Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 63
NÚNA!
Í KASTLJÓSI ríkissjónvarpsins 28.
febr. sl. mættu Sólveig Pétursd.
dómsmálaráðhr. og Lúðvík Berg-
sveinsson alþingism. þar sem fjallað
var um yfirvinnubann fíkniefna-
deildar lögr. Ráðhr. hefur ítrekað á
Alþingi og í umræddum þætti sífellt
verið að minna á hvað ríkisstjórnin
og sérstaklega Sjálfstæðisfl. hafi
stutt vel fjárhagslega við fíkniefna-
deildina og árangur hennar við upp-
ljóstrun mála megi að miklu leyti
þakka djúpstæðum skilingi hennar á
þörfum deildarinnar. Framsóknarfl.
lofaði einum milljarði til þessa
málafl. fyrir síðustu alþingiskosning-
ar. Ríkisstjórnarfl. hafa fyrst og síð-
ast reynt að nýta sér þessi mál með
pólitískum áróðri í stað þess að stór-
efla fíkniefnarannsóknir í landinu,
m.a. með að tvöfalda mannafla fíkni-
efnadeilarinnar og gera henni þann-
ig kleift að skipuleggja betur daglegt
eftirlit, upplýsingakerfi og langtíma-
rannsóknir. Málefni fíkniefnamála
eiga að vera hafin yfir pólitískt þras
og Alþingi reyni ávallt að leita sam-
stöðu þingsins að bestu úrlausnum á
víðtækum grundvelli í samráði við þá
sem starfa og skipuleggja verkefnin
með faglegum hætti. Að vera á at-
kvæðaveiðum á þessum vettvangi á
löggjafarþingi þjóðarinnar er dapur-
legt hlutskipti dómsmálaráðhr. og
annarra sem tileinka sér slíkt
ábyrgðar- og dómgreindarleysi er
ekki vænlegt til árangurs.Umræður
um yfirvinnubann og mikla yfirvinnu
fíkniefnadeilar lögreglunnar er þess-
um málum ekki til framdráttar. Væri
lögreglumönnum t.d. fjölgað um
helming myndi óhæfileg yfirvinna á
hvern einstakling lækka.
Yfirvinna fíkinefnalögreglunnar
ákvarðast af brýnum rannsóknar-
hagsmunum hverju sinni, sem verða
oftast ekki séðir fyrir og því ekki
mögulegt að áætla hana í fjárhags-
áætlun viðkomandi embættis. Það
verður að treysta á yfirmann við-
komandi rannsóknardeildar í þess-
um efnum og því séu ávallt opnar
greiðsluheimildir til staðar í fjár-
málaráðuneytinu til að sinna þessum
verkefnum. Yfirvinnubann á lög-
reglumenn við fíkniefnarannsóknir
er jafnfráleitt eins og þeirra sem
annast sjúkarflutinga v/slysa og að-
gerða á vettvangi. Hér er um að
ræða verkefni sem ekki verða séð
fyrir og eiga því ekki að falla undir
fasta liði fjárhagsáætlana viðkom-
andi embætta.
Við skulum vera þakklát þeim öll-
um sem leggja á sig erfiða, áhættu-
sama og langa vinnudaga í þágu
samfélagsins eins og þessir aðilar
gera í ríkum mæli. Ég vona að lög-
reglumenn þurfi ekki í framtíðinni
að boða til frekari mótmælafunda
vegna ósæmilegrar framkomu dóms-
málaráðhr. og fylgifiska hennar-
.Greinarhöfundur óskar lögreglunni
góðs gengis, þjóðin á að standa fast
að baki hennar og aðstoða í hvívetna.
Kær kveðja til lögreglunnar.
KRISTJÁN PÉTURSSON,
fyrrv. deildarstj.
Dómsmálaráðherra
á villigötum
Frá Kristjáni Péturssyni:
ÉG vil byrja á því að þakka Ríkisút-
varpinu Sjónvarpi fyrir að gefa
landsmönnum tækifæri til þess að
sjá þessa þriggja tíma leiksýningu
sem sýnd var sunnudaginn 18.
febrúar úr Ráðhúsi Reykjavíkur.
Leikstjórinn, Stefán Jón Hafstein,
stjórnaði sýningunni af röggsemi og
var trúr höfundinum í uppfærsl-
unni.
Aðalleikarinn og höfundurinn,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg-
arstjóri og oddviti R-listans í
Reykjavík, sýndi áhorfendum svo
ekki verður um villst að þessi at-
kvæðagreiðsla, sem fram á að fara
17. mars nk., er ekkert annað en
sýndarmennska og pólitískur
skrípaleikur. Atriði sýningarinnar
þar sem leikstjórinn atti þeim sam-
an ráðherranum og borgarstjóran-
um var væntanlega sett upp til þess
að sýna okkur hvað borgarstjórinn
hefði mikla yfirburði í þessu máli.
