Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 59 Aðalfundur Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. Aðalfundur Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. vegna starfsársins 2000 verður haldinn í kaffisal félagsins í Hnífsdal, laugardaginn 24. mars nk. og hefst kl. 14:00. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa eigin hluti samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál sem löglega eru upp borin. Ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, mun liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Dagskrá aðalfundar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent klukkustund fyrir fund. Að loknum aðalfundarstörfum verður hluthöfum, starfsmönnum og öðrum velunnurum boðið upp á léttar veitingar í Félagsheimilinu í Hnífsdal í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. STJÓRN HRAÐFRYSTIHÚSSINS - GUNNVARAR HF. JÓHANN Breiðfjörð heldur fyr- irlesturinn „Í sjöunda himni“ í sal 101 í Odda í Háskóla Íslands laug- ardaginn 10. mars kl. 14. Aðgangs- eyrir er 1.000 kr. Jóhann heldur fyrirlesturinn á eigin vegum og leigir einungis aðstöðuna í Odda. Í fréttatilkynningu segir: „Þessi fyrirlestur er ekki fyrir viðkvæm- ar sálir þar sem fjallað verður um málefni sem geta rist djúpt í hug- ann, hjartað og sálina. Fyrirles- arinn mun segja frá eigin reynslu af því að drukkna og því sem hann skynjaði í þær 3–5 mínútur sem líkaminn var látinn. Fyrirlesturinn var áður haldinn hinn 25. nóvem- ber en verður endurtekinn vegna fjölda fyrirspurna. Það skal tekið sérstaklega fram að umfjöllunin er ekki trúarlegs eðlis heldur einung- is byggð á beinni skynjun og reynslu. Markmiðið með umfjölluninni er að lýsa upp þetta dimma málefni og kenna fólki að nýta meðvitund- ina um dauðann sér í hag. Hún getur nefnilega verið okkar mesti fjörgjafi og getur verið fyrsta skrefið í áttina að lífshamingju. Í þessari reynslu er líka að finna fegurð sem gæti sefað ótta margra og hlýjað einhverjum um hjarta- ræturnar.“ Fyrirlesarinn, Jóhann Breið- fjörð, hefur meðal annars starfað sem hugmyndasmiður, hönnuður og ráðgjafi fyrir Lego í fimm ár og haldið fjölda fyrirlestra um skap- andi hugsun fyrir almenning og innan fyrirtækja. Segir frá eigin reynslu Í TILEFNI af því að Kírópraktora- félag Íslands (KÍS) hefur hlotið inn- göngu í Evrópusamband kíróprakt- ora (ECU) mun stjórn ECU funda hér á landi 9.-11. mars. n.k. Meðal þess sem rætt verður er staða kíró- praktíkur á Íslandi, bæði hvað varð- ar lagalega stöðu og viðurkenningu almennings á meðferð kírópraktora. Í ECU eru nú kírópraktorafélög 17 landa og þegar Ísland verður formlega komið í hópinn verða þau 18. ECU hefur unnið gríðarlega mik- ið starf til kynningar á kírópraktík í Evrópu fyrir Evrópuþinginu, stjórn- málamönnum og embættismönnum Evrópusambandsins. Einnig hefur sambandið hjálpað kírópraktorum í mörgum Evrópulöndum við að öðl- ast starfsréttindi og löggildingu. ECU heldur tvo fulltrúaráðsfundi á ári hverju og þar mun fulltrúa Ís- lands gefast kostur á að viðra þau mál sem eru efst á baugi hér á landi og leita aðstoðar frá sambandinu. Með inngöngu í ECU og virku starfi innan sambandsins kemur starf kírópraktora til með að eflast á Ís- landi, segir í fréttatilkynningu. Fær inngöngu í Evrópu- samband kírópraktora Krabbameinslækningar Grein um krabbameinslækning- ar birtist í blaðinu í gær, eftir Ragnheiði I. Þórarinsdóttur, Kjartan Má Kjartansson, Rós- björgu Jónsdóttur, Árna Ólafsson og Jón Ásgeir Sigurðsson. Þau leiðu mistök urðu við uppsetningu greinarinnar í blaðinu að línurit, annars vegar um lífslíkur karla með blöðruhálskrabbamein og hins vegar karla með lungnakrabba- mein, hafa víxlast. Enn fremur eiga tölur í línuriti yfir brjósta- krabbamein eingöngu við konur. (Myndatexti greinarinnar var styttur við uppsetningu). Hlutað- eigandi eru beðnir afsökunar. Ranglega nefnd Í frétt á landsíðunni í gær var sagt frá ungum ökumönnum