Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HJÁLPARBEIÐNUM til Stígamóta vegna nauðg- ana fjölgaði um 20% milli áranna 1999 og 2000 en alls leituðu 380 einstaklingar til Stígamóta í fyrra, þ.e. 30 fleiri en árið á undan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjustu ársskýrslu Stígamóta, sem kynnt var í gær á 11 ára afmæli samtakanna. Langflest mál sem eru til umfjöllunar hjá Stíga- mótum fara ekki áfram, ýmist vegna þess að þau eru fyrnd eða konur treysta sér ekki í gegnum kæruferlið. Í fyrra var ekki kært í 85,7% tilvika. Fram kemur í skýrslunni að ofbeldismenn á und- anförnum 11 árum hafa verið um 50% fleiri en þeir einstaklingar, sem leitað hafa hjálpar hjá Stígamót- um. Nánar tiltekið er fjöldi ofbeldismanna 4.549 á móti 3.025 þolendum, sem eru aðallega konur. Að sögn Rúnu Jónsdóttur, fræðslu- og kynning- arfulltrúa Stígamóta, er ástæðan fyrir þessu tví- þætt. „Annars vegar er ástæðan sú að það kemur fyrir að konur leita sér ekki hjálpar fyrr en þær lenda í því að verða beittar ofbeldi af fleiri en einum manni, eða í annað skiptið,“ sagði hún á blaða- mannafundi í gær. „Hins vegar er ástæðan sú, að sömu mennirnir koma fyrir aftur og aftur og eru jafnvel margtaldir í ársskýrslunni. Ástæðan er sú að það er slóð á eftir þessum mönnum. Það hafa komið til okkar heilir hópar kvenna vegna sama mannsins, bæði saman og hver í sínu lagi. Þetta þykir okkur hvað alvarlegast.“ Rúna nefndi annað áhyggjuefni Stígamóta sem skýrslan leiðir í ljós, en það er aukinn fjöldi þeirra sem hefur verið nauðgað. „Þeim hefur fjölgað úr 62 árið 1999 í 74 árið 2000, sem er 20% aukning.“ Í skýrslunni kemur fram að sem fyrr hafi sifja- spell verið langvarandi hjá þeim sem leituðu til Stígamóta. Yfir 60% þeirra sem leituðu sér hjálpar höfðu verið beitt sifjaspellum í 1 til 5 ár. Minnst um ókunnuga nauðgara Þeir sem standa næstir standa konum og börnum eru líklegastir til að beita kynferðisofbeldi, sam- kvæmt skýrslunni, en vinir og kunningjar þolend- anna voru ofbeldismenn í 60% tilvika. 25% geranda voru feður/stjúpfeður, afar og bræður. Um 12% nauðgara voru eiginmenn eða sambýlismenn. Skýrslan sýnir að sjaldgæft er að nauðgarar séu ókunnugir fórnarlömbunum. Í 8,9% tilvika þekkti fórnarlambið ekki nauðgarann. Rúna sagði í tilefni síðastnefnda atriðisins, að Stígamót vildu gjarna kveða niður goðsögnina um „karlinn sem stekkur fram úr runnunum og nauðgar eða beitir börn of- beldi. Veruleikinn er ekki þannig. Oftast eru ofbeld- ismennirnir mjög nákomnir fórnarlömbunum“. Langflestar konur sem eru beittar kynferðislegu ofbeldi kvarta yfir skömm, sektarkennd, depurð og lélegri sjálfsmynd og sýnir skýrslan að þessar séu afleiðingar ofbeldisins hjá 80 til 87% kvenna. 66,8% kvenna eru haldnar ótta og sama hlutfall þjáist vegna svipmynda (flashback). Aðrar alvarlegar af- leiðingar kynferðisofbeldis eru einangrun og erfitt kynlíf. Þá töluðu rúm 60% kvenna um sjálfsmorðs- hugleiðingar. Ábyrgðin ekki á réttum stað Að sögn Rúnu sjá Stígamót möguleika á því að bregðast við sektarkennd og skömm þeirra sem lenda í kynferðisofbeldi. „Ástæðan fyrir því að kon- ur eru að berjast við skömm og sektarkennd, er sú að ábyrgðinni hefur ekki verið komið á þá sem beita ofbeldinu,“ sagði Rúna og vakti athygli á ferli nauðgunarmála eftir að þau eru tilkynnt til Stíga- móta. Vitað er að 22 af 380 málum sem bárust Stíga- mótum í fyrra voru kærð til lögreglu. Leiddu 4 þeirra til ákæru, jafnmörg voru felld niður og 14 voru í vinnslu. Ákærumálin sem fóru fyrir dómstóla enduðu með fangelsisdómi yfir ákærða. Að sögn Rúnu er skortur á sönnunum helsta ástæða þess að kærumál eru felld niður. Afdrif 85,7% mála sem bárust Stígamótum í fyrra urðu hins vegar þau að ekki var kært. 20% fleiri hjálparbeiðnir til Stígamóta í fyrra Konum einkum nauðgað af vinum og kunningjum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Halldóra Halldórsdóttir hjá Stígamótum ásamt Rúnu Jónsdóttur, Björgu Gísladóttur og Bergrúnu Sigurðardóttur. HEILDARTEKJUR sveitarfélaga af fasteignagjöldum námu tæpum 41 þúsund kr. á hvern íbúa á árinu 1999. Þegar litið er til fimm stærstu sveitarfélaganna voru þær hæstar í Reykjavík 45.674 kr., sem er rúmum tíu þúsund kr. meira en í Kópavogi og Hafnarfirði og tæp- um þrjú þúsund kr. hærra en á Akureyri. Þessar