Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 54
✝ Frank Mooney, fæddist íBandaríkjunum 27. júní 1920.
Hann lést 6. febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru Frank Carl
Mooney og kona hans, Serena.
Kveðjuathöfn um Frank fer
fram í Reykjavík í dag, en útför
hans verður gerð í Virginia í
Bandaríkjunum.
Það var 1942, sem vegir Frank
Mooneys lágu fyrst til Íslands til
starfa fyrir bandaríska flugherinn.
Meðan á þeirri dvöl stóð eignaðist
hann hér eiginkonu, Kristjönu
Benediktsdóttur, kennara. Í lok
stríðsins fluttu þau svo til Banda-
ríkjanna. Þar lærði Frank flug-
virkjun. Í þeirri dvöl eignuðust þau
svo soninn Karl, sem flutti með
þeim til Íslands á ný 1947. Síðan
eignuðust þau þrjár dætur; Normu,
Serenu og Ellen.
Eftir þetta bjuggu þau svo á Ís-
landi. Hann var fyrst flugvirki hjá
Loftleiðum, en þegar herstöðin í
Keflavík var opnuð á ný fór hann
að starfa þar sem óbreyttur borg-
ari, hjá Bandaríkjunum, allt til
1971, er hann veiktist af Hodgkins-
veiki. Var honum þá sagt upp störf-
um sem opinberum starfsmanni
vegna veikindanna.
Frank tókst að sigrast á sjúk-
dómi sínum, en skildi illa hvers
vegna þurfti að reka hann af vinnu-
markaðnum. Hann vann þó áfram á
Keflavíkurflugvelli eftir veikindin
við tryggingastörf og önnur um-
boðsstörf.
Það var Karl sonur hans, sem hóf
að safna frímerkjum á undan föður
sínum, um 1955. Nokkrum árum
seinna byrjaði svo Frank að safna,
m.a. fjórblokkum og íslenskum
númerastimplum. Ég minnist þess
ekki, að hann hafi safnað nema ís-
lenskum frímerkjum. Númera-
FRANK
MOONEY
stimplasafn hans náði því stigi að
verða eitt besta númerastimplasafn
íslenskra frímerkja og bréfa og
sýndi hann það nokkrum sinnum og
fékk verðlaun fyrir það. Þetta safn
seldi svo Frank fyrir nokkrum ár-
um, en hélt áfram með fjórblokka-
safnið.
Á sínum tíma mælti ég með hon-
um sem félaga í Scandinavian Coll-
ectors Club, sem heima á Íslandi
nefnist Klúbbur Skandinavíusafn-
ara. Var hann þar góður félagi alla
tíð. Síðar mælti ég með honum í
The Royal Philatelic Society of
London, þar sem hann var einnig
félagi til dauðadags.
Í mörg ár vorum við Frank í
stöðugu símasambandi eða póst-
sambandi vegna söfnunar okkar
beggja. Hann var einkar góður vin-
ur og rækti vinskap við hvern sem
hann treysti og var yfir höfuð mikill
mannvinur. Hann lagði sig alltaf
fram um að bréf hans væru
skemmtileg að gerð og frágangi og
þess virði að þeim væri safnað. Eitt
sinn ritaði ég grein, sem víða birt-
ist, um uppáhaldsumslagið mitt.
Þetta var umslag frá Frank, þar
sem ég sá átta atriði sem vert var
að taka fram um að væru til þess
fallin að gera umslagið að betri
safngrip. Þannig lagði hann sig
fram í söfnun sinni og við félaga
sína. Frímerkjasöfnurum væri hollt
að minnast slíkra fyrirmynda, ekki
aðeins í söfnuninni, heldur var hann
svona í allri framkomu. Þetta
þekkja allir þeir, sem kynntust hon-
um til dæmis á laugardögum í
Félagsheimili Landssambands ís-
lenskra frímerkjasafnara. Á ég hon-
um því margt gott upp að unna, og
sendi konu hans og börnum sam-
úðarkveðju héðan frá fæðingarlandi
hans, þar sem ég nú dvel. Blessuð
sé minning hans.
Sigurður H. Þorsteinsson.
MINNINGAR
54 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðlaugur Stef-ánsson fæddist
22. janúar 1905 að
Bóndastöðum í
Hjaltastaðaþinghá,
Suður-Múlasýslu.
