Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 47 TYRKLAND hefur verið að opna glugga sína meira til vesturs, enda keppa stjórnvöld þar ljóst og leynt að því að komast inn í Evrópusambandið. Góð samskipti við Evrópuþjóðir eru þeim því afar mikil- væg. Í vesturhluta landsins er mergð evrópskra fornminja, aðallega frá dögum Grikkja og Rómverja, en einnig frá ítölskum verslunarborgum endurreisnarinnar og riddarareglum mið- alda. Fram til síðustu ára hafa Evr- ópumenn gefið þessum sögulegu minjum lítinn gaum, enda oftast torvelt að ferðast þangað. Nú er öldin önnur. Nú leitast Tyrkir við að greiða götu ferðamanna sem allra best og gefa í því efni ekkert eftir hinum sólarlöndunum við Miðjarðarhafið. Tyrkir taka nú á móti Evrópubúum útbreiddum faðmi og með bros á vör. Ferða- mannaiðnaður þeirra hefur þróast mjög ört hin síðari ár. Sólin heillar suma ferðamenn Norðmenn og Danir flykkjast til Vestur-Tyrklands. Heilir flugvéla- farmar sólþyrstra Skandínava eru fluttir með leiguvélum til Izmir oft í viku yfir sumarmánuðina. Ís- lensku ferðaskrifstofurnar eru nú loks að taka við sér. Í Noregi varð í fyrra mest aukning í slíkum ferð- um frá árinu á undan, en Majorka og Kanaríeyjar höfðu áður haft vinninginn. Það sýnir að tor- tryggni í garð Tyrkja fer mjög þverrandi, enda er vesturhluti landsins mjög vestrænn að öllu yf- irbragði og töluvert er þar af kristnum söfnuðum og fólki af grískum uppruna. Lífshættir manna þar og allt yfirbragð færast stöðugt nær því sem við þekkjum í okkar umhverfi í Evrópu. Blæju- konur sjást ekki, heldur frekar gallabuxnastelpur og hjólabret- tastrákar. Það sem heillar vini vora á Norðurlöndum í Tyrklandi er fyrst og fremst verðlagið. Sólarstrend- urnar þykja þar líka áhugaverðar vegna mikils rýmis og lítillar um- ferðar. Tyrkir þykja nú mjög sam- keppnisfærir í verðlagi og þjón- ustu við þau sólarlönd sem áður þóttu ódýrust í álfunni, þ.e. Spán og Grikkland, enda hefur verðlag í þeim löndum farið stöðugt hækk- andi hin síðari ár, eftir því sem þrengslin verða þar meiri. Sumir segja að verðlag í Tyrklandi sé nú svipað því sem var í hinum lönd- unum fyrir 25 árum. Áhugaverðir sögustaðir Mikið átak hefur verið gert með Tyrkj- um á seinni árum í fornleifarannsóknum og -uppgreftri og sér ekki fyrir endann á þeim framkvæmdum. Sem dæmi um áhugaverða ferða- mannastaði mætti nefna Trójuborg hina fornu í Iljonslandi, sem grafin var upp með miklum fyrir- gangi fyrir rúmri öld. Þar unnust þau Hel- ena fagra og París og þar riðu hetjurnar um héruð, Hektor og Agamemnon. Ódysseifur lenti í margvíslegum ævintýrum á þess- um slóðum. Herkonungarnir miklu, Alexander af Makedóníu og Daríus af Persíu, fóru þarna um sem og Xerxes og Kýros. Grikkir stofnuðu sér nýlendur vítt og breitt um alla strandlengj- una og rifust gjarnan um þær inn- byrðis. Rómverjar komu þar og reyndu að skakka leikinn milli stríðandi nágranna. Smyrna, Pergamon og Miletos frá klassíska tímanum gríska voru snemma grafnar upp og Efeseus frá Róm- artímanum. Miðaldakastalar eru t.d. í Knídos og á Ródos. Jónía, sem er fyrir miðri Eyja- hafsströnd Tryklands, var eitt af höfuðvígjum grískar menningar til forna með öflug borgríki, s.s. Fó- keu, Kólófon, Mítelos og Príenu við ströndina. Hún náði að hluta til yfir eyjarnar úti fyrir ströndinni, sem reyndar heyra Grikkjum til í dag, s.s. Lesbos, Kíos og Samos. Annað grískt borgríkjasamband var fyrir sunnan, í Dóríu, með Knídos og Halkarnassos í farar- broddi og eyjuna Kos. Á þessu þrönga svæði fæddust eða störf- uðu ýmsir af fremstu andans mönnum í fornöld. Mætti þar nefna Hómer, Heród- ótos og Þales, svo og Pýþagóras, Esóp og Saffó. Orrustuvellir frá ýmsum tímum eru næstum ótelj- andi á svæðinu og örlagaríkar sjó- orrustur voru háðar þarna á þröngum sundunum. Lýdía er næsta hérað fyrir ofan Jóníu. Það svæði var hálfgrískt, og þar ríktu þeir Mídas og Krösus, auðugustu konungar fornaldarinn- ar og ráku