Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 55 ✝ Svava Árnadótt-ir fæddist í Keflavík hinn 11. júní 1913. Foreldr- ar hennar voru Árni Vigfús Magn- ússon bátasmiður í Veghúsum í Kefla- vík, f. 27. júlí 1884 á Minna-Knarrar- nesi, Vatnsleysu- strandarhreppi, d. 7. maí 1959 í Kefla- vík, og kona hans Bjarnhildur Helga Halldórsdóttir, f. 25. ágúst 1885 á Vatnsnesi í Keflavík, d. 29. mars 1950 í Keflavík. Systkini Svövu eru: Sigríður, f. 19.1. 1907, d. 18.5. 1929, maki Jóhann Bergmann, f. 18.11. 16.12. 1986; Páll, f. 31.5. 1924, d. 4.5. 1999, maki Dóróthea Frið- riksdóttir, f. 15.12. 1921, og Guð- mundur, f. 23.10. 1927, d. 30.11. sama ár. Systkinin hafa öll verið búsett í Keflavík nema Pálína, sem bjó í Hafnarfirði. Svava giftist hinn 29. júní 1935 Sigurbirni Líndal Guðna- syni, bifreiðarstjóra í Keflavík. Foreldrar Sigurbjörns voru Guðni Jónsson vegagerðarmaður í Keflavík og kona hans, Sig- urbjörg Jónsdóttir. Sigurbjörn var fæddur í Keflavík hinn 6. okt. 1913 og lést 1. des. 1976. Svava og Sigurbjörn bjuggu all- an sinn búskap í Keflavík, lengst af á Faxabraut 9. Börn þeirra eru Sigríður Þor- björg, f. 23. júlí 1934, d. 17. nóv. 1958, og Guðni, f. 29. júlí 1948, rafvirki í Keflavík. Svava lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 27. febrúar síðastliðinn. Útför hennar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst klukkan 14.00. 1906, d. 4.2. 1996; Pálína Þorbjörg, f. 20.1. 1910, d. 5.9. 1972, maki Pétur Hallbergur Péturs- son, f. 19.11. 1908, d. 24.2. 1960, þau bjuggu í Hafnarfirði; Halldóra, f. 13.10. 1914, maki Jóhann Bergmann, sem áður var kvæntur elstu systurinni, Sigríði; Magnea, f. 4.11. 1917, d. 18.2. 1997, maki Davíð Gíslason, f. 6.7. 1911, d. 18.9. 1978, Árni Bjarnmundur, f. 4.5. 1919, d. 11.1. 1972, maki Þuríður Halldórsdóttir, f. 29.5. 1920; Guðrún, f. 5.10. 1922, maki Lár- us Eiðsson, f. 29.8. 1918, d. Elsku Svava mín, nú hefur þú kvatt þennan heim og ert komin á annað tilverustig þar sem ég treysti að tekið hafi verið vel á móti þér þar sem Jesú Kristur leið- ir börn sín í sólarljós hins eilífa morguns og sameinar ástvini. Fyrsta minningin sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um þig er sú stund þegar við hittumst í kaupfélaginu á Faxabrautinni þar sem ég var lítil telpa að versla inn og þú í sömu erindagjörðum og með ánægju bauðst ég til að bera pokana fyrir þig heim og alltaf gafstu mér aur fyrir, svona fyrir pínunammi eða til að komast í bíó. Það var alltaf ánægjulegt að koma í heimsókn til þín og svo var það bónus þegar Guðni sonur þinn var heima. Við ræddum um heima og geima og alltaf varstu vel með nótunum hvað var að gerast í kringum mig og töluðum við mikið um fjölskylduna, vinkonur mínar og íþróttir. Við áttum það sameiginlegt að vera mjög smávaxnar og fannst mér frábært hvernig þú leystir þau vandamál sem hvíla á smávöxnu fólki t.d. hvernig þú notaðir prik til að opna eldhúsgluggann sem var hátt uppi og ná í ýmsa hluti úr efri skápum. Þetta mun nýtast mér í framtíðinni. Alltaf áttir þú kók og með því og stundirnar sem að maður dvaldi hjá þér og Guðna voru alltaf ánægjulegar. En núna ertu farin Svava mín og með þessu litla ljóði og söknuði kveð ég þig og þakka þér fyrir allar ánægjulegu stund- irnar, ég votta elsku Guðna og systrum þínum og mágkonum mína dýpstu samúðarkveðju. