Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 39
LAUNATEKJUR fyrir um204 milljarða króna verðaforskráðar á skattframtaleinstaklinga, en þessa dag-
ana er verið að ljúka dreifingu á því.
Á skattframtalinu verður að finna
upplýsingar um laun frá um 300
launagreiðendum, upplýsingar um
bætur og lífeyri, upplýsingar um
fasteignir og verðmæti þeirra, upp-
lýsingar um námsskuldir og upplýs-
ingar um ökutæki.
Indriði H. Þorláksson ríkisskatt-
stjóri sagði á blaðamannafundi í gær
að Ísland væri í fremstu röð þjóða í
rafrænum skattskilum. Árið 1999
skiluðu um 20 þúsund framteljendur
framtali í gegnum Netið. Í fyrra bár-
ust skattyfirvöldum um 70 þúsund
framtöl með þessum hætti, um 40
þúsund frá einstaklingum og 30 þús-
und frá endurskoðendum og bókur-
um. Indriði kvaðst vonast eftir að í ár
skiluðu 100 þúsund framteljendur
framtali á Netinu sem er yfir 50%
allra framtala. Hann sagðist ekki vita
um neitt land í heiminum sem væri
komið lengra á þessari braut.
Ekki hægt að fá fram-
lengdan frest nema með
rafrænum skilum
Skilafrestur framtala hefur yfir-
leitt verið 10. febrúar, en er nú seinna
á ferðinni. Indriði sagði að ástæðan
væri sú að skattyfirvöld hefðu lagt
áherslu á að fá sem mestar upplýs-
ingar til að forskrá á framtölin og
undirbúa vel þær breytingar sem
verið væri að gera. Einnig væru mjög
stór hluti af þessum forskráðu upp-
lýsingum ekki tiltækur fyrr en aðeins
væri liðið á árið. Í framtíðinni yrði
skilafrestur skattframtala því í mars
eða apríl. Það myndi hins vegar ekki
hafa áhrif á álagningu, en henni yrði
lokið í lok júlí líkt og verið hefði.
Almennur skilafrestur framtelj-
enda sem skila skriflegu framtali er
26. mars. Að þessu sinni geta þeir
sem skila skriflegu framtali ekki
fengið framlengingu á skilafresti, en
tekið verður tillit til óviðráðanlegra
ástæðna. Þeir sem hyggjast skila
framtali á Netinu fá frest til 2. apríl
og geta þeir sótt um lengri frest.
Skilafrestur lögaðila er 31. maí.
Upplýsingar um laun, bætur,
fasteignir, bíla og náms-
skuldir forskráðar
Í fyrra voru tekin nokkur skref í
forskráningu á framtölin. Þá voru
færðar inn bætur og lífeyrir frá um
67 þúsund framteljendum, samtals
um 42 milljarðar. Allar tekjur um 25
þúsund einstaklinga voru forskráðar.
Að þessu sinni bætast við upplýs-
ingar um laun frá um 300 launagreið-
endum, en þeir greiddu á síðasta ári
samtals 152 milljarða í laun. Þetta
eru 56% þeirra launa sem talin voru
fram til skatts á síðasta framtali.
Skattyfirvöld óskuðu eftir upplýsing-
um um laun frá 100 stærstu fyrir-
tækjum landsins og sagði Indriði að
þau hefðu flest skilað þeim. Nokkur
fyrirtæki hefðu ekki getað skilað af
tæknilegum ástæðum, t.d. vegna
breytinga á tölvukerfum. Samtals
eru forskráð að þessu sinni 204 millj-
arða launatekjur, en auk hreinna
launa er þar átt við upplýsingar um
bætur frá Tryggingastofnun, lífeyr-
issjóðum, bílastyrki og fleira.
Á framtalinu er einnig að finna
upplýsingar um 108 þúsund fasteign-
ir, en verðmæti þeirra er samtals
777 milljarðar. Ekki eru forskráðar
upplýsingar um fasteignir frá þeim
sem eru í atvinnurekstri og sagðist
Indriði gera ráð fyrir að þegar
framteljendur hefðu gert grein fyr-
ir þeim yrði verðmæti fasteigna
komið yfir 900 milljarða.
