Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ EVRÓPULEGGUR Elev- ation, tónleikaferðar þeirra U2-drengja, mun standa yfir í júlí og ágúst næstkomandi. Unn- endur sveitarinnar hér á landi munu vafalítið ekki láta þetta tækifæri til að sjá goðin sér úr greipum ganga og fyrir þá sem ætla að leggja á sig ferðalag yfir hafið er tónleikadagskráin sem hér segir: Júlí: 6. Kaupmannahöfn, 9. Stokkhólmur, 12. Köln, 15. München, 17. París, 21. Imola, 23. Zürich, 26. Vín, 29. Berlín, 31. Utrecht. Ágúst: 5. Antwerpen, 9. Barcelona, 11. Manchester, 14. Birmingham, 18. London, 25. Slane kastali á Írlandi. Það ætti síðan ekki að draga úr aðdráttarafl- inu að P.J. Harvey mun hita upp á öllum tón- leikunum nema lokatónleikunum á Írlandi þar sem heill her af snillingum ætlar að ylja lýðn- um um hjartarætur. Upphafning! ÞAÐ KUNNA margir að halda að Out- Kast, tvíeykið á bak við stór- smellinn „Ms. Jackson“, sé nýtt af nálinni. En svo er aldeilis ekki því nýjasta platan þeirra Stankonia er þeirra fjórða í röðinni. Andre Benjamin (Dre) og Antwan Patt- on (Big Boi) hafa unnið að tónlist saman síðan í menntaskóla undir nafninu OutKast. Þeir voru uppgötvaðir af mönnunum á bak við TLC og gerðu samning við LaFace strax að loknum menntó. Fyrsta stóra platan kom út 1994 og vakti talverða athygli innan hipp-hoppgeirans. Það er þó ekki fyrr en með fyrrnefndum smelli sem þeir ná til eyrna almennings og eru nú á allra vörum – tími til kominn segja margir. Búnir að slá í gegn! HIPP-HOPP af gamla skólanum, sígilt þunga- rokk og flæðandi raftón- ar voru upphaflega upp- skriftin að níðþunga- rokksveitinni Linkin Park sem á rætur að rekja til Suður-Kaliforníu. Sveitin samanstendur af Rob Bourdon trommara, Brad Delson gítarista, Mike Shinoda söngvara og rappara, Joseph Hahn plötusnúði og söngvar- anum Chester Benning. Fyrsta platan Hybrid Theory leit dagsins ljós síðasta haust og hefur unnið hægt og bítandi á. Ekki spillir fyrir að svo ólíkir listamenn sem The Deftones, The Roots, Aphex Twin, Nine Inch Nails og The Dust Broth- ers hafa keppst við að mæra þessar nýjustu stjörnur rokksins. Níðþungarokk! DÚETTINN Goldfrapp hefur vakið athygli upp á síðkastið með draumkenndu lagi sínu um sæluríki á jörðu, eða „Utopia“ eins og Thomas Moore kallaði það í samnefndri bók sinni. Fyrsta breiðskífa Goldfrapps, Felt Mountain, er nú í 28. sæti Tónlistans. Þetta undarlega hljómsveitarnafn er einnig eftirnafn söngkonunar, Alli- son, sem hefur fram að þessu helst unnið sér það til afreka að hafa léð Tricky rödd sína á fyrstu plötu hans Maxinquaye og Orbital á plötunni Snivilisation. Sæluríki Gold- frapps!              !  "    #     $  % &      #'()   *        +     , - .   & /  ,  &)/ 012  ! () #  ( %/ ! 0   0   "  /                 ! ""  #   $  % & '   ' ( ) *+  ,  -... '    !     / - 0  +     ! 1  , +  ///2   "   )3 0 45 6 !    7 89 # : /     *"  "+;0  < -= >= ?= @= A= B= C= D= .= -E= --= ->= -?= -@= -A= -B= -C= -D= -.= >E= >-= >>= >?= >@= >A= >B= >C= >D= >.= ?E= 34 5 6 76 37 86 3 7 8 4 9 5 37 : 35 39 35 8; 88 9 9 33 34 5 :9 38 6 3  3     <       ",= !     <       ,0 ! !      % ! "  ",= ",= ! , ,0 ! <  , > )11  ( % !      ",= ,     ",= ?*)   @    '   A 1  B  1C *)       #% D /     ! - / )@   1   ,   - 11A    1      E) $ F) F>  F& A  /  F& A+  F& A  F,2A , $  G F,2A , , )F!  )  +  F!A +  F!A   9 -= >= ?= @= A= B= C= D= .= -E= --= ->= -?= -@= -A= -B= -C= -D= -.= >E= >-= >>= >?= >@= >A= >B= >C= >D= >.= ?E= . . .  3  @A            7 4 34 5 3 38 ;9 3 37 3; 9 3  8 3: 35 4 39  89 : 9 36 7 ; 5 6 ;3 ;4 NOKKRU fyrir síðustu jól kom út geislaplata sem nefnd var Mot- orlab og inniheldur hún ýmsar upptökur með íslenskum tónlist- armönnum úr hinum svokallaða rafræna jaðri sem sennilega hefði þó kallast nýbylgja hér í eina tíð. Motorlab fór ekki hátt en vakti þó athygli sumra og var kærkom- in viðbót í mikilvægt heimildasafn um grósku og sköpunargleði reykvískra jaðartónlistarmanna. Á diskinum sem hér er til um- ræðu, Motorlab#2, heldur heim- ildavarðveislan áfram og er það vel. Múm hefur leikinn á Motor- lab#2 og flytur hér fimm ný verk, flest afar góð. Sjón ljáir svo texta við flest verkanna sem Vala Þórs- dóttir