Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI
22 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SAMHERJI hf. hagnaðist um 726
milljónir króna á síðasta ári, sem er
yfir væntingum fjármálafyrirtækja,
en þau spáðu að meðaltali 566 millj-
óna króna hagnaði. Hagnaður
félagsins er mun meiri en árið á und-
an þegar hann var 200 milljónir
króna, en rétt er að hafa í huga að
samanburður milli ára er ekki fylli-
lega raunhæfur þar sem Samherji
seldi 65% í dótturfélagi sínu í Þýska-
landi, Samherja GmbH, í fyrra. Þá
varð einnig sú breyting á að félagið
sameinaðist BGB-Snæfelli hf. og
G-30 ehf. í lok ársins. Efnahags-
reikningur tekur mið af því en
rekstrarreikningur ekki nema í
gegnum hlutdeildarfélagið Kaldbak
hf.
Söluhagnaður eigna í hlutdeild-
arfélögum 975 milljónir króna
Hagnaður Samherja af sölu í hlut-
deildarfélögum nam 975 milljónum
króna, en áhrif hlutdeildarfélaga eru
neikvæð um 168 milljónir króna.
Án söluhagnaðar má gera ráð fyr-
ir að hagnaður ársins hefði verið
tæpar 100 milljónir króna. Þorsteinn
Már Baldvinsson, forstjóri Sam-
herja, var í ljósi ofangreindra talna
spurður hvernig hann mæti árangur
félagsins og sagðist hann vera sáttur
við afkomuna miðað við að árið í
fyrra hafi verið erfitt fyrir sjávar-
útveg. Hann sagðist telja að félagið
hafi siglt ágætlega í gegnum árið og
sagðist helst líta á afkomu fyrir af-
skriftir og á veltufé frá rekstri og
þær stærðir hafi hvorar tveggja
komið vel út.
Þorsteinn Már sagðist álíta að ef
rekstur félags eins og Samherja ætti
að ganga eðlilega þyrfti framlegð
fyrir afskriftir að liggja á bilinu 18–
20%, en þetta hlutfall var einmitt
20% í fyrra og hafði þá aukist úr 14%
frá árinu á undan.
Hann sagðist bjartsýnn á fram-
haldið, en aðalverkefnin í ár væru
þríþætt. Í fyrsta lagi sú staðreynd að
nú stæði yfir samruni vegna samein-
ingar við BGB-Snæfell og það væri
mikið átak að láta hann ganga vel
upp. Í öðru lagi væri verið að koma
vinnslu á uppsjávarfiski í gang í Vil-
helmi Þorsteinssyni EA, en slík
vinnsla væri nýjung. Í þriðja lagi
mundi afstaða stjórnvalda til fiskeld-
is skipta félagið máli því Samherji
hafi verið í fiskeldi og hafi áhuga á að
auka við sig í því. Fiskeldi sé háð
leyfi stjórnvalda og nú sé beðið eftir
áliti þeirra.
Óvenjulegt uppgjör
Stjórnunarkostnaður Samherja
lækkaði úr 368 milljónum króna árið
1999 í 218 milljónir króna í fyrra, eða
um 41%. Vaxtagjöld og verðbætur
minnkuðu um 30 milljónir króna
milli áranna 1999 og 2000 og námu í
fyrra 397 milljónum króna. Gengis-
munur var í fyrra neikvæður um 253
milljónir króna, en var neikvæður
um 188 milljónir árið 1999.
„Rekstrarniðurstaða Samherja hf.
fyrir síðastliðið ár, er mun betri en
við gerðum ráð fyrir og er uppgjör
félagsins nokkuð óvenjulegt,“ segir
Guðmundur Ragnarsson, sérfræð-
ingur hjá Búnaðarbankanum Verð-
bréfum. „Framlegð félagsins er í
samræmi við spá okkar en fjár-
magnsliðir eru mun hagstæðari.
Ástæðan liggur fyrst og fremst í því
að gjaldeyrissamsetning langtíma-
skulda Samherja er mjög ólík því
sem gengur og gerist hjá flestum
öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum.
Auk þess beið félagið fram eftir ári
með að færa skammtímaskuldir yfir
í erlend langtímalán og slapp að því
leyti við áhrif af lækkandi krónu.“
Góðar rekstrarhorfur á
yfirstandandi ári
„Framlegð félagsins jókst úr 14% í
20% á milli ára,“ segir Guðmundur.
„Félagið er með mikið undir í sjó-
frystingu og þar hefur framlegð ver-
ið góð, mjölvinnsla hefur verið að
skila aukinni framlegð og tekjur af
landvinnslu hafa aukist. Þá gekk
rekstur dótturfélagsins í Þýskalandi
erfiðlega og dró framlegðina mjög
niður á meðan félagið var inni í sam-
stæðureikningi.