í Borgarnesi á námskeiði. Í mynda- texta var Kristín Lára Geirsdóttir ranglega nefnd og er beðist vel- virðingar á því. Leiðrétt LÍFVÍSINDI – leiðin á markað er yfirskrift Nýsköpunarþings sem haldið er í dag, föstudaginn 9. mars, í Versölum, Hallveigarstíg 1, kl. 8- 10. Á þinginu verða afhent í sjötta sinn Nýsköpunarverðlaun RANNÍS og Útflutningsráðs og eru fyrri verðlaunahafar Bláa lónið, Flaga hf., Íslensk erfðagreining, Hugvit hf. og Vaki fiskeldiskerfi hf. Á þinginu mun Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra flytja ávarp í upphafi fundar., Steven M. Fergus- son yfirmaður hjá stærstu heil- brigðisvísindastofnun Bandaríkj- anna, National Institute of Health, flytur erindi um arðsemi lífvísinda, Jakob K. Kristjánsson forstjóri Prokaria ræðir þróunina í líftækni á Íslandi og Ólafur Sigurðsson sjóð- stjóri hjá Talentu fjallar um fram- taksfjárfestingu í líftækni. Nýsköpunar- þing í dag evrópsku samstarfi. Ráðstefnan hefst í dag kl. 13 með ávarpi Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra, og enn fremur verður ný stefna menntamálaráðuneytisins í rafrænni menntun 2001–2003 kynnt. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, dr. Patricia L. Rogers, fjallar um breytingar á menntun vegna áhrifa upplýsinga- og samskiptatækni. Fyrirlestrar um fartölvuvæðingu og breytta starfshætti skóla, raf- rænt nám, sambúð íslensku og nýrrar tækni, störf kennarans í upplýsingatæknisamfélagi, bóka- söfn á upplýsingaöld og nýjar lausnir sem auðvelda dreifmenntun verða á dagskrá föstudagsins. Laugardaginn 10. mars hefst dagskráin kl. 9 og verður lögð áhersla á fartölvuvæðingu fram- haldsskólanna, nýjar kennsluað- ferðir í háskólum, samskiptaverk- efni á Netinu, stafrænt námsefni, dreifnám og notkun tölva í leik- og grunnskólum. Báða dagana verða smiðjur þar sem ráðstefnugestum býðst að kynnast og prófa nýjungar í MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ stendur fyrir UT2001 – ráðstefnu um upplýsingatækni í skólastarfi 9.– 10. mars nk. Ráðstefnan verður haldin í Borgarholtsskóla og er yfirskrift hennar „Rafrænt menntakerfi – breyttir kennslu- hættir“. UT2001 er stærsta ráðstefna í upplýsingatækni sem haldin er á Íslandi. Á ráðstefnunni munu rúm- lega 100 sérfræðingar íslenskir og erlendir halda erindi og er gert ráð fyrir að þátttakendur verði um 800. Á UT2001 verður fjallað um notkun upplýsingatækninnar á leik-, grunn-, framhalds- og há- skólastigi og er ráðstefnan kjörinn vettvangur fyrir þá sem áhuga hafa á þróun upplýsingatækninnar í skólastarfi og breyttum kennslu- háttum. Haldin verða erindi um nýjar og breyttar kennsluaðferðir, fartölvu- væðinguna, þróunarstarf, rafræna menntun, bókasöfn á upplýsinga- öld, sambúð íslensku og nýrrar tækni, gagnvirkt námsefni, tækni- legar lausnir og tækifæri til sam- starfs og símenntunar sem felast í kennsluhugbúnaði og tæknilausnir verða kynntar. Sérfræðingar í heildarlausnum fyrir skóla varðandi tengingar og annan tæknibúnað verða á staðn- um til að veita upplýsingar ásamt notendum í skólum þar sem bún- aður er kominn upp. Pallborðsumræður undir yfir- skriftinni 8vitar í upplýsingatækni verða á dagskrá kl. 15–16, laug- ardaginn 10. mars, og eru þátttak- endur eftirfarandi: Björn Bjarna- son menntamálaráðherra, Atli Harðarson framhaldsskólakennari, Bergljót Arnalds rithöfundur, Margrét Dóra Ragnarsdóttir, Oz.- com, Sigríður Erla Óskarsdóttir nemandi og Sölvi Sveinsson skóla- meistari. Stjórnandi pallborðs er Guðbjörg Sigurðardóttir, formaður verkefnisstjórnar um upplýsinga- samfélagið. Mennt – samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla er fram- kvæmdaraðili ráðstefnunnar. Frekari upplýsingar um UT2001 er að finna á: www.mennt.is/ UT2001 og www.menntamalaradu- neyti.is. UT2001 – ráðstefna um upp- lýsingatækni í skólastarfi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ alltaf á fimmtudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.