Auk þess verða námslánaskuldir
um 30 þúsund lánþega forskráðar.
Þá er á framtalinu að finna upplýs-
ingar um 115 þúsund ökutæki, en
framteljendur verða sjálfir að skrá
verðmæti þeirra.
Indriði sagði að skattayfirvöld
hefðu lagt mikla áherslu á að fá
réttar upplýsingar frá launagreið-
endum og öðrum sem veita skatt-
inum upplýsingar. Gerðar hefðu
verið nákvæmar prófanir til að
reyna að tryggja gæði upplýsing-
anna. Ef framteljendur teldu að
forskráðar upplýsingar væru rang-
ar ættu þeir að leiðrétta þær.
Upplýsingar um íbúðalán
forskráðar að ári
Indriði sagði að skattyfirvöld
myndu halda áfram að forskrá
meira af upplýsingum. Næstu skref
yrðu þau að fá fleiri launagreið-
endur til að skila upplýsingum til
skattyfirvalda. Öruggt væri að á
næsta ári myndu upplýsingar frá
Íbúðalánasjóði verða forskráðar og
stefnt væri að því að fá einnig upp-
lýsingar á skattframtalið um íbú-
ðalán frá lífeyrissjóðum og
fjármálastofnunum. Hann sagði
mikinn ávinning af þessu vegna
þess að lánaupplýsingar, sem kall-
að væri eftir vegna greiðslu vaxta-
bóta, væru meðal flóknustu upplýs-
inga sem hinn almenni framteljandi
þyrfti að standa skil á. Indriði sagði
einnig áformað að eftir eitt ár yrði
að finna á framtalinu upplýsingar
um verð ökutækja og um arð og
söluhagnað.
Indriði sagði að verulegt hagræði
væri af forskráningu. Þetta kallaði
að vísu á meiri forvinnu, en fram-
talið yrði einfaldara fyrir framtelj-
endur og eins fælist í þessu nokkur
vinnusparnaður fyrir skattyfirvöld.
Indriði sagði að rafræn skattskil
væru einnig stöðugt að aukast. Nú
skiluðu um 85% lögaðila framtölum
á rafrænu formi. Lögaðilar gætu
núna einnig skilað ársreikningum á
rafrænu formi. Unnið væri að
stöðluðu framtali í rafrænu formi
fyrir einstaklinga í rekstri. Enn-
fremur væri unnið að því að gera
aðilum kleift að skila virðisauka-
skattsskýrslu á rafrænu formi.
Stefnt væri að því að slík skil yrðu
möguleg 15. apríl nk.. Ef það tækist
ekki yrði opnað fyrir þennan mögu-
leika í júní. Í kjölfarið yrði boðið
upp á þann möguleika að skila stað-
greiðslu og tryggingagjaldi á raf-
rænu formi.
Hægt að reikna út
skattinn á Netinu
Meðal nýjunga á skattframtalinu
að þessu sinni er að framteljendur
sem telja fram á Netinu geta látið
reikna út hvað þeir þurfa að greiða
mikið í skatt á árinu. Sé þetta gert
kemur fram hvort viðkomandi á
rétt á endurgreiðslum frá skattin-
um eða hvort viðkomandi þarf að
greiða meiri skatt og þá hvenær. Sá
fyrirvari er þó á að ekki er tekið til-
lit til þess hvort viðkomandi skuld-
ar t.d. barnsmeðlög eða bifreiða-
gjöld, en skuldajafnað er vegna
slíkra skulda.
Indriði sagði að eitt af því sem
ávinnist með rafrænum skattskil-
um væri minni pappírsnotkun.
Þetta væri að nokkru leyti þegar
komið fram, en á næsta ári ætti að
nást mun meiri pappírssparnaður.