Hann andaðist á
Hrafnistu í Reykjavík
1. mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ragnhildur Ólafs-
dóttir frá Mjóanesi á
Völlum og Stefán Ás-
bjarnarson, bóndi að
Bóndastöðum. Al-
bróðir Guðlaugs var
Ásbjörn, en hálf-
systkini hans sammæðra voru
Margrét, Guðbjörg, Ólöf, Anna,
Ingibjörg og Einar, börn Guð-
mundar Hallasonar bónda á
Hreimsstöðum í Hjaltastaða-
þinghá, fyrri eiginmanns Ragn-
hildar, en hann lést af slysförum.
Þegar Guðlaugur var á þriðja
ári fluttist hann með foreldrum
sínum til Seyðisfjarðar og ólst þar
síðan upp að mestu. Hann stundaði
sjómennsku á yngri árum, en flutt-
ist árið 1937 til
Reykjavíkur ásamt
eiginkonu sinni Ólaf-
íu Ágústu Jónsdóttur
frá Holtaseli á Mýr-
um, Austur-Skafta-
fellssýslu, f. 24. ágúst
1916, d. 30. nóvem-
ber 1995. Eftir að til
Reykjavíkur kom
fékkst Guðlaugur
lengst af við verslun-
arstörf. Hann rak um
skeið matvöruversl-
un í Smáíbúðahverfi
í Reykjavík, en starf-
aði eftir það í Vegg-
fóðraranum hf. í rúmlega 20 ár.
Guðlaugur og Ólafía eignuðust
þrjá syni. Þeir eru: Stefán Ragnar
sjómaður, f. 13. 7. 1939, fórst af
slysförum 25.4. 1975, Baldur lög-
fræðingur, f. 8.12. 1946, og Bragi
veggfóðrarameistari, f. 31.3. 1950.
Barnabörn Guðlaugs og Ólafíu
eru níu talsins og barnabarna-
börnin sjö.
Útför Guðlaugs hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðlaugur Stefánsson tengdafaðir
minn lést 1. mars síðast liðinn 96 ára
að aldri. Þó að árin væru mörg hélt
hann líkamlegri og andlegri heilsu
framundir það síðasta. Hann til-
heyrði þeirri kynslóð, sem hefur
upplifað mestu breytingar á lifnaðar-
háttum og lífskjörum allra kynslóða,
sem byggt hafa þetta land. Guð-
laugur fæddist að Bóndastöðum í
Hjaltastaðaþinghá 22. janúar 1905.
Þriggja ára fluttist hann til Seyðis-
fjarðar, þegar foreldrar hans brugðu
búi. Hann var yngstur í stórum
systkinahópi og átti þess ekki kost að
ganga menntaveginn, þó að hann
væri góðum gáfum gæddur og
áhuginn á námi væri fyrir hendi.
Hann fór snemma að vinna og stund-
aði ungur maður sjóróðra, meðal
annars á árabát, svokölluðum færey-
ingi, sem notaðir voru í upphafi síð-
ustu aldar. Til Reykjavíkur fluttist
hann árið 1937 ásamt eiginkonu sinni
Ólafíu Ágústu Jónsdóttur og stund-
aði eftir það verslunarstörf lengst af.
Það var ákaflega fróðlegt og
skemmtilegt að hlusta á Guðlaug rifja
upp endurminningar frá langri og við-
burðaríkri æfi. Hann bjó yfir þeim
hæfileika að segja sögur þannig að at-
burðir stóðu áheyrendum ljóslifandi
fyrir hugskotsjónum. Það var með
ólíkindum hve minnið var gott hjá svo
öldruðum manni og hve hann mundi
liðna atburði af mikilli nákvæmni.
Á sjómannsárum sínum lenti hann
nokkrum sinnum í sjávarháska. Eitt
sinn er hann var í róðri á árabát
ásamt þremur öðrum mönnum, voru
þeir hætt komnir þegar hvalur kom
upp undir bát þeirra. Í annað sinn er
hann var skipverji á Rán frá Seyð-
isfirði, sem fórst 1924 við Hornafjarð-
arós í brjáluðu veðri.
