Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 11 Aðalfundur Þormóðs ramma - Sæbergs hf. Aðalfundur Þormóðs ramma - Sæbergs hf. verður haldinn á Hótel Læk, Siglufirði, föstudaginn 16. mars nk. og hefst hann kl. 16. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Heimild félagsins til að eiga eigin hluti. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur stjórnar til aðalfundar. „Aðalfundur Þormóðs ramma – Sæbergs hf., haldinn á Siglufirði föstudaginn 16. mars 2001, samþykkir að greiddur verði 7% arður á nafnverð hlutafjár vegna ársins 2000,- en vísar að öðru leyti til ársreiknings um meðferð taps. Samþykki aðalfundur tillöguna verða viðskipti með bréfin án arðs frá og með 17. mars 2001.” „Aðalfundur Þormóðs ramma – Sæbergs hf., haldinn á Siglufirði föstudaginn 16. mars 2001, samþykkir heimild til þess að félagið eigi eigin bréf allt að 10% af nafnverði hlutafjár.“ BÚNAÐARÞINGSFULLTRÚAR samþykktu við fyrri umræðu á þinginu í gær þá ályktun allsherj- arnefndar að aðild að Evrópusam- bandinu kæmi ekki til greina heldur bæri að tryggja hagsmuni Íslands með öðrum hætti. Ályktunin var samþykkt samhljóða án nokkurar umræðu og fór því ekki til síðari umræðu á þinginu líkt og algengt er með mörg stærri mál á þessum vett- vangi. Ágúst Sigurðsson frá Geita- skarði, fulltrúi í allsherjarnefnd, mælti fyrir ályktuninni og í máli hans kom fram að bændur hefðu væntingar til starfs nefndar sem landbúnaðarráðuneytið fyrirhugaði að skipa til að fjalla um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu fyrir íslenskan landbúnað. Munu Bændasamtökin eiga aðild að þeirri nefnd. Ágúst sagðist reyndar sakna meiri umræðu um ályktunina og tók sem dæmi að 17 ræður hefðu verið fluttar um sölu ríkisjarða í fyrri um- ræðu en engin ræða um Evrópu- málin. Að mati Búnaðarþings er mikil óvissa um marga þætti í starfi og framtíðarstefnumótun Evrópusam- bandsins, ESB. Jafnframt sé ljóst að aðild að ESB myndi hafa veruleg áhrif á starfsumhverfi íslensks land- búnaðar, að því er fram kemur í ályktuninni. „Ætla má að bændur og ekki síð- ur afurðastöðvar hérlendis mundu lenda í miklum erfiðleikum á sam- eiginlegum Evrópumarkaði. Mjög líklegt er að mikill samdráttur verði í flestum greinum íslensks landbún- aðar, störfum muni fækka og tekjur bænda lækka, gangi Ísland í Evr- ópusambandið. Reynsla finnsks landbúnaðar eftir inngöngu Finn- lands í Evrópusambandið staðfestir ofangreinda ályktun,“ segir m.a. í ályktuninni. Einnig segir að mikil óvissa ríki um ýmsa aðra þætti í starfsemi ESB. Nefndir eru til sögunnar erf- iðleikar í fiskveiðum og veiðistjórn- un, þar sem endurskoðun er fyr- irhuguð, alvarleg vandamál hafi komið upp varðandi búfjársjúkdóma og matvælaöryggi og mikil óvissa ríki í gjaldeyrissamstarfi sambands- ins. Þá segir í ályktuninni að misvís- andi hugmyndir séu uppi um breyt- ingar á landbúnaðarstefnu sam- bandsins og margt sé óljóst varð- andi stækkun ESB til austurs. Ágúst Sigurðsson sagði við Morg- unblaðið að bændur virtust almennt ekki telja Evrópusambandsaðild tímabæra. Umræða væri mikil í samfélaginu og en það væri ekki á færi allra að setja sig inn í Evrópu- málin. Ágúst vonaðist til þess að við störf fyrirhugaðrar nefndar land- búnaðarráðuneytisins yrðu viðhöfð vönduð og fagleg vinnubrögð. „Við vonumst til þess að þegar nefndin skilar áliti, hvenær sem það verður, þá liggi fyrir kostir og gallar á Evrópusambandsaðild. Á það má benda að við erum með á annan tug búgreinafélaga í landinu og hags- munirnar eru alls