Hann sagði að þeir sem skiluðu á
Netinu yrðu spurðir að því hvort
þeir vildu fá sent heim skriflegt
skattframtal að ári. Indriði sagðist
vilja hvetja sem flesta til að afþakka
pappírsgögn fyrir næsta ár.
Indriði sagðist einnig vilja hvetja
sem flesta til að skila skattframtali
á Netinu. Af því væri margvíslegt
hagræði fyrir framteljendur ekki
síður en skattyfirvöld. Mun minni
líkur væru á mistökum. Öll sam-
lagning gerðist sjálfkrafa. Ef fram-
teljandi gerði mistök fengi hann
strax að vita um það og með því að
ýta á sérstakan villuhnapp væri
hægt að kalla fram ábendingar um
reiti sem viðkomandi ætti að skoða
sérstaklega áður en hann sendi
framtalið. Fram kom á blaða-
mannafundinum að á síðasta ári
hefðu skattafyrirvöld þurft að leið-
rétta nokkur þúsund framtöl vegna
þess að framteljendur gleymdu að
fylla út reit um frádrátt vegna líf-
eyrisiðgjalds. Slík mistök er ekki
hægt að gera á Netinu.
Ísland er í fremstu röð í rafrænum skattskilum
Um 204 milljarða tekjur
forskráðar á framtalið
'()*$
+)()*$
!
()*
'*$
+)()*$ '*$
+)()*$ '*$
+)()*$(
'*$
+*,-
'*$
,(-
**,().
%/0
110
/ 0
$0
' -(*.,(*,/
*
/0 */,
,(1,/*22"
3()/*/
*,*0,
& ' $! /
'*$
+)()*$ '*$
+)()*$ '*$
+)()*$(
'*$+*,-
'()*$
,(-
** 0
.
$'0
$0
%10
%0
' -(* 04
5*.6-/
(
2 !
( * (45 3
Frestur til að skila
skattframtali rennur út
26. mars, en þeir sem
skila á Netinu hafa frest
til 2. apríl. Ríkisskatt-
stjóri vonast eftir að
helmingi af öllum fram-
tölum verði skilað
rafrænt í ár.
Morgunblaðið/Jim Smart
Indriði H. Þorláksson ríkis-
skattstjóri (t.v.) kynnti fram-
talið á blaðamannafundi. Með
honum á myndinni er Harald-
ur Hansson.
sömu takmarkanir um aðgang að gögn-
varða mikilvæga fjárhags- og viðskipta-
muni fyrirtækja og annarra lögaðila og
gnum um einka- eða fjárhagsmálefni ein-
nga, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/
ð vísan til framanritaðs munu félögin
verða við kröfum um framlagningu um-
ra ársreikninga, nema að undangengn-
skurði.“
hálfu ákærðu er á það bent að BM Vallá
a fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi,
yrirtæki með samsetta starfsemi frá því
ra hefðbundin steypustöð yfir í mjög um-
mikla og þróaða framleiðslu á öðrum
m í steinefnaiðnaði, s.s. á steinum,
m, þakskífum, einingum o.s.frv. Keppi-
rnir hafi sóst mjög eftir því að reyna að
ig á innri tekjuskiptinu félagsins, hvað
i til hefðbundinni framleiðslu og hvað
ri nýju, sérstöku vöruþróun og það hafi
iljað verja. Hafi þeir litið svo á að þetta
a einkahlutafélag væri þess eðlis að þeir
lögvarða einkaréttarhagsmuni að verja
hefðu þeir neitað að afhenda ársreikn-
a. Þá halda ákærðu því fram að reglu-
r þær sem ákæruvaldið byggir á í málinu
ærðar eru í ákærunni hafi ekki stoð í lög-
Niðurstaða
g um ársreikninga nr. 144,1994 taka til
a ákærðu, sbr. 1. gr. laganna. Í VIII.