Framlegð af nýju nótaveiðiskipi
félagsins var engin á síðasta ári en
eitt af meginverkefnum félagsins
fyrir yfirstandandi rekstrarár er að
ná tökum á því. Einnig verður
spennandi að fylgjast með hvernig til
tekst með aðkomu félagsins að fisk-
eldi.
Forsvarsmenn fyrirtækisins segja
að áhrif verkfalls verði þau helst að
ekki takist að afhenda afurðir til við-
skiptavina í samræmi við eftirspurn.
Það ætti hins vegar ekki að hafa
veruleg áhrif á rekstur útgerða þar
sem hægt sé að flytja aflamark og
leigja. Ég tel því að horfur fyrir
rekstur Samherja á árinu séu góðar,
rekstur BGB-Snæfells mun koma
inn að fullu á þessu ári og velta
félagsins eykst um 2,3–2,5 milljarða.
Kvótastaða félagsins er góð en félag-
ið á aflaheimildir sem nema 35 þús-
und þorskígildistonnum, eða um
8,5% af heild. Þá eru horfur á mörk-
uðum góðar og afurðaverð hefur far-
ið hækkandi.“
Aðalfundur Samherja verður
haldinn 10. apríl næstkomandi. Þar
mun stjórn félagsins gera tillögu um
að greiddur verði út 15% arður til
hluthafa.
# !
!
!
"!
"#
$ %&
##
#$
!$%&
%$&
!!!"
"#$%
!!&
'$($
')%"
$"%
'**
+#*!
($*"
!!)
))#*
&&,*-
+,*-
"(!
./ )(((
01
234 5
3 4 5
!
" #
" #
" #
!
!$ !$%%
!
Framlegð Samherja
jókst úr 14% í 20%
HAGNAÐUR af rekstri Vátryggingafélags
Íslands, VÍS, árið 2000 nam 650 milljónum
króna eftir skatta, samanborið við 359 millj-
óna króna hagnað árið 1999, en að því er fram
kemur í tilkynningu frá félaginu hafði það
verulegan hagnað af sölu hlutabréfa á árinu.
Bókfærð iðgjöld VÍS námu 5.874 milljónum
króna, sem er 17,3% hækkun frá fyrra ári.
Eigin iðgjöld námu 4.546 milljónum króna,
sem er rúmlega 15% hækkun frá fyrra ári.
„Tjónaþróun hélt áfram að vera afar óhag-
stæð og nam tap af vátryggingarekstri 163
milljónum króna eftir að færðar höfðu verið
til tekna 1.367 milljóna króna fjárfestinga-
tekjur og 150 milljónir króna úr útjöfnunar-
skuld, en útjöfnunarskuldinni er ætlað að
jafna sveiflur í vátryggingarekstri. Eigin tjón
námu 5.093 milljónum króna og hækkuðu á
árinu um rúmar 600 milljónir króna, eða
13,3%. Þessa hækkun má einkum rekja til
áframhaldandi mikils tapreksturs bifreiða-
trygginga,“ segir í tilkynningu VÍS.
Eigið fé hækkaði um 24,8% milli ára
Fjárfestingartekjur félagsins námu 2.614
milljónum króna á móti 1.976 milljónum
króna á árinu 1999. Þessi hækkun stafar af
sölu á hlut VÍS í Frjálsa fjárfestingarbank-
anum hf. í desember síðastliðnum. Hagnaður
fyrir skatta var 901 milljón króna og 650
milljónir króna eftir skatta eins og áður var
getið. Heildareignir VÍS námu 19.909 millj-
ónum króna í lok ársins 2000 á móti 17.600
milljónum króna í lok árs 1999. Eigið fé í lok
árs 2000 var 3.245 milljónir króna og hækkaði
um 24,8% á milli ára.
Til að mæta taprekstri voru iðgjöld bif-
reiðatrygginga hækkuð um mitt ár og einnig
voru iðgjöld ýmissa eignatrygginga hækkuð
nokkuð í árslok.
„Vonir standa til að þessar aðgerðir, ásamt
ýmsum öðrum sem unnið hefur verið að í
rekstrinum, verði til þess að bæta verulega
tryggingareksturinn á þessu ári þó svo að
þær komi ekki að fullu til tekna fyrr en á
árinu 2002. Árið 2000 var einnig erfitt á fjár-
málamörkuðum. Hlutabréf bæði innanlands
og utan lækkuðu verulega í verði og skulda-
bréfamarkaðir voru í lægð mest allt árið.
Fjárfestingartekjur VÍS hefðu því orðið tölu-
vert lægri en árið 1999 ef ekki hefði komið til
söluhagnaður vegna sölu á hlut félagsins í
Frjálsa fjárfestingarbankanum. Eiginfjár-
staða VÍS er sterk og góð aukning hefur orðið
í sölu trygginga á undanförnum mánuðum.
Félagið horfir því til þess að grunnrekstur
þess geti orðið betri á þessu ári en í fyrra,“
segir í tilkynningu VÍS.
Hagnaður VÍS 650
milljónir króna