glæsihirð í Sardis-borg. Mörg af furðuverkum fornaldar voru á þessu svæði, s.s. risavitinn á Ródos, Heruhofið fagra á Samos og grafhýsið mikla í Halkarnissos. Leifar sumra þeirra sjást þarna enn. Öllu slíku eru nú mikill sómi sýndur og smáhlutum komið fag- urlega fyrir á minjasöfnum, eins og þau gerast best annars staðar. Það á að sýna umheiminum hversu evrópskir Tyrkir eru, eigandi svo mikil menningarverðmæti úr Evr- ópusögunni, sem þeir sýna svona mikla ræktarsemi nú. Kristnin á sína helgistaði þarna líka, s.s. síðasta bústað Maríu Guðsmóður, og þarna stofnaði Páll postuli hvern söfnuðinn á fætur öðrum og varð tíðförult um þessar slóðir. Jóhannes guðspjallamaður ku einnig hafa skrifað eitthvað af sínum pistlum þar. Náttúrufar er víða býsna sér- stætt á þessum slóðum og eins er mannlífið áhugavert vegna nokkuð frumstæðrar atvinnutækni og lifn- aðarhátta sem horfnir eru að mestu í Evrópu. Okkur finnst því mikið koma til sérstæðra siða íbú- anna, matargerðar og vínyrkju. Grikklandsvinir hyggja á Jóníuferð Íslendingar hafa fram til þessa ekki farið mikið um þetta áhuga- verða ferðamannaland. Því hyggja Grikklandsvinir á Íslandi á píla- grímsferð til þessara grísku sögu- og helgistaða í vor í samstarfi við Flugleiðir. Annars vegar verður farið um Jóníu hina fornu Tyrk- landsmegin og hins vegar um grísku eyjarnar þar úti fyrir. Sig- urður A. Magnússon verður að- alleiðsögumaður en Þorsteinn Gylfason og Kristján Árnason há- skólakennarar verða væntanlega líka með í för og fleiri fræðimenn. Einnig verður dvalið í nokkra daga í Istanbúl, sem lengi var höfuð- borg Grikklands á miðöldum. Fyrr eða síðar verða Tyrkir að- ilar að Evrópusambandinu og full- gild Evrópuþjóð, svo Evrópubúar ættu sem fyrst að taka upp kynni við þá. Tyrkland verður næstu áratugina mjög áhugavert ferða- mannaland, sem verður Tyrkjum í vaxandi mæli tekjulind, sem aftur jafnar tekjubilið sem er á milli Evrópulandanna og Tyrklands. Tyrkland – ferða- mannalandið nýja Þorsteinn Magnússon Höfundur er viðskiptafræðingur og situr í stjórn Grikklandsvina- félagsins. Ferðalög Hund-Tyrkinn með vefjarhött og bjúgsverð er löngu horfinn, segir Þorsteinn Magnússon. Í staðinn er kominn gestamóttöku-Tyrki með hálsbindi og rak- spíra að Vesturlandasið. SÁ rökstuðningur heyrðist er Alþingi lækkaði gjöld á stórar og kraftmiklar bif- reiðar, að það væri gert vegna þess að þær væru öruggari í umferðinni. Brynjólfur Mogen- sen, forstöðulæknir slysa- og bráðasviðs Landspítalans í Foss- vogi, ritaði í haust um „Öruggar bifreiðar“ í Mbl. Afar mikill galli var að skýringartöflur sem Brynjólfur vísaði til vantaði. Annað sem vantaði og er tæplega til er niðurstaða rannsókna á bif- reiðaslysum á Íslandi, til saman- burðar við töflur þær sem Brynj- ólfur vísaði til og niðurstöður árekstrarprófana stofnana erlend- is. Árekstrarprófanir þessara stofnana kunna að vera fjarri því sem gerist hér í umferðinni. Brynj- ólfur bendir t.d. á að þessar virtu stofnanir gera ekki neinar veltu- prófanir. Stærðarmunur bifreiða í árekstri og hæð frá jörðu skiptir gífurlegu máli. Stórir, háir og upp- hækkaðir jeppar koma t.d. nær því beint inn um hliðarglugga smábíla í árekstri frá hlið. Þannig koma högg stóru „öruggu“ bílanna oft þar á smábílana sem þeir eru veik- astir fyrir. Stærstu jepparnir Brynjólfur segir stærstu jeppana almennt koma vel út miðað við fjölda látinna í umferðarslysum. Miðað við þyngd þeirra, stærð og afl er þetta fyrirsjáanleg niður- staða. Stór upphækkaður jeppi sem ekur t.d. með 110 kílómetra hraða beint framan á einhvern smábílinn, sem á sinn hátt er á 90 km hraða, ekur hreinlega yfir smábílinn og skilur hann eftir í rúst. Með þessu er ég kominn að því sem skiptir meginmáli varðandi umferðarslysin en það er hraðinn, þyngd bílanna og dómgreindarskorturinn. Þegar ekið er um hinn íslenska vígvöll umferðarinnar sér hver sem vill að sumum bílum er ekið um nánast sem morðtól séu á