þeirra eru allítarleg ákvæði um „félaga-
Samkvæmt 1. mgr. 69. gr. laganna er
um sem lögin taka til gert skylt að senda
askrá“ ársreikninga ásamt skýrslu
ar, áritun endurskoðanda eða skoðunar-
a og upplýsingum um það hvenær árs-
ngurinn var samþykktur. Í 2. mgr. 1. gr.
na er „félagaskrá“ skilgreind sem hver
ofnun sem „með lögum“ er fengið það
erk að skrásetja félög og afla og geyma
um stofnun félaga og starfsemi þeirra.
er í 1. mgr. 89. gr. laganna sagt að ráð-
geti sett reglugerð um framkvæmd lag-
þar á meðal um uppsetningu ársreikn-
og samstæðureikninga, óstyttra og
ndreginna, svo og um skil á þeim og birt-
þeirra.
thugasemdum við lagafrumvarpið segir
vo: „Samkvæmt 4. tilskipun [Ráðs Evr-
andalaganna] skal í hverju ríki vera
un sem taka skal við ársreikningum
a og hafa með höndum eftirlit með því að
ði laganna um gerð og birtingu ársreikn-
éu virt. Hér á landi er starfrækt hluta-
askrá samkvæmt hlutafélagalögum og
nnufélagaskrá samkvæmt samvinnu-
alögum. Hlutverk þeirra hefur einkum
að safna saman og geyma upplýsingar
ofnun félaga og starfsemi þeirra, svo og
ka við ársreikningum stærri félaga og
geyma þá. Sambærilegar stofnanir, sem taka
til landsins alls, eru ekki til vegna annarra
félagaforma. Önnur félög skulu tilkynna um
stofnun og starfsemi sína til firmaskrár sem
skal vera í öllum lögsagnarumdæmum lands-
ins og skulu sýslumenn halda slíkar skrár.
Þeim félögum er að gildandi lögum óskylt að
leggja fram ársreikninga sína en samkvæmt
þessu frumvarpi, sem m.a. byggist á ákvæðum
4. tilskipunar, verða þau skyld til að leggja árs-
reikningana fram. Að áliti nefndarinnar er
heppilegra að allt eftirlit með ársreikningum
verði á hendi sömu stofnunar, m.a. til að sam-
ræmis verði gætt. Þetta kann að kalla á breyt-
ingar á löggjöf um félagaskrár.“
Lög um ársreikninga tóku gildi 1. janúar
1995 en sérstök stofnun með það hlutverk að
skrásetja félög og afla og geyma gögn um
stofnun þeirra og starfsemi var ekki sett á
laggirnar og ekki voru sett lög um það hvaða
stofnun skyldi hafa það hlutverk að skrásetja
félög og afla og geyma gögn um stofnun félaga
og starfsemi þeirra. Í reglugerð frá 1. mars,
nr. 134,1996 um skil og birtingu ársreikninga
sem byggð er á lögum um ársreikninga segir í
1. gr. að á árunum 1996 og 1997 skuli Rík-
isskattstjóri annast þau störf félagaskrár sem
„varða móttöku, geymslu og birtingu ársreikn-
inga“ og í 3. og 8. gr. reglugerðarinnar segir að
ársreikning ásamt skýrslu stjórnar, áritun
endurskoðanda eða skoðunarmanna og upp-
lýsingum um það hvenær ársreikningurinn
var samþykktur skuli senda Ríkisskattstjóra.
Í 13. gr. segir að brot gegn ákvæðum reglu-
gerðarinnar skuli varða sektum samkvæmt 83.
gr. laganna um ársreikninga. Loks segir í
reglugerð frá 18. desember, nr. 801,1998 um
skil og birtingu ársreikninga sem byggð er á
lögum um ársreikninga segir í 1. gr. að á ár-
unum 1996 og 1997 skuli „ársreikningaskrá“
annast þau störf félagaskrár sem „varða mót-
töku, geymslu og birtingu ársreikninga“ og í 3.
og 8. gr. reglugerðarinnar segir að ársreikning
ásamt skýrslu stjórnar, áritun endurskoðanda
eða skoðunarmanna og upplýsingum um það
hvenær ársreikningurinn var samþykktur
skuli senda ársreikningaskrá. Í 13. gr. segir að
brot gegn ákvæðum reglugerðarinnar skuli
varða sektum samkvæmt 83. gr. laganna um
ársreikninga.