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín frænka, Árný Hildur. Á fyrstu áratugum tuttugustu aldar er Keflavík lítið þorp um 500 sálna, þar sem byggðin dreifist um svæði sem nú afmarkast af Tjarn- argötu, Vesturgötu og Kirkjuvegi, er þá hét Templarastígur. Byggðin er skorin í tvennt af svonefndu Norðfjörðstúni. Íbúar fást mest við störf tengd fiskveiðum en jafn- framt er Keflavík öflugur versl- unarstaður. Hús hafa ekki götu- númer en bera nöfn, gjarnan kennd við eigendur eða ábúendur, sum þó kennd til örnefna eða starf- semi s.s. Hótelið, Eldhúsið eða Smiðjan. Þetta er hefðbundið íslenskt smásamfélag þar sem hver gengur að sínu með þrautseigju og þol- inmæði, allir þekkja alla og fólk lætur sig nágrannann varða á ann- an hátt en tíðkast í hraða nú- tímans. Úr þessum jarðvegi var hún Svava frænka sprottin, sú þriðja í röð níu systkina sem gjarnan eru kennd við Veghús, lítið vinalegt hús sem faðir þeirra og afi reistu árið 1907, þá í suðurenda byggð- arinnar og heitir nú Suðurgata 9. Það getur nærri að þröngt hefur verið um þrjár kynslóðir eftir þvi sem börnunum fjölgaði í húsnæði sem að stærð jafnast á við góða tveggja herbergja íbúð nú. Þetta var friðsælt heimili, gott og gest- risið og þar ríkti umhyggja, sam- viskusemi og mikil vinnusemi bæði innanhúss og utan. Þetta reyndist gott veganesti þeim systkinum enda samheldni þeirra viðbrugðið þó flutt væri úr foreldrahúsum og öll ílentust þau í Keflavík nema Pálína sem var alin upp hjá móðurforeldrum í Hafn- arfirði. Ætíð reyndist tími til að hittast og spjalla og fylgjast með hvert öðru og afkomendum þeirra. Svava vex upp og mótast í þessu umhverfi, leikur sér, passar yngri systkini, vinnur í fiski og gerist af- greiðsludama í búðinni hjá Eyjólfi kaupmanni á Klapparstígnum. Eiginmaður Svövu, Sigurbjörn Guðnason er einnig Keflvíkingur og jafnaldri hennar, fæddur og uppalinn á einum af Melbæjunum. Þau giftast 29. júní 1935. Þau reistu sér snoturt timburhús að Hafnargötu 56 en byggja sér síðar veglegt steinhús á þeirra tíma mælikvarða að Faxabraut 9 og þar bjó Svava í nær hálfa öld uns hún fluttist á hjúkrunarheimilið Garð- vang fyrir rúmu ári. Á fyrstu búskaparárum þeirra er Keflavík í nokkrum vexti en á fimmta og sjötta áratugnum tekur bærinn vaxtarkipp er framkvæmd- ir hefjast við Keflavíkurflugvöll. Þá gerist mikil gósentíð fyrir áræðna menn og margir fjárfesta í atvinnu- tækjum. Sigurbjörn er einn þeirra er hefja vörubílaakstur á þessum tíma á eigin bíl og stundaði þá at- vinnugrein uns hann lést um aldur fram þann 1. des. 1976. Svövu og Bjössa varð tveggja barna auðið. Þau eru Sigríður Þor- björg, f. 23. júlí 1934, d. 17. nóv. 1958 og Guðni, f. 29. júlí 1948, raf- virki í Keflavík. Það brá þungum skugga yfir þegar í ljós kom að frumburðurinn, Sigríður, var fjöl- fötluð frá fæðingu og breytti það lífi og framtíð fjölskyldunnar var- anlega. Svava tók að sér umönnun hennar heima fyrir með dyggum stuðningi eiginmannsins og var öll- um stundum vakin og sofin yfir velferð hennar. Þar hefur hún not- ið veganestis úr heimahúsum þar sem viðburðum lífsins var tekið eftir því að bar og með æðruleysi þess sem veit sig gera sitt besta. Sá þröngi hringur sem uppeldi og umhverfi markaði fékk því aldrei tækifæri til að stækka. En í litlum hring má koma fyrir ótrúlega miklu af kærleika og hlýju og þess hafa aðrir notið. Mér er sagt, því það var fyrir mitt minni, að í fyrsta skipti er ég lagðist í ferðalag á eig- in spýtur þá þriggja ára þá hafi ég fundist hjá Svövu frænku svo þar hefur barnið skynjað að væri gott að vera. Þó ekki væri víða farið var Svava ótrúlega glögg á menn og málefni og fylgdist ætíð vel með sínu fólki og öðrum. Ekki af forvitni heldur af sannri umhyggju. Hún las mikið og síðar er henni tók að daprast sjón hlustaði hún á hljóðbækur og einnig mikið á útvarp. Eftir að Sig- urbjörn lést