Frásagnir hans af aðbúnaði og
vinnulagi því sem tíðkaðist til sjós á
fyrstu áratugum tuttugustu aldarinn-
ar fyrir setningu vökulaganna, voru
með ólíkindum. Það var dágóð
kennslustund í Íslandssögu fyrir
barnabörn hans, er þau reyndu að
setja sig inn í þann raunveruleika,
sem afi þeirra ólst upp við. Hann hafði
mikið yndi af ljóðum og kunni utanað
heilu ljóðabálkana, sem hann hafði
gaman af að fara með fyrir barna-
börnin. Jónas Hallgrímsson og Grím-
ur Thomsen voru í mestu uppáhaldi
hjá honum.
Guðlaugur var ákaflega hraustur
maður og stundaði vinnu og ók bíl
fram á níræðisaldur. Ljúfmennska og
góðvild í garð annarra voru einkenn-
andi þættir í fari hans. Hann var ein-
staklega hjálpsamur og vildi hvers
manns vanda leysa, en aldrei þannig
að um afskiptasemi væri að ræða.
Þegar komið er að kveðjustund er
efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt
sem vin og tengdaföður þann elsku-
ríka og góða mann, sem Guðlaugur
Stefánsson var.
Blessuð sé minning hans.
Karítas Kvaran.
Hann elsku afi Laugi er farinn. Ég
á erfitt með að trúa því að ég sjái hann
ekki aftur enda var hann stór hluti af
lífi mínu alla tíð.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann eru þær ótal stundir sem ég varði
á heimili afa og ömmu þegar ég var
lítil. Það var alltaf jafn yndislegt að
vera hjá þeim á Kaplaskjólsveginum.
Mér eru sérstaklega minnistæðar all-
ar ferðirnar í Vesturbæjarlaugina og
ekki brást það að keyptur var ís eftir
sundið.
Hápunkturinn var svo sögustund
með afa, stundum las hann úr þjóð-
sögum Jóns Árnasonar en oftast töfr-
aði hann fram eigin sögur. Þá sagði
afi mér oft sögur af gamla tímanum
en hann hafði upplifað svo ótal margt
á sinni löngu ævi. Ég fylltist alltaf
sömu aðdáun þegar hann fór með
heilu ljóðabálkana utanbókar án þess
að hika eitt augnarblik. Minni hans
var með ólíkindum.
Afi var einfaldlega stórkostlegur
maður. Hvernig hann hugsaði um
ömmu í veikindum hennar var ein-
stakt. Ég er stolt af því að hafa átt
svona góðan afa og þakklát fyrir að
hann hafi fengið að vera svona lengi
meðal okkar.
Minningarnar um hann og ömmu
munu geymast um aldur og ævi.
Með söknuði kveð ég elskulega afa
minn. Guð geymi hann.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál.)
Karen Bragadóttir.
Sárt er þín saknað, afi minn, af mér
og öllum sem þér hafa kynnst á lífs-
leiðinni enda varstu enginn venjuleg-
ur maður. Sögurnar sem þú hafðir að
segja um ævi þína, allt frá veiðunum í
fjöllum Seyðisfjarðar til erfiðra
sjóára þar sem ekkert annað en rúg-
brauð var til matar hafa fyllt líf mitt
stolti. Stolti að vera barnabarn þitt og
nafni.
Síðan man ég þegar ég hélt í hönd-
ina á þér í níutíu og fimm ára afmæl-
inu þínu þar sem þú sast og sagðir
mér sögur. Haldandi í þessar sterku
hendur mótaðar af vinnu og horfandi í
þessi augu full af gleði og sorg sagði
mér meira en allar sögurnar. Ég
gerði mér grein fyrir því hve einstak-
ur maður þú varst og hve mikla virð-
ingu þú átt skilið fyrir að hafa verið
faðir þessarar fjölskyldu. Hafa misst
ungan son og síðan eiginkonu setti
djúpa skurði í líf þitt sem þú yfir-
steigst og lést aldrei sýnilegan veik-
leika á þér finna.
Það fann maður þegar þú komst
hingað heim fyrstu jólin eftir lát
ömmu. En næstu jól veit ég að þú
verður hjá okkur í anda og leyfir okk-
ur að finna fyrir nærveru þinni, enda
erfið jól án þín.
