuðningur Sun, eins af stóru blöðunum í Bret- landi, við Verkamannaflokk- inn fyrir síðustu kosningar, var talinn hafa komið Blair í góðar þarfir. Það var því góð uppskera af fjárlagafrumvarp- inu í gær er blaðið lýsti því yfir á forsíðu, að það styddi end- urkomu flokksins í stjórnar- stólana. Á forsíðunni var mynd af Brown með rauðu töskuna er geymdi fjárlagafrumvarpið með ummælunum „Þetta er allt í töskunni, Tony,“ og átti þar með við væntanlegan kosningasigur. Í Financial Times var álykt- að að Brown gæfi öllum eitt- hvað og yfirleitt voru við- brögðin jákvæð. Þótt víða væri bent á vaxandi skattlagningu Verkamannaflokksins voru viðskiptasinnaðir fjölmiðlar þó ekki á því að skattaokið væri ógnarlegt. En með sterka og trausta stöðu ríkisfjármálanna í huga er helsta afrek stjórnarinnar tví- mælalaust að sýna og sanna, að Verkamannaflokkurinn hefur tök og það trygg tök á efnahagsmálunum. Það hefur einfaldlega ekki gerst eftir stríð að stjórn Verkamannaflokksins hafi afrekað annað eins og ekki leiðst út í óðaskattlagningu og skuldasöfn- un. Það er samdóma álit að nú sé ekki lengur hægt að væna Verkamanna- flokkinn um að vera ótraustvekjandi. Á umræðufundi í London í vikunni þar sem arfur Margaret Thatcher var til umræðu mælti Edwina Currie, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Íhaldsflokksins, fyrir munn margra er hún sagði að besta arftaka og dyggasta sporgöngumanns Thatch- ers væri ekki lengur að leita í Íhalds- flokknum. Hann væri að finna í Tony Blair forsætisráðherra og leiðtoga Verkamannaflokksins. Þessi kúvend- ing er kannki helsta skýringin á styrkri stöðu Verkamannaflokksins. Litið á bresku fjárlögin sem innlegg í væntanlega kosningabaráttu Viðbrögð fjölmiðlanna almennt mjög jákvæð AP Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sést hér með fjárlagatöskuna á breska þinginu. Gjafmildi Gordons Browns, fjár- málaráðherra Bretlands, í fjárlög- unum, sem kynnt voru í fyrradag, þykir vita á gott fyrir Verkamanna- flokkinn í væntanlegum kosningum, segir Sigrún Davíðsdóttir, og undir- strikar um leið þau áhrif sem Thatcher hefur haft á flokkinn. BRENT Paucke, fjórtán ára nem- anda í framhaldsskóla í Williamsport í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, tókst að fá skólasystur sína til að kasta frá sér skammbyssu sem hún ógnaði fjöl- mörgum nemendum skólans með í matsal hans í fyrradag. Einn nemandi, þrettán ára gömul stúlka, Kimberly Marchese, fékk skot í öxlina áður en fjórtán ára skólasystir hennar lét vopnið falla. „Skólastjórinn sagði mér að hörfa, en það var auðséð að hún var mjög reið og það leit út fyrir að hún gæti ráðist á alla,“ sagði Paucke. „Ég stóð á fætur og fór að tala við hana. Ég vildi ekki að neinn slasaðist.“ Lögreglan hrósaði Paucke fyrir hugrekkið. Stúlkan var handtekin og ákærð fyrir morðtilraun og alvarlega árás samkvæmt lögum um afbrot unglinga. Stúlkan hótaði að fyrirfara sér Lögfræðingur hennar, George Lepley, sagði stúlkuna hafa verið fórnarlamb „alls kyns uppnefna, nið- urlægjandi athugasemda og móðg- ana“. Að sögn lögreglunnar hafði stúlkan lengi átt í deilum við fórnar- lambið, Kimberly Marchese. Því neit- aði faðir hennar og sagði þær hittast reglulega. Paucke og félagi hans Andrew Mill- er voru staddir í matsalnum þegar stúlkan kom æpandi inn í hann. „Hún sagði öllum að leggjast á gólfið,“ sagði Miller. „Hún skaut í loftið. Síðan skaut hún í gólfið og það skot end- urkastaðist og fór í öxl stelpunnar.“ Paucke sagði að hann hefði kastað sér undir borð þegar hann heyrði skothríðina en síðan hefði hann borið kennsl á stúlkuna. „Hún sagði „Ég vil ekki lifa. Ég ætti að fyrirfara mér hér.“ Síðan beindi hún byssunni að höfði sér.“ Paucke sagði að hann hefði síðan gengið í áttina að stúlkunni í matsalnum þar sem ekkert heyrðist nema öskrin í henni. „Ég sagði ... „þú þarft ekki að gera þetta. Það þarf ekki að vera svona. Það getur orðið betra. Leggðu bara frá þér byssuna eða af- hentu mér hana.