hélt hún heimili með Guðna syni sínum og milli þeirra mæðgina lágu sterk bönd. Þegar ég flutti aftur til Keflavíkur 1976 og hóf að byggja mér hús, þá leigði ég íbúð á neðri hæð hjá Svövu og Guðna en Sigurbjörn var þá nýlát- inn. Það voru ófáar kvöldstundirn- ar sem varið var við eldhúsborðið hjá þeim mæðginum, oft með öðr- um ættingjum því þangað var ætíð gott að koma. Ávallt var stutt í góða skapið og hrundu þar mörg skemmtileg tilsvör. Síðustu æviárin var heilsunni farið að hraka, einkum var það sjónin sem gaf sig. Með aðstoð Guðna bjó hún svo lengi sem hún gat á Faxabrautinni og var aðdá- unarvert af hve mikilli alúð og natni hann annaðist móður sína í hvívetna. Síðasta æviárið bjó hún síðan á hjúkrunarheimilinu Garð- vangi og þó heilsan væri farin að bila þá hélt hún andlegu þreki til hins síðasta. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík þriðjudaginn 27, febrúar síðastliðinn eftir skamma legu. Góðrar konu er sárt saknað og vil ég fyrir hönd okkar, sona Halldóru og fjölskyldna þeirra, votta Guðna okkar dýpstu samúð. Starfsfólki Garðvangs og Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja eru færðar innilegustu þakkir fyrir góða hjúkrun og umönnun í veik- indum hennar. Jóhann Bergmann. SVAVA ÁRNADÓTTIR Að kveðja móður sína og þakka fyrir öll hin ljúfu æviár er nokkuð sem maður heldur og vonar að gerist seint á ævinni. En þó að árin hennar mömmu hafi nú ekki orðið nema 59 eru minningarnar um hana svo ótal margar. Þó að Borg- arnesið hafi átt stóran sess í hjarta hennar voru Reynimelurinn og Stapaselið okkar heimahagar. Þar stóðu öllum opnar dyr, bæði mönnum og dýrum en sérstaklega barnabörn- unum. Við vorum nú bara tvær syst- urnar en það kom ekki í ljós fyrr en við vorum háttaðar og allur skarinn var farinn heim til sinna húsa, sem annaðhvort mamma hafði boðið inn eða pabbi komið með heim af æfingu. Alltaf fóru allir heim saddir og sælir, þannig var hún. Börnunum í hverfinu þótti stundum nóg um og spurðu hvort við þyrftum nú ekki að kaupa stærra hús fyrir allt þetta fólk. Nú ERLA SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Erla Sigurjóns-dóttir fæddist í Borgarnesi 16. jan- úar 1942. Hún lést á heimili sínu 10. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 22. febrúar. stöndum við hér og vit- um aðeins það að algóð- ur guð gefur okkur styrk til að halda áfram í minningu þinni. Við kveðjum þig elsku mamma mín með sorg og gleði í hjarta. Þó sorg með sínar dökku hlið- ar berji á dyr hjá mér og mínum þessa stund er eins og einhver æðri við mig sverji að aftur munum eiga endur- fund. Að lýsa móðurmissi er mér um megin og þakka fyrir öll þau ljúfu ár því eftir situr hjá mér bitur treginn óteljandi bundin sorgartár. Í lífi mínu varstu stoð og stytta og hlutverkin sem lékst þú voru stór en mesta gleðin þín var þó að hitta Tómas, Elínu og Guðmund Þór. En öllu lífi ætlað er að enda ég ætla því að kveðja mamma mín og ástkærar og hlýjar kveðjur senda ég veit að núna sólin við þér skín. (JGG.) Þín dóttir, Jóna Guðrún. -          %     . % !   .  + '       (2 - (2 -  !4 ") /) *:    #  )#&8; ()4 #'&, $+ &% %< *  *+'&   %%,               . = 2     8>? % # !     "   )  *   / + (  !   0    (   (  ( (       :-) %) ,         .  2=. *)%  %  6 !   "    1 "       2    322 $  !    /""    . %)  =) . '  @$"+&.! %)  &5). '  :" !: %)        *  *+'&*  *  *+,      / 1/ 1  *  A       / (      " " +   ,       4 ! "     2  322  (  "              & 2& =' %) , & '   ./ B  1. 2 =)+ 7# &( # !         5       4 ! "    ,  322 $"+&#  ' ('   %) ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.