Og þó þú sért dáinn, lifir þú í minn-
ingum mínum sem einstakur maður
og fyrirmynd. Ef ég á einhvern tím-
ann eftir að eiga erfitt á ævinni mun
ég hugsa til þín og minnast afreka
þinna. Guð verði með þér.
Þitt barnabarn og nafni,
Guðlaugur Bragason.
GUÐLAUGUR
STEFÁNSSON
Elsa var eins og
náttúra íslands; falleg,
duttlungafull, óút-
reiknanleg en um leið
svo tær og litrík.
Elsu kynntist ég fyr-
ir u.þ.b. 4 árum. Hún
Elsa Aðalsteinsdóttir,
útgerðarmannsdóttir eins og hún
kaus að kalla sig á stundum, var
sambýliskona Leifs Jóelssonar. Leif
hef ég þekkt í mörg ár.
Elsa gaf mér strax ákveðnar línur
í samskiptum mínum við þau Leif:
„Hér er ég húsmóðir á Vesturgötu
17. Ég er unnusta Leifs og vertu
ekkert að abbast mikið upp á okk-
ur.“ Þetta virti ég að sjálfsögðu og
nálgaðist hana á hennar eigin for-
sendum. Með tímanum myndaðist
þó á milli okkar gagnkvæmt traust.
Einn þeirra eiginleika Elsu sem
ég sakna mest er hvernig hún var sí-
fellt að reyna að bæta heiminn á
sinn skemmtilega hátt. Hún gerði
þetta með allskyns ráðum og und-
arlegum yfirlýsingum sem fáir
skildu en við sem umgengumst hana
og fengum að kynnast henni gátum
fyrir vikið ekki annað en dáðst að
þessari vel gefnu og sérstöku konu.
Þakka þér fyrir samfylgdina þessi
ár.
Erna Margrét.
Við minnumst Elsu, vinkonu okk-
ar, sem lést 5. feb. sl.
Elsa hafði undanfarin ár komið
ELSA AÐAL-
STEINSDÓTTIR
✝ Elsa Aðalsteins-dóttir fæddist í
Reykjavík 7. október
1948. Hún andaðist á
heimili sínu 5. febr-
úar síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Breiðholts-
kirkju 12. febrúar.
við hjá okkur í Vin og
átt með okkur margar
skemmtilegar sam-
verustundir. Oft kom
hún með honum Leifi
Jóelssyni, sambýlis-
manni sínum, sem hún
flutti til á Vesturgötu
17 árið 1996. Þar hafa
þau unað sínum hag
vel. Við minnumst allra
hinna hnyttnu tilsvara
og skemmtilegu spurn-
inga sem komu frá
Elsu. Hún lét ekki mik-
ið fara fyrir sér en þó
leyndi sér ekki ef hún
var nærri, eitt og eitt
hollráð eða eina litla athugasemd lét
hún falla með reglulegu millibili. Öll-
um vildi Elsa vel og heilræði var hún
alltaf tilbúin að gefa.
Myndlistarhæfileika hafði Elsa í
ríkum mæli en var ekkert að flíka.
Þó átti hún til að snara upp myndum
í fljótheitum og engum duldist að í
henni bjó myndlistarkona.
Skarð hefur verið höggvið í hið
auðuga mannlíf borgarinnar. Einnig
í okkar hóp hér í Vin, Hverfisgötu
47.
Leifur hefur verið ötull við ljóða-
gerð og önnur skrif. Við leyfum okk-
ur, Elsu til heiðurs, að hafa með
nokkrar línur úr þeim bæklingum
sem hann hefur sett saman:
Gæfa er það gátu að þæfa
og gizka rétt á svarið.
Þá er tíma viturlega varið.
Lýsir sól á lukkupar.
Lýkur drápu endisskar.
Elsku Leifur. Þér og öllum að-
standendum Elsu sendum við inni-
legar samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Elsu Aðalsteinsdóttur.
Gestir og starfsfólk Vinjar.
!" # !
$ % &' ( (#
$ & &' $" &% %)
* *+'&* * *+,
-../0
1. -3!34&
# 5")
!"
#
$
%
%%,
&
' (%
0
1$-6 .1. 7 ' #&89
!" # !
) *
!
" +
,
!
%
. %''&"+! %
%% %) %
!'
* *+'&* * *+,