Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 20
Karen íþróttamað- ur Þróttar Neskaupstað - Karen Ragnars- dóttir skíðakona var á dögunum valin íþróttamaður Þróttar í Nes- kaupstað fyrir árið 2000. Karen sem er 17 ára göm- ul sigraði á síð- asta vetri með- al annars með töluverðum yf- irburðum í bik- arkeppni Skíðasam- bands Íslands í alpagreinum í flokki 15-16 ára. Karen leggur stund á fleiri íþróttagreinar, meðal annars knattspyrnu þar sem hún þykir vel liðtæk. Karen Ragnarsdóttir Á FUNDI bæjarstjórnar Ísa- fjarðarbæjar fimmtudaginn 1. mars sl. var samþykkt sam- hljóða svohljóðandi bókun, bor- in fram af Birnu Lárusdóttur, forseta bæjarstjórnar. „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæj- ar leggur áherslu á mikilvægi greiðra flugsamgangna milli höfuðborgar Íslands og lands- byggðar. Í Reykjavík hefur verið byggð upp þjónusta á vegum hins opinbera, þar er Al- þingi, öll ráðuneyti og flestar stofnanir, þ.m.t. sérhæfðar sjúkrastofnanir. Uppbygging á þessari þjónustu hefur skapað Reykjavík tækifæri til upp- byggingar og vaxtar og eflt hana sem höfuðborg Íslands. Taki borgarstjórn ákvörðun um að miðstöð innanlandsflugs verði ekki lengur í höfuðborg- inni þarf, að mati bæjarstjórn- ar Ísafjarðarbæjar, að endur- skilgreina hlutverk höfuðborg- ar með tilliti til aðgengis lands- manna að þjónustu hins opin- bera.“ Með bókun þessari vill bæj- arstjórn Ísafjarðarbæjar leggja áherslu á að flugsam- göngur innanlands þjóni not- endum þeirra. Í þessu máli fara saman hagsmunir Reykjavíkur og þeirra er nota innanlands- flugið mest. Miðað við nýlegar skoðanakannanir virðist meiri- hluti Reykvíkinga átta sig á þeirri staðreynd, segir í frétt með ályktuninni. Hvolsvelli - Eftir nokkurn vetr- ardvala verður nú aftur efnt til söguveislu í miðaldaskála Sögusetursins á Hvolsvelli frá og með 17. mars nk. Mikil að- sókn var í veislur þessar á síð- asta ári og vöktu nokkrar kunn- ar kempur úr Njálu verð- skuldaða athygli með söng sínum, en fluttir voru valdir kaflar úr lagaflokki Jóns Lax- dals um Njálu. Í veislunum var einnig leikþáttur um Hallgerði langbrók og vegleg þríréttuð máltíð sem var að hluta til mat- reidd við opinn eld í söguskál- anum. Sögusetrið mun einnig bjóða ferðir um Njáluslóðir með leiðsögn og að sjálfsögðu er sýningin á Njáluslóð opin gestum og gangandi. Um 12 þúsund ferðalangar sóttu Sögusetrið heim á síðasta ári og er mikil aukning fyrirsjá- anleg á komandi ferðamanna- tímabili. Söguveislurnar voru mjög vinsælar meðal starfs- mannahópa, félaga og ýmissa klúbba auk hins almenna ferða- manns. Söguveisl- ur aftur á Hvolsvelli Morgunblaðið/Steinunn Ósk Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, skoðar sýninguna á Njáluslóð ásamt Arthúri Björgvini Bollasyni, forstöðumanni Sögusetursins, í fyrra. Útsýn yfir Baldursheim 2 til Bláfjalls, sem er í 10 km fjarlægð og rís þar 7–900 metra upp af jafnsléttu. Norðan í fjallinu er Bláhvammur í skugga til vinstri í fjallsfætinum. Þar átti sér bú í helli Kráka tröllkona og þótti hún vergjörn mjög. Slíkar frásagnir eru fágætar í þjóðsögum. Sótti Kráka á það lagið