ferðinni. Þegar almenn umferð er á 80 til 100 km hraða geysist fjöldi bíla framúr. Mest áberandi í þessum vitfirrta framúrakstri eru vissulega stórir, þungir, kraftmiklir og „öruggir“ bílar, helst þó jeppar, jafnvel með þriggja hesta eða tveggja vélsleða kerrur í eftirdragi og oftast ekki með nauðsynlega og skylda útvíkkaða hliðarspegla. Hættulegustu bílarnir Breyttir jeppar, hækkaðir og settir á ofurdekk eru sennilega hættulegustu ökutækin í umferð- inni. Fer þar saman að breyttur er bíllinn gjarnan stórhættulegur með tilliti til aksturseiginleika og svo þess sem kemur í ljós hvarvetna í umferðinni að ökumenn slíkra bíla virða síður umferðarreglur, og haga sér þannig að ökumenn slíkra bíla fá þann almenna stimpil að vera ruddalegir í umferðinni. Við þetta bætist svo að þegar óreyndir unglingar og lítt þjálfaðir ökumenn komast undir stýri á þessum ofur- breyttu bílum ráða þeir ekkert við ökutækið ef útaf ber. Þeir sem hafa hagnað af því að hækka og breyta jeppum í ofur- jeppa halda því fram að aksturseig- inleikar bílanna versni ekki við breytinguna, jafnvel geti þeir batn- að. Þessu verður að mótmæla. Það skal viðurkennt að nýr breyttur jeppi kann að vera þolanlegur í akstri og ekki tilfinnanlega verri en óbreyttur. Hinsvegar breytast aksturseiginleikarnir fljótt við það að slit kemur í fóðringar, hjól- barða, dempara eða stýrisbúnað, svo eitthvað sé nefnt. Ofurjeppi með einn bilaðan dempara verður að ótemju í umferðinni ef skyndilega þarf að hemla. Ofurlítið rangt millibil á framhjólum veldur stökkum um akreinar, ekki síst þegar hjólför eru kom- in í malbikið. Breyttir jeppar eru þannig ótemjur sem tæpast ætti að leyfa í al- mennri umferð, heldur t.d. aðeins á fáförnum fjallvegum og auk þess ætti að hafa sérstakt ökupróf á slíka bíla. Umhverfisvænir fjölskyldubílar Hinir algengu fjölskyldubílar væru býsna öruggir í umferðinni ef ekki væri á ferðinni á stórum sem litlum tryllitækjum og ofurjeppum lið sem hálftryllt og tillitslaust veð- ur áfram og yfir alla aðra vegfar- endur. Það kynni að fækka slysum meira að fjarlægja þá úr umferð- inni sem ekki valda því hlutverki að aka bifreið með tilliti til samferða- fólks, heldur en að lækka verð stóru kraftmiklu og þungu bílanna. Sú breyting var öfugþróun. Er hugsanlegt að stóru kraft- miklu „öruggu“ bílarnir séu mestu drápstólin og afleiðingarnar þá tengdar efnahag? Reykjanesbrautin Samtök hafa verið stofnuð vegna Reykjanesbrautar. Helsta krafa þeirra samtaka er að hraðað verði tvöföldun brautarinnar. Vanda- málið sé að vegna ökuhraða verði þarna oft stórslys. Ég hefi beðið árangurslaust eftir því að þetta fólk krefðist tafarlaust lækkunar hámarkshraða á brautinni, a.m.k. uns tvöföldun hennar væri lokið. Núna er látið afskiptalaust þótt ek- ið sé vel yfir 100 km hraða á braut- inni. Algengt er að ökumenn telji „öruggt“ að aka á allt að um 105 km hraða. Viðmiðunarmörk lög- reglu séu svo há. Krafa þeirra sem af alvöru vilja fækka slysum á Reykjanesbraut ætti að vera sú að hámarkshraði á brautinni yrði þeg- ar í stað lækkaður í 80 km og að viðmiðunarmörk lögreglu yrðu 83 til 87 km. Ef samtök um Reykja- nesbraut taka undir þessa kröfu, þá trúi ég að þeim sé alvara með að vilja fækkun slysa á brautinni. Öruggari bílar? Kristinn Snæland Höfundur er leigubílstjóri. Umferðaröryggi Breyttir jeppar, hækk- aðir og settir á ofurdekk eru sennilega, að mati Kristins Snæland, hættulegustu ökutækin í umferðinni. Dragtir Neðst á Skólavörðustíg Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri Gullsmiðir Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi PABBI/MAMMA Allt fyrir minnsta barnið. Þumalína, Pósthússtræti 13. Cranio-nám Norðurland / Akureyri 28. 04 — 3. 05. 2001 Thomas Attlee, DO, MRO, RCST College of Cranio—Sacral Therapy Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara www.simnet.is/cranio 422 7228, 699 8064, 897 7469
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.