ekki þeir sömu,“ sagði Ágúst og benti á að í hans að- algrein, ferðaþjónustu, væri unnið að mestu í samevrópsku umhverfi. Ályktun um Evrópumál samþykkt samhljóða og án umræðu á Búnaðarþingi Aðild kemur ekki til greina Morgunblaðið/Golli Frá umræðum á Búnaðarþingi sem nú er haldið 6. til 9. mars á Hótel Sögu. BÚNAÐARÞING samþykkti þá ályktun kjaranefndar í gær, sem kom frá sunnlenskum þingfulltrúum, að stjórn Bændasamtakanna kannaði möguleika á að leysa húsnæð- isvanda bænda sem þurfa að dvelja á höfuðborgarsvæðinu í skamman tíma. Ályktunin var samþykkt við fyrri umræðu og kom þar fram mikil ánægja með málið. Brýn þörf væri á slíku húsnæði fyrir bændur af landsbyggðinni, og fjölskyldur þeirra, sem þyrftu að gera sér ferð til höfuðborg- arsvæðisins vegna t.d. heil- brigðisþjónustu eða einkaer- inda. Vísað var til góðrar reynslu stéttarfélaga á lands- byggðinni sem fjárfest hefðu í íbúðum á höfuðborgarsvæðinu fyrir sína félagsmenn. Í máli eins þingfulltrúa kom fram að Hótel Saga dugir ekki fyrir bændur þegar þeir þurfa að dvelja ásamt fjölskyldum sínum dögum eða vikum saman í borginni vegna ýmissa erinda. Vissulega fá bændur afslátt af gistingu á Sögu eina og eina nótt en það dugir skammt. Auk þess var lagt til að hótelið yrði selt til að fjármagna kaup á íbúðum fyrir bændur. Fram kom að ein íbúð myndi ekki duga, heldur þyrfti jafnvel heilt raðhús að koma til. Annar þingfulltrúi lýsti yfir ánægju sinni með ályktunina en taldi skynsamlegra að Bændasamtökin leigðu íbúðir sem þessar frekar en að kaupa þær. Kom hann með þá hug- mynd að Bændasamtökin létu gera könnun á viðhorfi félags- manna sinna til málsins þannig að þörfin á íbúðum sem þessum yrði metin. Bænda- íbúðir á höfuð- borgar- svæðinu Búnaðarþing 2001 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi samþykkt frá stjórn Innheimtumiðstöðvar gjalda skv. 11. gr. höfundalaga (IHM) sem samþykkt var á fundi samtakanna 8. mars 2001: „Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðl- um og víðar um reglugerð mennta- málaráðuneytisins um innheimtu höfundaréttargjalda, sem ráðuneyt- ið setti nýlega á grundvelli 5. mgr. 11. gr. höfundalaga, þar sem stór orð hafa fallið í garð höfunda og annarra rétthafa, vill stjórn IHM taka fram eftirfarandi: Upptaka hefðbundinna höfundar- verka til einkanota eingöngu hefur verið lögmæt hér á landi skv. 1. mgr. 11. gr. höfundalaga. Frá árinu 1985 hefur verið greitt sérstakt höfundaréttargjald af auðum hljóð- og myndböndum, svo og af tækjum til upptöku á hljóð- og myndbönd, til þess að bæta höfundum, flytj- endum og öðrum rétthöfum upp tekjutap vegna slíkrar upptöku á efni þeirra. Á síðasta ári voru þau laga- ákvæði, þar sem kveðið er á um umrædd höfundaréttargjöld (IHM- gjöld), aðlöguð að hinni nýju staf- rænu („digital“) tækni með það fyr- ir augum að höfundar og aðrir rétt- hafar fengju áfram sanngjarnt endurgjald fyrir það að afrita má verk þeirra til einkanota. Í því sambandi er rétt að taka fram að efni, sem áður var tekið upp á hljóðbönd, hefur í sífellt meira mæli verið tekið upp á tölvudiska án þess að höfundar eða aðrir rétt- hafar hafi fengið endurgjald fyrir þau not. Í raun réttri var gjaldið, sem greitt hefur verið af hverri hljóð- kassettu, kr. 35, fært yfir á tölvu- diska með fyrrgreindri reglugerð. Þótt not diskanna séu fjölbreyttari en kassettanna rúma þeir mun meira efni, auk þess sem upptakan er mun fullkomnari. Því er það álit þeirra höfunda og annarra rétthafa, sem hlut eiga að máli, að þetta end- urgjald sé