Dómurinn álítur að í þeim athugasemdum
með lagafrumvarpinu sem vitnað var til komi
fram sú ætlun löggjafans að sérstök félaga-
skrá, sem hefði með höndum allt eftirlit með
ársreikningum félaga í landinu, yrði sett á fót
með lögum sem Alþingi setti. Verður og að
skilja orðasambandið „með lögum“ í 2. mgr. 1.
gr. laganna þannig. Í 1. mgr. 84. gr. laga um
ársreikninga segir ennfremur skýrum orðum
að stjórnarmenn eða framkvæmdastjóri félags
skv. 1. gr. laganna gerist sekir um refsivert
brot gegn lögunum ef þeir brjóti í bága við fyr-
irmæli VIII. kafla laganna og er það sú refsi-
heimild sem hér skiptir máli. Félagaskrá í
skilningi 1. gr. og þessa kafla laganna var ekki
sett á stofn með lögum og það er álit dómsins
að þrátt fyrir heimild ráðherra í 89. gr. laganna
til þess að setja reglugerð um framkvæmd
þeirra nái sú heimild ekki til þess að skipa
þessu atriði með reglugerð, eins og gert var
með reglugerðunum frá 1996 og 1998. Gat því
ekki orðið um neitt brot af hálfu ákærðu að
ræða þótt þeir skiluðu ekki ársreikningunum
og skýrslum stjórnar, áritunum endurskoð-
enda ásamt upplýsingum um hvenær árs-
reikningar voru samþykktir. Samkvæmt því
ber að sýkna ákærðu af ákærunni í málinu og
leggja allan sakarkostnað á ríkissjóð, þar með
talin málsvarnarlaun til Jóns Finnssonar hrl.,
75.000 krónur.
Dómsorð
Ákærðu, Guðmundur Benediktsson, Magn-
ús Benediktsson, Víglundur Þorsteinsson,
B.M. Vallá ehf., og Vikurvörur ehf., eru sýknir
af ákærunni í máli þessu.
Sakarkostnaður allur, þar með talin mál-
svarnarlaun til Jóns Finnssonar hrl., 75.000
krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Pétur Guðgeirsson.“
sreikningum B.M. Vallár og Vikurvara
kki að
reikn-
m
ahlutafélaga var ekki
r og var forráðamönn-
reikningum hafði verið
höfðu ekki sætt að-
.
asemdum með frumvarpi um lög um
kninga frá 1994 komi fram sú ætlan
fans að sérstök félagaskrá, sem hefði
öndum allt eftirlit með ársreikningum
í landinu, skuli sett á fót með lögum
þingi setji. Slík félagaskrá hafi ekki
ett á stofn með lögum. „Fjármála-
ra hafði því ekki lagaheimild til að
st þessara upplýsinga,“ segir Víg-
lundur. „Við töldum að með því að krefjast
þessara upplýsinga væri verið að skerða rétt
okkar sem einstaklinga og vildum láta á það
reyna hvort við yrðum að þola slík afskipti.“
Snýst um túlkun á heimild stjórnvalda
Jón Finnsson, hæstaréttarlögmaður og verj-
andi ákærðu í málinu, sagði það álit dómsins
lykilatriði að þrátt fyrir heimild ráðherra til að
setja reglugerð um framkvæmd við félagaskrá
næði hún ekki til þess að skipa þessum atriðum
með reglugerð. „Ársreikningaskrá, sem þeir
fóru að kalla svo, er ekki lögbundin og það er
ekki lögbundin skylda hjá ríkisskattstjóra að
taka við ársreikningum eins og ákveðið var
með reglugerðunum,“ segir Jón. „Niðurstaðan
varð sú hjá dómnum að ekkert saknæmt atferli
hefði verið framið. Málið snýst að nokkru leyti
um túlkanir á heimild stjórnvalda, að þau fari
ekki út fyrir embættismörk sín.“
dómsniðurstöðuna
erið að
t okkar