að sækja sér leikfélaga í Mý- vatnssveit og þá allra helst sauðamenn úr Baldursheimi, en þeir sýndu henni tómlæti. Ágæt frásögn er af við- skiptum þeirra í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Mývatnssveit - Ingibjörg Friðjóns- dóttir, húsfreyja í Baldursheimi 2, er 82 ára og býr einsömul í húsi sínu, ekkja eftir Baldur Þór- isson bónda, sem látinn er fyrir allmörgum árum. Hún er fædd á Geiteyjarströnd en bernsku sína alla til fullorðinsára átti hún í foreldrahúsum á Bjarnarstöðum til þess er hún hóf búskap í Bald- ursheimi með manni sínum. Bernskuheimili hennar, Bjarn- arstaðir, stóð 3 km vestur frá Baldursheimi, nokkuð uppi í heið- inni, en bærinn fór í eyði 1945. Nýbýlið Heiði, sem var byggt úr landi Bjarnarstaða 1958, er nú einnig í eyði. Bogga hefur ekki gert víðreist um ævina. Þarna á mörkum heið- arinnar, syðst og vestast í Mý- vatnssveit hefur hún átt heimili alla tíð og ekki hefur útsýni spillt fyrir því varla getur fegurri sýn en frá þessum bæjum norður og austur yfir sveitina hennar og fjöllin. Hún er í engum vandræð- um með tímann, enda mikil handavinnukona og prjónar mik- ið af lopapeysum. Tíðindamaður var einmitt í þeim erindum hjá henni á laugardaginn að sækja lopapeysu, því ekki veitir af góðri lopapeysu í 14° frosti eins og var þennan dag. Á sumrin stendur hún oft vakt- ina í nýjum söluskála Dyngj- unnar, sem er sölufélag hand- verksfólks í Mývatnssveit. Þar selur hún lopapeysur og fjöl- margt annað sem unnið er af mý- vetnskum höndum. Eldhress prjónakona Morgunblaðið/BFH Morgunblaðið/BFH Ingibjörg Friðjónsdóttir í Bald- ursheimi, með prjóna sína, byrj- uð á nýrri peysu en önnur fullbúin liggur á sófanum. LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Húsavík - Elsta bókaverslun á landsbyggðinni hefur skipt um eig- endur, Sólrún Hansdóttir hefur ásamt syni sínum Friðrik Sigurðs- syni keypt Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík. Seljandi er Björg Friðriksdóttir ekkja Ingvars Þórarinssonar bóksala, Þórarinn Stefánsson faðir Ingvars stofnaði verslunina á Húsavík árið 1909. Verslunin hefur því verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi fram á þennan dag eða í rúm níutíu ár. Bókabúðin hefur því alla tíð verið fjölskyldufyrirtæki og verður svo áfram, það hefur bara ný fjölskylda tekið við. Verslunin sem hefur ýmist verið kölluð Bókabúðin eða þá Ing- varsbúð stendur við Garðarsbraut og er næsta hús norðan Húsavík- urkirkju. Hún hefur verið einn af hornsteinum menningar og mannlífs á Húsavík í gegnum tíðina. Þau mæðginin eru ekki alveg ókunn bókabúðinni, Sólrún hóf þar störf 1977 og starfaði þar í sjö ár. Friðrik var ekki hár í loftinu þegar hann tíu ára gamall var ráðinn af Ingvari sem sendill og kannski kemur sú reynsla honum að gagni nú. Friðrik segir að það verði ekki neinar stórvægilegar breytingar á rekstrinum strax en sjálfsagt verði þær einhverjar þegar fram líða stundir, hér verða áfram seldar bækur, tímarit, ritföng, geisladiskar og gjafavörur. Friðrik hefur umboð fyrir ferðaskrifstofuna Samvinnu-ferðir-Landsýn og verður það til húsa í bókabúðinni. Sólrún