Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 51
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 51 Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6:45-7:05. Mömmumorgunn kl. 10- 12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna. Kaffispjall fyrir mæður. Góð upplifun Fyrir börn. Langholtskirkja. Langholtskirkja er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Hallgrímskirkja. Passíusálmalest- ur kl. 12:15. Neskirkja. Kirkjustarf eldri borg- ara í Neskirkju á morgun, laugar- dag. Farið um miðborg Reykjavík- ur og merkar byggingar skoðaðar undir leiðsögn Péturs Ármannsson- ar arkitekts. Lagt af stað frá Nes- kirkju kl. 14:00. Kaffiveitingar. Munið kirkjubílinn. Þátttaka til- kynnist í síma 511-1560. Grafarvogskirkja. Al-Anon fundur kl. 20:00. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, Biblíulestur og kyrrðarstund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11- 12:30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og Biblíufræðsla þar sem ákveð- ið efni er tekið fyrir, spurt og svar- að. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Súpa og brauð eftir samkomuna. Allir velkomnir. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Samvera Kirkjuskólans í Mýrdal verður á morgun, laugardaginn 10. mars, kl. 11:15-12:00 í Víkurskóla. Brúðurnar verða á sínum stað. Prestur og starfsfólk Kirkjuskólans. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21:00. Styrkur unga fólksins. Dans, drama, rapp, préd- ikun og mikið fjör. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti. Sam- koma í kvöld föstudag kl. 20, bæna- vika æskunnar, ræðumaður Paul Tompkins. Laugardagur 10. mars: Biblíu- fræðsla kl. 10, guðþjónusta kl. 11, tónlist og stjórnum í höndum æsku- lýðsdeildar kirkjunnar vegna bæna- viku æskunnar 9- 13 mars, ræðu- maður Paul Tompkins. Sameiginleg máltíð (hlaðborð-lukkupottur) í Suðurhlíðaskóla eftir samkomu. Bænasamkoma kl. 18.30. Bænasam- komur kl. 20 sunnudaginn 11. mars, mánud. 12. mars og þriðjud. 13 mars. Ræðumaður Paul Tompkins. Loftsalurinn, Hólsbraut 3, Hafnar- firði og Safnaðarheimili aðvent- ista, Blikabraut 2, Keflavík: Vegna bænaviku æskunnar er öllum eint til Aðventkirkjunnar í Reykjavík. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10:00. Safnaðarstarf Auglýsing um Aðalskipulag Biskupsstungna 2001—2012 Sveitarstjórn Biskupstungna auglýsir hér með tillögu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000—2012, samkvæmt 17. og 18. gr. skipu- lags- og byggingarlaga m.s.br. Aðalskipulagstillagan verður til sýnis á skrif- stofu Biskupstungnahrepps frá og með 9. mars til 9. apríl 2001. Skriflegum athugasemdum við Aðalskipulagið skal skila á skrifstofu sveit- arfélagsins. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við Aðalskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til mánudagsins 23. apríl 2001. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests telst samþykkur henni. Biskupsstungum, 12. febrúar 2001. Sveitarstjóri Biskupstungnahrepps. Tilkynning um flutning skrifstofu barnaverndar- nefndar Reykjavíkur Skrifstofa barnaverndarnefndar Reykjavíkur, Síðumúla 39, 108 Reykjavík, verður lokuð frá kl. 11 fimmtudaginn 8. mars og allan föstudag- inn 9. mars vegna flutninga. Mánudaginn 12. mars verður skrifstofan opnuð á ný í Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík, sími 535 2600. Miðgarður, fjöskylduþjónusta í Grafar- vogi, sími 545 4500, mun sinna neyð- arþjónustu meðan á lokun stendur. Tvísköttunarsamningar Viðræður um gerð/endurskoðun tvísköttunarsamninga við Ítalíu, Írland og Bandaríkin á komandi mánuðum. Samninganefnd fjármálaráðherra um gerð tví- sköttunarsamninga hefur hafið undirbúning að viðræðum við samninganefnd ítalskra stjórnvalda, sem hefjast munu 26. mars nk. í Róm. Samhliða fer fram undirbúningur að viðræðum við fulltrúa Írlands, sem væntanlega hefjast í lok apríl og verður fyrsti fundur