““ Skömmu síðar kastaði stúlkan frá sér vopninu og Paucke sparkaði því í burtu. David Ritter lögreglumaður gat ekki staðfest á blaðamannafundi að kúlan hefði endurkastast. Hann sagði að svo virtist sem stúlkan hefði skotið fórnarlambið í öxlina en hún hefði ekki haft í hyggju að særa neinn ann- an. Fórnarlamb flutt á sjúkrahús Marchese var flutt á sjúkrahús þar sem hún gekkst undir skurðaðgerð á öxlinni. „Nóttin var henni mjög erfið. Við grétum og töluðum alla nóttina. Ég held að það sé best að ræða málin og byrgja þetta ekki inni,“ sagði móð- ir hennar Christine Marchese. Skothríðin í Pennsylvaníu átti sér stað aðeins tveimur dögum eftir að unglingur greip til vopna í skóla í Kaliforníu með þeim afleiðingum að tveir létust og þrettán særðust. Bandarískum nemanda tókst að fá skólasystur sína til að hætta skothríð Einn nemendanna fékk skotsár Williamsport, Wahsington. AP, AFP. AP Nemandi leiddur af vettvangi skothríðarinnar í framhaldsskólanum í Williamsport í Pennsylvaníu á miðvikudag. Ein stúlka særðist. ÁKVEÐIÐ hefur verið, að sam- gönguráðherra Verkamanna- flokksstjórnarinnar í Vestur- Ástralíu haldi embættinu þótt upplýst hafi verið, að hann eða raunar hún hafi verið svipt öku- leyfi þrisvar sinnum, þar af tvisvar fyrir ölvunarakstur. Allanah MacTiernan, lög- fræðingur, sem tók við embætti samgönguráðherra fyrir þrem- ur vikum, sagði í gær, að Geoff Gallop, forsætisráðherra Vest- ur-Ástralíu, hefði ákveðið, að hún skyldi gegna því áfram svo fremi hún missti ekki prófið í fjórða sinn. MacTiernan komst í sviðsljós- ið á þriðjudag þegar hún viður- kenndi, að hún hefði verið tekin daginn áður fyrir allt of hraðan akstur og vegna þess, að hún hefði verið tekin í tvígang nokkru áður, fyrir hraðakstur og fyrir að aka án ljósa hefði hún misst prófið í þrjá mánuði. Í gær kom svo í ljós, að hún hafði misst prófið 1986 og 1994 fyrir ölvun- arakstur. Gallop forsætisráðherra sagði í gær, að MacTiernan myndi halda embættinu að því undan- skildu, að öll mál, sem snertu umferðaröryggi, yrðu frá henni tekin. Ef hún bryti af sér í fjórða sinn yrði hún að víkja. Samgönguráðherra V-Ástralíu Hefur misst ökuprófið í þrígang Perth. AFP. LAGABREYTING sem viðskipta- ráðherra Bretlands, Stephen Byers, hefur lagt til mun draga forstjóra sem þiggja óréttlætanlegar launahækkan- ir fram í dagsljósið. Ráðherrann hyggst þvinga fyrir- tæki til þess að birta öll smáatriði í launagreiðslum forstjóra auk upplýs- inga sem sýna frammistöðu fyrir- tækjanna samanborið við frammi- stöðu keppinautanna. Reglurnar miða að því að vekja athygli á for- stjórum sem fá miklar launahækkanir eða bónusgreiðslur þrátt fyrir að gengi hlutabréfa fyrirtækja þeirra fari fallandi. Að sögn Byers hefur hann ekki úti- lokað að fyrirtæki verði þvinguð til að bera laun forstjóra undir atkvæði hluthafa. Til stóð að leggja þessar til- lögur ríkisstjórnarinnar fram síðasta sumar. Því var hins vegar frestað í nær ár vegna mikilla deilna um hversu harðneskjulegur Verka- mannaflokkurinn ætti að vera gagn- vart vellauðugum forstjórum sem njóta mikilla forréttinda. Samkvæmt núverandi lögum verða fyrirtæki að gefa upp hversu há laun forstjórar þeirra þiggja. Tillögur Byers miða hins vegar að því að fyrirtæki neyðist til að leggja fram upplýsingar um hversu hátt hlutfall af launum er ár- angurstengt, hvernig frammistaða er metin og hvernig fyrirtækið stendur í samanburði við keppinauta. Talsmaður Breska iðngreina- bandalagsins sagði að það styddi þær grundvallarreglur um ábyrgð sem lægju að baki tillögunum en það ótt- aðist að nýju reglurnar gætu leitt til þess að gefa þyrfti upp upplýsingar sem væru viðkvæmar út frá við- skiptalegu sjónarmiði. Framkvæmdastjóri GMB-verka- lýðsfélagsins, John Edmonds, fagnaði hins vegar tillögunum og sagði fólk hafa fengið nóg af óhóflegum launum sumra stjórnenda. Þjarmað að breskum hálauna- mönnum The Daily Telegraph.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.