og Sigurður Friðriksson eiginmaður hennar hafa verið at- hafnasöm í verslun og þjónustu á Húsavík um árabil, þau áttu ásamt Friðrik syni sínum meirihluta í og ráku Hótel Húsavík. Þau seldu meirihluta sinn þar sl. haust. Áður en þau komu að rekstri hótelsins ráku þau veitingastaðinn Bakkann og þar áður matvöruverslunina Búr- fell. Hefur verið fjölskyldufyrirtæki frá 1909 og verður svo áfram Elsta bókaverslun á lands- byggðinni skiptir um eigendur Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sólrún Hansdóttir, Friðrik Sigurðsson og Sigurður Friðriksson við búð- arborðið í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. kvæðu þáttum sem tengjast að- komufólkinu og jákvæðu viðhorfi heimamanna. Listsýningu með afrakstri sam- keppni grunn- og leikskólanema verður komið upp, sérstakur dagur verður fyrir Íslandskynningu fyrir útlendinga með þátttöku sveitar- félaga, haldið verður pólskt kaffiboð með menningardagskrá, kynning verður á alþjóðlega dúkkusafninu á Flateyri og því stórmerka þróunar- starfi í þremur heimsálfum sem varð ÞJÓÐAHÁTÍÐ Vestfirðinga verður haldin í fjórða sinn 17.–24. mars. Nú býr á Vestfjörðum fólk frá yfir fjöru- tíu þjóðlöndum. „Þau þrjú ár sem hátíðin hefur verið haldin hefur hún sprengt utan af sér þann ramma sem henni hefur verið settur og því er nú gripið til þess ráðs að dreifa atburðum hennar á um vikutíma og jafnframt milli byggðarlaga á Vestfjörðum. Þjóðahátíð Vestfirðinga 2001 er eins og áður tengd og haldin í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttafordómum, 21. mars. Til- gangurinn er að auka samgang Ís- lendinga og útlendinga og draga fram í dagsljósið hvað fleira aðkomu- fólkið gæti lagt til samfélagsins en þau störf sem það er ráðið í. Hvað eina sem auðveldað getur samgang og samskipti, skilning og vinsemd þess ólíka fólks sem býr í samfélag- inu fellur að tilgangi hátíðarinnar og það hefur verið undirstöðuatriði að byggja á öllum þeim fjölmörgu já- kveikjan að safninu. Þá verður afr- ískt kvöld og viðamikil lokahátíð með menningu og mat í stærsta íþrótta- húsi fjórðungsins. Málþing um trúarbrögð verður haldið, enda eru trúarbrögð ekki síður uppspretta fordóma en kynþáttauppruni, og verðugt væri að ræða sérstöðu smárra samfélaga við aðlögun að- komufólks. Gefið verður út blað sem dreift verður á hvert heimili á Vestfjörð- um,“ segir í fréttatilkynningu. Þjóðahátíð á Vestfjörðum í fjórða sinn STJÓRN Alþýðusambands Vest- fjarða skorar á Byggðastofnun að koma nú þegar til móts við heima- menn í Bolungarvík með hlutafjár- framlagi sem dugir til að koma rækjuverksmiðjunni á staðnum í rekstur. Í samþykkt stjórnar segir einnig: „Byggðastofnun sem stendur undir nafni getur ekki horft aðgerð- arlaust á að áttatíu manns, sem er 10% af íbúum staðarins, missi at- vinnuna eins og nú blasir við. Ef stofnunin hefur ekki fjármagn til að leysa málið er ríkisstjórn og alþingi að halda úti platstofnun sem betur væri að leggja niður.“ Komi þegar til móts við Bolvíkinga ASV um Byggða- stofnun ♦ ♦ ♦ Greiðar flugsam- göngur verði tryggðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.