Þar förlaðist honum því þar sýndi
borgarstjórinn okkur að ekki er
hægt að treysta henni, hún segir
eitt í dag og annað á morgun. Held-
ur borgarstjórinn virklega að
stjórnendur Reykjavíkurborgar ár-
ið 2016 geri eitthvað með þetta
sjónarspil hennar og niðurstöður
þessarar atkvæðagreiðslu?
Þeir sem léku aukahlutverkin í
sýningunni stóðu sig nokkuð vel.
Bæjarstjórinn á Akureyri flaug
suður og lét ljós sitt skína í málinu
og var margt athyglisvert í mál-
flutningi hans, hann virðist skilja
skyldur höfðuborgarinnar betur en
sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Trausti Valsson er alltaf jafn
skemmtilegur og hugmyndir hans,
sem hann hefur verið að þróa gegn-
um árin um flugvöllinn, eru áhuga-
verðar. Flugmálastjórinn var sá að-
ili sem talaði af þekkingu og
reynslu. Fulltrúi frá samtökunum
102 Reykjavík virðist ekki hafa
mikla þekkingu á málinu. Hollvinir
Reykjavíkurflugvallar áttu sinn
fulltrúa á leiksviðinu og komst hann
vel frá sínu hlutverki, var málefna-
legur og um leið gerði hann létt
grín að þessu öllu. Fulltrúi betri
byggðar virðist ekki vera í neinum
tengslum við raunveruleikann.
Ingibjörg Sólrún er að búa til
nýtt kosningamál fyrir R-listann
vegna þess að fulltrúar hans eru
komnir í þrot. Öll kosningaloforðin
frá 1998 eru gleymd og grafin og nú
skal af stað farið með eitt stórt lof-
orð og það skal vera Reykjavíkur-
flugvöllur burt úr Vatnsmýrinni
hvað sem það kostar.
STEFANÍA SIGURÐARDÓTTIR,
Viðarási 53, Reykjavík.
Pólitískur skrípaleik-
ur Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur
Frá Stefaníu Sigurðardóttur:
Bridsfélag
Akureyrar
Tveggja kvölda Góutvímenningi
félagsins er lokið en eftir spennandi
lokabaráttu varð lokastaðan þessi:
Pétur Guðjónsson – Sveinn Pálsson
– Jónas Róbertsson 62,7
Frímann Stefánss. – Guðm. Halldórss. 60,9
Ævar Ármannson – Hilmar Jakobsson 54,4
Haraldur Sigurjónsson – Grétar og
Örlygur Örlygssynir 53,6
Ragnheiður Haraldsd. – Stefán Sveinbj. 53,3
Næsta mót er Halldórsmótið í
sveitakeppni sem spilað er með
Board-a-match fyrirkomulagi.
Spilakvöld Bridsfélags Akureyrar
eru á sunnudögum þar sem spilaðir
eru eins kvölds tvímenningar og á
þriðjudögum þar sem eru lengri mót.
Spilað er í félagsheimili Þórs og
hefst spilamennska kl. 19.30 og eru
allir velkomnir. Aðstoðað er við
myndun para og sveita.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn fimmta mars var
fyrsta spilakvöldið í þriggja kvölda
vorbarometer hjá félaginu.
Úrslit urðu þannig:
Dröfn Guðmundsd. - Ásgeir Ásbjörnss. 43
Halldór Þórólfss. - Hulda Hjálmarsd. 16
Halldór Einarss. - Trausti Harðars. 10
Friðþj. Einarss. - Guðbr. Sigurbergss. 9
Jónas Ágústss. - Helgi Sigurðss. 8
Keppnin heldur áfram mánudag-
inn 12. mars. Ef einhverjir hafa
áhuga á að koma inn fyrir yfirsetu-
par eru þeir hinir sömu beðnir að
láta vita í síma 555 3046 (Halldór).
Gullsmárabrids
Fimmta mars var spilað á 10 borð-
um og urðu úrslit þessi:
Norður-Suður:
Guðm. Pálss. – Kristinn Guðmundss. 192
Karl Gunnarss. – Ernst Backman 186
Ari Þórðars. – Diana Kristjánsd. 174
Austur - Vestur:
Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 204
Kristján Guðm. – Sigurður Jóhannss. 194
Hólmfríður Guðm. – Arndís Magnúsd. 186
Meðalskor 168.
Mörkinni 3, sími 588 0640G
læ
si
le
ga
r
gj
af
av
ör
ur
Bjórglös
kr. 1.550
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.
Skólavörðustíg ● 21sími 551 4050 ● Reikjavík
Sængurverasett
úr
egypskri bómull m
eð
satínáferð
Póstsendum