upplýsingar má lesa út úr svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá Einari K. Guðfinns- syni alþingismanni um tekjur sveitarfélaga af fasteignagjöldum á árunum 1995–2000. Fram kemur að heildartekjur sveitarfélaga af fasteignagjöldum námu rúmum 11,4 milljörðum króna á árinu 1999. Þar af námu tekjur fimm stærstu sveitarfélag- anna tæpum 7,5 milljörðum kr. Reykjavíkurborg hafði í tekjur rúmar fimm milljarða kr., Kópa- vogur 774 milljónir kr., Hafnar- fjörður 673 milljónir, Akureyri 648 milljónir kr. og Reykjanesbær 353 milljónir. Mestar tekjur af fasteignasköttum Langstærstur hluti tekna af fasteignagjöldum er vegna fast- eignaskatts eða rúmir 6,8 millj- arðar kr. af 11,4 milljörðum á árinu 1999. Næstmestar tekjur sveitarfélaganna eru vegna álagn- ingar vatnsgjalds, en það nam hjá sveitarfélögunum í heild á árinu 1999 tæpum 1.830 milljónum kr. Holræsagjald nam 1.380 miljónum kr., sorphreinsunargjöld 847 millj- ónum kr. og lóðarleiga 520 millj- ónum kr. Ef litið er til tekna á íbúa kemur fram að fasteignaskattur í Reykja- vík var 27.537 kr. á árinu 1999. Hann var 21.623 kr. á íbúa á Ak- ureyri, 21.355 kr. í Hafnarfirði, 20.400 kr. í Reykjanesbæ og 17.298 kr. í Kópavogi. Vatnsgjald er á bilinu 4.525 kr. í Reykjanesbæ upp í 7.672 kr. á Akureyri. Hol- ræsagjald er einnig lægst í Reykjanesbæ kr. 4.792 kr. á íbúa, en hæst er það einnig á Akureyri kr. 7.759 kr. Sorphreinsunargjald á íbúa er lægst í Hafnarfirði 1.267 kr. en hæst er það í Reykjavík 2.963 kr. 11,4 milljarða tekjur af fasteignagjöldum 1999 FJÖLSKYLDAN sem slapp á ótrú- legan hátt úr snjóflóðinu í Hauka- dal í fyrradag hafði ekki ennþá komist heim að Giljalandi þegar Morgunblaðið ræddi vð Jóhannes Inga Böðvarsson bónda seinni partinn í gær. Að sögn Jóhannesar hafði heilsan versnað nokkuð frá því í fyrrakvöld, allir voru með strengi og eymsli í líkamanum eft- ir byltuna í snjóflóðinu og fóru fjögur úr fjölskyldunni í nánari skoðun á sjúkrahúsið á Akranesi undir kvöld í gær. Jóhannes sagðist hafa farið fyrr um daginn til að líta á aðstæður þar sem snjóflóðið hreif með sér bíl fjölskyldunnar. Aðstæður hafi litið mjög illa út og hann hafi áttað sig betur á því hversu vel fjölskyldan slapp úr flóðinu þegar litið var yfir sviðið. Jeppinn lá á hliðinni á kafi í snjónum á ísi lagðri Haukadals- ánni og var hann dreginn upp í gær. Bíllinn er talinn gjörónýtur. Að sögn Jóhannesar gekk illa að sofna nóttina eftir slysið, en hafðist þó að lokum. Fjölskyldan gisti í Búðardal og hefur ekki ennþá komist heim, nema hvað Jóhannes segist hafa litið þangað í stutta stund í gær. Ætlunin var að halda heim í gærkvöld að lokinni skoðun á sjúkrahúsinu á Akranesi. Fjölskyldan sem slapp á ótrúlegan hátt úr snjóflóðinu í Haukadal í fyrradag Aum og stirð eftir byltuna Fjölskyldan sem slapp á ótrúlegan hátt úr snjóflóðinu í Haukadal í fyrradag. Jóhannes Ingi Böðvarsson og eigin- kona hans, Helga Líndal Hallbjörns- dóttir, halda á dætrunum Gunnhildi Björk, 6 ára, og Ásrúnu Ösp, 4 ára, og Hallbjörn Líndal, 13 ára, heldur á bróður sínum, Jóhannesi Garðari, sem verður þriggja ára síðar í mánuðinum. Ljósmynd/Melkorka Hér má sjá jeppa fjölskyld- unnar á hliðinni á ísi lagðri Haukadalsánni. Bíllinn var dreginn upp í gær og er tal- inn gjörónýtur. GAGNASÖFNUN vegna flugslyss- ins við Vestmannaeyjar síðastliðinn þriðjudag hélt áfram í gær á veg- um Rannsóknanefndar flugslysa. Tvær bandarískar konur fórust með vélinni sem var skráð í Bandaríkjunum og af gerðinni Avro Commander 56. Unnið var að því í gær að fá upptökur af segulböndum og rat- sjármyndum vegna samskipta flug- stjórnar við flugvélina. Hún hvarf af ratsjá kl. 8.55, rúmum hálftíma eftir að hún lagði upp frá Keflavík að morgni þriðjudags, sem var kl. 8.19. Þá er brak og annað sem fundist hefur á sjó enn að berast nefndinni til rannsóknar. Leitað er á þekktum rekastöðum Leitað var á fjörum í gær frá Vík í Mýrdal að Reykjanestá. Um var að ræða svonefnda hraðleit þar sem leitað er á þekktum rekastöð- um. Verður einnig leitað á þeim aftur í dag. Um 30 manns tóku þátt í leitinni á 10 bílum, tveimur fjórhjólum og báti. Þá er í und- irbúningi viðamikil leit á öllu svæð- inu á morgun, laugardag. Flugslysið við Vestmannaeyjar Gagna- söfnun haldið áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.