sam- ninganefndanna haldinn í Reykjavík. Þann 21. maí nk. mun íslenska samninganefnd- in síðan setjast að samningaborði með fulltrú- um bandarískra stjórnvalda um endurskoðun á tvísköttunarsamningi okkar við Bandaríkin, en gildandi tvísköttunarsamningur ríkjanna er frá árinu 1975. Markmið tvísköttunarsamninga er fyrst og fremst að koma í veg fyrir tvísköttun á tekjum og eignum, sem óhjákvæmilega leiðir til ójafn- ræðis milli aðila, en einnig að koma í veg fyrir undanskot frá skatti. Meginefni tvísköttunar- samninga er alla jafna það, að báðum ríkjum er heimilt að halda eftir afdráttarskatti að til- teknu hámarki af þeim tekjum sem greiddar eru frá öðru samningsríkinu til aðila í hinu samningsríkinu. Síðarnefnda ríkið skuldbindur sig hins vegar til að veita þeim aðila, sem skatt- urinn var dreginn af, skattafslátt sem svarar til þess skatts sem þegar hefur verið greiddur í hinu ríkinu. Þeir aðilar, sem hafa áhuga á að koma að skrif- legum ábendingum eða athugasemdum fyrir komandi samningaviðræður, er vinsamlegast bent á að beina þeim til samninganefndar fjár- málaráðherra um gerð tvísköttunarsamninga. Formaður nefndarinnar er Maríanna Jónas- dóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyti. Erna Hjaltested, ritari nefndarinnar, veitir allar frekari upplýsingar. Fjármálaráðuneytið, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, sími 560 9200, erna.hjaltested@fjr.stjr.is Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Borgartún 24, breyting á deiliskipulagi, ofanábygging. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deili- skipulagi sem afmarkast af Borgartúni, Samtúni, Nóatúni og Höfðatúni. Breytingin lýtur að lóðinni nr. 24 við Borgartún. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja um 400m2 inndregna hæð, úr léttu byggingarefni, ofan á nyrsta hluta hússins. Vegna breytingarinnar er bílastæðum fjölgað um 12. Nýtingarhlutfall lóðarinnar vex úr um 0,73 í 0,83. Hæð hússins í dag er 10,98m en verður 13,18m skv. tillögunni. Tillagan liggur frammi í sal Borgar- skipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 9. mars til 6. apríl 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 20. apríl 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 9. mars 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA Svæða- og viðbragðsfræði 19 mánaða nám viðurkennt af Svæðameðferðarfélagi Ís- lands. Kennsla eitt kvöld í viku, nýr hópur byrjar 14. mars næst- komandi. Svæðameðferðarskóli Þór- gunnu, Skipholti 50c, s. 562 4745, 896 9653, 552 1850. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  181398½  9 O* I.O.O.F. 12  181398½  Sp. Föstudaginn 9. mars kl. 20. Vakningarherferðin heldur áfram með ofurstunum Inger og Einari Höyland. Brigader Ingi- björg Jónsdóttir stjórnar. Allir hjartanlega velkomnir. Sími 533 1777 -------------------------------------------- Föstudagskvöld kl. 20.00 Bænastund í Grófinni 1 og trú- boð í miðbænum. Allir velkomnir! Mundu, Guð er bara einni bæn í burtu. Líflínan, s. 577 5777. Í kvöld kl. 21 heldur Guðrún Edda Guðmundsdóttir erindi um Jesúbænina í húsi félagsins, Ing- ólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Birgis Bjarna- sonar. Á sunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30— 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. Skíðagönguferð í Tindfjöll 9. - 11. mars. Fararstjóri Dagný Indriðadóttir. Skíðagönguferð við Ár- mannsfell 11. mars. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 10.30. Fararstjóri Sigurður Kristjáns- son. Verð 1.400 kr. Bakpokanámskeið 13. mars. Bókið tímanlega á skrifstofu í s. 568 2533 eða netfang fi@fi.is. Myndasýning í F.Í.-salnum 14. mars kl. 20.30. Víknaslóðir milli Borgarfjarðar og Seyðisfj- arðar og Hveravellir - Geitland, norðan og vestan Langjökuls. Takið þátt í spurningaleikn- um á heimasíðu F.Í. Dagsferðar- miði dreginn út í hverri viku. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.