síst of hátt, sér í lagi með tilliti til þess að gengið var út frá því að þeir aðilar, sem flytja inn tölvudiska til upptöku á öðru efni en hér um ræðir, fengju höfunda- réttargjöldin endurgreidd. Nú hefur komið í ljós, samkvæmt ábendingum frá innflytjendum og öðrum hagsmunaaðilum, að slík endurgreiðsla er illframkvæman- leg. Í ljósi þess getur stjórn IHM fallist á að gjald það, sem lagt verður á geisladiska, verði lækkað frá því, sem upphaflega var ákveð- ið, eins og heimilt er skv. 5. mgr. 11. gr. höfundalaga. Samtök höf- unda og annarra rétthafa telja hins vegar að með þeirri lækkun gjald- anna, sem nú hefur verið ákveðin, sé gengið lengra en þau hefðu kos- ið. Ennfremur lýsa þau vonbrigðum sínum með að fallið skuli hafa verið frá gjaldi af tölvum með innbyggð- um geisladiskabrennurum. Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að IHM-gjöld skv. 11. gr. höf- undalaga skiptast á milli allra rétt- hafa að efni, sem afrita má til einkanota, t.d. tónskálda, söngvara, hljóðfæraleikara, hljómplötufram- leiðenda, leikara, sviðsleikstjóra, kvikmyndaleikstjóra, kvikmynda- framleiðenda, kvikmyndagerðar- manna, rithöfunda, leikmynda- og búningahönnuða, myndlistarmanna og blaðamanna, allt eftir því hvort verið er að taka upp hljóð, mynd eða mynd ásamt hljóði. Gjöldin renna ekki einvörðungu til inn- lendra rétthafa. Samsvarandi gjöld hafa verið tekin upp í mörgum ríkj- um Evrópu. Ennfremur liggur fyrir að innan skamms mun taka gildi á Evrópska efnahagssvæðinu ný til- skipun um höfundarétt í upplýs- ingasamfélaginu, þar sem kveðið verður á um það að stafræn upp- taka hefðbundinna höfundarverka til einkanota verði heimil gegn því að höfundar og aðrir rétthafar þessa efnis fái sanngjarnt endur- gjald fyrir heimild til slíkrar upp- töku. Að lokum lýsir stjórn IHM undr- un sinni á viðhorfi Samtaka ís- lenskra hugbúnaðarframleiðenda til þessa máls, ekki síst í ljósi þeirrar ríku höfundaréttarverndar sem tölvuforrit njóta. Slík forrit má t.d. ekki afrita til einkanota, eins og flest önnur höfundarverk og því væri órökrétt að höfundar þeirra fengju hlutdeild í umræddum IHM- gjöldum. Höfundaréttur er for- senda framfara og þróunar, jafnt á hugbúnaðarsviði sem öðrum svið- um, þar sem slíkrar réttarverndar nýtur við. Af þeirri ástæðu væri nær að rétthafar innan IHM og hugbúnaðarframleiðendur tækju höndum saman í baráttunni fyrir bættum rétti til handa höfundum og öðrum rétthöfum.“ Aðild að IHM eiga eftirtalin félög og samtök: RÍ, Rithöfunda- samband Íslands, f.h. rithöfunda, handritshöfunda og þýðenda, með sameiginlegri kröfugerð og fyrir- svari með Hagþenki, SÍK, Sam- band íslenskra kvikmyndaframleið- enda, f.h. kvikmyndaframleiðenda, FÍL, Félag íslenskra leikara, f.h. leikara, listdansara og listdansahöf- unda, STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, SKL, Samtök kvikmyndaleikstjóra, f.h. kvikmyndaleikstjóra, FÍH, Félag íslenskra hljómlistarmanna vegna tónflytjendadeildar, Sambands flytjenda og hljómplötuframleið- enda, f.h. hljóðfæraleikara, söngv- ara og hljómsveitarstjóra, SHF, Samband hljómplötuframleiðenda, f.h. hljómplötuframleiðenda, FK, Félag kvikmyndagerðarmanna, f.h. kvikmyndagerðarmanna annarra en kvikmyndaleikstjóra, Myndstef, f.h. myndhöfunda og leikmynda- og búningahönnuða, BÍ, Blaðamanna- félag Íslands, f.h. fréttamanna og dagskrárgerðarmanna, og FLÍ, Félag leikstjóra á Íslandi, f.h. sviðsleikstjóra. Upptaka höfundarverka til einkanota lögmæt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.