flytur á sannfærandi hátt. Fyrsta verkið, „Overture“, er draumkennt og heillandi, þar sem grípandi lagstúfur, leikinn á pí- anó, hljómar úr lóðréttum fjarska sem neðansjávar væri; gullfallegt. „She introduces herself“ er sömu- leiðis draumkennt og hin þekki- legasta laglína, sennilega leikin á xylofón. Hún minnir um margt á elstu smíðar hins tónlistarlega of- urmennis, Mike Oldfield, fyrir hælisvistina! Ása Júníus syngur af innlifun, hér sem í fleiri verk- um, og raddsetningar fyrir strengjaleikara eru einkar fallega samsettar. Frábært verk. Old- field gamli þykir mér enn nálæg- ur í hinu ágæta She listens to her heart og ekki orð um það meir. Í „She attempts to say „the word““ er Vala, líkt og í „She introduces herself“, í einþáttungsstemmn- ingu sem gæti verið að hljóma frá viðtæki stillt á Rás 1. Það er sem Múm hafi gleymt að slökkva á viðtækinu fyrir tónsköpunina og Vala sé óvart með í hljóðmynd- inni! Þrátt fyrir frábæra túlkun þá þykir mér samsetning tónlistar og tals stöku sinnum á tæpasta vaði; stemmning múms er einfald- lega svo ólík textaflutningi Völu. „She begins her education“ er síðasta verk múms á diskinum og rökrétt framhald af hinum fyrri. Einkar vel heppnuð stemnings- tónlist og Vala fellur einhvern veginn betur inn í hljóðmyndina. Heilt yfir – húrra fyrir múm og þeirra hjálparkokkum. Næsta sveit á Motorlab#2 er hljómsveit nefnd Apparat Organ Quartet. Þeir eiga hér þrjú lög og það fyrsta heitir „Charlie tango no. 2“ og er seiðmagnað. Bandið hefur greinilega sterk séreinkenni þrátt fyrir að laga- smíðin sverji sig í ætt við það ró- legasta frá angurværðarboltum á borð við Robert Smith úr The Cure. Hljóðmynd og hljómur á sveit- inni er þó allur annar og algjör- lega þeirra eigin. Hljóðbútar falla einkar skemmtilega inn í tónlist- ina og í næsta lagi, „Ondula Nova“, heldur rafveislan áfram og er smíðin hin áheyrilegasta þrátt fyrir að bandið sé ekki það þéttasta í bænum, hrynlega séð. Lokalag Apparatsins nefnist „Sálmur“ og er um margt heillandi þrátt fyrir að komast ekki í hóp eð- alsálma sögunnar. Apparatið er afar at- hyglisverð sveit sem hljóðhannar og út- setur af miklu innsæi og hugviti. Áðurnefnd hryn- vandamál eru þó ákveðinn galli á annars ágætri gjöf Njarðar! Big Band Brútal á þrjú síðustu verkin á Motorlab#2 og þykir mér þeirra tvö fyrstu, „The Hamburger that I ordered“ og „Sigríður er að springa út“, heldur innihaldsrýr. Hafa skal þó í huga að verk Big bandsins eru spunnin við „splatter“- teikni- mynd og af þeim sökum er kannski ekki sanngjarnt að meta tónsköpunina sem sjálfstæða einingu. Margt er þó frumlegt á seyði og afar gott er lokalagið, „Bare Feet in Broken Glass“, sem er meira að segja í mín eyru vinsældavænt! Motorlab#2 er ekkert tónlistarlegt stórvirki en engu að síður afar gott framtak og um margt vel heppnuð afurð. Frum- og ferskleiki er í fyr- irrúmi og mér segir svo hugur að stór hluti þessa tónlistarfólks muni vera í framlínusveit ís- lenskrar tónlistar á komandi misserum. Frum- og ferskleiki TÓNLIST G e i s l a p l a t a Motorlab#2, geisladiskur með efni frá Múm & Sjón, Apparat Organ Quartet & TF3IRA og Big Band Brútal. Efnið var hljóðritað af Sveini Kjartanssyni á tónleikum. Í Múm eru Gyða Valtýsdóttir, Krist- ín Anna Valtýsdóttir, Gunnar Örn Tynes og Örvar Þóreyjarson Smárason. Með þeim leika og syngja þau Ása Júníus, Vala Þórs- dóttir, Ólöf Júlía Kjartansdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Stefanía Ólafsdóttir og Hanna Loftsdóttir. Múm samdi tónlist og Sjón setti saman orð. Í Apparat Organ Quartet eru Hörður Bragason, Jó- hann Jóhannsson, Músíkhvatur, Úlfur Eldjárn og Þorvaldur Gröndal. Með þeim léku meðlimir TF3IRA, þeir Ársæll Óskarsson, Bjarni Sverrisson, Haraldur Þórð- arson og Vilhjálmur Sigurjónsson. Big Band Brútal skipa þau Adda Ingólfsdóttir, Böðvar Yngvi Jak- obsson, Kristín Björk Kristjáns- dóttir og Ólafur Björn Ólafsson. Tiltækið mun vera samvinnuverk- efni menningaborgarinnar Reykjavík 2000, Kitchen motors, 12 tóna og Smekkleysu. MOTORLAB#2 Orri Harðarson Big Band Brútal koma við sögu á öðrum disknum í Motorlab-röðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.